Landslið

Katrín Jónsdóttir heiðruð fyrir 100. landsleik sinn

Króatar lagðir í Laugardalnum - Frakkar framundan - 22.6.2010

Ísland vann góðan sigur á Króatíu á Laugardalsvelli í kvöld 3 - 0 eftir að staðan hafði verið 2 -0 í hálfleik.  Íslenska liðið er nú jafnt Frökkum að stigum en Frakkar eiga leik til góða.  Næsti leikur liðsins er einmitt gegn Frökkum hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. ágúst.  Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir lék sinn 100. landsleik og hélt upp á áfangann með því að skora þriðja og síðasta mark leiksins.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 100 leikir hjá fyrirliðanum - 21.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði er sem fyrr í byrjunarliðinu og leikur sinn hundraðasta landsleik. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 33 leikmenn á úrtaksæfingum um helgina - 21.6.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt úrtakshóp sem verður við æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefur Gunnar valið 33 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Hundraðasti landsleikur Katrínar Jónsdóttur - 21.6.2010

Katrín Jónsdóttir  landsliðsfyrirliði, leikur sinn 100. landsleik gegn Króatíu þegar þjóðirnar mætast í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun.  Katrín er leikjahæst allra landsliðskvenna frá upphafi og er annar íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem rýfur 100 leikja múrinn en Rúnar Kristinsson lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Svissneskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 21.6.2010

Það verða dómarar frá Sviss sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu í undankeppni fyrir HM 2011 sem fram fer á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Dómarinn heitir Esther Staubli og henni til aðstoðar verða löndur hennar, þær Eveline Bolli og Belinda Brem.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hópurinn hjá U16 kvenna - Norðurlandamótið í júlí - 21.6.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku 5. - 10. júlí næstkomandi.  Hópinn skipa 18 leikmenn og koma þeir frá 12 félögum.  Ísland er í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Svíþjóð Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Ísland - Króatía á þriðjudag kl. 20:00 - 19.6.2010

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu halda áfram sókn sinni að sæti í úrslitakeppni HM 2011, sem fram fer í Þýskalandi.  Á þriðjudag kl. 20:00 er mikilvægur heimaleikur á leiðinni að þeim áfanga - leikur gegn Króatíu á Laugardalsvellinum sem hefst kl. 20:00.

Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Skref fyrir skref - 19.6.2010

A-landslið kvenna tók í dag skref í átt að úrslitaleik riðilsins í undankeppni HM 2011 með átakalitlum 2-0 sigri á Norður-Írum á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 1187 áhorfendum.  Úrslitaleikurinn sem um ræðir er heimaleikur gegn Frökkum í ágúst.  Næsti leikur og þar með næsta skref er heimaleikur gegn Króötum á þriðjudag.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Byrjunarliðið gegn Norður-Írum á laugardag - 18.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Norður-Írlandi, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardag.  Leikurinn er sá fyrri í gríðarlega mikilvægri tveggja leikja hrinu og stelpurnar okkar ætla sér sigur.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Handhafar A skírteina fyrir leik Íslands og Norður Írlands - 16.6.2010

Rétt er að taka það fram að handhafar A skírteina þurfa ekki að sækja miða á skrifstofu KSÍ fyrir leik Íslands og Norður Írlands, heldur er nóg að sýna skírteinið við inngang Laugardalsvallar.  Það sama mun verða upp á teningnum fyrir leik Íslands og Króatíu sem fer fram þriðjudaginn 22. júní. Lesa meira
 
Gríski dómarinn Thalia Mitsi

Grískir dómarar á leik Íslands og Norður Írlands - 16.6.2010

Það verður dómaraþrenna frá Grikklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Norður Írlands sem fram fer á laugardaginn.  Hér er um að ræða mikilvægan leik í undankeppni fyrir HM 2011 og fer hann fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní kl. 16:00.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland mætir Norður Írlandi - Miðasala hafin - 14.6.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í undankeppni fyrir HM 2011kvenna.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní og hefst kl. 16:00.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
logo_N-Ireland

Hópur Norður Íra - Tveir leikmenn frá Grindavík - 14.6.2010

Norður Írar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og fer fram laugardaginn 19. júní kl. 16:00.  Í 18 manna hópi Norður Íra eru tveir leikmenn sem leika með Grindavík sem og tveir aðrir sem leikið hafa með íslenskum félagsliðum

Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

HM hefst í dag - Nýlegir mótherjar Íslands mætast í opnunarleik - 11.6.2010

EIns og flestum er kunnugt þá hefst heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku í dag.  Opnunarleikurinn verður á milli gestgjafanna í Suður Afríku og Mexíkó.  Báðar þessar þjóðir hafa verið mótherjar Íslands á síðustu mánuðum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu - 10.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi þá 22 leikmenn sem hann velur fyrir leikina gegn Norður Írlandi og Króatíu.  Leikirnir verða báðir á Laugardalsvelli, Norður Írar verða mótherjarnir laugardaginn 19. júní og Króatar þriðjudaginn 22. júní.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli drengja 2010 - Laugarvatn 14. - 18. júní - 7.6.2010

Knattspyrnuskóli karla 2010 fer fram að Laugarvatni 14. - 18. júní næstkomandi.  Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög