Stelpurnar í U17 létu það ekki hafa nein áhrif á sig þó svo að sæti í úrslitakeppni EM væri tryggt fyrir síðasta leik sinn í milliriðlinum. Svíar voru lagðir í dag með fjórum mörkum gegn einu og luku því stelpurnar keppni í þessum riðli með fullt hús og markatöluna 8 - 1.
Lesa meiraÞorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið er mætir Svíum í lokaleik liðsins í milliriðli EM. Leikið er Póllandi en Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.
Lesa meiraÍslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í 115. sæti en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar sitja áfram í öðru sæti.
Lesa meiraLjóst er að stelpurnar í U17 munu leika gegn Spánverjum í undanúrslitum EM, 28. júlí næstkomandi. Þær spænsku hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitunum, líkt og Íslendingar, þegar ein umferð er eftir af milliriðli þeirra. Spánn er núverandi handhafi Evrópumeistaratitilsins.
Lesa meiraStelpurnar í U17 gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í lok júlí. Leikið var við Pólverja í dag og eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu íslensku stelpurnar tvö mörk í síðari hálfleiknum, líkt og gegn Englendingum, og tryggðu sér sigurinn. Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í milliriðlinum þá hafa stelpurnar tryggt sér efsta sætið í riðlinum
Lesa meiraÞorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag í milliriðli EM. Þessar þjóðir höfðu báðar sigur í fyrstu leikjum sínum. Ísland lagði England, 2 - 0 á meðan heimastúlkur lögðu Svía, 3 - 1. Það má því búast við hörkuleik í dag sem hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er textalýsing frá leiknum á heimasíðu UEFA.
Lesa meiraStelpurnar í U17 hófu keppni í milliriðli EM á besta mögulegan máta en þær mættu stöllum sínum frá Englandi í dag. Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.
Lesa meiraÍsland mætir Danmörku á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 laugardaginn 4. júní kl. 18:45. Ísland var afar óheppið að tapa gegn Dönum á Parken í fyrri leik liðanna, en þá skoruðu þeir dönsku eina mark leiksins í uppbótartíma. Miðasala á leikinn er hafin en hún fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.
Lesa meiraNæstkomandi sunnudag verður úrtaksæfing í Fjarðabyggðahöllinni fyrir leikmenn á Austurlandi fædda 1995 og 1996. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla og Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari U16 karla, hafa valið leikmenn fyrir þessa æfingu.
Lesa meiraStelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var í Wales. Mótherjarnir í dag voru hið sterka lið Þjóðverja sem fóru með sigur af hólmi, 3 - 0. Staðan í leikhléi var 2 - 0 og með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti milliriðilsins og sæti í úrslitakeppninni í sumar.
Lesa meiraÓlafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM. Ólafur teflir fram sama byrjunarliði og hóf sigurleikinn gegn Wales. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.
Lesa meiraStelpurnar í U19 unnu í dag góðan sigur á Wales í milliriðli EM en leikið er einmitt í Wales. Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil og voru það Sóley Guðmundsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum.
Lesa meiraStelpurnar í U19 leika sinn annan leik í milliriðlinum fyrir EM á morgun, laugardag. Mótherjarnir eru heimastúlkur í Wales en Ísland beið lægri hlut gegn Tyrkjum í fyrsta leiknum, 1 - 3. Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og teflir hann m.a fram systrum á miðjunni.
Lesa meiraKnattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 10. ágúst. Leikið verður í Ungverjalandi en í samkomulaginu er kveðið á um að þjóðirnar leiki svo á Laugardalsvelli á næsta eða þarnæsta ári.
Lesa meirajanúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember