Landslið

Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Sigur á Svíum og fullt hús - 14.4.2011

Stelpurnar í U17 létu það ekki hafa nein áhrif á sig þó svo að sæti í úrslitakeppni EM væri tryggt fyrir síðasta leik sinn í milliriðlinum.  Svíar voru lagðir í dag með fjórum mörkum gegn einu og luku því stelpurnar keppni í þessum riðli með fullt hús og markatöluna 8 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum - 14.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið er mætir Svíum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Leikið er Póllandi en Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið niður um eitt sæti - 13.4.2011

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er nú í 115. sæti en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar sitja áfram í öðru sæti.

Lesa meira
 
Varamannabekkurinn gegn Englandi

U17 kvenna - Úrslitakeppnin fer fram við höfuðstöðvar UEFA í Nyon - 12.4.2011

Ljóst er að stelpurnar í U17 munu leika gegn Spánverjum í undanúrslitum EM, 28. júlí næstkomandi.  Þær spænsku hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitunum, líkt og Íslendingar, þegar ein umferð er eftir af milliriðli þeirra.  Spánn er núverandi handhafi Evrópumeistaratitilsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Stelpurnar komnar í úrslitakeppnina - 11.4.2011

Stelpurnar í U17 gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í lok júlí.  Leikið var við Pólverja í dag og eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu íslensku stelpurnar tvö mörk í síðari hálfleiknum, líkt og gegn Englendingum, og tryggðu sér sigurinn.  Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í milliriðlinum þá hafa stelpurnar tryggt sér efsta sætið í riðlinum

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi - 11.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag í milliriðli EM.  Þessar þjóðir höfðu báðar sigur í fyrstu leikjum sínum.  Ísland lagði England, 2 - 0 á meðan heimastúlkur lögðu Svía, 3 - 1.  Það má því búast við hörkuleik í dag sem hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er textalýsing frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Enskar engin fyrirstaða - 9.4.2011

Stelpurnar í U17 hófu keppni í milliriðli EM á besta mögulegan máta en þær mættu stöllum sínum frá Englandi í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

EM kvenna 2013 - Ísland tekur á móti Búlgaríu 19. maí - 8.4.2011

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2013 verður gegn Búlgaríu á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram, fimmtudaginn 19. maí, kl. 19:30.  Aðrar þjóðir í riðlinum eru: Norður Írland, Ungverjaland, Noregur og Belgía. Lesa meira
 
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

Ísland mætir Danmörku - Miðasala hafin - 6.4.2011

Ísland mætir Danmörku á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 laugardaginn 4. júní kl. 18:45.  Ísland var afar óheppið að tapa gegn Dönum á Parken í fyrri leik liðanna, en þá skoruðu þeir dönsku eina mark leiksins í uppbótartíma.  Miðasala á leikinn er hafin en hún fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

U16 og U17 karla - Úrtaksæfing á Austurlandi - 5.4.2011

Næstkomandi sunnudag verður úrtaksæfing í Fjarðabyggðahöllinni fyrir leikmenn á Austurlandi fædda 1995 og 1996.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla og Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari U16 karla, hafa valið leikmenn fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

U19 kvenna - Þjóðverjar of sterkir - 5.4.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var í Wales.  Mótherjarnir í dag voru hið sterka lið Þjóðverja sem fóru með sigur af hólmi, 3 - 0.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 og með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti milliriðilsins og sæti í úrslitakeppninni í sumar.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 fyrir utan Millenium völlinn í Cardiff

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 5.4.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Ólafur teflir fram sama byrjunarliði og hóf sigurleikinn gegn Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í milliriðli U19 kvenna í Wales.

U19 kvenna - Góður sigur á Wales - 2.4.2011

Stelpurnar í U19 unnu í dag góðan sigur á Wales í milliriðli EM en leikið er einmitt í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil og voru það Sóley Guðmundsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Tyrklands í millirðli EM U19 kvenna í Wales, 31. mars 2011

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales - 1.4.2011

Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í milliriðlinum fyrir EM á morgun, laugardag.  Mótherjarnir eru heimastúlkur í Wales en Ísland beið lægri hlut gegn Tyrkjum í fyrsta leiknum, 1 - 3.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og teflir hann m.a fram systrum á miðjunni.

Lesa meira
 
Guðni Bergsson skorar á móti Ungverjum 1995

Vináttulandsleikur gegn Ungverjum 10. ágúst - 1.4.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 10. ágúst.  Leikið verður í Ungverjalandi en í samkomulaginu er kveðið á um að þjóðirnar leiki svo á Laugardalsvelli á næsta eða þarnæsta ári.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög