Landslið

A landslið karla

A karla - Sigurmark Svartfellinga í lokin - 29.2.2012

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svartfellingum i vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Podgorica í kvöld. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að markalaust hafði verið í leikhléi. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og jafnaði þá metin.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Eins marks tap gegn Þjóðverjum - 29.2.2012

Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Þjóðverjar. Þýskar höfðu sigur, 1 - 0 og kom markið í fyrri hálfleik.  Næsti leikur er gegn Svíum á föstudaginn og hefst sá leikur kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ósigur í Aserbaídsjan - 29.2.2012

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi í dag fyrir Aserbaídsjan en leikið var í Bakú. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 1 - 0 og kom markið á 41. mínútu leiksins.  Heimamenn skutust upp fyrir Íslendinga í riðlinum, hafa fjögur stig eftir 5 leiki en Íslendingar hafa þrjú stig, einnig eftir 5 leiki. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Aserum - 29.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Aserum í Bakú kl. 14:00 í dag. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ en leikurinn er liður í undankeppni EM. Íslendingar hafa þrjú stig eftir 4 leiki fyrir þennan leik en Aserar eru með eitt stig eftir jafn marga leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarliðið gegn Svartfellingum - 29.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Svartfjallaland á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er þetta fyrsti knattspyrnulandsleikurinn milli þessara þjóða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum á Algarve - 28.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leik gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Algarve Cup. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Vel fer um hópinn í Bakú - 28.2.2012

Strákarnir í U21 karla eru staddir í Bakú í Aserbaídsjan þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM á morgun.  Breytingar urðu á hópnum á síðustu stundu en Atli Sigurjónsson úr KR er kominn inn í hópinn. Tveir leikmenn þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, Björn Bergmann Sigurðarson og Kristinn Steindórsson. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Góðar aðstæður á Algarve - Ýmsar upplýsingar um mótið - 28.2.2012

Stelpurnar í A landslið kvenna leika sinn fyrsta leik á morgun, miðvikudag, við Þjóðverja en þá hefst hið sterka Algarve mót. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Þrír landsleikir á hlaupársdag - 28.2.2012

Þrír landsleikir fara fram á morgun, hlaupársdaginn 29. febrúar. Þá eru þrjú landslið í eldlínunni, A landslið karla og kvenna og U21 karla. Karlalandsliðið leikur í Svartfjallalandi, kvennalandsliðið leikur gegn Þjóðverjum á Algarve og U21 karla leikur í undakeppni EM gegn Aserbaídsjan í Bakú.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Æfing hjá U16 og U17 kvenna á laugardaginn - 28.2.2012

Laugardaginn 3. mars verður æfing hjá U16 og U17 kvenna sem fram fer í Kórnum. Þorlákur Árnason hefur valið tvo hópa fyrir þessa æfingu, annar samanstendur af leikmönnum fæddum 1995 en hinn af leikmönnum fæddir 1996 og 1997. Þessir hópar munu svo leika æfingaleik innbyrðis á laugardaginn.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

Frá blaðamannafundi í Podgorica - 27.2.2012

Á blaðamannafundi í Podgorica í Svartfjallalandi í dag, var Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, spurður um væntingar til leiksins.  „Þó svo menn noti vináttulandsleikina til að skoða ýmsa hluti, og þó að þetta sé minn fyrsti leikur með þessa leikmenn sem eru í hópnum núna, þá vil ég vinna alla leiki." Lesa meira
 
Svartfjallaland

Fyrsti knattspyrnulandsleikur Íslands og Svartfjallalands - 27.2.2012

Ísland og Svartfjallaland mætast í vináttulandsleik á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma. Þessar þjóðir hafa aldrei áður mæst í landsleik, hvorki í A landsliðum né yngri landsliðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breytingar á landsliðshópum hjá A kvenna og U19 kvenna - 27.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur á Algarve Cup, 29. febrúar - 7. mars. Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er meidd.  Sandra María Jessen úr Þór er kölluð inn í hópinn hjá U19 kvenna í stað Önnu Maríu. Lesa meira
 
Pálmi Rafn Pálmason

Pálmi Rafn Pálmason í landsliðshópinn - 26.2.2012

Lars lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur boðað Pálma Rafn Pálmason til Svartfjallalands vegna vináttulandsleiks við heimamenn í Podgorica á miðvikudag. Pálmi, sem leikur með Lilleström í Noregi, verður kominn fyrir fyrstu æfingu liðsins, á mánudagskvöld.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Á heildina litið var ég sáttur við frammistöðuna" - 24.2.2012

Á blaðamannafundi eftir leik Japans og Íslands sat Lars Lagerbäck fyrir svörum japanskra fjölmiðla. Þjálfari íslenska liðsins fékk spurningar um frammistöðu beggja liða, einstaka leikmenn Íslands og hvers vegna hann hafi notað svæðisvörn. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Japan

Japanir höfðu betur í Osaka - 24.2.2012

Japanir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag en leikið var á Nagai vellinum í Osaka. Heimamenn skoruðu þrjú mörk gegn einu Íslendinga og leiddu Japanir í leikhléi, 1 - 0. Arnór Smárason skoraði mark Íslendinga úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Japan - 24.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjnuarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Japan á Nagai-leikvanginum í Osaka í dag. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
NM-U16-kvenna-2012-logo

Norðurlandamót U16 kvenna haldið í Noregi 7. - 15. júlí - 23.2.2012

Norðurlandamót U16 kvenna verður að þessu sinni haldið í Noregi, dagana 7. - 15. júlí. Mótið verður haldið í bæjunum Alta og Hammerfest sem eru í Finnmörk, nyrst í Noregi. Mótið er að venju gríðarlega sterkt því auk Norðurlandaþjóðanna mæta sterkar knattspyrnuþjóðir til leiks.

Lesa meira
 
Yasuhito Endo

Heimamaðurinn er af flestum talinn lykilmaður Japans - 23.2.2012

Allir leikmenn japanska landsliðsins, sem eru í hópnum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi, leika með japönskum liðum. Stærsta stjarna liðsins og sá sem flestir telja lykilmann fyrir leikinn, er heimamaðurinn Yasuhito Endo, sem leikur með Gamba Osaka og hefur gert það síðan 2001.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Menn eiga alltaf að leika til sigurs" - 23.2.2012

Blaðamannafundurinn fyrir vináttulandsleik Japans og ísland var fjölmennur, hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja.  "Menn eiga alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara" sagði þjálfari íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck.

Lesa meira
 
Halgi Valur Daníelsson

"Við reynum auðvitað að vinna leikinn" - 23.2.2012

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, var í viðtali við japanska fjölmiðla eftir æfingu í dag. Aðspurður um væntingar til leiksins við Japan á föstudag hafði hann þetta að segja: "Við reynum auðvitað að vinna leikinn, þannig að markmiðið er sigur."

Lesa meira
 
300px-Nagai_stadium20040717

Leikur Japans og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport - 23.2.2012

Vináttulandsleikur Japans og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma en útsendingin hefst 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Hungary_FA

A karla - Vináttulandsleikur gegn Ungverjum í júní 2013 - 23.2.2012

Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambanda Íslands og Ungverjalands sem gert var á síðasta ári en þá mættust þjóðirnar í vináttulandsleik ytra þar sem Ungverjar fóru með sigur af hólmi.

Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Tækifæri fyrir leikmenn að sýna hvað þeir geta - 22.2.2012

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, ræddi við japanska fjölmiðla eftir æfingu landsliðsins á keppnisvellinum í Osaka.  Gunnar Heiðar sagði að með menn ætluðu svo sannarlega að sýna sig og sanna fyrir nýja þjálfaranum í leiknum við Japan á föstudag.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Gott tækifæri fyrir mig að sjá skapgerð leikmanna" - 22.2.2012

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, er að undirbúa lið sitt undir fyrsta leikinn undir hans stjórn, vináttuleik gegn Japan í Osaka 24. febrúar. Liðið æfði á keppnisvellinum undir kvöld og fyrir æfinguna svaraði þjálfarinn örfáum spurningum ksi.is, áður en hann sat fyrir svörum hjá Japönskum fjölmiðlum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Rúnar Már kemur inn í hópinn - 22.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Aserbaídsjan ytra þann 29. febrúar í undankeppni EM. Rúnar Már S. Sigurjónsson úr Val kemur inn í hópinn í stað Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Hópurinn fyrir Algarve 2012 - 20.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarve Cup og hefst nú 29. febrúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum, miðvikudaginn 29. febrúar. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Svíar og Kínverjar.

Lesa meira
 
A landslið karla

Halldór Orri inn fyrir Theodór Elmar - 20.2.2012

Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Japan, sem fram fer í Osaka þann 24. febrúar. Theodór Elmar Bjarnason er meiddur og í hans stað kemur Halldor Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ.

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Landsliðsæfingar U16 kvenna 25. og 26. febrúar - 17.2.2012

Dagana 25. og 26. febrúar mun U16 landslið kvenna æfa í Kórnum og Egilshöll og hefur Þorlákur Árnason, þjálfari U17 kvenna, kallað 20 leikmenn til æfinga og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 landslið kvenna til La Manga - 17.2.2012

U19 landslið kvenna tekur þátt í æfingamóti á La Manga á Spáni í mars og leikur þar við Skotland, Noreg og England. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp fyrir mótið. Þrír leikmenn í hópnum leika með erlendum félagsliðum. Lesa meira
 
EM kvennalandsliða

Sigurður Ragnar á meðal áhorfenda á leik Belga og Norður-Íra - 15.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, verður á meðal áhorfenda á viðureign Belgíu og Norður-Írlands sem fram fer í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, en Belgar eru einmitt næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Tveir hópar við æfingar um helgina - 13.2.2012

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur landsliðsþjálfarinn, Gunnar Guðmundsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Tveir hópar verða við æfingar um helgina en eldri hópurinn, fæddur 1995, verður líka á æfingu á föstudeginum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn sem mætir Aserbaídsjan - 10.2.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserbaídsjan í undankeppni EM. Leikið verður í Baku, miðvikudaginn 29. febrúar. Eyjólfur velur 19 leikmenn í hópinn að þessu sinni. Íslendingar eru með 3 stig eftir fjóra leiki en Aserar hafa hlotið 1 stig, einnig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Hópar fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Japan - 10.2.2012

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Lars Lagerbäck hópa sína fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Japan og Svartfjallalandi síðar í þessum mánuði. Leikið verður gegn Japan 24. febrúar og gegn Svartfjallalandi 29. febrúar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Vináttulandsleikir gegn Dönum í mars - 6.2.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komið sér saman um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki í mars. Leikið verður hér á landi og fara leikirnir fram í Egilshöllinni, 18. og 20. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

Landsliðsæfingar hjá kvennalandsliðunum um helgina - 6.2.2012

Um komandi helgar verða kvennalandsliðin við æfinga en um er að ræða U17 kvenna, U19 kvenna og A kvenna. Þjálfararnir, Þorlákur Árnason, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög