Landslið

Lars-Lagerback

Æfingabúðir A landsliðs karla í janúar - 27.12.2011

Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, hefur boðað 28 leikmenn til æfinga 12. - 14. janúar næstkomandi og fara allar æfingarnar fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi. Eingöngu er um að ræða leikmenn sem leika með liðum á Íslandi og í Skandinavíu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Kvennalandsliðið í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 23.12.2011

Íslenska kvennalandsliðið situr í 15. sæti styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og stendur liðið í stað. Bandaríkin tróna á toppi listans og Þjóðverjar koma í humátt á eftir.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

A kvenna - Fundað með 40 leikmönnum - 21.12.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í sama sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 21.12.2011

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 104 sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans sem tekur litlum breytingum frá fyrri lista.
Lesa meira
 
Nagai-vollurinn-i-Osaka

Vináttulandsleikur gegn Japan 24. febrúar - 20.12.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002.  Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem skipulagður er í febrúar, því Ísland mætir Svartfjallalandi ytra þann 29. febrúar næstkomandi

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 14.12.2011

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingar í Kórnum, Fífunni og Reykjaneshöllinni. Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Algarve 2012 - Fyrsti leikur gegn Þýskalandi - 13.12.2011

Íslenska kvennalandsliðið tekur að venju þátt í hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári og hefst mótið 29. febrúar. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrsti leikur er gegn Þjóðverjum.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Heiðar og Margrét Lára valin knattspyrnufólk ársins - 9.12.2011

Leikmannaval KSÍ hefur valið Heiðar Helguson og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2011. Þetta er í áttunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

Úrtaksæfingar hjá U16, U17 og U19 kvenna um helgina - 6.12.2011

Um komandi helgi verða þrír úrtakshópar yngri landsliða kvenna við æfingar og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Æfingar verða hjá U16, U17 og U19 kvenna þessa helgi og hafa þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög