Landslið

UEFA

Umfjöllun UEFA.com um U21 karla - Viðtal við formann KSÍ - 27.1.2011

Á hinni umfangsmiklu heimasíðu UEFA má nú finna viðtal við formann KSÍ, Geir Þorsteinsson, en þar ræðir hann um árangur U21 karla og þróun ungra leikmanna.  Árangur U21 karlalandsliðsins hefur vakið athygli víða og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að úrslitakeppnin hefjist í Danmörku 11. júní næstkomandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Englandi 28. mars - 27.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Englands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik mánudaginn 28. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Englandi á heimavelli Preston North End

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Miðasala hafin á úrslitakeppni EM U21 karla í Danmörku - 27.1.2011

Miðasala á leiki úrslitakeppni EM U21 karla er hafin en þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða.  Mótið fer fram dagana 11. – 25. júní og leikur Ísland í A riðli.  Leikir A riðils fara fram í Árósum og Álaborg. Hægt er að panta miða á leiki Íslands hjá KSÍ og skal senda pantanir á ragnheidur@ksi.is fyrir 1. mars nk. til að tryggja miða.

Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Öll kvennalandsliðin æfa um helgina - 25.1.2011

Á sjöunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar um næstu helgi í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.  Öll þrjú kvennalandsliðin eru á æfingum. Lesa meira
 
Futsal - Þorsteinn Már reynir markskot

Ísland hafnaði í 2. sæti í Futsal-riðlinum - 24.1.2011

Ísland hafnaði í 2. sæti riðilsins í forkeppni EM 2012 í Futsal, sem leikinn var að Ásvöllum.  Sigur gegn Grikkjum í dag, mánudag, þýddi að íslenska liðið lauk keppni með 6 stig.  Lettar unnu sigur í riðlinum með fullt hús, en Grikkir og Armenar fengu eitt stig hvort lið.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Armena og Letta

Lettar luku keppni með fullt hús stiga - 24.1.2011

Lettar luku keppni í riðlinum í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum með fullt hús stiga, eftir 2-1 sigur á Armenum, sem létu lettneska liðið svo sannarlega hafa fyrir sigrinum og börðust af miklum krafti allan leikinn.  Lettland leikur í undankeppninni í febrúar.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

EM í Futsal - Leikið við Grikki í kvöld - 24.1.2011

Íslendingar mæta í kvöld Grikkjum í lokaleik liðsins í forkeppni EM 2012 en leikið er á Ásvöllum.  Leikurinn hefst kl. 19:00 en á undan, kl. 16:30, leika Armenar og Lettar.  Íslendingar tryggja sér annað sæti riðilsins með sigri á Grikkjum.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Lokaumferðin í forkeppni EM í Futsal í dag - 24.1.2011

Lokaumferð riðilsins í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði verður leikin í dag.  Fyrri leikur dagsins er viðureign Letta og Armena og hefst sá leikur kl. 17:30.  Ísland mætir Grikklandi kl. 19:00 og verður sá leikur í beinni vefútsendingu á Haukar TV.

Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Stórsigur Íslands á Armeníu - 22.1.2011

Futsal-landslið Íslands vann í dag, laugardag, 6-1 stórsigur á Armenum í forkeppni EM, í riðli sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Það var gott skipulag og öflugur sóknarleikur sem skóp þennan glæsilega sigur og tryggði Íslandi sín fyrstu stig í keppni Futsal-landsliða.

Lesa meira
 
Futsal - Úr leik Letta og Grikkja

Léttleikandi Lettar í góðri stöðu - 22.1.2011

Lettar eru í góðri stöðu í forkeppni EM í Futsal eftir sannfærandi 4-0 sigur á Grikkjum að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Lettneska liðið er afar léttleikandi og gríðarlega samstillt, og Grikkirnir virtust engin svör eiga við krafti og dugnaði Lettanna, virkuðu hreinlega andlausir.

Lesa meira
 
Landslið Íslands í Futsal janúar 2011

EM í Futsal - Ísland mætir Armenum kl. 17:00 - 22.1.2011

Ísland leikur sinn annan leik í dag í forkeppni EM 2012 í Futsal þegar þeir taka á móti Armenum á Ásvöllum kl. 17:00. Þetta er um leið annar landsleikur Íslands í þessari íþrótt en strákarnir biðu lægri hlut gegn Lettum í gærkvöldi, 4 - 5, í bráðskemmtilegum og æsispennandi leik.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Naumt tap Futsal-landsliðsins gegn Lettum - 21.1.2011

Ísland mætti Lettlandi á Ásvöllum í Hafnarfirði í forkeppni EM 2012 í Futsal og það er ekki hægt að segja annað en að íslenska liðið hafi staðið sig með prýði, þrátt fyrir naumt 4-5 tap.  Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hörkuspennandi, hraður og skemmtilegur og mikið um baráttu og flotta takta.

Lesa meira
 
Futsal_01-gri-arm

Forkeppni EM í Futsal byrjuð - 21.1.2011

Eins og kynnt hefur verið fer þessa dagana fram riðill í forkeppni EM í Futsal að Ásvöllum.  Fyrri leik dagsins lauk nú fyrir stundu, en þar mættust Grikkir og Armenar, og lauk hörkuspennandi leik með 2-2 jafntefli.  Seinni leikurinn er viðureign Íslands og Lettlands, í beinni á Haukar TV kl. 19:00.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal - Fyrsti landsleikur Íslands í kvöld - 21.1.2011

Í kvöld, föstudaginn 21. janúar, fer fram fyrsti landsleikur Íslands í Futsal og verða Lettar mótherjarnir.  Leikurinn er liður í forkeppni EM 2012 en riðill Íslands, B riðill, fer fram á Ásvöllum.  Riðillinn hefst með leik Grikkja og Armena kl. 16:30 en kl. 19:00 mætast Íslendingar og Lettar.  Leikur íslenska liðsins verður í beinni útsendingu á vefsjónvarpi Hauka - Haukar TV.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U16 og U17 karla - Æfingar fara fram um helgina - 18.1.2011

Um komandi helgi fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og verða æfingarnar í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið hópa fyrir þessar æfingar en tveir hópar eru valdir fyrir æfingarnar hjá U17 karla.

Lesa meira
 
futsal-blmfundur-18jan2011-005

EM í Futsal - Hópurinn sem tekur þátt á EM - 18.1.2011

WIllum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, tilkynnti í dag hópinn sem tekur þátt í forkeppni EM dagana 21. - 24. janúar.  Keppnin verður haldin á Ásvöllum en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir landslið til þátttöku í þessari íþrótt.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla – Vináttulandsleikur gegn Úkraínu 24. mars - 13.1.2011

Knattspyrnusambönd Íslands og Úkraínu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, leiki vináttulandsleik 24. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í Kænugarði en leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku 11. – 25. júní.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Landslið Íslands í Futsal -Æfingar um helgina - 13.1.2011

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið hóp til æfinga nú um helgina en æft verður á Ásvöllum.  Alls eru 21 leikmaður í þessum hóp en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram á Ásvöllum 21. - 24. janúar.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 113. sæti á styrkleikalista karla - 12.1.2011

Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun.  Íslands er í 113. sæti ásamt Wales en Spánverjar eru sem fyrr í toppsæti listans.  Litlar breytingar eru á efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 og U19 kvenna - Æfingar fara fram um helgina - 11.1.2011

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni en hóparnir mætast í æfingaleik á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal landsliðið - Bláir unnu Hvíta í hörkuleik - 10.1.2011

Á laugardaginn fór fram æfingaleikur hjá Futsallandsliði Íslands og var leikið á Ásvöllum.  Landsliðshópnum var skipt upp í tvö lið sem öttu kappi og úr varð hörkuleikur.  Fór svo að "Bláir" höfðu betur, skoruðu sjö mörk gegn sex "Hvítra".

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Æfingaleikur hjá landsliði Íslands í Futsal - 7.1.2011

Íslenska landsliðið í Futsal undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni EM sem fram fer hér á landi dagana 21. - 24. janúar.  Á morgun, laugardaginn 8. janúar, fer fram æfingaleikur hjá liðinu þar sem hópnum er skipt upp í tvö lið sem mætast á Ásvöllum kl. 17:15.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Gylfi annar í kjöri á íþróttamanni ársins 2010 - 6.1.2011

Í gær var lýst yfir kjóri á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2010 en nafnbótina hlaut handknattleiksmaðurinn Alexander Peterson.  Annar varð Gylfi Þór Sigurðsson en litlaði munaði á tveimur efstu mönnum.  Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir var einnig á meðal þeirra 10 efstu sem sérstaklega voru heiðraðir í gær en hún varð í níunda sæti.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Æfing á Akureyri 12. janúar - 5.1.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn á úrtaksæfingu sem fer fram miðvikudaginn 12. janúar næstkomandi.  Leikmennirnir koma frá 6 félögum af Norðurlandi en æfingin verður í Boganum á Akureyri.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Fyrstu æfingar á nýju ári framundan - 4.1.2011

Fyrstu landsliðsæfingar hjá U17 og U19 karla eru framundan og hafa þjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Tveir hópar eru í gangi hjá U17 karla.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Futsal - Fyrsta landsliðsæfing á nýju ári - 1.1.2011

Fyrsta landsliðsæfing nýs árs fer fram á Ásvöllum, sunnudaginn 2. janúar, en þá verður æfingahópur íslenska Futsallandsliðsins á ferðinni.  Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög