Landslið

UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Írunn og Lára í liði mótsins - 28.10.2011

Þær Írunn Þorbjörg Aradóttir og Lára Kristín Pedersen voru valdar í lið mótsins eftir úrslitakeppni EM U17 kvenna en úrslitakeppnin fór fram í Sviss í sumar.  Það er tækninefnd UEFA sem sér um að velja lið mótsins og birtir niðurstöðurnar í skýrslu sem kom út á dögunum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

Sannfærandi sigur í Belfast - 26.10.2011

Kvennalandsliðið lék sinn síðasta leik á árinu þegar liðið mætti Norður Írum í kvöld.  Leikið var í Belfast og var leikurinn í undankeppni EM.  Lokatölur urðu  0 -2 eftir að Íslendingar höfðu skorað bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 26.10.2011

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og í Egilshöll.  Þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Jafntefli gegn Noregi og liðið ekki áfram - 26.10.2011

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í dag í lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Sigur hefði nægt liðinu til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum en liðið hlaut tvo stig í leikjunum þremur.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið við Noreg í dag - 26.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag síðasta leik sinn í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Kýpur. Ísland mætir Noregi í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Ísland verður að vinna þennan leik til þess að eiga möguleika á sæti í milliriðlum en önnur úrslit þýða að Ísland situr eftir.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Norður Írum - 25.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Norður Írum á morgun, miðvikudag, í undankeppni EM.  Leikið verður á Oval vellinum í Belfast og hefst leikurinn kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

Jafntefli við heimamenn hjá U19 karla - 24.10.2011

U19 landslið karla gerði á sunnudag 1-1 jafntefli við Kýpur í undankeppni EM 2012, en riðillinn er leikinn þar í landi.  Staðan er ekki ósvipuð og hjá U17 karla fyrir skömmu, þar sem Ísland er í neðsta sætinu fyrir lokaumferðina, en kemst áfram í milliriðla með sigri á Noregi í lokaleiknum.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Kýpur í dag - 23.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið er við heimamenn í Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla. hefur tilkynnt byrjunarliðið

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Þrjú dýrmæt stig flutt frá Ungverjalandi - 22.10.2011

Íslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu.  Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós.  Það er skammt stórra högga á milli því liðið heldur á morgun til Belfast en leikið verður við Norður Íra í undankeppni EM á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

A kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Ungverjum - 21.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Ungverjum í undankeppni EM.  Leikið er í Pápa í Ungverjalandi og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 7 stig eftir sigur leiki gegn Búlgaríu og Noregi ásamt jafntefli gegn Belgíu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Leikið við Ungverja á morgun - 21.10.2011

Á morgun leika Ísland og Ungverjaland í undankeppni EM og fer leikurinn fram ytra.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið hefur 7 stig eftir þrjá leiki í riðlinum.  Ungverjar hafa tapað báðum viðureignum sínum til þessa en þetta er fyrsti heimaleikur þeirra í keppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Tap gegn Lettum í fyrsta leik - 21.10.2011

Lettar lögðu Íslendinga í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 0 Lettum í vil og komu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum.  Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn þegar leikið verður gegn heimamönnum í Kýpur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Leikið við Letta í dag - 21.10.2011

Strákarnir í U19 eru nú staddir á Kýpur en þar leika þeir í undankeppni EM.  Fyrsti leikur Íslands er í dag þegar þeir mæta Lettum og hefst sá leikur kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um 2 sæti - 19.10.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í morgun, er karlalandslið Íslands í 108. sæti og fellur niður um tvö sæti frá síðasta lista.  Spánverjar eru í efsta sæti listans og hafa þar nokkuð gott forskot.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 18.10.2011

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöll og Kórnum og koma leikmennirnir frá 20 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Strákarnir áfram eftir sigur á Ísrael - 17.10.2011

Strákarnir í U17 unnu gríðarlega sætan sigur á jafnöldrum sínum frá Ísrael í dag en leikurinn var í lokaumferð undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Stefán Þór Pálsson sigurmarkið þegar þrjár mínútur lifðu eftir af venjulegum leiktíma.  Strákarnir tryggðu sér því sigur í riðlinum og komast áfram í milliriðla. Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Leikið við Ísrael kl. 10:00 - 17.10.2011

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Heimamenn eru mótherjarnir í leik dagsins og hefst hann kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Sigur fleytir íslenska liðinu áfram í milliriðla en riðillinn er galopinn, öll liðin hafa þrjú stig að loknum tveimur leikjum.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Góður sigur á Grikkjum - 14.10.2011

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á Grikkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 1 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Páll Olgeir Þorsteinsson skoraði mark Íslendinga á 48. mínútu og tryggði dýrmæta sigur.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck ráðinn þjálfari A landsliðs karla - 14.10.2011

Svíinn Lars Lagerbäck var í dag kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari A landsliðs karla.  Einnig var Heimir Hallgrímsson kynntur sem aðstoðarmaður hans.  Samningur þeirra er til ársloka 2013 en Lars tekur til starfa 1. janúar 2012.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um leikinn gegn Skotum - 14.10.2011

Stelpurnar í U17 tryggðu sér sæti í milliriðlum með því jafntefli gegn Skotum í gær og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins.  Tómars Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið gegn Grikkjum í dag - 14.10.2011

Strákarnir í U17 leika gegn Grikkjum í dag í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en strákarnir töpuðu gegn Sviss í fyrsta leiknum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Norður Írlandi - 13.10.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum og Norður Írlandi í undankeppni EM.  Leikirnir fara báðir fram ytra.  Leikið verður gegn Ungverjum í Pápa, laugardaginn 22. október og gegn Norður Írum í Belfast, miðvikudaginn 26. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Stelpurnar áfram í milliriðla - 12.10.2011

Stelpurnar í U17 gerðu í dag jafntefli gegn Skotum í undankeppni EM.  Leikið var í Austurríki og lyktaði leiknum með því að hvor þjóð gerði tvö mörk.  Íslensku stelpurnar leiddu í leikhléi, 1 - 0.  Þessi úrslit þýða að Ísland varð í efsta sæti riðilsins, með 7 stig, og tryggðu sér með því sæti í milliriðlum keppninnar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap í fyrsta leik - 12.10.2011

Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Mótherjarnir í Sviss reyndust sterkari í dag og höfðu sigur, 5 - 1, eftir að staðan hafði verið 3 - 1 í leikhléi.  Emil Ásmundsson skoraði mark Íslendinga á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Skotum - 12.10.2011

Stelpurnar í U17 leika lokaleik sinn í dag í undankeppni EM en leikið er í Austurríki.  Mótherjarnir eru Skotar og berjast þessar þjóðir um efsta sætið í riðlinum sem gefur sæti í milliriðlum.  Jafntefli dugi Íslandi sem hefur sex stig en Skotland er með fjögur stig.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Byrjunarliðið tilbúið fyrir leikinn gegn Sviss - 11.10.2011

Strákarnir í U17 hefja leik í undankeppni EM á morgun, miðvikudaginn 12. október, þegar þeir mæta Sviss.  Riðillinn er leikinn í Ísrael en leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Riðillinn er sterkur en ásamt þessum þjóðum skipa Ísrael og Grikkland riðilinn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Hópurinn valinn sem leikur á Kýpur - 10.10.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM.  Leikið verður á Kýpur, dagana 21. - 26. október.  Mótherjar ásamt heimamönnum eru Lettar og Norðmenn.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Lettum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Umfjöllun um sigurleikinn gegn Kasakstan - 10.10.2011

Stelpurnar í U17 lögðu lið Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en leikið er í Austurríki.  Lokatölur urðu 3 - 0 en Skotar verða mótherjarnir í síðasta leik liðsins á miðvikudag. Tómas Þóroddsson er með hópnum úti ásamt fleirum og hefur hann sent okkur meðfylgjandi umfjöllun um leikinn gegn Kasakstan

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur gegn Kasakstan í öðrum leiknum - 9.10.2011

Stelpurnar í U17 lögðu stöllur sínar frá Kasakstan í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM.  Riðill Íslands er leikinn í Austurríki en íslensku stelpurnar skoruðu tvö mörk án þess að Kasakstan hafi komist á blað.  Þetta er annar sigur íslensku stelpnann í riðlinum en þær lögðu heimastúlkur í fyrsta leik 2 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Kasakstan - 9.10.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Kasakstan í dag.  Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Sviss.  Í fyrsta leiknum höfðu okkar stelpur sigur á heimastúlkum, 2 - 1.  Leikurinn í dag hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um sigurinn á Austurríki - 8.10.2011

p>Íslensku stelpurnar unnu fyrsta leik sinn í undankeppni EM í gær en riðill Íslands er leikinn í Austurríki.  Íslensku stelpurnar lögðu heimastúlkur með tveimur mörkum gegn einu.  Tómas Þóroddsson er á staðnum og tók saman nánari umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
EURO 2012

Átta marka leikur í Portúgal - 7.10.2011

Íslendingar töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Portúgal í Porto.  Lokatölur urðu 5 - 3 fyrir heimamenn sem leiddu 3 - 0 í leikhléi.  Íslendingar léku sérstaklega vel í síðari hálfleik og gerðu þá þrjú mörk, tvö frá Hallgrími Jónassyni og eitt frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik - 7.10.2011

Stelpurnar í U17 unnu Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og því dýrmætur sigur á heimastúlkum í höfn.  Í hinum leik riðilsins voru það Skotar sem lögðu Kasakstan með þremur mörkum gegn engu.  Ísland mætir Kasakstan á sunnudaginn í öðrum leik liðsins í undankeppninni.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Portúgal tekur á móti Íslandi í kvöld - 7.10.2011

Íslendingar leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar leikið verður við Portúgal.  Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao vellinum í Porto og hefst kl. 20:00.  Ísland er með fjögur stig í riðlinum í fjórða sætinu en Portúgalir eru í harðri baráttu á toppnum, hafa 13 stig líkt og Danir og Norðmenn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið er mætir Austurríki - 6.10.2011

Stelpurnar í U17 leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM á morgun, föstudaginn 7. október.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar liðsins.  Hin liðin í riðlinum eru Kasakstan og Skotland.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Englendingar höfðu betur í Laugardalnum - 6.10.2011

Englendingar fóru með þrjú stig og þrjú mörk úr Laugardalnum í kvöld þegar þeir mættu Íslendingum í undankeppni EM.  Lokatölurnar urðu 0 - 3 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 2.  England hefur því 6 stig í riðlinum eftir tvo leiki en íslenska liðið er með 3 stig eftir þrjá leiki.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Guðmundur Þórarinsson kemur inn í hópinn - 6.10.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Englendingum í dag á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Eyjólfur hefur valið Guðmund Þórarinsson í hópinn en hann kemur í stað Björns Jónssonar sem er veikur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Ísland tekur á móti Englandi í kvöld - 6.10.2011

Strákarnir í U21 karla mæta Englendingum í kvöld í undankeppni EM U21 karla og verður leikið á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 16:00.  Miðasala er einnig í gangi á www.midi.is.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Brynjar Gauti í hópinn - 5.10.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Englandi í undankeppni EM.  Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn í hópinn í stað Egils Jónssonar en Egill á við meiðsli að stríða..

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – England - 4.10.2011

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Englands í undankeppni EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli fimmtudaginn 6. október kl. 18:45.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

U21 karla - Ísland mætir Englandi - A passar gilda við innganginn - 4.10.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Englands  í undankeppni EM U21 karla. Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum. Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 18:45, fimmtudaginn 6. október.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal - 3.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM næstkomandi föstudag.  Inn í hópinn koma þeir Arnór Smárason, Baldur Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Hópurinn valinn sem leikur í Ísrael - 3.10.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er leikur í undankeppni EM nú í október en leikið verður í Ísrael.  Mótherjarnir eru, auk heimamanna, Sviss og Grikkland.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Sviss, miðvikudaginn 12. október.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Eva Lind kemur inn í hópinn - 3.10.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum er tekur þátt í undankeppni EM.  Þorlákur hefur valið Evu Lind Elíasdóttur, Selfossi, í hópinn og kemur hún í stað Elínar Mettu Jensen úr Val.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Kjartan Henry valinn í hópinn - 2.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM.  Ólafur hefur valið Kjartan Henry Finnbogason í hópinn og kemur hann í stað Alfreðs Finnbogasonar sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög