Landslið

liechtenstein_logo

Liechtenstein tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi - 29.7.2010

Hans-Peter Zaugg, landsliðsþjálfari Liechtenstein, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, 11. ágúst næstkomandi.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins áður en undankeppni EM 2012 en þar hefja Íslendingar leik gegn Noregi.

Lesa meira
 
Noregur_logo

Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Frökkum - 27.7.2010

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt leikmannahópinn er mætir Frökkum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 11. ágúst í Noregi.  Norðmenn eru sem kunnugt er, fyrstu mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni fyrir EM 2012.  Íslendingar mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sama dag.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Tvöfaldur 7:0 sigur hjá unglingalandsliðum kvenna - 26.7.2010

Bæði U17 og U19 landslið kvenna unnu sína leiki gegn Færeyjum 7:0 í dag í Fuglafirði í Færeyjum. Um vináttuleiki er að ræða sem eru undirbúningur undir leiki liðanna í Evrópukeppni sem fram fer í Búlgaríu í september. Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Góðir sigrar hjá U17 og U19 kvenna á færeyskum stöllum sínum - 26.7.2010

Íslensku unglingalandsliðin í knattspyrnu kvenna unnu í dag góða sigra á stöllum sínum í Færeyjum. U17 sigraði 8:0 og U19 vann 6:0 í vináttuleikjum í Klaksvík. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveggja marka tap hjá U18 karla - 24.7.2010

Strákarnir í U18 biðu lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Noregi í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna í Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 Norðmönnum í vil eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

Vináttulandsleikir gegn Færeyjum hjá U17 og U19 kvenna í dag - 24.7.2010

Stúlkurnar í unglingalandsliðum Íslands leika í dag vináttuleiki gegn Færeyjum í Klaksvík í Færeyjum.  Eru þetta landslið U17 og U19 kvenna en leikið verður við stöllur þeirrar frá Færeyjum í dag og á morgun. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap hjá U18 karla gegn Svíum á Svíþjóðarmótinu - 23.7.2010

Strákarnir í U18 báðu lægri hlut gegn Svíum i gær en leikurinn var liður í Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Lokatölur urðu 4 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Á laugardaginn leika strákarnir lokaleik sinn í mótinu þegar þeir mæta Norðmönnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Svíþjóðarmót U18 karla - Byrjunarliðið gegn Svíum tilbúið - 22.7.2010

Strákarnir í U18 karla mæta Svíum í dag í öðrum leik sínum á Svíþjóðarmótinu sem fram fer þessa dagana.  Íslendingar lögðu Wales í fyrsta leiknum, 2 -1 en Svíar gerðu markalaust jafntefli gegn Norðmönnum.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Tryggðu þér miða á Danmörk - Ísland 7. september - 21.7.2010

Fyrsti útileikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012 verður gegn Dönum, þriðjudaginn 7. september, á Parken.  Það er jafnan einstök stemning sem fylgir landsleikjum á Parken og margir Íslendingar sem hafa áhuga á að sjá okkar stráka eiga við Dani.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Walesverjar lagðir á Svíþjóðarmótinu - 20.7.2010

Strákarnir í U18 hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu og var leikið gegn Walesverjum.  Íslensku strákarnir fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Staðan í leikhléi var 1 - 1 en það voru Walesverjar sem komust yfir á 35. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

U17 karla - Hópurinn valinn fyrir Norðurlandamótið í Finnlandi - 20.7.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn er leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi dagana 1. - 9. ágúst.  Liðið er í riðli með Dönum, Finnum og Englendingum en einnig verður leikið um sæti á mótinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Leikið við Wales á Svíþjóðarmótinu í dag - 20.7.2010

Strákarnir í U18 landsliðinu hefja í dag leik á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mæta Wales og hefst leikurinn kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Leikið er á Laholm vellinum í Halland en auk þessara þjóða leika einnig Svíþjóð og Noregur og hefst þeirra leikur kl. 17:00.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Vináttulandsleikir við Færeyjar hjá U17 og U19 kvenna - 19.7.2010

Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa sína fyrir vináttulandsleiki gegn Færeyjum sem fara fram 24. og 25. júlí næstkomandi.  Leikið verður ytra og fara leikirnir fram í Klaksvík og Fuglafirði.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um 11 sæti á FIFA listanum - 14.7.2010

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 11 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 79. sæti listans.  Nýkrýndir heimsmeistarar Spánverja eru í efsta sætinu og mótherjar þeirra í úrslitaleik HM, Hollendingar, eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Noregur í undankeppni EM 2012 - 13.7.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Noregs en þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn fer fram föstudaginn 3. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:00.  Miðasala fer fram, sem fyrr, í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla - Hópurinn valinn fyrir Svíþjóðarmótið - 13.7.2010

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið hóp til að leika á Svíþjóðarmótinu sem leikið verður dagana 20. - 24. júlí.  Mótherjar Íslands í þessu móti eru, auk heimamanna, Noregur og Wales.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Tap fyrir Noregi og 4. sætið staðreynd - 11.7.2010

Íslensku stelpurnar í U17 ára landsliðinu töpuðu í dag naumlega fyrir Noregi 2:1 í Norðurlandamótinu í knattspyrnu og enduðu því í 4. sæti mótsins. Noregur varð með sigrinum Norðurlandsmeistari þar sem tvö gestalið kepptu um sigurinn en þar bar Bandaríkin sigurorð af Þjóðverjum 2:0.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

NM U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Noregi - 10.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Noregi í leik um þriðja sætið á  Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

Verðskuldaður sigur íslensku stelpnanna á Svíum - 8.7.2010

Íslenska unglingalandsliðið, U17 vann í kvöld verðskuldaðan 3:2 sigur á Svíum í síðasta leik liðanna í riðlinum á Opna Norðurlandamótinu sem haldið er í Danmörku. Ísland spilar því um þriðja sætið á mótinu gegn Noregi á laugardag og geta með sigri orðið Norðurlandameistarar þar sem USA og Þýskaland leika úrslitaleikinn, en þær þjóðir eru báðar gestaþjóðir á mótinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Sigur á Svíum og leikið um 3. sæti - 8.7.2010

Stelpurnar í U17 lögðu Svía að velli í dag í lokaleik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fram fer í Danmörku.  Lokatölur urðu 3 -2 og leiddu íslensku stelpurnar í leikhléi, 2 - 0.  Þær Guðmunda Brynja Ólafsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti Hildur Antonsdóttir marki við Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

NM U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Svíum - 8.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Svíum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Íslenska liðið fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á NM U17 kvenna 2010

Naumt tap gegn Þjóðverjum á NM U17 kvenna - 6.7.2010

U17 ára lið Íslands í knattspyrnu kvenna tapaði í dag naumlega fyrir Þjóðverjum 1:0 á Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem haldið er í Danmörku. Íslensku stelpurnar geta þrátt fyrir það verið stoltar af frammistöðu sinni í leiknum en þær sýndu aga, baráttu og sterka liðsheild.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

Byrjunarlið Íslands U17 kvenna gegn Þjóðverjum - 6.7.2010

Þorlákur Árnason, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, sem mætir Þjóðverjum í Opna Norðurlandamótinu í dag.  Mótið fer fram í Danmörku og hefst leikurinn kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Viðtal við Þorlák Árnason þjálfara U17 kvenna - 6.7.2010

U17 landslið kvenna leikur um þessar mundir í Norðurlandamótinu, sem fram fer í Danmörku að þessu sinni.  Stelpurnar unnu góðan 1-0 sigur á Finnum í fyrsta leik og Íris Eysteinsdóttir tók viðtal við þjálfarann, Þorlák Árnason, að leik loknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

NM U17 kvenna - Karakterssigur á Finnum - 5.7.2010

Stelpurnar í U17 unnu sigur í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem hófst í dag í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1-0 íslensku stelpunum í vil og leiddu þær eftir fyrri hálfleikinn.  Á morgun verður leikið við Þýskaland.  Það var Íris Björk Eysteinsdóttir sem sendi okkur eftirfarandi umsögn um leikinn.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

NM U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Finnum tilbúið - 5.7.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Finnum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.  Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna leikur gegn Finnum í dag - 5.7.2010

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað stúlkum 16 ára og yngri kom til Danmerkur í gær þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti en mótið er eitt það sterkasta í heiminum í þessum aldursflokki. Um 25 gráðu hiti var á fyrstu æfingu liðsins sem æfði í gær.
Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög