Landslið

UEFA EM U17 karla

Úrslitahópur U17 karla klár - 30.4.2012

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Slóveníu og hefst 4. maí. Ísland er í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi, og eru fyrstu mótherjarnir Frakkar.

Lesa meira
 
Icelandair

Samstarfssamningur við Icelandair framlengdur - 20.4.2012

Á miðvikudag undirritaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framlengingu á samstarfssamningi KSÍ við Icelandair, og gildir samningurinn því út árið 2014. Samningurinn felur í sér víðtækt samstarf sem felst m.a. í því að öll knattspyrnulandslið Íslands ferðast með Icelandair.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá A og U23 kvenna - 20.4.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um vináttulandsleiki á milli þjóðanna hjá A landsliði kvenna og U23 kvenna. Leikirnir fara fram í Skotlandi 4. og 5. ágúst næstkomandi.  Stefnt er að því að Skotar endurgjaldi heimsóknina með A landsliði sínum sumarið 2013.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Stelpurnar hársbreidd frá úrslitakeppninni - 18.4.2012

Stelpurnar í U17 voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna en lokaumferð milliriðils þeirra fór fram í dag. Ísland lagði Belgíu með þremur mörkum gegn einu en á sama tíma vann Sviss England, 1 - 0. Sviss tryggði sér þar með efsta sætið í riðlinum og þátttökurétt í úrslitakeppninni í Sviss.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum - 18.4.2012

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM sem fram fer í Belgíu. Mótherjarnir eru heimastúlkur og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM - 16.4.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu 4. - 16. maí. Ísland mun þar leika í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Georgíu.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Tap gegn Sviss - 15.4.2012

Stelpurnar í U17 töpuðu gegn Sviss í dag með einu marki gegn engu og kom eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins lögðu Englendingar Belga með sömu markatölu og er því mikil spenna fyrir síðustu umferðina í riðlinum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Enskar lagðar í Leper - 13.4.2012

Stelpurnar í U17 lögðu England í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli EM. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Sandra María Jessen markið á 14. mínútu leiksins en leikið var í Leper í Belgíu.  Næsti leikur Íslands er gegn Sviss og fer hann fram á sunnudag kl. 13:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Englandi - 13.4.2012

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Belgíu. Mótherjarnir í dag eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Á undan leika heimastúlkur gegn Sviss.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 131. sæti á styrkleikalista FIFA - 11.4.2012

A landslið karla er í 131. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið neðar á listanum. Liðið fellur um tíu sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Spánn er sem fyrr í efsta sætinu, á meðan Þýskaland og Úrúgvæ fara upp fyrir Hollendinga í næst tvö sæti.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Þrjátíu leikmenn á úrtaksæfingar U16 og U17 - 11.4.2012

Þrjátíu leikmenn frá átta félögum á Austurlandi, fæddir 1996 og 1997, hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar vegna U16 og U17 landsliða karla. Æfingarnar fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 15. apríl.  Sindri Hornafirði á flesta leikmenn í æfingahópnum. Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Naumt tap gegn Frökkum í lokaleiknum - 6.4.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var Hollandi. Frakkar voru mótherjir í lokaleiknum og höfðu þeir betur, 1 - 0 en eina mark leiksins kom strax á 8. mínútu. Tómas Þóroddsson sendi okkur umfjöllun um leikinn og má sjá hana hér að neðan.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.4.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið er í Hollandi. Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Svekkjandi ósigur gegn Belgum í Dessel - 4.4.2012

Stelpurnar í A landsliði kvenna gengu niðurlútar af velli eftir svekkjandi tap gegn Belgum í Dessel í kvöld. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimastúlkur og kom eina mark leiksins á 66. mínútu en íslenska liðið sótti mun meira í leiknum. Belgíska liðið skaust því á toppinn á riðlinum með 14 stig eftir sjö leiki, Ísland hefur 13 stig eftir sex leiki og Noregur er með 12 stig eftir sex leiki.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Ísland í riðli með Frakklandi, Georgíu og Þýskalandi - 4.4.2012

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en dregið var í Slóveníu þar sem úrslitakeppnin fer fram, 4. - 16. maí. Átta þjóðir leika í úrslitakeppninni og er Ísland í A riðli ásamt: Frökkum, Georgíu og Þýskalandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið verður kl. 14:00 í dag - 4.4.2012

Í dag verður dregið í riðla í úrslitakeppni U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer dagana 4. - 16. maí. Drátturinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A landslið kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum tilbúið - 3.4.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Belgum í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 4. apríl. Leikurinn hefst kl. 18.00 að íslenskum tíma og þarna eigast við tvær efstu þjóðirnar í riðlinum en efsta sæti riðilsins gefur beint sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð 2013.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A landslið kvenna - Styttist í stórleikinn gegn Belgum - 3.4.2012

Það styttist í stórleikinn gegn Belgum í undankeppni EM en hann fer fram á morgun, miðvikudaginn 4. apríl og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma. Liðið hélt utan á sunnudagsmorgun og hefur æft vel úti og verður æft á keppnisvellinum í Dessel í dag.

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-hopurinn

U17 kvenna - Hópurinn er leikur í milliriðli í Belgíu - 3.4.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. - 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl.

Lesa meira
 
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

U19 kvenna - Rúmenar höfðu betur í Hollandi - 2.4.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag annan leik sinn í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Hollandi og voru Rúmenar mótherjarnir. Rúmenska liðið reyndist sterkara og fór með sigur af hólmi, 2 – 0.  Lokaleikur Íslands er gegn Frökkum á fimmtudaginn. Tómas Þóroddsson sendi okkur umfjöllun um leikinn og má sjá hana hér að neðan

Lesa meira
 
U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Rúmenum tilbúið - 1.4.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Rúmenum í milliriðli EM sem fram fer í Hollandi. Leikið verður á morgun, mánudaginn 2. apríl, og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög