Landslið

A landslið karla

Tap á Gamla Ullevi - 30.5.2012

Íslendingar töpuðu 3 - 2 fyrir Svíum í vináttulandsleik sem fram fór á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg í kvöld. Staðan í leikhléi var 2 - 1 fyrir Svía sem skoruðu tvö mörk á fyrstu 14 mínútum leiksins. Kolbeinn Sigþórsson og Hallgrímur Jónasson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Byrjunarliðið gegn Svíum í kvöld - 30.5.2012

A landslið karla mætir Svíum í vináttulandsleik á Gamla Ullevi í Gautaborg kl. 18:15 að íslenskum tíma í dag, miðvikudag. Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt og eru gerðar tvær breytingar frá leiknum við Frakka á dögunum.  Leikaðferðin er sem fyrr 4-4-2.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð

Ísland mætir Svíþjóð í kvöld - 30.5.2012

Karlalandsliðið leikur í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg. Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl. 18:05.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi á Gamla Ullevi - 29.5.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, sat fyrir svörum fulltrúa fjölmiðla á blaðamannafundi á Gamla Ullevi leikvanginum í Gautaborg.  „Það er svolítið sérstakt fyrir mig að vera við stjórnvölinn á landsliði sem er að leika gegn Svíþjóð, en þetta er mjög spennandi verkefni og verður góð prófraun fyrir okkur."

Lesa meira
 
A landslið karla

Naumt tap í Valenciennes - 27.5.2012

Karlalandsliðið tapaði naumlega gegn Frökkum í kvöld í vináttulandsleik sem fram fór í Valenciennes. Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Frakka eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 0 - 2. Frakkar skoruðu tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggðu sér þar með sigur.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands í Valenciennes - 27.5.2012

Byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Frökkum á Stade de Hainaut leikvanginum í Valenciennes hefur verið opinberað. Það þarf ekki að koma á óvart að Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, stilli upp í leikkerfið 4-4-2, enda hefur hann gefið það út að í grunninn sé það sú leikaðferð sem hann vilji helst alltaf leika.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frakkland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 27.5.2012

Íslendingar mæta Frökkum í vináttulandsleik í kvöld, sunnudaginn 27. maí og hefst leikurinn kl. 19:00. Þetta er 11 skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en leikið verður í Valenciennes í Frakklandi.  Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingn kl 18:50.

Lesa meira
 
Blaðamannafundur fyrir Frakkland-Ísland

Frá blaðamannafundi í Valenciennes - 25.5.2012

A landslið karla er nú statt í Frakklandi þar sem það undirbýr sig fyrir vináttulandsleik við Frakka í Valenciennes. Á blaðamannafundi á Stade de Hainaut leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram á sunnudaginn, sátu þjálfari íslenska liðsins og tveir leikmenn fyrir svörum franskra blaðamanna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn fyrir leiki gegn Aserum og Norðmönnum - 25.5.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Lesa meira
 
Mynd-afhending-neydartosku-1

KSÍ kaupir hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur - 25.5.2012

Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf.  Landslið Íslands munu því framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur Lesa meira
 
Hjalmar-Jonsson

Hjálmar ekki með gegn Frökkum og Svíum - 22.5.2012

Hjálmar Jónsson, leikmaður Gautaborgar, verður ekki með í vináttulandsleikjunum gegn Frökkum og Svíum sem fram fara 27. og 30. maí. Hjálmar þarf að draga úr hópnum vegna meiðsla. Ekki hefur verið kallaður inn nýr maður í hans stað. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson sækir að marki Andorra á Laugardalsvellinum 2010

A karla - Leikið við Andorra 14. nóvember - 21.5.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komið sér saman um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Andorra 14. nóvember næstkomandi. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambandanna sem fól einnig í sér vináttulandsleik á Laugardalsvelli sem fram fór árið 2010

Lesa meira
 
Ulfar-Hinriksson

Úlfar Hinriksson ráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna - 16.5.2012

Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 kvenna og tekur hann við starfinu af Þorláki Árnasyni. Þjálfunarferill Úlfars spannar 18 ár en hann var m.a. aðstoðarlandsliðsþjálfari A landsliðs kvenna og þjálfaði U21 landslið kvenna 2003 – 2004. Lesa meira
 
Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð

A karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Frökkum og Svíum - 14.5.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, tilkynnti Lars Lagerbäck landsliðshópinn sem leikur tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Leikið verður gegn Frökkum sunnudaginn 27. maí og gegn Svíum miðvikudaginn 30. maí.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Strákarnir nálægt undanúrslitunum - 11.5.2012

Strákarnir í U17 voru einu marki frá því að komast í undanúrslitin í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu. Lokaleikurinn var gegn Georgíu og höfðu Georgíumenn betur, 1 - 0, og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum. Íslenska liðinu hefði dugað 1 - 1 jafntefli til að komast áfram í undanúrslitin.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu - 10.5.2012

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Leikið verður gegn Georgíu og með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í undanúrslitum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 131. sæti - 9.5.2012

Íslenska karlalandsliðið er í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Er það sama sæti og á síðasta lista en litlar breytingar eru á milli lista. Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Þjóðverjar koma þar á eftir.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Þjóðverjar reyndust sterkari - 8.5.2012

Strákarnir í U17 töpuðu öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM þegar þeir léku við Þjóðverja í Slóveníu. Loktatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja og kom eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn sanngjarn en með smá heppni hefði íslenska liðið getað lætt inn marki.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 7.5.2012

Strákarnir í U17 leika annan leik sinn í úrslitakeppni EM í dag þegar þeir mæta Þjóðverjum í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Eurosport.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag og gerir hann eina breytingu frá liðinu sem gerði jafntefli 2 - 2 við Frakka. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Frábært stig gegn Frökkum - 4.5.2012

Strákarnir í U17 náðu sér í dýrmætt stig í kvöld þegar þeir mættu Frökkum í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Lokatölur urðu 2 - 2 þar sem Frakkar leiddu með einu marki í leikhléi og höfðu tveggja marka forystu þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum.  Frábær endurkoma hjá strákunum sem sýndi mikinn og sterkan vilja hjá þessum skemmtilega hópi.

Lesa meira
 
U17-hopurinn-til-Sloveniu

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 4.5.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðsins í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en leikið er í Slóveníu. Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla hefja leik á morgun - 3.5.2012

Strákarnir í U17 hefja á morgun, föstudaginn 4. maí, leik í úrslitakeppni EM U17 sem leikin verður í Slóveníu. Ísland er í riðli með Georgíu, Þýskalandi og Frakklandi og verður síðastnefnda þjóðin fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni 2012 - 2.5.2012

Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1998. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög