Landslið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar sá Íslendingaslag í Svíþjóð - 31.5.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, brá sér til Svíþjóðar og fylgdist með sannkölluðum Íslendingaslag í "Damallsvenskan" en svo kallast efsta deild kvenna í Svíþjóð.  Þetta var leikur Kristianstads og Örebro og lauk leiknum sem sigri heimaliðsins, 3 - 1.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 18. sæti styrkleikalista FIFA - 31.5.2010

Íslenska kvennalandsliðið er í 18. sæti á styrkleikalista FIFA og er í sama sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Litlar breytingar eru á listanum en íslenska liðið bætir töluvert af stigum og er sú Evrópuþjóð á topp 20 sem bætir flestum stigum við sig.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Öruggur 4-0 sigur Íslands á Andorra - 29.5.2010

A landslið karla vann í dag, laugardag, 4-0 sigur á liði Andorra á Laugardalsvellinum að viðstöddum rúmlega 2.500 áhorfendum.  Sigurinn var nokkuð öruggur eins og tölurnar gefa til kynna, en leikmenn íslenska liðsins þurftu að sýna mikla þolinmæði gegn varnarmúr gestanna. Lesa meira
 
Morgunverður á leikdegi

Byrjunarliðið gegn Andorra í dag - 29.5.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti leikmönnum sínum byrjunarliðið í vináttulandsleiknum gegn Andorra í dag á fundi að loknum morgunverði.  Ólafur stillir upp í nokkuð hefðbundið 4-3-3 leikkerfi.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson

Lokaæfing fyrir leikinn við Andorra - 28.5.2010

Lokaæfing íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Andorra fór fram á æfingasvæði Fram seinnipartinn í dag, föstudag.  Lið Andorra æfði á Laugardalsvellinum á sama tíma. 

Lesa meira
 
Æfing á Laugardalsvellil

"Þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum" - 28.5.2010

"Það er nú ekki oft sem við getum sagt að við eigum að vinna einhverjar þjóðir og auðvitað er það aldrei þannig. Við þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum og menn þurfa að fara í öll verkefni af fullri alvöru." - Óli Jóh.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnuskóli stúlkna að Laugarvatni 7. – 11. júní 2010 - 28.5.2010

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1996.  Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför. Ferðir til og frá Laugarvatni eru innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Lesa meira
 
Stund milli stríða

Stund milli stríða - 28.5.2010

Landsliðsmenn gera sér ýmislegt til dundurs milli æfinga.  Stundum þurfa menn að drepa tímann, stundum þurfa menn á meðferð sjúkraþjálfara og stundum þurfa menn að hvíla sig.  Og jú, ekki má gleyma öllum þessum matartímum, íþróttamenn verða auðvitað að nærast til að halda kröftum.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Bændum á gossvæðinu boðið á landsleikinn - 28.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða bændum á gossvæðinu á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun laugardaginn 29. maí kl. 16:00.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson

Aron meiddist á æfingu og verður ekki með á laugardag - 28.5.2010

Aron Einar Gunnarsson meiddist á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á fimmtudag og getur ekki tekið þátt í vináttulandsleiknum gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Aron lenti í samstuði við annan leikmann og meiddist á fæti. Lesa meira
 
Birkir Bjarnason

Nýliðarnir vinsælir hjá fjölmiðlum - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á Laugardalsvellinum síðdegis í dag, fimmtudag, og var æfingin opin fjölmiðlum til að taka viðtöl og myndir.  Nýliðarnir Birkir Bjarnason og Gylfi Sigurðsson voru vinsælir í viðtöl.  Aðstæður á Laugardalsvelli voru eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson (Mynd fengin að láni frá  keflavik.is)

Haraldur inn í hópinn fyrir Kristján Örn - 27.5.2010

Kristján Örn Sigurðsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Harald Frey Guðmundsson úr Keflavík í hópinn í stað Kristjáns.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Andorra

Andorra lék fyrsta landsleikinn 1996 - 27.5.2010

Knattspyrnulandslið Andorra lék sinn fyrsta opinbera leik árið 1996.  Liðið tók fyrst þátt í undankeppni stórmóts fyrir EM 2000 og var þá með Íslandi í riðli.  Andorra hefur aðeins unnið þrjá leiki á þessum tíma, gegn Hvíta-Rússlandi, Albaníu og Makedóníu.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason á heimavelli í Árbænum

Æft við góðar aðstæður á Fylkisvellinum í morgun - 27.5.2010

A landslið karla æfði á Fylkisvelli í Árbænum í morgun við fínar aðstæður.  Eins og fyrr hefur komið fram eru 10 leikmenn á U21 aldri í hópnum og því er mikill munur á meðalaldri yngra og eldra liðsins þegar skipt er í lið. 

Lesa meira
 
Árni Gautur Arason

Þrír sigrar og markatalan 8-0 - 27.5.2010

Ísland og Andorra mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á laugardag.  Þessar þjóðir hafa mæst þrisvar sinnum áður í A-landsliðum karla og hefur Ísland unnið alla leikina.  Samanlögð markatala í leikjunum þremur er 8-0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason

Fjórir leikmenn í lyfjapróf á æfingu í gær - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á KR-vellinum í gær.  Góð stemmning er í hópnum og allir leikmenn klárir í slaginn gegn Andorra á laugardag.  Lyfjaeftirlitið mætti á æfinguna eins og oft tíðkast og voru fjórir leikmenn kallaðir í lyfjapróf.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Andorra - 26.5.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Andorra afhenta fimmtudaginn 27. maí frá kl. 12:00 - 16:00 og föstudaginn 28. maí frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Andorra - 26.5.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða  öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fram fer á Laugardalsvelli 29. maí næstkomandi kl. 16:00.  KSÍ vill hvetja fólk til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll og upplifa stemmninguna. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Hækkað um fjögur sæti síðan í janúar - 26.5.2010

Íslenska karlalandsliðið situr í 90. sæti nýútgefins styrkleikalista FIFA.  Þetta er hækkun um eitt sæti frá síðasta mánuði og hefur liðið því hækkað um fjögur sæti síðan í janúar á þessu ári.  Næstu mótherjar Íslands, Andorra, eru áfram í 201. sæti. Lesa meira
 
Úr leik Andorra og Úkraínu

Númer 201 á FIFA-listanum - 25.5.2010

Karlalandslið Andorra náði sínum besta árangri á styrkleikalista FIFA árið 2005, þegar liðið settist í 125. sæti listans.  Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og frá síðasta ári hefur Andorra verið rétt neðan við sæti 200 á listanum og er nú í sæti 201.

Lesa meira
 
Koldo Alvarez

Gullni leikmaðurinn sem varð þjálfari - 25.5.2010

Koldo (Jesus Luis Alvarez de Eulate) er þjálfari karlalandsliðs Andorra, en hann tók við stórn liðsins fljótlega eftir að hann hætti sme leikmaður liðsins á síðasta ári.  Koldo lék alls 79 sinnum fyrir landslið Andorra og var valinn "Gullni leikmaður" Andorra á 50 ára afmæli UEFA.

Lesa meira
 
Ildefons Lima Sola

26 manna landsliðshópur Andorra tilkynntur - 21.5.2010

Landsliðshópur Andorra hefur verið tilkynntur fyrir tvo vináttulandsleiki um mánaðamótin maí/júní.  Alls hafa 26 leikmenn verið valdir í hópinn fyrir leikina tvo - gegn Íslandi á Laugardalsvelli 29. maí og gegn Albaníu í Tirana 2. júní.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson

Upptaka frá blaðamannfundi - Landsliðshópurinn tilkynntur - 19.5.2010

Í dag fór fram blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem mætir Andorra var tilkynntur sem og undirritaður var samstarfssamningur Borgun og KSÍ.  Sýnt var beint frá blaðamannafundinum hér á síðunni í samstarfi við SportTV og hér að ofan má sjá upptöku frá fundinum.

Lesa meira
 
Frá undirritun samstarfssamnings Borgun og KSÍ. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Haukur Oddsson forstjóri Borgunar undirrituðu samninginn

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Borgunar undirritaður - 19.5.2010

Knattspyrnusamband Íslands og Borgun undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013).  Í samningnum felst stuðningur Borgunar við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson ráða ráðum sínum í leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 2008

Viðtal við Óla Jó - Förum vel yfir sóknarleikinn - 19.5.2010

Á blaðamannafundi í dag í höfuðstöðvum KSÍ var tilkynntur landsliðshópur Íslands gegn Andorra.  Af því tilefni hitti heimasíðan Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara og ræddi við hann um hópinn og leikinn framundan.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Tveir nýliðar í hópnum gegn Andorra - 19.5.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í landsliðshópnum og í tuttugu manna landsliðshóp eru tíu leikmenn sem ennþá eru gjaldgengir U21 landsliðið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Blaðamannafundur í beinni - Landsliðshópurinn tilkynntur - 18.5.2010

Miðvikudaginn 19. maí mun Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynna landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Haldinn verður blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ kl. 13:00 þar sem hópurinn verður tilkynntur.  Sýnt verður beint frá fundinum hér á síðunni

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Andorra - 18.5.2010

Í dag hófst miðasala á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00.  Sem fyrr fer miðasala fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  Miðaverði er stillt í hóf en miðar kosta í forsölu 2.000 og 1.000 krónur.  Börn 16 ára og yngri fá miða með 50% afslætti. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög