Landslið

Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

UEFA heiðrar Rúnar fyrir að leika yfir 100-A landsleiki - 31.8.2011

Fyrir landsleik Íslands og Kýpurs 6. september mun Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, fyrir hönd UEFA, afhenda Rúnari Kristinssyni sérstaka viðurkenningu fyrir að vera einn af þeim 109 leikmönnum innan aðildarlanda UEFA sem hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir þjóð sína.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Aðgöngumiðar á Ísland – Kýpur fyrir handhafa A-passa - 31.8.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ 2011 fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Kýpur afhenta mánudaginn 5. september frá kl. 10:00 - 16:00.  Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.

Lesa meira
 
Vodafonevöllurinn

U21 karla - A-passar gilda inn á leik Íslands og Belgíu - 31.8.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM U21 karla.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Vodafonevellinum.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 17:00, fimmtudaginn 1. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Kýpur - 31.8.2011

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Kýpur í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september kl. 18:45  

Lesa meira
 
Icelandair

Geturðu hitt slána frá vítateigsboganum? - 30.8.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012, munu fimm heppnir vallargestir fá tækifæri til að spyrna knetti frá vítateigsboganum (efst á boganum) með það fyrir augum að hitta þverslána.  Vinningurinn ef það tekst er ferð fyrir tvo til Evrópu með Icelandair!

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Breyting á hópnum fyrir ferðina til Eistlands - 30.8.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem fer til Eistlands og leikur þar 2 vináttulandsleiki.  Kristinn hefur valið Bjarna Gunnarsson úr Fjölni einn í hópinn og kemur hann í stað Kristjáns Gauta Emilssonar sem er meiddur. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Ísland tekur á móti Belgíu á fimmtudaginn - 30.8.2011

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2013 fer fram fimmtudaginn 1. september.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum og hefst leikurinn kl. 17:00.  Ísland hefur leik í þessari keppni með þremur leikjum á heimavelli.

Lesa meira
 
A landslið karla

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - Uppfært - 29.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fjórar breytingar á landsliðshópnum er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Inn í hópinn koma þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Kristjánsson

Lesa meira
 
FIFA Fair Play Days 2011 - Háttvísidagar FIFA 2011

Háttvísidagar FIFA 2011 - 29.8.2011

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 15. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 2. til 6. september fyrir valinu, en á því tímabili eru m.a. landsleikjadagar hjá A- og U21 landsliðum karla.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7424

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - 25.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, hefur tilkynnt hópinn er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Leikið verður við Noreg á Ullevaal vellinum í Osló, föstudaginn 2. september en leikurinn við Kýpur verður á Laugardalsvellinum, þriðjudaginn 6. september.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki við Eistland - 25.8.2011

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir tvo vináttulandsleiki við Eistland.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram laugardaginn 3. september og mánudaginn 5. september.  Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM en riðill Íslands verður leikinn á Kýpur.  Auk heimamanna eru Noregur og Lettland í riðlinum.

Lesa meira
 
Noregur_logo

U21 karla - Norski hópurinn er mætir Íslendingum - 24.8.2011

Norðmenn hafa tilkynnt hóp sinn hjá U21 karla sem mætir Íslendingum á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september næstkomandi.  Landsliðsþjálfarinn Per Joar Hansen hefur valið 18 leikmenn til fararinnar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Belgíu og Noregi - 24.8.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 23 leikmenn í landsliðshóp til þess að taka þátt í leikjum gegn Belgíu og Noregi.  Leikirnir eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni fyrir EM 2013.  Leikið verður við Belga á Vodafonevellinum fimmtudaginn 1. september en leikið verður við Norðmenn á Kópavogsvelli, þriðjudaginn 6. september.

Lesa meira
 
NOR

Noregur - Ísland 2. september - Norski hópurinn - 24.8.2011

Norðmenn hafa tilkynnt hóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslandi og Danmörku sem fara fram 2. og 6. september.  Landsliðsþjálfarinn Egil Olsen velur 20 leikmenn en þar er John Arne Riise reynslumesti leikmaðurinn, hefur leikið 97 landsleiki.  Íslenski hópurinn verður tilkynntur á morgun, fimmtudag, á blaðamannafundi en framundan eru leikir gegn Noregi og Kýpur.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland í 124. sæti - 24.8.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var nú í morgun er karlalandslið Íslands í 124. sæti og falla um þrjú sæti frá síðasta lista.  Holland er nú í efsta sæti listans og veltir Spánverjum úr því sæti.  Holland er því sjöunda þjóðin sem vermt hefur efsta sæti listans en hinar þjóðirnar eru auk Spánar: Argentína, Brasilía, Frakkland, Ítalía og  Þýskaland.

Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

KSÍ-passar gilda við innganginn á völlinn - 19.8.2011

KSÍ-passar munu gilda við innganginn á Laugardalsvöll á úrslitaleik KR og Vals í Valitor-bikar kvenna á laugardag.  Handhafar þurfa því ekki að sækja miða sérstaklega fyrir leikinn, heldur sýna hann í hliðinu. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7576

Miðasala hafin á Ísland-Kýpur - 18.8.2011

Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september.  Miðasala á leikinn er nú hafin á midi.is.  Skellum okkur öll á Laugardalsvöllinn og styðjum dyggilega við bakið á okkar strákum!  Áfram Ísland!

Lesa meira
 
EURO 2012

Ætlar þú að sjá síðustu útileiki Íslands í EM 2012? - 17.8.2011

Miðasala á tvo síðustu útileiki A landsliðs karla í undankeppni EM 2012 er nú í fullum gangi.  Ísland mætir Noregi í Osló 2. september og Portúgal í Porto 7. október.  Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
EURO 2012

Miðasala á Portúgal-Ísland í undankeppni EM 2012 - 17.8.2011

Miðasala á viðureign Portúgals og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin.  Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is eigi síðar en mánudaginn 22. ágúst nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1996 - 12.8.2011

Úrtökumót KSÍ fyrir pilta fædda 1996 fer fram að Laugarvatni 19.-21. ágúst næstkomandi.  Alls hafa á sjöunda tug leikmanna fengið boð um að mætaog koma þeir frá um 30 félögum víðs vegar af landinu. 

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7772

Ungverskur sigur í Búdapest - 10.8.2011

A landslið karla tapaði með fjórum mörkum gegn engu í vináttuleik í Búdapest í kvöld.  Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og liðin skiptust á að sækja, en heimamenn náðu að setja tvö mörk.  Ungverjarnir voru sterkari í síðari hálfleik og bættu við tveimur mörkum.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7586

Byrjunarliðið gegn Ungverjum opinberað - 10.8.2011

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A landsliðs karla, hefur opinberað byrjunarlið sitt gegn Ungverjum, en Ísland leikur vináttuleik gegn ungverska liðinu í dag og hefst leikurinn, sem er í beinni á Stöð 2 sport, kl. 17:45.

Lesa meira
 
EURO 2012

Miðasala á Noregur-Ísland í undankeppni EM 2012 - 8.8.2011

Miðasala á viðureign Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 er hafin, en liðin mætast í Osló 2. september næstkomandi.  Hægt er að panta miða á leikinn hjá KSÍ, fyrir 19. ágúst nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
A landslið karla

Breytingar á landsliðshópnum gegn Ungverjum - 8.8.2011

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópnum hjá A-landsliði karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Ungverjum á miðvikudag.  Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni og í staðinn hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari kallað á fjóra.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Ísland Norðurlandameistari - 7.8.2011

Ísland tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitilinn hjá U17 karla þegar þeir lögðu Dani í úrslitaleik á Þórsvelli í dag.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Ævar Ingi Jóhannesson markið á 22. mínútu.  Ísland 2 lék einnig í dag við Norðmenn í leik um 3. sætið en þar höfðu Norðmenn betur, 2 - 1.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Íslensku liðin leika um gull og brons - 7.8.2011

Í dag verður leikið um sæti á Norðurlandamóti U17 karla og leika bæði íslensku liðin um verðlaunasæti á mótinu.  Ísland og Danmörk leika til úrslita á mótinu en þjóðirnar mætast á Þórsvelli kl. 13:00.  Allir aðrir leikir um sæti hefjast kl. 11:00 og þeirra á meðal er leikur Íslands og Noregs sem hefst kl. 11:00, einnig á Þórsvelli. Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Riðlakeppninni lýkur í dag - 5.8.2011

Í dag fara fram lokaleikirnir í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 karla og verður leikið í dag á Dalvík og á Húsavík.  Mikil spenna er fyrir lokaumferðina og margir möguleikar í spilinu en leikið verður um sæti á sunnudaginn og fara þeir leikir fram á Akureyri og Grenivík.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 2011 12. - 14. ágúst - 3.8.2011

Úrtökumót KSÍ 2011 fyrir stúlkur fæddar árið 1996 fer fram dagana 12. - 14. ágúst.  Úrtökumótið verður á Laugarvatni og eru félög leikmanna eru beðin um að kynna sér upplýsingar sem finna má hér að neðan.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Aftur sigur og jafntefli í dag - 3.8.2011

Á öðrum leikdegi á Norðurlandamóti U17 karla voru sigur og jafntefli aftur upp á teningnum á íslensku liðunum.  Ísland 1 lagði Færeyjar með þremur mörkum gegn engu og Ísland 2 gerði jafntefli við Finna, 1 - 1.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7424

A karla - Landsliðshópurinn gegn Ungverjum - 3.8.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Ungverjum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 10. ágúst.  Leikið verður á Ferenc Puskas vellinum í Búdapest og hefst leikurinn kl. 17:45 að íslenskum tíma.  Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og eru þeir báðir markverðir.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Leikið á Sauðárkróki og Ólafsfirði í dag - 3.8.2011

Í dag fara fram fjórir leikir á Norðurlandamóti U17 karla og verða leikir dagsins á Sauðárkróki og Ólafsfirði.  Eins og áður hefur komið fram er Ísland með tvö lið að þessu sinni á mótinu.  Ísland 1 mætir Færeyjum á Sauðárkróki kl. 14:00 en Ísland 2 leikur gegn Finnum á Ólafsfirði kl. 16:00.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Sigur og jafntefli í dag - 2.8.2011

Í dag hófst Norðurlandamót U17 karla en mótið fer fram að þessu sinni hér á landi og er leikið á Norðurlandi.  Tvo íslensk lið eru með á mótinu að þessu sinni og léku þau bæði í dag.  Ísland 2 lagði Svía að velli, 3 - 1, en Ísland 1 gerði jafntefli við Norðmenn, 2 - 2.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

NM U17 karla - Byrjunarlið Íslands hafa verið tilkynnt - 2.8.2011

Norðurlandamót karla U17 hefur göngu sína í dag og að þessu sinni er Ísland með tvö lið í mótinu.  Ísland 1 mætir Noregi kl. 16:00 á Þórsvelli en núna kl. 14:00 leikur Ísland 2 gegn Svíum.  Gunnar Guðmundsson stjórnar liði 1 en Freyr Sverrisson stjórnar liði 2.  Þeir hafa tilkynnt byrjunarlið sín.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Knattspyrnuveisla á Norðurlandi - 2.8.2011

Í dag hefst Norðurlandamót U17 karla og verður það leikið víðsvegar um Norðurland.  Ísland er að þessu sinni með tvö lið í mótinu en aðrar þjóðir eru: Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og England.  Leikirnir í dag fara allir fram á Akureyri, á Akureyrarvelli og Þórsvelli. 

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög