Landslið

Tyrkneski dómarinn Firat Aydinus

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Tyrkneskir dómarar við stjórnvölinn - 31.5.2011

Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 31.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt þá 23 leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Mótið stendur yfir frá 11. júní til 25. júní en íslenski hópurinn heldur utan 8. júní og mætir Hvít Rússum í fyrsta leiknum 11. júní.  Sá leikur verður leikinn í Árósum en seinni tveir leikir Íslands í riðlinum, gegn Sviss og Danmörku, fara fram í Álaborg.

Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-00-012

A landslið karla - Haraldur Freyr kemur inn í hópinn - 31.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Harald Frey Guðmundsson í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum sem fer fram næstkomandi laugardag á Laugardalsvelli.  Haraldur tekur sæti Ragnars Sigurðssonar sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opin æfing hjá A-landsliði karla í dag - 31.5.2011

KSÍ vill vekja athygli á því að A-landslið karla verður með opna æfingu á Víkingsvelli í Reykjavík þriðjudaginn 31. maí kl. 16:00.  Stuðningsmenn og knattspyrnuáhugafólk er boðið hjartanlega velkomið.  Hægt er að fylgjast með æfingunni úr stúkunni og eftir æfingu gefst kostur á eiginhandaráritunum leikmanna og léttu spjalli.

Lesa meira
 
Mark!  (Sportmyndir)

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Íslenski hópurinn kemur saman í dag - 30.5.2011

Íslenski landsliðshópurinn kemur saman í dag á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM á laugardaginn.  Á morgun, þriðjudaginn 31. maí, verður svo opin æfing á Víkingsvelli þar sem allir eru velkomnir til þess að fylgjast með.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Aðgöngumiðar á Ísland – Danmörk fyrir handhafa A-passa - 30.5.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Danmörk afhenta miðvikudaginn 1. júní frá kl. 10:00 - 16:00.  Miðarnir eru afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði.  Leikurinn gegn Dönum fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní, og hefst kl. 18:45.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Danmörk 4. júní - Hópurinn tilkynntur - 24.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn er mætir Dönum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní, og hefst leikurinn kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Sóknin til Svíþjóðar er hafin - 19.5.2011

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna hófu sókn sína að sæti í úrslitakeppni EM 2012 í Svíþjóð með öruggum 6-0 sigri á Búlgaríu á Laugardalsvellinum í kvöld.  íslenska liðið hafði tögl og haldir í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu - Leikurinn hefst kl. 19:30 - 18.5.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Búlgörum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:30.  Miðasala er í gangi á midi.is sem og selt verður frá kl. 18:30 á Laugardalsvelli.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið stendur í stað - 18.5.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem út kom í dag, er íslenska karlalandsliðið í 116. sæti listans og stendur í stað frá síðasta lista.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans sem tekur litlum breytingum frá birtingu síðasta styrkleikalista.

Lesa meira
 
UEFA EM A-landsliða kvenna

Ísland - Búlgaría á morgun kl. 19:30 - 18.5.2011

Stelpurnar okkar leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna á morgun, fimmtudaginn 19. maí, á Laugardalsvelli.  Mótherjarnir eru Búlgarir og hefst leikurinn kl. 19:30.  Miðasala er í gangi hjá midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn Eistlandi

A-passar gilda inn á leik Íslands og Búlgaríu - 17.5.2011

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM kvenna.  Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 19:30, fimmtudaginn 19. maí.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Búlgaría í undankeppni EM - 13.5.2011

Miðasala á leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM er nú hafin en miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí og hefst kl. 19:30.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópur 40 leikmanna tilkynntur - 13.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp 40 leikmanna sem tilkynntur hefur verið til UEFA fyrir úrslitakeppni EM U21 karla sem fram fer í Danmörku í sumar.  Úr þessum hópi verða svo valdir 23 leikmenn sem munu leika í Danmörku en fyrsti leikur Íslands verður gegn Hvít Rússum, 11. júní í Árósum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM valinn - 12.5.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 28 leikmenn í undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM.  Þar er Ísland ein fjögurra þjóða en úrslitakeppnin fer fram í Nyon í Sviss, 28. - 31. júlí.  Ísland mætir Spánverjum í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum leika Frakkar og Þjóðverjar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

A kvenna - Hópurinn gegn Búlgaríu tilkynntur - 11.5.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn er mætir Búlgaríu í undankeppni EM 2013.  Þetta er fyrsti leikurinn í þessari undankeppni og fer hann fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí kl. 19:30.  Sigurður Ragnar velur 22 leikmenn og þar af eru þrír nýliðar.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög