Landslið

Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar verða um helgina - 30.11.2010

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni.  Tveir hópar eru valdir hjá U17 karla og mæta þeir einnig á æfingu á föstudeginum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

Dregið í undankeppni EM hjá U17 og U19 karla - 30.11.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM 2012 hjá U17 og U19 karla. Einnig var dregið í milliriðla hjá U17 karla fyrir EM 2011 en þar var Ísland einnig með í hattinum. Í undankeppninni hjá U17 mun Ísland leika í Ísrael, hjá U19 karla á Kýpur og í milliriðli hjá U17 karla verður leikið í Ungverjalandi.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Sparisjóðs Keflavíkur og KSÍ.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn

Samstarfssamningur KSÍ og SpKef undirritaður - 26.11.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Spkef Sparisjóðurinn í Keflavík undirrituðu á föstudag samkomulag um samstarf til næstu þriggja ára (2011-2013).  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Einar Hannesson Sparisjóðsstjóri undirrituðu samninginn, en í honum felst stuðningur Sparisjóðsins við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 23.11.2010

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll. 

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

U16 karla - Úrtaksæfingar á Norðurlandi um komandi helgi - 23.11.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Að þessu sinni eru einungis valdir leikmenn úr félögum á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Konurnar niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA - 19.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem út kom í dag, þá fellur íslenska kvennalandsliðið niður um eitt sæti.  Ísland er í 17. sæti listans en það eru Bandaríkin sem tróna á toppnum.  Engar breytingar eru á 8 efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Tvö mörk en tap í Tel Aviv - 18.11.2010

Það voru heimamenn í Ísrael sem höfðu betur gegn Íslendingum í vináttulandsleik sem fram fór í gær.  Lokatölur urðu 3 - 2 Ísraelsmönnum í vil og var grunnurinn af sigrinum lagður í fyrri í hálfleik því heimamenn gengu til leikhlés með þriggja marka forystu.

Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlarnir standa í stað - 17.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í dag, stendur íslenska karlalandsliðið í stað.  Ísland er í 110. sæti listans.  Sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans en engar breytingar eru á níu efstu sætum listans.

Lesa meira
 
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 16.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Ísrael í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram á Bloomfield Stadium í Tel Aviv og hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Slakað á í Ísrael

A landslið karla - Æft á keppnisvellinum í gær - 16.11.2010

Vel fer um landsliðshópinn sem staddur er þessa dagana í Tel Aviv.  Þar leika þeir vináttulandsleik gegn Ísrael á morgun, miðvikudag.  Í gær var æft á keppnisvellinum, Bloomfield Stadium og er hann í góðu standi. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Spennandi riðlar framundan hjá U17 og U19 kvenna - 16.11.2010

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM hjá U17 og U19 kvenna og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ennfremur var í dag dregið í milliriðla fyrir keppnina 2010/2011 og var Ísland í skálunum góðu í öllum dráttunum.

Lesa meira
 
Bloomfield Stadium í Tel Aviv

A landslið karla - Gylfi Þór meiddur - 15.11.2010

Ljóst er að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið gegn Ísrael en íslenska karlalandsliðið leikur vináttulandsleik í Tel Aviv á miðvikudaginn.  Hann meiddist í leik um helgina og verður ekki leikfær á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna - 15.11.2010

Dregið verður í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember.  Við sama tækifæri verður dregið í undankeppni EM U17 og U19 kvenna sem fram fer 2011/2012.  Ísland er í efsta styrkleikaflokki hjá U17 og í öðrum styrkleikaflokki hjá U19 þegar dregið verður í milliriðla.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - Ríflega 90 leikmenn boðaðir til æfinga - 15.11.2010

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og fara þessar æfingar fram í Kórnum og Egilshöll.  Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið ríflega 90 leikmenn til þessara æfingar.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A landslið karla - Jón Guðni og Matthías inn í hópinn - 14.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum en framundan er vináttulandsleikur gegn Ísrael ytra.  Ragnar Sigurðsson fór ekki með hópnum í morgun vegna veikinda og hefur Matthías Vilhjálmsson FH verið valinn í hans stað.  Þá var Jón Guðni Fjóluson Fram einnig bætt í hópinn. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A landslið karla - Arnór Sveinn inn í hópinn - 11.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Ísrael í vináttulandsleik þann 17. nóvember næstkomandi.  Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar sem er meiddur.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna - Úrtaksæfingar um helgina - 9.11.2010

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna en þessar æfingar fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A landslið karla - Steinþór og Stefán Logi inn í hópinn - 9.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra, 17. nóvember næstkomandi.  Þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Stefán Logi Magnússon koma inn í hópinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Ísland leikur í Álaborg og Árósum - 9.11.2010

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku, dagana 11. – 25. júní.  Ísland er í A riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta Rússlandi..  Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum. Fyrsti leikur Íslendinga verður gegn Hvít Rússum, laugardaginn 11. júní.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

A landslið karla - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Ísrael - 8.11.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Ísrael í vináttulandsleik miðvikudaginn 17. nóvember.  Leikið verður í Tel Aviv en þetta er í þriðja skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Algarve Cup fer fram 2. - 9. mars - 8.11.2010

Hið geysisterka mót Algarve Cup fer fram dagana 2. - 9. mars en kvennalandslið Íslands er þar á meðal þátttakenda.  Ísland er í B riðli og eru þar með Svíum, Kínverjum og Dönum.  Fyrsti leikur íslenska verður gegn Svíum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Dregið í riðla hjá U21 karla þriðjudaginn 9. nóvember - 8.11.2010

Dregið verður í riðla í Álaborg í Danmörku, þriðjudaginn 9. nóvember og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA.  Athöfnin hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Þjóðunum er raðað niður eftir árangri í undankeppninni og er Ísland í efri styrkleikaflokki ásamt gestgjöfum Danmerkur, Tékklandi og Spáni.

Lesa meira
 
Willum Þór Þórsson

Willum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal - 5.11.2010

Í dag var gengið frá ráðningu Willums Þórs Þórssonar sem landsliðsþjálfara Íslands í Futsal.  Ísland sendir í fyrsta skiptið landslið til keppni í Futsal og leikur í undankeppni Evrópumóts landsliða.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum, dagana 21. - 24. janúar.  Með Íslandi í riðli leika Grikkland, Armenía og Lettland.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 og U19 karla - 90 leikmenn boðaðir á æfingar um helgina - 2.11.2010

Um komandi helgi verða æfingar hjá landsliðum U17 og U19 karla og fara þær fram í Egilshöllinni og Kórnum.  Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið 90 leikmenn til þessara æfinga en tveir hópar eru valdir hjá U17.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Æfing í Fjarðabyggðahöllinni - 2.11.2010

Næstkomandi laugardag mun fara fram landsliðsæfing í Fjarðabyggðahöllinni hjá landsliði U17 kvenna.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn af Austurlandi fyrir þessa æfingu og koma þeir frá sex félögum.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög