Landslið

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland – Noregur - Miðar fyrir handhafa A-passa - 31.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Noregur afhenta fimmtudaginn 2. september frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn tilkynntur fyrir Tékkaleikinn - 31.8.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Tékkum, þriðjudaginn 7. september.  Leikurinn fer fram í Jablonec og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Noregur á föstudaginn - Tryggið ykkur miða - 31.8.2010

Senn líður að stórleik Íslands og Noregs fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september kl. 19:00.  Miðasala er í fullum gangi og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að tryggja sér miða á þennan fyrsta leik Íslendinga í undankeppni EM 2012.  Afsláttur er veittur af miðaverði ef keypt er í forsölu á netinu en forsölu lýkur fimmtudaginn 2. september.

Lesa meira
 
Luca Banti

Ítalskur dómarakvartett á föstudag - 31.8.2010

Það verður ítalskur dómarakvartett á viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli á föstudag.  Dómarinn heitir Luca Banti.  Leikurinn hefst kl. 19:00 og er fyrstu leikur liðanna í undankeppni EM 2012.

Lesa meira
 
John Carew

Tveir meiddir hjá Norðmönnum - 31.8.2010

Tilkynnt hefur verið um tvær breytingar á norska landsliðshópnum sem tilkynntur var fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM 2012.  Þeir Per Ciljan Skjeldbred og John Carew eru meiddir og verða ekki með Norðmönnum í leikjunum gegn Íslandi og Portúgal.

Lesa meira
 
EURO 2012

Ingvar Kale valinn í landsliðshópinn - 30.8.2010

Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Dönum í undankeppni EM 2012 og er hann 22. maðurinn í hópnum.  Fyrir eru markverðirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Árni Gautur Arason. 

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA og UEFA 2010 - 27.8.2010

FIFA og UEFA standa nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 14. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Minnt verður á háttvísidagana hér á Íslandi í tengslum við leik A-landsliðs karla gegn Norðmönnum 3. september, sem er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Öruggur sigur í Eistlandi - 25.8.2010

Stelpurnar í íslenska landsliðinu léku í dag lokaleik sinn í undankeppninni fyrir HM 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið vann öruggan sigur með fimm mörkum gegn engu eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Ísland mætir Eistlandi í dag - Fylgst með á Facebook síðu KSÍ - 25.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011.  Ljóst er að annað sætið verður hlutskipti íslenska liðsins í riðlinum en stelpurnar engu að síður ákveðnar að ljúka keppni á sigurbraut.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasölu á Danmörk – Ísland að ljúka - 25.8.2010

Þriðjudaginn 7. september leika Íslendingar við Dani í undankeppni EM 2010 á Parken í Kaupmannahöfn.  Hægt er að kaupa miða á þann leik hér á heimasíðunni en til að tryggja miða með kaupum á heimasíðu KSÍ, þarf að ganga frá pöntun í síðasta lagi föstudaginn 27. ágúst. 

Lesa meira
 
EURO 2012

Síðasta 16 liða úrslitakeppnin - 25.8.2010

Fyrir úrslitakeppni EM 2012 er fyrst keppt í riðlum, síðan umspili, og loks í 16 liða úrslitakeppni.  Gestgjafarnir tveir eiga öruggt sæti í úrslitakeppninni og þurfa ekki að leika í riðlakeppninni.  EM 2012 er síðasta keppnin með 16 liðum, því 2016 verður liðum í úrslitakeppninni fjölgað í 24. Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Ísland mætir Eistlandi á morgun - Byrjunarliðið tilbúið - 24.8.2010

Íslensku stelpurnar mæta stöllum sínum frá Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni fyrir HM 2011 á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hópurinn fyrir leiki gegn Noregi og Danmörku - 23.8.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshópinn sem mætir Noregi á Laugardalsvelli 3. september og Danmörku ytra 7. september.  Ólafur hefur valið 21 leikmann í hópinn fyrir þessa leiki sem eru upphafið af undankeppni fyrir EM 2012.

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norski hópurinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli 3. september - 23.8.2010

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur valið hóp sinn fyrir leiki gegn Íslendingum 3. september og Portúgölum 7. september en leikirnir eru í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn við Íslendinga fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00 og er hægt að kaupa miða hér á síðunni. Lesa meira
 
Harpa Þorsteinsdóttir

Harpa í 18 manna hópinn í stað Hólmfríðar - 22.8.2010

Harpa Þorsteinsdóttir fer með íslenska kvennalandsliðinu til Eistlands fyrir lokaleikinn í riðlinum í undankeppni HM 2011, sem fram fer á miðvikudag.  Hólmfríður Magnúsdóttir er í leikbanni í leiknum og því kemur Harpa í hennar stað. Lesa meira
 
Hólmfríður ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur

Þrjár léku áfangaleiki fyrr á árinu - 21.8.2010

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu.  Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik á árinu.  Þær voru allar heiðraðar að loknum leik Íslands og Frakklands.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir afhentar í hálfleik á ísland-Frakkland - 21.8.2010

Tæplega fimmtíu ungum stúlkum sem sýndu góða ástundun og góðar framfarir í knattþrautum KSÍ í sumar voru veittar viðurkenningar í hálfleik á viðureign Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2011.  Fyrir leikinn stóðu þær heiðursvörð þegar liðin gegnu inn á völlinn og á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. 

Lesa meira
 
Eftir leik Íslands og Frakklands

Umkringdar aðdáendum eftir leikinn - 21.8.2010

Stelpurnar í kvennalandsliðinu gáfu sér góðan tíma til að spjalla við unga aðdáendur eftir leikinn við Frakka í laugardalnum í dag.  Eiginhandaráritanir voru vinsælar og var skrifað á allt sem mögulegt var að skrifa á. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Franskur sigur í Laugardalnum - 21.8.2010

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0 - 1 eftir að markalaust var í leikhléi.  Þar með eru möguleikar íslenska liðsins úr sögunni um sæti á HM í Þýskalandi en franska liðið hefur tryggt sér sæti í umspili um að komast þangað.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilkynnt - 20.8.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hvernig byrjunarliðið verður gegn Frökkum í hinum mikilvæga leik á Laugardalsvellinum á laugardag kl. 16:00. Katrín Jónsdóttir fyrirliði verður með í leiknum.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 og U19 kvenna leika í Búlgaríu í september - 20.8.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa tilkynnt undirbúningshópa sína fyrir undankeppni EM 2011.  Bæði liðin leika í riðlakeppni í Búlgaríu í september. Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir stúlkna afhentar í hálfleik - 20.8.2010

Eins og kynnt hefur verið hafa knattþrautir KSÍ staðið yfir í allt sumar hjá félögum víðs vegar um landið.  Á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag verður tæplega fimmtíu stúlkum sem tóku þátt í knattþrautunum veitt viðurkenning fyrir frábæra ástundun og framfarið í knatttækni.

Lesa meira
 
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

A-passar gilda inn á leikinn á laugardag - 19.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag, heldur dugar að sýna passann við innganginn á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum, sem hefst kl. 16:00, en kl. 14:30 hefst fjölskylduhátíð með boltaþrautum, hoppukastala, pulsuveislu og fleiru. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Fjölskylduhátíð fyrir leikinn á laugardag - 19.8.2010

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag.  Hátíðin hefst kl. 14:30 og því er um að gera að mæta snemma og gera sér glaðan dag, ná góðri upphitun fyrir leikinn, fá sér eins og eina pulsu, spreyta sig á boltaþrautum og hoppa og skoppa í þar til gerðum kastölum.  Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00.

Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir ræðir við Svölu sjúkraþjálfara

Fyrsta æfingin fyrir Frakkaleikinn - 19.8.2010

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Frakkland í undankeppni HM 2011 kvenna á Laugardalsvelli á laugardag.  Stelpurnar okkar komu saman til æfinga á miðvikudag og var æft á Hofstaðavelli í Garðabæ.  Mikil eftirvænting er í hópnum og leikmenn hlakka til verkefnisins.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala á Danmörk-Ísland 7. september á Parken - 18.8.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni EM 2010 er gegn frændum vorum Dönum.  Leikið verður á hinum fræga Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram þriðjudaginn 7. september.

Hægt er að kaupa miða hér á þennan leik. 

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Þýskt dómaratríó á leik Íslands og Frakklands - 17.8.2010

Ísland og Frakkland mætast á laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00 í toppslag riðilsins í undankeppni HM 2011.  Þýskt dómaratríó verður á leiknum, Hvít-rússneskur eftirlitsmaður og tékkneskur dómaraeftirlitsmaður.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Landsliðshópur kvenna gegn Frökkum næsta laugardag - 16.8.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna kynnti í hádeginu í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM 2011, en Ísland og Frakkland mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Ísland í 16. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið - 13.8.2010

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Listinn er gefinn út á þriggja mánaða fresti og hefur Ísland hækkað um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót drengja að Laugarvatni 20.-22. ágúst - 13.8.2010

Úrtökumót drengja 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 20.-22. ágúst næstkomandi.  Á sjöunda tug drengja hafa verið boðaðir á úrtökumótið, allir fæddir 1995, og koma þeir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

1-1 jafntefli gegn Liechtenstein - 11.8.2010

Ísland og Liechtenstein mættust í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Leikurinn var heldur bragðdaufur og niðurstaðan 1-1- jafntefli.  Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2012, sem hefst með heimaleik við Norðmenn 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Draumkenndur dagur í Krikanum - 11.8.2010

Það var engu líkara en vel á fjórða þúsund áhorfendur leiksins væri að dreyma þegar þeir litu á markatöfluna í Kaplakrika í dag að loknum leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands.  Strákarnir okkar unnu þar ótrúlegan en verðskuldaðan 4-1 sigur á ríkjandi Evrópumeisturunum og slógu þá þar með út úr keppninni. 

Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Þýskalandi - 11.8.2010

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Þýskalandi hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í Kaplakrika í dag og hefst leikurinn kl. 16:15.  Eyjólfur Sverrisson stillir upp í 4-5-1 / 4-3-3 eins og hann hefur gert lengst af í keppninni.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein í kvöld - 11.8.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein, en liðin mætast í vináttuleik á Laugardalvellinum í kvöld og hefst hann kl. 19:30.  Uppstillingin er nokkuð hefðbundin, 4-5-1 / 4-3-3.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Lítt breyttur styrkleikalisti FIFA - 11.8.2010

Ísland situr áfram í 79. sæti á lítið breyttum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í dag.  Mjög lítið er um breytinga rá listanum, enda afar fáir leikir sem fara fram í mánuðinum eftir úrslitakeppni HM.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Íslendingar erlendis geta séð A-liðið á SportTV.is - 11.8.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar frá landsleik Íslands og Liechtenstein, sem hefst klukkan 19:30 í kvöld, út fyrir landssteinana. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Tvíhöfði - A og U21 landslið karla leika í dag - 11.8.2010

Það verður landsleikjatvíhöfði í dag, miðvikudag, þar sem A og U21 landslið karla eru bæði í eldlínunni.  U21 karla ríður á vaðið kl. 16:15 með leik sínum við Þjóðverja í undankeppni EM 2011 og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli.  Á Laugardalsvelli mætast síðan A landslið Íslands og Liechtenstein í vináttulandsleik sem hefst kl. 19:30. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland-Liechtenstein á miðvikudag kl. 19:30 - 10.8.2010

Vegna auglýsingar sem birt er í Morgunblaðinu í dag um að landsleikurinn Ísland-Liechtenstein sé í kvöld er áréttað að leikurinn er auðvitað á miðvikudag kl. 19:30.  Auglýsingin átti að sjálfsögðu að birtast þann dag. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Ókeypis aðgangur á U21 landsleikinn í Krikanum - 9.8.2010

Ókeypis aðgangur er á leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands, sem fram fer á Kaplakrikavelli á miðvikudag kl. 16:00.  Þarna er komið gullið tækifæri til að sjá helstu framtíðarstjörnur þessara þjóða eigast við. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum boðið frítt á Ísland-Liechtenstein - 9.8.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og  Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19.30. Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Hjörtur út - Jósef inn - 9.8.2010

meiðsla Hjartar Loga Valgarðssonar hefur Eyjólfur Sverrison, þjálfari U21 landsliðs karla, ákveðið að kalla Jósef Kristin Jósefsson í hópinn sem leikur gegn Þjóðverjum á miðvikudag. Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Liechtenstein á miðvikudag - 9.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Liechtenstein afhenta þriðjudaginn 10. maí frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Strákarnir höfnuðu í 5. sæti - 9.8.2010

Strákarnir í U17 luku leik á Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi með því að leggja Skota í leik um 5. sætið.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1 - 1 og jafnaði Hjörtur Hermannsson úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 13.-15. ágúst - 9.8.2010

Úrtökumót stúlkna 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 13.-15. ágúst og eru stúlkur sem taka þátt í ár fæddar 1995.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nafnalista, dagskrá og ýmislegt annað. Lesa meira
 
A landslið karla

Ólafur Páll í landsliðið í stað Steinþórs - 9.8.2010

Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Liechtenstein á miðvikudag vegna meiðsla.  Í hans stað hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valið Ólaf Pál Snorrason.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Sigurmark Englands í uppbótartíma - 6.8.2010

Strákarnir í U17 tókust á við Englendinga í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlakepni Norðurlandamótsins sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 2 - 1 Englendingum í vil og kom sigurmark þeirra á lokasekúndum í uppbótartíma leiksins.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Leikið við England í dag - 6.8.2010

Strákarnir í U17 leika í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Finnlandi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag er jafnaldrar þeirra frá Englandi en þeir ensku hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru í efsta sæti riðilsins. Lesa meira
 
Logo_Tyskaland

Ísland - Þýskaland U21 karla - Þýski hópurinn tilkynntur - 5.8.2010

Þjóðverjar hafa tilkynnt hópinn er mætir Íslendingum í mikilvægum leik undakeppni EM 2011.  Leikið verður í Kaplakrika, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15 og hafa Þjóðverjar tilkynnt hóp sem telur 21 leikmann. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Sætur sigur á Finnum - 5.8.2010

Strákarnir í U17 unnu sætan sigur á Finnum á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi þessa dagana.  Leiknum lauk með 2 -1 sigri Íslands en það voru heimamenn sem leiddu í leikhléi.  Íslensku strákarnir komu svo sterkir inn í seinni hálfleikinn og tryggðu sér sigur með tveimur mörkum frá Fjalari Erni Sigurðarsyni og Arnari Aðalgeirssyni. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Leikið við Finna í dag - 4.8.2010

Strákarnir í U17 mæta gestgjöfum Finna á Norðurlandamótinu í dag og hefst leikurinn kl. 15:30.  Þetta er annar leikur strákanna á mótinu en þeir biðu lægri hlut gegn Dönum í gær, 3 - 0, eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög