Landslið

2011-Ur-leik-Islands-og-Tyrklands

U19 kvenna - Tap gegn Tyrkjum í fyrsta leik - 31.3.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en leikið er í Wales.  Tyrkir reyndust sterkari aðilinn í dag og fór með sigur af hólmi, 3 - 1.  Það var Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem kom Íslendingum yfir á 13. mínútu með laglegu skallamarki. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Leikið við Tyrki í dag - 31.3.2011

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir í dag eru Tyrkir en hinar þjóðirnar í riðlinum eru heimastúlkur og Þjóðverjar.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það þannig skipað: Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Tap gegn Rússum í lokaleiknum - 30.3.2011

Strákarnir í U17 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM en leikið var í Ungverjalandi.  Rússar voru mótherjarnir og lauk leiknum 2 - 0 Rússum í vil og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Það voru Rúmenar sem að urðu efstir í riðlinum og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í sumar.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 landslið kvenna sem leikur í milliriðlum EM í Póllandi - 29.3.2011

U17 landslið kvenna leikur í milliriðlum EM og fer riðill Íslands fram í Póllandi.  Í riðlinum, ásamt okkar stúlkum og heimamönnum, eru England og Svíþjóð.  Þorlákur Árnason, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir mótið.

Lesa meira
 
U17 karla - Byrjunarliðið gegn Ungverjalandi í milliriðlum EM

Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum - 29.3.2011

Lokaumferð EM-milliriðils U17 karla fer fram í dag og hefjast báðir leikirnir í riðli Íslands kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Drengirnir okkar leika gegn Rússum og hefur Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Draumaleikur á Deepdale - 28.3.2011

Strákarnir okkar í U21 landsliði karla unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Englendingum í vináttulandsleik sem fram fór á Deepdale-leikvanginum.  Íslenska liðið lék vel í leiknum og er þessi sigur auðvitað gott veganesti fyrir liðið, sem leikur í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Byrjunarliðið tilbúið - 28.3.2011

Eyjólfur Sverrisson. landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Englendingum í vináttulandsleik í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er síðari hálfleikur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Fjórir leikmenn bætast við hópinn - 27.3.2011

Fjórir leikmenn bætast við hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi sem fram fer í Preston á morgun, mánudag.  Við hópinn bætast þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Smárason, Birkir Bjarnason og Guðmundur Kristjánsson en þeir voru með A landsliðshópnum á Kýpur.  Þá mun markvörðurinn Haraldur Björnsson einnig koma í hópinn að nýju.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Tveggja marka tap gegn Ungverjum - 26.3.2011

U17 landslið karla tapaði 0-2 fyrir Ungverjum í milliriðli EM í dag, en riðillinn er einmitt leikinn í Ungverjalandi.  Þetta tap þýðir því miður að drengirnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina.  Aðeins efsta liðið fer áfram í keppninni.

Lesa meira
 
EURO 2012

Fyrsta stigið komið í hús - 26.3.2011

A landslið karla náði fyrsta stigi sínu í höfn í undankeppni EM 2012 með markalausu jafntefli við Kýpur í Nicosia í dag, laugardag.  Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum, en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi, ef undan er skilin vítaspyrna sem Stefán Logi Magnússon varði meistaralega.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Leikið gegn Ungverjum - 25.3.2011

Strákarnir í U17 leika á morgun, laugardaginn 27. mars, annan leik sinn í milliriðli EM en hann er leikinn í Ungverjalandi.  Leikið verður við heimamenn og hefst leikurinn kl. 14:00 og er hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið karla

Markverðir á ferð og flugi - 25.3.2011

Tveir af þremur markvörðum í A landsliðshópnum eiga við meiðsli að stríða og eru ekki leikfærir fyrir leikinn gegn Kýpur á morgun.  Þess vegna hefur Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, kallað í Harald Björnsson markvörð U21 karla.  Í stað Haraldar hefur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, kallað Óskar Pétursson  í U21 hópinn  Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Portúgal (Sportmyndir)

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur - 25.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Kýpur í undankeppni EM á morgun, laugardaginn 26. mars.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Hjörtur Logi Valgarðsson

U21 karla - Hjörtur Logi inn í hópinn - 25.3.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt Hirti Loga Valgarðssyni inn í hópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á mánudaginn.  Hinsvegar munu þeir Jósef Kristinn Jósefsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson ekki vera með gegn Englendingum vegna meiðsla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Breyting á hópnum sem fer til Wales - 25.3.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðli EM í Wales.  Anna María Baldursdóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Írunnar Aradóttur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Sigur hjá heimamönnum í fimm marka leik - 24.3.2011

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Úkraínu í vináttulandsleik sem fram fór í kvöld í Kænugarði.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Aron Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Jafntefli gegn Rúmenum í fyrsta leik - 24.3.2011

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Ungverjalandi.  Mótherjarnir í fyrsta leiknum voru Rúmenar og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Næsti leikur Íslands verður gegn Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
Frá æfingu á Kýpur

Tvær æfingar á Kýpur í dag - 24.3.2011

Íslenska karlalandsliðið mun æfa tvisvar í dag en liðið undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM.  Liðið æfði í gær og í dag verða tvær æfingar.  Vel fer um hópinn og aðstæður hinar ágætustu þó svo að vel hafi rignt á æfingunni í gær.

Lesa meira
 
Oliver skorar úr vítaspyrnu, 2 - 0

U17 karla - Leikið gegn Rúmenum í dag - 24.3.2011

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í milliriðli fyrir EM en leikið er í Ungverjalandi.  Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Rúmenum og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu - Byrjunarliðið tilbúið - 24.3.2011

Strákarnir í U21 mæta í kvöld Úkraínu í vináttulandsleik kl. 17:30 og fer leikurinn fram á Valeriy Lobanovskyy vellinum í Kænugarði.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur liðsins af tveimur á næstu dögum því Englendingar verða svo mótherjarnir, mánudaginn 28. mars og fer sá leikur fram á Deepdale vellinum í Preston.

Lesa meira
 
A landslið karla

Helgi Valur kominn í hópinn - 22.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Kýpur í undankeppni EM á laugardaginn.  Ólafur hefur valið Helga Val Daníelsson inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar sem á við veikindi að stríða. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrjú landslið héldu utan í morgun - 22.3.2011

Þrjú íslensk landslið héldu utan í morgun en þau verða öll í eldlínunni næstu daga.  A landslið karla leikur á Kýpur í undankeppni EM, laugardaginn 26. mars.  Þá leikur U21 karla tvo vináttulandsleiki, gegn Úkraínu 24. mars og gegn Englandi 28. mars.  Loks hélt U17 karla áleiðis til Ungverjalands þar sem það leikur í milliriðli EM. 

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna í Búlgaríu

U19 kvenna - Hópurinn sem leikur í Wales - 21.3.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem leikur í milliriðli fyrir EM dagana 31. mars - 5. apríl.  Riðillinn verður leikinn í Wales og eru andstæðingarnir, auk heimastúlkna, Tyrkland og Þýskaland.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Búlgaríu - Mark gegn Litháen

U17 kvenna - Æfingar fara fram um komandi helgi - 21.3.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 19 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni en liðið undirbýr sig nú fyrir keppni í milliriðlum EM sem fer fram í Póllandi, dagana 9. - 14. apríl. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 21.3.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur tvo vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Englandi, 24. og 28. mars.  Eyjólfur hefur valið þá Eið Aron Sigurbjörnsson og Jóhann Laxdal í hópinn og koma þeir í stað Hjörts Loga Valgarðssonar og Skúla Jóns Friðgeirssonar sem eru meiddir.

Lesa meira
 
A landslið karla

Arnór Sveinn valinn í hópinn sem fer til Kýpur - 20.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Arnór Svein Aðalsteinsson í hópinn sem mætir Kýpur í undankeppni EM 26. mars næstkomandi.  Arnór kemur í stað Grétars Rafns Steinssonar sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 16. sæti styrkleikalista FIFA - 18.3.2011

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland fer upp um eitt sæti og deilir 16. sætinu með Suður Kóreu.  Það eru Bandaríkin sem eru sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Æfingar hjá hópnum fæddum 1995 - 16.3.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt úrtakshóp sem mun æfa um komandi helgi.  Þessar æfingar eru fyrir hóp sem fæddur er árið 1995.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Vináttulandsleikir gegn Eistlandi í september - 16.3.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Eistlands hafa gert með sér samkomulag um að U19 karlalandslið þjóðanna mætist í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir munu fara fram í Eistlandi, dagana 3. og 5. september.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir milliriðil EM í Ungverjalandi - 15.3.2011

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er tekur þátt í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Ungverjalandi.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru: Rúmenía, Ungverjaland og Rússland. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópurinn er mætir Úkraínu 24. mars - 15.3.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Úkraínu í vináttulandsleik ytra þann 24. mars næstkomandi.  Leikurinn er fyrri leikurinn af tveimur vináttulandsleikjum hjá U21 karla á næstu dögum. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson

Mikil tilhlökkun fyrir leikinn gegn Kýpur - Viðtal við Óla Jó - 15.3.2011

"Mikil tilhlökkun fyrir leikinn gegn Kýpur" sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, í viðtali sem tekið var við hann í dag.  Viðtalið var tekið í tilefni af blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ þar sem hópurinn fyrir Kýpurleikinn var tilkynntur.

Lesa meira
 
A landslið karla

Landsliðshópurinn sem mætir Kýpur 26. mars - 15.3.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi landsliðshópinn er mætir Kýpur í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram ytra og fer fram laugardaginn 26. mars næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðshópar A karla og U21 karla tilkynntir í dag - 15.3.2011

Í dag kl. 13:15 fer fram blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnir hópinn sem leikur gegn Kýpur í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram ytra, laugardaginn 26. mars.  Einnig verður tilkynntur hópurinn hjá U21 karla sem leikur vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Englandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Ísland í riðli með Noregi í undankeppni EM 2013 - 14.3.2011

Ísland er í riðli með Noregi í undankeppni fyrir EM 2013 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.  Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og dróst í riðil með Noregi úr efsta styrkleikaflokknum.  Önnur lið í riðlinum eru: Belgía, Ungverjaland, Norður Írland og Búlgaría. Búið er að samþykkja leikdaga í riðlinum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni Evrópumóts kvenna í dag - 14.3.2011

Í dag verður dregið í undankeppni Evrópumóts kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ísland er að sjálfsögðu í pottinum og er í 2. styrkleikaflokki.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð 2013 og verða 38 þjóðir í pottinum sem keppa um 11 sæti í úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA hjá körlunum - 9.3.2011

Karlalandslið Íslands féll um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland er því í 115. sæti listans.  Heimsmeistarar Spánar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Hollendingar í öðru sæti. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Tap í hörkuúrslitaleik á Algarve - 9.3.2011

Stelpurnar í íslenska landsliðinu báðu í dag lægri hlut gegn stöllum sínum frá Bandaríkjunum þegar leikið var til úrslita á Algarvemótinu.  Lokatölur urðu 4 - 2 fyrir efsta liði styrkleikalista FIFA en staðan var jöfn í leikhléi, 2 - 2.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Byrjunarlið Íslands í úrslitaleiknum á Algarve - 8.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum kl. 17:00 á morgun.  Um er að ræða sjálfan úrslitaleikinn á Algarve Cup og er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland kemst svo langt á þessu geysisterka móti.   Ein breyting er á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik,

Lesa meira
 
Úr leik U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla með æfingar - 8.3.2011

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið hópa hjá U17 og U19 karla til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar verða í Kórnum og Egilshöllinni en tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 karla. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Ísland leikur til úrslita á Algarve Cup - 7.3.2011

Íslenska kvennalandsliðið gerði sér lítið fyrir í dag og lagði það danska í síðasta leik liðsins á Algarve Cup.  Ísland tryggði sér þar með sigur í B riðli og í leiðinni sæti í úrslitaleik mótsins gegn Bandaríkjunum.  Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð til þessa á þessu móti.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Byrjunarliðið gegn Dönum á Algarve - 6.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum á Algarve á morgun, mánudaginn 7. mars, kl. 15:00.  Sigurður gerir tvær breytingar frá því í sigurleiknum gegn Kína á föstudaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Frábær íslenskur sigur gegn Kínverjum á Algarve - 4.3.2011

Íslensku stelpurnar lögðu þær kínversku í dag í öðrum leik liðsins á Algarve Cup og urðu lokatölur þær sömu og gegn Svíum. 2 -1.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum.  Síðasti leikur Íslands er gegn Dönum á mánudaginn og dugar Íslendingum jafntefli til þess að komast í úrslitaleikinn gegn Bandaríkjunum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve - 3.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum á Algarve.  Þetta er annar leikur liðsins í keppninni en sigur vannst á Svíum í fyrsta leiknum, 2 - 1.  Sigurður gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Berglind Björg fer til Algarve - 3.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Berglindi Björg Þorvaldsdóttur úr ÍBV inn í hópinn sem tekur nú þátt á Algarve Cup.  Berglind fyllir skarðið sem Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur eftir sig en hún á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Óskabyrjun Íslendinga á Algarve - 2.3.2011

Íslendingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Algarve Cup þetta árið en stelpurnar unnu frábæran sigur á Svíum í fyrsta leik sínum á mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Það voru Margrét Lára Viðarsdóttir og fyrirliðinn, Katrín Jónsdóttir, sem skoruðu mörk Íslands í leiknum. Danir unnu Kínverja í hinum leik riðilsins í dag, 1 - 0. Þetta er fyrsti sigur A landsliðs kvenna á Svíum en þetta var 10. viðureign þjóðanna.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Japanskur dómari á leik Íslands og Svíþjóðar í dag - 2.3.2011

Að venju koma dómarar á Algarve Cup víða að en dómari í leik Íslands og Svíþjóðar í dag kemur frá Japan líkt og annar aðstoðardómaranna.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Dómarar leiksins eru eftirfarandi:

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve - 1.3.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í fyrsta leik Íslands á Algarve Cup.  Leikurinn hefst kl. 15:00 á morgun, miðvikudaginn 2. mars, en á sama tíma mætast hinar þjóðirnar í riðlinum, Kína og Danmörk. Lesa meira
 
Stelpurnar á fyrstu æfingunni á Algarve 2011

Stelpurnar komnar til Algarve - 1.3.2011

Kvennalandsliðið kom í nótt til Algarve en þar tekur það þátt í hinu geysisterka Algarve Cup.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, gegn Svíum og hefst leikurinn kl. 15:00.  Aðstæðurnar á Algarve eru frábærar, hótelið glæsilegt í alla staði og æfingavellirnir í mjög góðu standi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög