Landslið

U17 landslið kvenna

Norðurlandamót stúlkna - Breyting á hópnum - 30.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur gert breytingu á hópnum er leikur á Norðurlandamótinu í Finnlandi, dagana 4. - 9. júlí.  Amanda Mist Pálsdóttir úr Þór kemur inn í hópinn í stað Elmu Láru Auðunsdóttur sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Liðið fagnar með áhorfendum eftir sigur gegn Sviss.  Mynd af ifsport.is

Frábær fótbolti og fögnuður á Special Olympics í Aþenu - 29.6.2011

Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi.  Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1.  Íslenska liðið hefur því unnið alla leiki sína á mótinu til þessa.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Kolbeinn í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 - 29.6.2011

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 karla en sérstakt tæknlið UEFA valdi leikmenn í þetta lið.  Flestir leikmenn koma frá Evrópumeisturum Spánverja en þeir eiga sjö fulltrúa af 23 leikmönnum í þessu stjörnuliði UEFA.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um sex sæti á styrkleikalista FIFA - 29.6.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA hjá körlum, sem birtur var í dag, fellur Ísland um sex sæti og situr nú í 122. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Hollendingar sitja sem fastast í öðru sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Svíþjóðar og Íslands á Melavellinum 29. júní 1951.  Lið Íslands er fjær á myndinni

60 ár frá því að Svíar voru lagði á Melavelli - 29.6.2011

Í dag eru liðin 60 ár frá því að Íslendingar lögðu Svía í landsleik í knattspyrnu en leikið var á Melavellinum.  Lokatölur urðu 4 – 3 Íslendingum í vil og skoraði Ríkharður Jónsson öll mörk Íslendinga.  Þessi dagur hefur jafnan verið minnst sem eins hins fræknasta í íslenskri íþróttasögu því sama dag höfðu Íslendingar betur gegn Dönum og Norðmönnum í landskeppni í frjálsum íþróttum sem fram fór í Osló.

Lesa meira
 
Haraldur Björnsson, Guðmundur Kristjánsson og Óskar Pétursson afhentu forsvarsfólki MFBM afrakstur sektarsjóðs U21 karla frá Danmörku

Sektarsjóður U21 karla afhentur - 24.6.2011

Í dag var sektarsjóður U21 karlalandsliðsins afthendur til söfnunarátaksins "Meðan fæturnir bera mig".  Í þeirri söfnun var verið safna fyrir krabbameinsjúk börn en þau Signý Gunnarsdóttir,
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hlupu þá í kringum landið.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 54 leikmenn boðaðir til æfinga um helgina - 20.6.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 54 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Eru þetta undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót U17 karla sem haldið verður hér á landi og hefst 2. ágúst. Ísland mun senda tvö lið til leiks á mótið

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Hópurinn valinn - 20.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er leikur á opna Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi.  Mótið fer fram dagana 4. - 9. júlí og mæta íslensku stelpurnar stöllum sínum frá Þýskalandi, Frakklandi og Noregi í riðlakeppninni.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hársbreidd frá sæti í undanúrslitum eftir sigur á Dönum - 19.6.2011

Strákarnir í U21 féllu út með sæmd úr úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku um þessar mundir.  Leikið var gegn heimamönnum í Álaborg og fóru Íslendingar með sigur af hólmi, 3 - 1.  Eitt mark til viðbótar hefði dugað Íslendingum til að komast í undanúrslitin en þangað komust Sviss og Hvíta Rússland upp úr A riðli.

Lesa meira
 
U21 karla Ísland-Skotland 2010 (Sportmyndir)

Sektarsjóður U21 til stuðnings góðu málefni - 15.6.2011

Leikmenn U21 landsliðs karla upplifa það reglulega á meðan á EM í Danmörku stendur að vera sektaðir vegna ýmissa mála. Leikmennirnir hafa nú ákveðið að í lok móts muni sektarsjóðurinn renna til verkefnisins „Á meðan fæturnir bera mig“.  Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Tveggja marka sigur hjá Sviss - 14.6.2011

Strákarnir í U21 lutu í lægra haldi gegn Sviss í dag í úrslitakeppni EM en leikið var í Álaborg.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Sviss og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Lokaleikur Íslands er gegn gestgjöfum Dana á laugardaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Sviss tilbúið - 14.6.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Sviss í úrslitakeppni EM í dag kl. 16:00.  Leikurinn er í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu og hefst umfjöllun um leikinn hálftíma fyrr, eða kl. 15:30.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Leikið gegn Sviss í dag - 14.6.2011

Strákarnir í U21 leika í dag sinn annan leik í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku.  Leikið verður í dag gegn Sviss í Álaborg og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Íslendingar töpuðu gegn Hvít Rússum í sínum fyrsta leik á meðan Sviss bar sigurorð af heimamönnum í hörkuleik.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Hvít-Rússar unnu tveggja marka sigur - 11.6.2011

Hvít-Rússar unnu í dag tveggja marka sigur á Íslandi í opnunarleik EM U21 landsliða karla sem fram fer í Danmörku.  Íslenska liðið var betri aðilinn í leiknum lengst af, en vítaspyrna og brottvísun þegar stundarfjórðungur var eftir gjörbreytti leiknum.  Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Straumurinn liggur til Danmerkur - 9.6.2011

Það hefur ekki farið framhjá neinum að U21 karlalandslið okkar er að taka þátt í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Hvít Rússum á laugardaginn og hefst kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Leikið verður í Árósum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Undirbúningur fyrir Norðurlandamót - 8.6.2011

Þorlákur Árnason hefur valið leikmenn á undirbúningsæfingu fyrir Norðurlandamót U16 kvenna.  Mótið fer fram að þessu sinni í Finnlandi og leikur Ísland fyrsta leikinn 4. júlí gegn Þjóðverjum.  Æfingin 19. júní fer fram á Tungubökkum.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson með viðurkenningar fyrir 50 landsleiki

Viðurkenningar fyrir 50 landsleiki - 8.6.2011

Þegar A landslið karla kom saman á dögunum fengu þrír leikmenn afthenta viðurkenningu fyrir þann áfanga að hafa spilað 50 landsleiki.  Þetta voru þeir Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson.

Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Áfram Ísland klúbburinn á úrslitakeppni U21 karla í Danmörku - 7.6.2011

Áfram Ísland stuðningsmannaklúbbur landsliðsins í knattspyrnu verður með upphitun fyrir alla leiki Íslands í riðlakeppninni.  Boðið verður upp á íslenska stuðtónlist, andlitsmálningu, áfram Ísland varningur á boðstólum til að dressa sig upp fyrir leikinn og landsliðstreyjur.  Mætum öll í stemninguna og skemmtum okkur saman.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM - 6.6.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 20 leikmenn í undirbúningshóp sem mun æfa í Kórnum næstkomandi föstudag.  Framundan er úrslitakeppni EM hjá U17 kvenna sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P7576

Danskur sigur í Laugardalnum - 4.6.2011

Íslendingar tóku á móti Dönum í kvöld í undankeppni EM og var leikið á Laugardalsvelli.  Danir höfðu sigur, 0 -2, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Íslendingar eru með eitt stig eftir fimm leiki í riðlinum og leika næst gegn Norðmönnum, ytra, 2. september.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Danmörk kl. 18:45 - Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 - 4.6.2011

Í kvöld kl 18:45 mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Hægt er að kaupa miða á midi.is en einnig opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. 

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Danmörk á morgun - Kemur fyrsti sigurinn gegn Dönum? - 3.6.2011

Á morgun, laugardaginn 4. júní, mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og hefst leikurinn á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Forsala aðgöngumiða er á heimasíðu midi.is og fer hver að vera síðastur til þess að tryggja sér miða í forsölu.

Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Danski hópurinn - 1.6.2011

Danir koma með 23 leikmenn til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní kl. 18:45 og er miðasala í gangi á midi.is.  Alls leika sjö leikmenn hópsins í Hollandi eða jafnmargir og leika í heimalandinu.  Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög