Landslið

U16-1996-0007

Yngri landslið karla - Æfingar um komandi helgi - 30.1.2012

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum karla, þ.e. hjá U16, U17 og U19 karla. Þjálfararnir, Freyr Sverrisson, Gunnar Guðmundson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

A karla - Vináttulandsleikur við Svía 30. maí - 27.1.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 30. maí næstkomandi. Þetta verður 15. viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Lesa meira
 
Stade-du-Hainut

A karla – Leikið við Frakka 27. maí - 26.1.2012

Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa komið að samkomulagi um að karlalandslið þeirra leiki vináttulandsleik 27. maí næstkomandi. Leikið verður í Valenciennes í Frakklandi en þetta verður ellefta viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá kvennalandsliðunum um komandi helgi - 23.1.2012

Um komandi helgi verða kvennalandsliðin okkar við æfingar en framundan eru æfingar hjá A kvenna, U19 og U17 kvenna. Þjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna leikur þrjá leiki á La Manga - 23.1.2012

U19 kvennalandslið Íslands mun leika þrjá vináttulandsleiki á La Manga dagana 4. - 8. mars. Fyrstu mótherjarnir verða Skotar og á eftir koma leikir gegn Noregi og Englandi. Ekki er um eiginlegt mót að ræða ekki verður leikið um sæti en 10 þjóðir verða á La Manga á þessum tíma og leika allar þrjá leiki.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

A karla - Ísland í sama sæti á styrkleikalista FIFA - 18.1.2012

Karlalandslið Íslands er í 104. sæti styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Þetta er sama sæti og á síðasta lista. Litlar breytingar eru á milli lista en sem fyrr eru Spánverjar á toppnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Tveir hópar við æfingar um helgina - 17.1.2012

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið tvo hópa til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æft verður í Kórnum og í Egilshöllinni en vakin er athygli á því að þolmæling verður á föstudagskvöldið.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Úrtaksæfing á Norðurlandi 25. janúar - 17.1.2012

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á úrtökuæfingar U17 kvenna sem fram fara í Boganum, Akureyri, 25. janúar kl. 16:30. Leikmennirnir koma frá félagsliðum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar kvenna funda með þjálfurum - 17.1.2012

Landsliðsþjálfarar kvenna  vilja bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar laugardaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.  Farið verður yfir dagskrá landsliðanna á þessu ári, samstarf við félagsliðin og þjálfurum gefst tækifæri til að spjalla saman um málefni sem snúa að landsliðunum og/eða félagsliðunum.

Lesa meira
 
Æfingabúðir A landsliða karla í janúar 2012

Æfingabúðunum lokið - 14.1.2012

Eins og kynnt hefur verið valdi Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, tæplega 30 manna hóp sem var kallaður saman til æfinga hér á landi. Þessi hópur hefur æft og fundað stíft síðustu daga. Lars hefur farið ítarlega yfir sínar hugmyndir með leikmönnum og sýnt þær í verki á æfingum.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Gunnleifur inn í æfingahópinn - 12.1.2012

Í kvöld er fyrsta æfingin hjá æfingahóp A karla en þessari æfingahrinu lýkur með æfingaleik á laugardaginn í Kórnum. Gunnleifi Gunnleifssyni hefur verið bætt inn í æfingahópinn en þeir Sölvi Geir Ottesen og Birkir Bjarnason verða ekki með að þessu sinni. Lesa meira
 
Lars á fundi

Lars Lagerbäck fundaði með þjálfurum - 12.1.2012

Landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Lars Lagerbäck, fundaði í gær með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. Fundurinn var mjög vel sóttur en á honum fór Lars yfir sitt starf og sínar áherslur varðandi þjálfun landsliðsins.
Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 11.1.2012

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið leikmannahóp fyrir æfingar um komandi helgi. Æft verður tvisvar sinnum í Kórnum og hefur Ólafur valið 21 leikmann fyrir þessar æfingar.
Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - 22 leikmenn boðaðir á æfingu um komandi helgi - 10.1.2012

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 kvenna og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valið 22 leikmenn fyrir þessar æfingar. Æft verður í Kórnum á laugardag og í Egilshöllinni á sunnudag.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Æfingaleikur á laugardag í Kórnum - 10.1.2012

Hópur sem Lars Lagerbåck hefur valið, verður við æfingar á næstu dögum og á laugardaginn verður leikinn æfingaleikur í Kórnum. Þá verður hópnum skipt í tvö lið og verður blásið til leiks kl. 15:15. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir til þess að fylgjast með leiknum.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Æfingahópur valinn - 4.1.2012

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 29 leikmenn til þess að æfa sunnudaginn 15. janúar. Æfingin er liður í undirbúningi fyrir leik gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM sem fram ytra, 29. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
U17-2001-0012

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári - 2.1.2012

Fyrstu landsliðsæfingar á nýju ári eru fyrirhugaðar um komandi helgi og verða þá æfingar hjá U17 og U19 karla. Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 og hafa landsliðsþjálfararnir, Kristinn R. Jónsson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög