Landslið

U19 landslið karla

U19 karla - Æfingar hjá strákunum um komandi helgi - 29.9.2010

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til undirbúningsæfinga sem fara fram um komandi helgi.  Kristinn velur 26 leikmenn til þessara æfinga en þessar æfingar eru liður í undirbúningi U19 fyrir undankeppni EM.

Lesa meira
 
Skotland_logo

U21 karla - Skotar tilkynna hópinn sinn - 29.9.2010

Billy Stark, landsliðsþjálfari U21 karla hjá Skotum, hefur tilkynnt 23 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í tveimur umspilsleikjum fyrir úrslitakeppni EM.  Fyrir leikurinn verður hér á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október en sá síðari í Edinborg 11. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Hópurinn fyrir Skotaleikina tilkynntur - 28.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Skotum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.  Eyjólfur velur 23 leikmenn í hópinn en fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 7. október og sá síðari í Edinborg 11. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Sigur á Armenum og efsta sætið í riðlinum staðreynd - 27.9.2010

Strákarnir í U17 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM þegar þeir lögðu Armena í Keflavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Ragnar Bragi Sveinsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í leiknum.  Þessi úrslit þýddu jafnframt að Ísland varð í efsta sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðarnir fara hratt á Ísland – Portúgal - 27.9.2010

Miðasala á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM gengur afar vel og fer miðunum fækkandi með hverjum deginum.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október kl. 19:45.  Þeir sem ætla að tryggja sér miða ættu að hafa hraðar hendur því flest bendir til þess uppselt verði á leikinn á næstu dögum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið við Armena í Keflavík kl. 16:00 - 27.9.2010

Strákarnir í U17 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Armenum í Keflavík.  Leikurinn hefst kl. 16:00 eins og leikur Tyrkja og Tékka sem fer fram í Grindavík.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í milliriðlum en allar fjórar þjóðirnar eiga möguleika fyrir lokaumferðina.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Stelpurnar tryggðu sér toppsætið - 25.9.2010

Stelpurnar í U17 tryggðu sér í dag toppsætið í riðli sínum í undankeppni EM og þar með sæti í milliriðlum.  Þær lögðu Ítali örugglega í lokaleiknum 5 - 1 eftir að hafa leitt í leikhléi, 2 - 1.  Aldís Kara Luðvíksdóttir skoraði fjögur mörk og Telma Þrastardóttir eitt.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítölum - 24.9.2010

Stelpurnar í U17 leika við Ítali á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn ræður úrslitum um það hvor þjóðin hreppir efsta sætið í riðlinum og þar með öruggt sæti í milliriðlum.  Íslenska liðinu dugar jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Sigur á Tyrkjum í hörkuleik - 24.9.2010

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á Tyrkjum í dag en leikið var á Víkingsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þetta var annar leikur Íslands í riðlinum og þýða þessi úrslit að riðillinn er galopinn fyrir síðustu umferðina en Tékkar og Armenar gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins, 1 - 1.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

EM í Futsal - Ísland í riðli með Grikklandi, Lettlandi og Armeníu - 24.9.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM landsliða í Futsal en Ísland tekur þar þátt í fyrsta skipti.  Ísland er í B riðli ásamt Grikklandi, Lettlandi og Armeníu.  Riðillinn verður leikinn hér á landi dagana 20. - 24. janúar 2011.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

Dregið í undanriðlum EM í Futsal - Riðill haldinn á Íslandi - 24.9.2010

Í dag verður dregið í undankeppni EM í Futsal en Ísland verður í fyrsta skiptið á meðal þátttakenda.  Undanriðlarnir fara fram dagana 20. - 24. janúar 2011 og hefur Ísland verið valið sem gestgjafar eins riðils.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Annar leikur Íslands í dag - 24.9.2010

Strákarnir í U17 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 16:00.  Hinn leikurinn í riðlinum er á milli Tékka og Armena og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 13:30.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Skotland - 23.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands en þetta er fyrri leikurinn í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Mark úr vítaspyrnu nægði Norður Írum - 23.9.2010

Landslið Íslands, skipað leikmönnum undir 19 ára karla, beið lægri hlut gegn Norður Írum í gær þegar þjóðrinar mættust í vináttulandsleik á Fylkisvelli.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Tékkar höfðu sigur á Laugardalsvelli - 23.9.2010

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppni EM en tekið var á móti Tékkum á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 4 Tékkum í vil en síðari hálfleikur var í meira lagi fjörugur þar sem staðan í leikhléi var markalaus.

Lesa meira
 
U17 kvenna í Búlgaríu - Mark gegn Litháen

U17 kvenna - 10 mörk gegn Búlgaríu - 22.9.2010

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á heimastúlkum í dag í öðrum leiknum í undankeppni EM sem fram fer í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 10 – 0 eftir að staðan hafði verið 4 – 0 í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins unnu Ítalir öruggan sigur á Litháen 7 – 0 og er því framundan úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins við Ítali á laugardaginn. 

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst í dag - 22.9.2010

Strákarnir í U17 karla hefja í dag, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Búlgaríu - 22.9.2010

Stelpurnar í U17 mæta jafnöldrum sínum frá Búlgaíu í dag en þetta er annar leikur liðsins í undankeppni EM og er leikið er við heimastúlkur.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og má búast við töluvert erfiðum leik í dag.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafnrétti í knattspyrnu - 21.9.2010

Knattspyrnusamband Íslands mótmælir harðlega ásökunum fréttastofu RÚV þess efnis að þriðjungur aðildarfélaga KSÍ mismuni börnum sem æfa knattspyrnu.  Knattspyrnuhreyfingin skapar stúlkum og drengjum jöfn tækifæri til þátttöku í knattspyrnu.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Keppni í riðli Íslands hefst á morgun - 21.9.2010

Strákarnir í U17 karla hefja á morgun, miðvikudag, leik í undankeppni EM en riðillinn fer fram hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tékkum á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 19:15.  Fyrr um daginn, eða kl. 14:00, mætast Tyrkland og Armenía á KR velli.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna í Búlgaríu

Átta landsleikir á einni viku - 21.9.2010

Gærdagurinn var upphafið af mikilli landsleikjahrinu hjá yngri landsliðum Íslands en á einni viku, 20 - 27. september, verða spilaðir átta landsleikir hjá þremur yngri landsliðum Íslands.  Þetta eru U17 karla og kvenna og U19 karla sem verða í eldlínunni í vikunni.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Tap gegn Norður Írum - 21.9.2010

Strákarnir í U19 biðu lægri hlut gegn Norður Írum í vináttulandsleik sem fram fór í Sandgerði í gær.  Lokatölur urðu 2 - 5 eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 2 - 2.  Þessi lið mætast aftur í vináttulandsleik á Fylkisvelli á morgun, miðvikudag, kl. 16:00.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Litháen - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM af miklum krafti en leikið var gegn Litháen í dag.  Lokatölur urðu 14 - 0 eftir að staðan hafði verið 7 - 0 í leikhléi.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og er næsti leikur við heimastúlkur á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið við Norður Íra í Sandgerði í dag - 20.9.2010

Strákarnir í U19 leika í dag vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi og fer leikurinn fram kl. 16:00.  Leikið verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði en þjóðirnar mætast aftur á Fylkisvelli næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 kvenna - Leikið gegn Litháen í dag - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Litháen í undankeppni EM.  Þetta er fyrsti leikur liðsins og er riðillinn leikinn í Búlgaríu.  Í hinum leik riðilsins í dag leika Ítalía og Búlgaría.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Ísrael

U19 kvenna - Sigur á Úkraínu og efsta sætið í höfn - 16.9.2010

Stelpurnar í U19 kvenna rifu sig upp við fyrsta hanagal í morgun því leikið var við Úkraínu í undankeppni EM.  Þetta var síðasti leikurinn í riðlinum en báðar þessar þjóðir höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í milliriðlum.  Stelpurnar okkar voru sterkari aðilinn frá byrjun og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Klara Bjartmarz

Klara í eftirliti í Vejle - 16.9.2010

Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Dana og Svía í umspili um sæti á HM kvenna 2011.  Leikið er í Vejle og má búast við hörkuviðureign á milli þessara frændþjóða.  Svíar fóru með sigur af hólmi í fyrri leiknum, 2 - 1.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Úkraínu - 16.9.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Úkraínu í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðanna í riðlinum og hafa þessar þjóðir þegar tryggt sér sæti í milliriðlum en berjast nú um sigur í riðlinum.  Leikurinn hefst kl 08:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland niður um 21 sæti - 15.9.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, fellur íslenska karlalandsliðið niður um 21 sæti.  Ísland er í 100 sæti listans en það eru Spánverjar sem eru í efsta sæti listans.  Næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni EM, Portúgal, eru í 8. sæti listans.  Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir undankeppni EM - 14.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM.  Riðill Íslands fer fram hér á landi og verður leikinn dagana 22. - 27. september.  Þjóðirnar sem eru með Íslandi í riðli eru: Tékkland, Tyrkland og Armenía.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópur valinn fyrir vináttulandsleiki gegn Norður Írum - 14.9.2010

Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Norður Írum hjá U19 karla.  Leikirnir fara fram hér á landi, á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og Fylkisvelli, dagana 20. og 22. september.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 22 leikmenn fyrir þessa leiki.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Ísland sendir lið í Evrópukeppni landsliða í Futsal - 14.9.2010

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að senda landslið til keppni undankeppni Evrópumótsins í Futsal.  Riðlar undankeppninnar verða leiknir dagana 20. – 24. janúar 2011 og hefur KSÍ sótt um að halda slíkan riðil.  Dregið verður í riðla í höfuðstöðvum UEFA 24. september næstkomandi.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Öruggar um sæti í milliriðlum - 13.9.2010

Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum.  Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands.  Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í milliriðlum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Leikdagar fyrir umspilið klárir - 13.9.2010

Knattspyrnusamband Evrópu hefur samþykkt leikdaga fyrir leiki Íslands og Skotlands í umspili um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október en leiktími verður tilkynntur síðar. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ísrael - 13.9.2010

Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Ísrael.  Leikið er í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og gerir hann eina breytingu frá síðasta leik.

Lesa meira
 
UEFA EM U19 kvenna

U19 kvenna - Góður sigur á Búlgaríu í fyrsta leik - 11.9.2010

Stelpurnar í U19 byrjuðu undankeppni EM á góðu nótunum þegar þær lögðu Búlgaríu í dag.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og voru heimastúlkur lagðar 2 - 0.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik.

Lesa meira
 
U19 kvenna í Búlgaríu

U19 kvenna - Æft við góðar aðstæður í Búlgaríu - 10.9.2010

Stelpurnar í U19 eru komnar til Búlgaríu en þar leika þær í undankeppni EM.  Fyrsti leikurinn fer fram á morgun, laugardag, en þá mæta stelpurnar stöllum sínum frá Búlgaríu.  Einnig eru Ísrael og Úkraína í þessum riðli. Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi - 10.9.2010

Í dag var dregið í umspili fyrir úrslitakeppni EM U21 karla og fór drátturinn fram í Herning í Danmörku.  Íslenska liðið mætir Skotum og verður fyrri leikurinn leikinn hér heima.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Breyting á Búlgaríuhópnum - 10.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á landslið Íslands sem leikur í undankeppni EM dagana 20. - 25. september.  Elín Helena Jóhannsdóttir úr Breiðabliki hefur verið valin í hópinn.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Portúgal í undankeppni EM 2012 - 10.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Portúgals en þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 á þessu ári.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. október á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:45.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Styrkleikaflokkarnir tilbúnir - 8.9.2010

UEFA tilkynnti í dag hvernig raðað er í styrkleikaflokka þegar dregið verður í umspilinu fyrir úrslitakeppni EM hjá U21 karla.  Dregið verður á morgun í Herning í Danmörku og hefst drátturinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Grátlegt tap á Parken - 8.9.2010

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Dönum á Parken í gærkvöldi en heimamenn sigruðu 1 - 0.  Sigurmark leiksins kom þegar 90 mínútur voru liðnar af leiknum svo tæpara gat það ekki orðið.  Vonbrigði strákanna í leikslok voru gríðarleg enda átti íslenska liðið í fullu tré við Dani í leiknum, þá sérstaklega í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla - Strákarnir tryggðu sér sæti í umspili - 7.9.2010

Strákarnir í U21 karla tryggðu sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en hún fer fram í Danmörku á næsta ári.  Dregið verður í umspilið næstkomandi föstudag.  Ísland var með fjórða bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum tíu.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Búlgaríuferð - 7.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir forkeppni EM U17 kvenna 2011.  Riðill Íslands verður leikinn í september í Búlgaríu og verða mótherjarnir, auk heimastúlkna, Litháen og Ítalía.

Lesa meira
 
EURO 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í undankeppni EM 2012 - 7.9.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Dönum í undankeppni EM 2012 á Parken í kvöld.  Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli á föstudag.  Rúrik Gíslason og Birkri Már Sævarsson koma inn í byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 32 leikmenn valdir til æfinga um komandi helgi - 7.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 32 leikmenn sem munu æfa um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubakkavelli en framundan er riðill í undankeppni EM sem fram fer hér á landi síðar í mánuðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Byrjunarliðið er mætir Tékkum kl. 15:00 - 7.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn er síðasti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2011.  Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Gönguferð um bryggjuhverfið í Köben

Leikdagur er runninn upp í Köben - 7.9.2010

Leikdagur er runninn upp hjá A-landsliði karla, sem mætir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Byrjunarliðið verður opinberað kl. 15:15 í dag.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tvær hörkuviðureignir í dag og í kvöld - 7.9.2010

Tvö karlalandslið Íslands, A landsliðið og U21 landsliðið, verða í eldlínunni í dag og í kvöld.  Strákarnir í U21 mæta Tékkum kl. 15:00 í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2011.  A landsliðið leikur svo við Dani í undankeppni EM 2012 og hefst sá leikur kl. 18:15.  Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Landsliðið komið til Danmerkur - 5.9.2010

A-landslið karla er komið til Danmerkur fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni EM 2012 á þriðjudag.  Æft var tvisvar á sunnudeginum við toppaðstæður á Tårnby Stadion, aðeins 10 mínútna akstur frá Hóteli íslenska liðsins.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög