Landslið

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista karla hjá FIFA - 28.4.2010

Karlalandslið Íslands fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA  sem gefinn var út í morgun.  Ísland er nú í 91. sæti en það eru Brasilíumenn sem steypa Spánverjum úr efsta sæti listans.  Mótherjar Íslands í riðlakeppni EM 2012, Portúgal, eru svo í þriðja sæti listans.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Úrtaksæfingar á Austurlandi fyrir U16 og U17 karla - 27.4.2010

Næstkomandi sunnudag verða úrtaksæfingar í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði hjá U16 og U17 karla.  Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið 27 leikmenn frá átta félögum á Austurlandi fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Úrtaksæfingar hjá U16 karla í Boganum um komandi helgi - 26.4.2010

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 17 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri og eru eingöngu valdir leikmenn frá félagsliðum á Norðurlandi.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Vináttulandsleikur við Andorra á Laugardalsvelli 29. maí - 20.4.2010

Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komist að samkomulagi um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi.  Þetta er í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna en Íslendingar hafa sigrað Andorra í leikjunum þremur.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 stelpurnar töpuðu fyrir Tékklandi - 1.4.2010

Lokaumferð milliriðils U19 kvenna fór fram í dag.  Stelpurnar okkar í U19 töpuðu 1-2 fyrir Tékklandi og hafna því í neðsta sæti riðilsins.  Hið sorglega er að ef Ísland hefði unnið leikinn hefði liðið tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM annað árið í röð.

Lesa meira
 
EURO 2012

Aprílgabbið 2010:  Dregið aftur í töfluröð í undankeppni EM 2012 - 1.4.2010

Í gær barst sú tilkynning frá UEFA að mistök hafi átt sér stað þegar dregið var í töfluröð fyrir riðla í undankeppni EM 2012.  Dregið var í töfluröð 25. mars og átti Ísland að leika fyrsta leikinn í undankeppninni 3. september, gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög