Landslið

U19kv-Byrjunarlid-gegn-Hollandi´12

U19 kvenna - Jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik - 31.3.2012

Stelpurnar í U19 léku í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM U19 en riðillinn er leikinn í Hollandi. Fyrstu mótherjarnir voru einmitt heimastúlkur og lauk leiknum með jafntefli, 1 - 1, eftir að Ísland hafði leitt í leikhléi. Lára Kristín Pedersen skoraði mark Íslands á 36. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 78. mínútu. Hér að neðan má finna umfjöllun Tómasar Þóroddssonar um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A landslið kvenna - Stelpurnar halda til Belgíu í fyrramálið - 31.3.2012

Framundan hjá A landsliði kvenna er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM 2013 en þá sækir íslenska liðið það belgíska heim. Leikið verður í Dessel í Belgíu en þarna mætast þjóðirnar í efstu tveimur sætum riðilsins.  Belgar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Dregið í riðla úrslitakeppninnar á miðvikudaginn - 31.3.2012

Miðvikudaginn 4. apríl verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer fram. Í dag varð ljóst hvaða þjóðir munu verða í hattinum en eins og kunnugt hefur íslenska liðið tryggt sér þátttökurétt í keppninni.

Lesa meira
 
U19-i-Hollandi

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi - 30.3.2012

Stelpurnar í U19 leika á morgun, laugardaginn 31 mars, sinn fyrsta leik í milliriðli EM. Riðillinn er leikinn í Hollandi og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson  hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn

Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008.  Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Vináttulandsleikur við Færeyjar 15. ágúst - 30.3.2012

Samið hefur verið við Færeyinga um vináttulandsleik A liða karla þann 15. ágúst næstkomandi og er sá leikur lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir undankeppni HM 2014, sem hefst í september. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður þetta 24. viðureign þessara frændþjóða.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Breyting á hópnum - 27.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli EM í Hollandi. Sóley Guðmundsdóttir, úr ÍBV, kemur inn í hópinn í stað Aldísar Köru Lúðvíksdóttir sem gefur ekki kost á sér.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Hópurinn sem mætir Belgum í undankeppni EM - 26.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari A kvenna tilkynnti í dag, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, hópinn er mætir Belgum í undankeppni EM 2013. Leikurinn fer fram á KFC Dessel Sport vellinum í Dessel, miðvikudaginn 4. apríl kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Ísland í úrslitakeppni EM U17 karla! - 25.3.2012

U17 landslið karla vann í dag 4-0 stórsigur á Litháen í milliriðil fyrir EM, og á sama tíma vann Danmörk 3-2 sigur á Skotum. Þessi úrslit þýða að Ísland er komið í úrslitakeppnina, sem fram fer í Slóveníu í maí.  Frábær árangur sem sýnir enn og aftur hið öfluga starf í uppeldi ungra knattspyrnumanna hér á landi. Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Lokaumferð milliriðilsins hjá U17 á sunnudag - 24.3.2012

U17 landslið karla á möguleika á að komast í úrslitakeppni EM, en liðið leikur lokaleik sinn í milliriðli sem fram fer í Skotlandi á sunnudag. Mótherjarnir eru Litháar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt, sem er óbreytt frá síðasta leik. Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 landsliðshópur kvenna fyrir milliriðil - 23.3.2012

U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í Hollandi um mánaðamótin. Ásamt heimamönnum og Íslendingum eru Frakkar og Rúmenar í riðlinum. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið hóp Íslands. Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Frækinn sigur á Skotum - 22.3.2012

Strákarnir í U17 unnu frækinn sigur á Skotum í kvöld í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Skotlandi. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og gerði Kristján Flóki Finnbogson eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Skotum - 22.3.2012

Strákarnir í U17 karla leika í kvöld annan leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Mótherjarnir í kvöld eru einmitt heimamenn en leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari U17 karla hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og er það skipað sömu leikmönnum og hófu leikinn gegn Dönum. Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

Úrslitakeppni EM U17 kvenna haldin á Íslandi 2015 - 21.3.2012

Framkvæmdastjórn UEFA ákvað á fundi sínum á þriðjudag að samþykkja umsókn KSÍ um að halda úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna. Mun hún því fara fram hér á landi árið 2015.  UEFA hefur ákveðið að stækka úrslitakeppnina í þessum aldursflokki og verða þjóðirnar 8 sem leika þar frá og með 2014 en þá verður keppnin haldin í Englandi. Íslendingar verða svo gestgjafar 2015 og Hvíta Rússland 2016.

Lesa meira
 
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

U17 karla - Jafntefli í hörkuleik gegn Dönum - 20.3.2012

Strákarnir í U17 hófu í kvöld leik í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Fyrsti leikur liðsins var við Dani og lyktaði leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Daði Bergsson og Gunnlaugur Birgisson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum.  Næsti leikur Íslendinga í riðlinum verður gegn Skotum á fimmtudaginn

Lesa meira
 
U17-kvenna-gegn-Donum-byrjunarlidid

U17 kvenna - Markalaust jafntefli gegn Dönum - 20.3.2012

Stelpurnar í U17 gerðu í kvöld markalaust jafntefli gegn stöllum sínum frá Danmörku en leikið var í Egilshöllinni. Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki en fyrri leiknum, sem leikinn var síðastliðinn sunnudag, lauk með 2 - 1 sigri Íslendinga.

Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í kvöld - 20.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld er mætir Dönum í vinnáttulandsleik. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 18:00. Þetta er síðari leikur þjóðanna en Ísland vann fyrri leikinn 2-1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum í kvöld - 20.3.2012

Strákarnir í U17 eru nú í Skotlandi þar sem þeir leika í milliriðli EM U17 karla. Fyrsti leikur Íslands er gegn Dönum í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma. Á sama tíma leika hinar þjóðirnar í riðlinum, Skotar og Litháar. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í kvöld.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 19.3.2012

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur valið útakshóp til æfinga hjá U16 kvenna. Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og verða 24. og 25. mars næstkomandi. Æfingarnar áttu upphaflega að vera um nýliðna helgi en var frestað vegna vináttulandsleikja hjá U17 kvenna við Danmörku.

Lesa meira
 
2012-U17-kvenna-byrjunarlid-Danmorki

U17 kvenna - Danir lagðir að velli - 18.3.2012

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Danmörku í dag í vináttulandsleik sem fram fór í Egilshöll. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Ísland eftir að heimastúlkur leiddu 1 - 0 í leikhléi. Þjóðirnar mætast aftur á þriðjudaginn.   Aftur verður leikið í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 18:00.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

FIFA styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti - 16.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Þetta er sama sæti og á síðasta lista en sem fyrr eru það Bandaríkin sem tróna á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Breyting á hópnum fyrir Danaleikinn á sunnudaginn - 15.3.2012

Þorlákur Árnason hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Dönum í vináttulandsleik á sunnudaginn í Egilshöll. Bergrún Linda Björgvinsdóttir úr ÍBV kemur í stað Hildar Antonsdóttur úr Val, sem er meidd. Bergrún er einnig í hópnum fyrir leikinn á þriðjudaginn.

Lesa meira
 
Danski-U17-hopurinn

U17 kvenna - Leikið við Dani á sunnudag og þriðjudag - 14.3.2012

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Dönum hjá U17 kvenna og fara báðir leikirnir fram í Egilshöll. Fyrri leikurinn verður sunnudaginn 18. mars og hefst kl. 11:45 en sá síðari verður þriðjudaginn 20. mars og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.3.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í  Kórnum og er seinni æfingin utanhúss. Alls eru 23 leikmenn valdir á þessar æfingar um helgina.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Hópurinn fyrir milliriðil EM í Skotlandi - 12.3.2012

Gunnar Guðmundson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM dagana 20. - 25. mars næstkomandi. Riðillinn verður leikinn í Skotlandi og eru mótherjar Íslendinga, auk heimamanna, Danir og Litháar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Hópar fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum - 12.3.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópa fyrir vináttulandsleiki gegn Dönum. Þorlákur velur tvo hópa fyrir þessa leiki en leikið verður í Egilshöllinni, sunnudaginn 18. mars og þriðjudaginn 20. mars.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5752

Sjónvarpsútsendingar frá íslenskri knattspyrnu - 9.3.2012

Allt frá árinu 1994 hefur KSÍ selt Sportfive (áður UFA) sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu, fyrst landsleikjum en síðan einnig frá Íslandsmóti og bikarkeppni frá árinu 1998. Með þessu hafa tekjur til íslenskrar knattspyrnu aukist verulega. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Frækinn sigur á Englendingum - 8.3.2012

Stelpurnar í U19 lögðu í dag Englendinga með þremur mörkum gegn tveimur í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var þriðji og síðasti leikur stelpnanna í ferðinni en þær höfðu tapað naumlega fyrir Skotum og Norðmönnum áður. Íslenska liðið lenti tveimur mörkum undir í síðari hálfleik en, með elju og seiglu, tókst þeim að innbyrða sigur.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Leikið við England í dag á La Manga - 8.3.2012

Stelpurnar í U19 leika í dag síðasta leik sinn af þremur á La Manga en leikið verður við England í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - 6. sætið á Algarve Cup - 7.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 6. sæti á Algarve Cup sem lauk í dag. Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum í leik um 5. sætið, 1 - 3. Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þá muninn í 1 - 2. Lesa meira
 

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið niður um 18 sæti - 7.3.2012

Íslenska karlalandsliðið fellur um 18 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið er nú í 121. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar í því öðru en þeir síðarnefndu velta Þjóðverjum niður í þriðja sætið.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Eins marks tap gegn Norðmönnum á La Manga - 6.3.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn stöllum sínum frá Noregi í dag. Leikurinn var vináttulandsleikur sem leikinn var á La Manga. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn eftir markalausan fyrri hálfleik. Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Dönum - 6.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í leik um 5. sætið á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebooksíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum á La Manga - 6.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Norðmönnum í dag á La Manga. Þetta er annar leikur liðsins í þessari ferð en fyrsta leiknum tapaði Ísland gegn Skotum, 0 - 1.

Lesa meira
 
A-kvenna-Algarve

A kvenna - Kínverjar lagðir á Algarve - 5.3.2012

Íslendingar lögðu Kínverja í dag í lokaleik liðsins í riðakeppni Algarve Cup. Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 5.3.2012

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 karla og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Tveir hópar verða við æfingar hjá U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Tap gegn Skotum á La Manga - 5.3.2012

Stelpurnar í U19 eru nú staddar á La Manga þar sem þær leika þrjá vináttulandsleiki.  Leikið var gegn Skotum í gær í fyrsta leik liðsins og höfðu þær skosku betur, 1 - 0. 

Næsti leikur Íslands er á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið gegn Noregi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kína - 4.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kínverjum á Algarve Cup á morgun, mánudaginn 5. mars. Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma og er síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 4.3.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Skotum á æfingamóti á La Manga. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma en aðrar þjóðir á mótinu eru Noregur og England.

Lesa meira
 
A-kvenna-Algarve

A kvenna - Sænskur sigur á Algarve - 2.3.2012

Svíar lögðu Íslendinga með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð á Algarve Cup í dag. Svíar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik þar sem þær léku mjög vel en öll mörk leiksins komu á fyrstu 45. mínútunum og hófst markasúpan strax á fyrstu mínútu.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum á Algarve - 1.3.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Svíum á Algarve Cup. Þetta er annar leikur Íslands á mótinu en liðið tapaði gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum, 0 - 1. Svíar lögðu Kínverja í fyrsta leik sínum, 1 - 0.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög