Landslið

Allur hópurinn hjá U17 kvenna í Sviss

EM U17 kvenna - Bronsið til Þjóðverja - 31.7.2011

Það var þýska liðið sem tryggði sér þriðja sætið í úrslitakeppni EM U17 kvenna en leikið var um sæti í Nyon í dag.  Þjóðverjar lögðu íslensku stelpurnar með átta mörkum gegn tveimur og gerðu þær þýsku út um leikinn í fyrri hálfleiknum en þær leiddu í leikhléi, 5 - 0.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Leikið gegn Þjóðverjum kl. 12:00 - 31.7.2011

Þorlákur Árnasons, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í leik um 3. sætið í úrslitakeppni U17 kvenna sem fram fer í Nyon.  Leikið verður gegn Þjóðverjum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Hægt að fylgjst með textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
HM 2014 í Brasilíu

HM 2014 - Ísland í riðli með Noregi - 30.7.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014.  Drátturinn fór fram í Ríó en úrslitakeppnin 2014 fer einmitt fram í Brasilíu.  Ísland  í E riðli og leikur í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon

EM U17 kvenna - Spánverjar of sterkir - 28.7.2011

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn Spánverjum í undanúrslitum EM U17 kvenna en leikið var í Nyon í Sviss.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Evrópumeistara Spánverja sem leiddu í leikhléi 3 - 0.  Ísland mun því leika um 3. sætið á sunnudag en Spánverjar leika til úrslita á mótinu.

Lesa meira
 
Merki FIFA

HM 2014 - Dregið í riðla á laugardaginn - 28.7.2011

Laugardaginn 30. júlí verður dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014 en úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu.  Dregið verður í Ríó og hefst drátturinn kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á heimasíðu FIFA.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

EM U17 kvenna - Ísland mætir Spánverjum kl. 12:00 - 28.7.2011

Það er komið að langþráðum degi því í dag kl. 12:00 mætast Ísland og Spánn í undanúrslitum úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer í Nyon í Sviss.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport.  Siðari undanúrslitaleikurinn er á milli Frakka og Þjóðverja og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið upp um eitt sæti - 27.7.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun er íslenska karlalandsliðið í 121. sæti og fer upp um eitt sæti.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti en Holland fylgir þeim fast á eftir í öðru sætinu.

Lesa meira
 
Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss

U17 kvenna - Góðar aðstæður í Sviss - 27.7.2011

Vel fer um hópinn og fylgdarlið hjá U17 kvenna í Nyon í Sviss en framundan er úrslitakeppni EM.  Leikið verður gegn Spáni í undanúrslitum á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn, eins og allir leikir keppninnar, verða sýndir á íþróttastöðinni Eurosport.

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn heldur utan í kvöld - 25.7.2011

Stelpurnar í U17 halda til Sviss í kvöld en framundan er úrslitakeppni EM sem fram fer í Nyon.  Aðeins fjórar þjóðir komast í þessa úrslitakeppni og leikur Ísland gegn núverandi handhöfum titilsins, Spánverjum, fimmtudaginn 28. júlí.  Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Þýskaland og Frakkland.  Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fara svo fram, sunnudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sigur á Svíþjóðarmótinu þrátt fyrir tap gegn Noregi - 23.7.2011

Strákarnir í U19 léku í dag gegn Norðmönnum í lokaleik sínum á Svíþjóðarmótinu.  Norðmenn höfðu 2 - 1 sigur í leiknum en Íslendingar fóru engu að síður með sigur af hólmi á þessu móti, með sex stig líkt og Svíar en markatala íslenska liðsins var hagstæðari.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandsliðið í 17. sæti - 22.7.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA er íslenska kvennalandsliðið í 17. sæti og fellur niður um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Bandaríkin eru í efsta sæti listans en nýkrýndir heimsmeistarar Japana eru í fjórða sæti. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Sætur sigur á Svíum - 21.7.2011

Strákarnir í U19 lögðu Svía í öðrum leik sínum á Svíþjóðarmótinu sem fram fór í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Ísland eftir að hafa leitt í leikhléi með einu marki.  Það var Árni Vilhjálmsson sem skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, það síðara úr vítaspyrnu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum - 21.7.2011

Strákarnir í U19 leika sinn annan leik í dag á Svíþjóðarmótinu og eru mótherjarnir í dag gestgjafarnir sjálfir.  Leikurinn hefst k. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarliðið en hann teflir fram sama byrjunarliði og lagði Wales að velli í fyrsta leiknum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Hóparnir valdir fyrir Norðurlandamótið - 20.7.2011

Dagana 2. - 7. ágúst fer fram Norðurlandamót U17 karla og fer það fram hér á landi að þessu sinni.  Mótið fer fram víðsvegar um Norðurland og að þessu sinni verður Ísland með 2 lið á mótinu.  Ísland 1 er í riðli með Englandi, Færeyjum og Noregi en Ísland 2 í riðli með Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Stórsigur í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu - 19.7.2011

Strákarnir í U19 byrjuðu Svíþjóðarmótið með glans en þeir lögðu Walesverja örugglega í dag.  Lokatölur urður 5 - 1 fyrir Íslands eftir að staðan í leikhléi var 2 - 1.  Næsti leikur Íslands á mótinu er á fimmtudaginn þegar leikið verður við heimamenn í Svíþjóð.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Breytingar á hópnum - 19.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur í úrslitakeppni U17 kvenna í Sviss síðar í þessum mánuði.  Inn í hópinn koma þær Berglind Rós Ágústsdóttir úr Val og Ágústa Kristinsdóttir úr KA en þær koma í stað Elínar Mettu Jensen og Ingunnar Haraldsdóttur. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið gegn Wales í dag á Svíþjóðarmótinu - 19.7.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Wales í dag en um er að ræða fyrsta leik liðsins á Svíþjóðarmótinu.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Einnig leika heimamenn og Noregur á þessu móti og mætast þessar þjóðir síðar í dag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir Svíþjóðarmót - 12.7.2011

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn er leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18. - 24. júlí.  Leikmenn í þessum hópi eru fæddir 1994 og síðar en leikið er gegn Wales, Svíþjóð og Noregi.

Lesa meira
 
Undirbúningshópur U17 kvenna fyrir úrslitakeppni EM

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 11.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss.  Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. - 31. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar eru núverandi handhafar þessa titils.  Í hinum undanúrslitaleiknum leika Þjóðverjar og Frakkar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á NM U17 kvenna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Magnaður seinni hálfleikur - 9.7.2011

Íslensku stelpurnar luku keppni á Norðurlandamóti stúlkna með stæl í dag þegar þær lögðu Svía með fimm mörkum gegn þremur.  Staðan í leikhléi var 3 - 1 fyrir Svía í leikhléi og þær leiddu 3 - 0 eftir 30 mínútna leik.  Elín Metta Jensen gerði fjögur mörk í leiknum í dag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Leikið við Svía um 5. sætið - 8.7.2011

Íslensku stelpurnar munu leika gegn stöllum sínum frá Svíþjóð á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi um þessar mundir.  Það verða Holland og Frakkland sem leika til úrslita á mótinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á NM stúlkna í Finnlandi 2011

Norðurlandamót stúlkna - Jafnt gegn Norðmönnum - 7.7.2011

Ísland lék lokaleik sinn í riðlinum á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Leikið var gegn Norðmönnum og lyktaði leiknum með jafntefli, 1 - 1 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Hildur Antonsdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 35. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 7.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands er mætir Noregi á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Franskur sigur þrátt fyrir frábæra byrjun - 5.7.2011

Íslensku stelpurnar léku sinn annan leik á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag.  Mótherjarnir voru Frakkar sem höfðu 3 - 2 sigur í mjög kaflaskiptum leik.  Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og leiddi í leikhléi 2 - 0.  Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er á fimmtudaginn þegar Norðmenn verða andstæðingarnir.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Byrjunarliðið gegn Frökkum - 5.7.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Frökkum í dag á Norðurlandamót stúlkna sem fram fer í Finnlandi.  Þetta er annar leikur liðsins en liðið gerði jafntefli í gær við Þjóðverja.  Leikurinn í dag hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi á Norðurlandamót stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Jafntefli gegn Þjóðverjum - 4.7.2011

Stelpurnar í stúlknalandsliðinu gerðu jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Elín Metta Jensen gerði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Þjóðverjar jöfnuðu strax mínútu síðar.

Lesa meira
 
2011-Special-Olympics

Silfur hjá íslenska liðinu á Special Olympics - 4.7.2011

Ísland vann til silfurverðlauna í 7 manna fótbolta á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu í Grikklandi.  Ísland og Svartfjallaland mættust í úrslitaleik B-riðils þar sem Svartfellingar fóru með 2-1 sigur af hólmi.  Lárus Örn Sigurbjörnsson skoraði mark Íslands í leiknum með glæsilegu skoti og minnkaði muninn í 2-1 og þar við sat.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Leikið gegn Þjóðverjum í dag - 4.7.2011

Norðurlandamót stúlkna hefst í dag í Finnlandi og mætir íslenska liðið því þýska í fyrsta leik sínum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður leikið á Äänekoski vellinum í Jyväskylä.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög