Landslið

Berglind skorar með skalla gegn Búlgaríu

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 28.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar og má sjá hópana hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Rakel Logadóttir inn í hópinn - 25.2.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum sem tekur þátt á Algarve Cup nú í byrjun mars.  Rakel Logadóttir kemur inn í hópinn í stað Guðnýjar Bjarkar Óðinsdóttur sem á við meiðsli að stríða.  Lesa meira
 
Heiðar Helguson skallar og skorar (Sportmyndir)

KSÍ gerir samning við Prozone - 24.2.2011

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við Prozone um leikgreiningu á landsleikjum Íslands næstu 2 árin.  Samningurinn felur í sér að Prozone leikgreinir 60 leiki á ári , næstu tvö árin,  sem KSÍ óskar eftir að séu leikgreindir.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

U17 og U19 kvenna - Æfingar um komandi helgi - 21.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara þær fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

A landslið kvenna - Hópurinn sem leikur á Algarve - 16.2.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn til að leika á hinu sterka Algarve Cup sem fer fram dagana 2. - 9. mars næstkomandi.  Mótherjar Íslendinga í riðlakeppninni eru að þessu sinni: Svíþjóð, Kína og Danmörk.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 15.2.2011

Um komandi helgi verða æfingar hjá U17 karla og verða tveir hópar við æfingar þessa helgi.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn fyrir þessar æfingar en þær verða í Fífunni, Kórnum og Egilshöll.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Æfingar hjá öllum okkar kvennalandsliðum um komandi helgi - 8.2.2011

Um komandi helgi verða öll kvennalandsliðin við æfingar og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, valið leikmenn á þessar æfingar.  Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 kvenna en hópana má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Ísland í riðli með Englandi - 3.2.2011

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli 8 ásamt Englandi, Belgíu, Noregi og Aserbaídsjan.  Keppnin hefst núna í haust en leikdagar verða tilbúnir fljótlega.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 í dag - 3.2.2011

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2013 hjá U21 karla en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Ísrael 2013.  Þjóðirnar verða 52 í hattinum og verða þær dregnar í 10 riðla.  Tveir riðlanna verða skipaðir 6 liðum og átta riðlar verða með 5 lið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

U17 og U19 karla - Landsliðsæfingar um komandi helgi - 1.2.2011

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til æfinga um komandi helgi hjá U17 og U19 karla.  Tveir hópar verða á ferðinni hjá U17 karla en æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög