Landslið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Knattspyrnufólk í kjöri á íþróttamanni ársins - 23.12.2010

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu einstaklingar urðu í efstu sætunum í kjörinu á íþróttamanni ársins 2010.  Knattspyrnufólk er á meðal þessara tíu en Gylfi Þór Sigurðsson og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á lista þessa frækna íþróttafólks.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Landsliðið í Futsal - Fyrsti æfingahópurinn valinn - 21.12.2010

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar 28. og 29. desember og fara æfingarnar fram á Ásvöllum.  Ísland mun taka þátt í forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal í janúar á næsta ári en þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið til leiks í Futsal.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Samningur endurnýjaður við Sigurð Ragnar - 20.12.2010

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem landsliðsþjálfara A landsliðs kvenna og gildir samningurinn til ársloka 2012.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið í 112. sæti á FIFA-listanum - 15.12.2010

A-landslið karla fellur um tvö sæti milli mánaða á styrkleikalista FIFA og endar því árið 2010 í 112. sæti.  Frá upphafi hefur Ísland lægst verið númer 117 á listanum, en hæst í 37. sæti.  Ef aðeins UEFA-þjóðir eru teknar með í reikninginn er íslenska liðið númer 45.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U16 og U19 karla - Æfingar um helgina - 7.12.2010

Um helgina verða æfingar hjá U16 og U19 karlalandsliðum og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þjálfararnir, Freyr Sverrisson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

U16 kvenna - Æfingar fara fram um komandi helgi - 6.12.2010

Um komandi helgi fara fram landsliðsæfingar hjá U16 kvenna og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, hefur valið 35 leikmenn fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Merki FIFA

HM 2018 í Rússlandi og HM 2022 í Katar - 2.12.2010

Í dag var tilkynnt í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir halda úrslitakeppnir HM árin 2018 og 2022.  Það kom í hlut Rússlands að halda úrslitakeppnina 2018 en Katar halda keppnina 2022.  Næsta úrslitakeppni HM verður í Brasilíu 2014.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Fyrirkomulag undankeppni EM kvenna 2013 - 1.12.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út hvernig fyrirkomulagi undankeppni EM kvenna 2013 verður háttað.  Úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Svíþjóð.  Það eru 44 þjóðir sem taka þátt í keppninni að þessu sinni.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög