Landslið

Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 29.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar en tveir hópar verða á ferðinni hjá U17.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

Milliriðill U17 karla leikinn í Skotlandi - 29.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla í EM 2012 hjá U17 karla en Íslendingar voru þar í pottinum eftir að hafa haft sigur í sínum riðli í forkeppninni.  Ísland dróst í riðil með Danmörku, Skotlandi og Litháen og verður leikið í Skotlandi dagana 24. - 29. mars.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í forkeppni EM hjá U17 og U19 karla - 29.11.2011

Í dag var dregið í forkeppni EM 2012/2013 hjá U17 og U19 karla.  Hjá U17 er Ísland í riðli með Portúgal, Noregi og Möltu og fer riðillinn fram á Möltu. Leikið verður í Króatíu hjá U19 og er Ísland þar í riðli með heimamönnum, Georgíu og Aserbaídsjan.

Lesa meira
 
A landslið karla

A karla - Vináttulandsleikur gegn Svartfellingum 29. febrúar - 28.11.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012.  Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi.  Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á knattspyrnuvellinum.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um fjögur sæti - 23.11.2011

Á nýjum styrkleikalista, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 104. sæti listans og fer upp um fjögur sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans en á eftir koma Hollendingar og Þjóðverjar og er lítill munur á milli þeirra.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck sáttur við niðurröðunina - 22.11.2011

Þjóðirnar sem leika saman í E-riðli undankeppni HM 2014, riðlinum sem Ísland leikur í, funduðu í dag um niðurröðun leikja í riðlinum.  Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist.  Þjálfari Íslands er sáttur við niðurstöðuna og er afar spenntur fyrir verkefninu.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

A karla - Norðmenn fyrsti andstæðingurinn í undankeppni HM - 22.11.2011

Í dag voru ákveðnir leikdagar í riðli Íslands í undankeppni HM 2014.  Ísland leikur í E riðli ásamt Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.  Fyrsti leikur Íslands í keppninni verður á Laugardalsvelli 7. september en þá koma Norðmenn í heimsókn.

Lesa meira
 
Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 22.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða þær í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar í Boganum framundan - 22.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar í Boganum á Akureyri fyrir U16 karla.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla, hefur valið leikmenn fyrir þessar æfingar en leikmennirnir koma úr félagsliðum af Norðurlandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 15.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tveir hópar í gangi hjá U17.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni og hafa þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 15.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna en Ísland var í pottinum hjá báðum aldursflokkum.  Hjá U19 er Ísland í riðli með Frakklandi, Rúmeníu og Hollandi. Hjá U17 er Ísland í riðli með Sviss, Englandi og Belgíu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

Dregið í undankeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir 2012/2013 - 15.11.2011

Í dag var dregið í undankeppni hjá U17 kvenna en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.   Íslenska U17 liðið er í riðli með Tékklandi, Eistlandi og Slóveníu. Stelpurnar í U19 eru í riðli með Danmörku, Moldavíu og Slóvakíu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 14.11.2011

Dregið verður í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna í höfuðstöðvum UEFA, þriðjudaginn 15. nóvember.  Ísland er í pottinum hjá báðum aldursflokkum en milliriðlarnir verða leiknir í apríl á næsta ári.  Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af drættinum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Fimm marka tap gegn Englendingum - 10.11.2011

U21 landslið karla tapaði með fimm marka mun fyrir jafnöldrum sínum frá Englandi, en leikið var á Weston Homes vellinum í Colchester í kvöld.  Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, en heldur stór, enda komu 3 síðustu mörk heimamanna á síðustu 5 mínútum leiksins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Englendinga í kvöld - 10.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 19:30.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Leikið við Englendinga á morgun - 9.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Lesa meira
 
Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 8.11.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá hópana hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Englandi - 4.11.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Englandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag.  Leikið verður í Colchester og hefur Eyjólfur valið 19 leikmenn í hópinn og þar af eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið með U21 liðinu áður.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Úrtaksæfingar hjá strákunum um helgina - 1.11.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í knattspyrnuhúsinu í Kórnum og hefur Kristinn valið 21 leikmann á þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - 62 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 1.11.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 62 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni og eru valdir tveir hópar, leikmenn fæddir 1995 annars vegar og 1996 hinsvegar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög