Landslið

U19 landslið karla

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Tékkum - 31.3.2010

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Rússlandi.  Mótherjarnir eru Tékkar og hefst leikurinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Á sama tíma leika Spánn og Rússland.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Þriggja marka sigur á Króötum - 31.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið bar í dag sigurorð af Króötum í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikið var í Króatíu og urðu lokatölur 3 - 0 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í leikhléi.  Þær Katrín Jónsdóttir, Rakel Logadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk Íslendinga.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA - 31.3.2010

Íslenska karlalandsliðið fór upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar eru sem fyrr á toppnum og Brasilía kemur skammt á eftir.  Mótherjar Íslendinga í undankeppni EM 2012, Portúgal, er í fjórða sæti listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Byrjunarliðið er mætir Króatíu kl. 13:30 - 30.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM en leikið er í Króatíu.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og gerir Sigurður Ragnar eina breytingu frá byrjunarliðinu sem bar sigur af Serbíu síðastliðinn laugardag.  Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið í stað Dóru Maríu Lárusdóttur.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Opna Norðurlandamótið í Finnlandi í ágúst - 30.3.2010

Leikjaniðurröðun er tilbúin fyrir Opna Norðurlandamót U17 karla en leikið verður í Finnlandi dagana 3. - 8. ágúst.  Íslendingar leika í A riðli með Finnum Dönum og Englendingum.  Í hinum riðlinum leika Svíar, Skotar, Norðmenn og Færeyingar.

Lesa meira
 
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna - Naumt tap gegn Rússum - 29.3.2010

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn Rússum í dag en þetta var annar leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Rússar komust yfir á 37. mínútu og var það eina mark leiksins.  Fyrr í dag unnu Spánverjar Tékka með fimm mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands, U19 kvenna, gegn Spánverjum í milliriðli EM.  Leikið í Rússlandi í mars 2010

U19 kvenna - Leikið við Rússa í dag - 29.3.2010

Stelpurnar í U19 mæta í dag Rússum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en sigur vannst á Spánverjum í fyrsta leik 3 - 2.  Rússar höfðu líka sigur í sínum fyrsta leik, lögðu Tékka 6 - 0.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Sætur sigur á Serbíu - 28.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið vann ákaflega sætan sigur á Serbíu í undankeppni HM 2011 en leikið var í Banatski Dvor.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslandi í vil eftir að markalaust hafði verið í hálfleik.  Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Baráttusigur í fyrsta leik - 27.3.2010

Stelpurnar í U19 unnu í dag baráttusigur á stöllum sínum frá Spáni en leikurinn var fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM.  Íslensku stelpurnar höfðu sigur, 3-2 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.  Næsti leikur Íslands er á mánudaginn þegar leikið verður við heimastúlkur í Rússlandi. 

 

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Serbum tilbúið - 26.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Serbum á morgun en leikið verður í Banatski Dvor.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
U19 kvenna á æfingu í Rússlandi

U19 kvenna mætir Spánverjum í milliriðli EM - 26.3.2010

Stelpurnar í U19 landsliðinu hefja leik í fyrramálið, laugardaginn 28. mars, í milliriðli fyrir EM.  Leikið er í Rússlandi en fyrstu mótherjar íslenska liðsins verða Spánverjar en hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Rússa og Tékka.

Lesa meira
 
myndasafn-2010-front

Nýr myndavefur KSÍ - 25.3.2010

Myndavefur KSÍ hefur farið í gegnum miklar breytingar að undanförnu og hefur nýr myndavefur nú verið settur í loftið.  Nýi myndavefurinn veitir knattspyrnuháhugafólki auðveldan aðgang að myndasafni KSÍ, sem telur tugþúsundir mynda frá ýmsum skeiðum íslenskrar knattspyrnusögu. Lesa meira
 
EURO 2012

Leikdagar Íslands í undakeppni EM 2012 tilbúnir - 25.3.2010

Í dag var dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2012 en dregið var á fundi framkvæmdastjórnar UEFA sem fram fer í Tel Aviv.  Íslendingar byrja leik í keppninni með því að taka á móti Norðmönnum á heimavelli, 3. september næstkomandi.

Lesa meira
 
A landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Mexíkó í Charlotte - 25.3.2010

Ísland og Mexíkó gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik sem fór fram í nótt en leikið var á Bank of America vellinum í Charlotte.  Hið unga íslenska lið gaf Mexíkóum ekkert eftir og gáfu fá færi á sér.  Stemningin á vellinum var eins og best verður á kosið, 63.227 manns mættu á völlinn og voru vel með á nótunum.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó - 24.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Mexíkó í vináttulandsleik í kvöld en leikið verður í Charlotte.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50.  Ólafur stillir upp sama byrjunarliði og lék gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga á fimmtudag - 24.3.2010

Á morgun, fimmtudaginn 25. mars, hefst fundur framkvæmdastjórnar UEFA í Tel Aviv og þar verður dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2010. Ekki tókst að semja um leikdaga á fundi þjóðanna fyrr í þessum mánuði og verður því dregið um hvenær leikið verður.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Mist inn í hópinn fyrir leikina gegn Serbíu og Króatíu - 23.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á A landsliði kvenna sem mætir Serbum og Króötum nú í mars.  Erna B. Sigurðardóttir er meidd og í hennar stað hefur Mist Edvardsdóttir, KR, verið valin.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Mörkin úr Ísland - Færeyjar - 23.3.2010

Hér má sjá mörkin tvö sem Íslendingar gerðu í vináttulandsleik gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag en leikið var í Kórnum.  Íslenski hópurinn er nú staddur í Bandaríkjunum en þar leikur liðið vináttulandsleik gegn Mexíkó á morgun, miðvikudag.

Lesa meira
 
Bank of America völlurinn í Charlotte

Mexíkó - Ísland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport - 23.3.2010

Íslenska landsliðið er nú komið til Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna en á morgun, miðvikudag, verður leikinn vináttulandsleikur gegn Mexíkó á Bank of America vellinum.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50 annað kvöld.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 27 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 23.3.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 27 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi og koma leikmennirnir frá 14 félögum.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
U17kv2002-0007

U17 kvenna - Úrtakshópur við æfingar um helgina - 23.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Þorlákur boðar 26 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félögum.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Tveggja marka sigur í Kórnum - 21.3.2010

Íslendingar lögðu Færeyingar í vináttulandsleik í dag og urðu lokatölur 2 - 0.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik þeir Matthías Vilhjálmsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslendinga og í leiðinni sín fyrstu landsliðsmörk.

Lesa meira
 
A landslið karla

Þrír nýliðar í byrjunarliðinu er mætir Færeyingum - 20.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Kórnum á morgun, sunnudag og hefst kl. 12:00.  Þrír nýliðar eru í byrjunarliðinu að þessu sinni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

A passar 2009 gilda við innganginn í Kórnum - 18.3.2010

Handhafar A passa 2009 frá KSÍ geta sýnt passann við innganginn í Kórnum á vináttulandsleik Íslands og Færeyja á sunnudaginn.  Ekki þarf að sækja miða á skrifstofu KSÍ fyrir þennan leik.  Athugið að A passar frá 2009 gilda á þennan leik, ekki er farið að gefa út passa fyrir árið 2010.

Lesa meira
 
Claus Bo Larsen

Claus Bo Larsen dæmir Ísland - Færeyjar - 18.3.2010

Dómari í vináttulandsleik Íslands og Færeyja verður Claus Bo Larsen frá Danmörku.  Þessi reyndi dómari dæmdi m.a. leik Liverpool og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar UEFA árið 2009 og einnig leik Manchester United og Liverpool í undanúrslitum sömu keppni.

Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó - 17.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á næstu dögum.  Þeir Kristinn Jónsson og Heimir Einarsson geta ekki verið með vegna meiðsla.  Í staðinn hafa verið valdir þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Gunnar Örn Jónsson, báðir úr KR.

Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008.  Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar í Kórnum á sunnudaginn kl. 12:00 - 17.3.2010

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 12:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 11:00 á leikdag en ekki verður forsala miða á þennan leik.  Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Sigurður Ragnar í viðtali - Þurfum að vinna báða þessa leiki - 16.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu.  Heimasíðan hitti Sigurð Ragnar í dag og ræddi við hann um leikina framundan og markmið liðsins.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Ólafur Þór í viðtali - Jafn og breiður hópur - 16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hópinn er leikur í milliriðli EM í Rússlandi.  Leikið verður dagana 27. mars - 1. apríl og heimasíðan hitti Ólaf Þór í dag og spurði hann út í verkefnið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir milliriðilinn í Rússlandi - 16.3.2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er leikur í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Sochi, Rússlandi.  Leikmennirnir 18 koma frá ellefu félögum en fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum, laugardaginn 27. mars. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Hópurinn valinn er mætir Serbíu og Króatíu - 16.3.2010

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, landsliðshóp sinn er leikur gegn Serbíu og Króatíu.  Leikirnir fara fram ytra 27. og 31. mars og eru í undankeppni fyrir HM 2011.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Dregið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna - 15.3.2010

Dregið hefur verið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna sem leikið verður í Danmörku, dagana 5. - 10. júlí.  Mótið er eitt það sterkasta í þessum aldursflokki en Ísland er í riðli með Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga á þingi UEFA 24. - 26. mars - 15.3.2010

Á þingi UEFA sem haldið verður í Tel Aviv dagana 24. - 26. mars verður dregið um leikdaga í riðli Íslands fyrir EM 2010.  Ekki náðist samkomulag á meðal þjóðanna þegar þær hittust í Kaupmannahöfn á dögunum og verður því dregið um leikdaga. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið áfram í 18. sæti styrkleikalista FIFA - 15.3.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út fyrir helgi, er íslenska kvennalandsliðið í 18. sæti og stendur í stað á listanum.  Það eru Bandaríkin sem halda í toppsætið en liðið sigraði á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði, lögðu þar Þjóðverja í úrslitaleik en Þýskaland er einmitt í öðru sæti listans.

Lesa meira
 
Icelandair Hotels web

Samstarfssamningur KSÍ og Icelandair Hotels - 12.3.2010

Í dag var endurnýjaður samstafssamningur á milli Knattspyrnusambands Íslands og Icelandair Hotels.  Samningurinn felur í sér að öll landslið Íslands í knattspyrnu gista á hótelum Icelandair Hotels.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Færeyski hópurinn er mætir í Kórinn 21. mars - 10.3.2010

Brian Kerr, landsliðsþjálfari Færeyja, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars og hefst kl. 12:00.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um helgina - 9.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna, hefur valið hópa fyrir úrtaksæfingar um komandi helgi.  Þorlákur boðar rúmlega 50 leikmenn til þessara æfinga en æft verður í Egilshöllinni og Kórnum.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið um leikdaga í næstu viku - 8.3.2010

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2012, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku.

Lesa meira
 
Fjalar Þorgeirsson

Landsliðshópurinn er mætir Færeyjum og Mexíkó - 5.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum í mars.  Leikurinn við Færeyjar fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars en leikið verður við Mexíkó í Charlotte í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 24. mars.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Stelpurnar okkar fá prúðmennskuviðurkenningu - 3.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni á Algarve-mótinu í dag þegar liðið lagði heimamenn í Portúgal með þremur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á mótinu.  Stelpurnar okkar hlutu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir prúðmennsku.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Þrjú sláarskot Íslands á Kýpur - 3.3.2010

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í vináttulandsleik Íslendinga og Kýpverja, sem fram fór í larnaca á Kýpur í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið lék vel í  leiknum og gaf fá færi á sér.  Þrjú sláarskot í seinni hálfleik sýndu að lítið vantaði upp á íslenskan sigur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Öruggur þriggja marka sigur í leðjunni - 3.3.2010

Ísland og Portúgal mætast í A-landsliðum kvenna á Estadio Algarve í dag kl. 13:00, í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu.  Pórtúgalar eru vitanlega á heimavelli í þessum leik.  Smellið hér að neðan til að fylgjast með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur í dag - 3.3.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Kýpverja, sem fram fer á Antonis Papadopoulos-leikvanginum í Larnaca á Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 91. sæti á FIFA-listanum - 3.3.2010

Ísland er í 91. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca-Cola fyrir karlalandslið og hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá því í síðasta mánuði.  Mótherjar Íslands í vináttulandsleiknum í dag, Kýpverjar, eru í 66. sæti og hækka sig um tvö sæti frá fyrri mánuði.

Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 2.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal á miðvikudag.  Liðin mætast í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu og fer hann fram kl. 13:00 á aðalleikvangi svæðisins, Estadio Algarve, sama leikvangi og úrslitaleikur mótsins fer fram.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Magnað jafntefli í Magdeburg - 2.3.2010

Strákarnir í U21 liðinu gerðu frábært jafntefli við Þjóðverja í Magdeburg í kvöld.  Leikurinn var í undankeppni EM og urðu lokatölur 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Þeir Kolbeinn Sigþórsson og Bjarni Þór Viðarsson sem skoruðu mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Á 8. tug leikmanna á úrtaksæfingum - 2.3.2010

Á áttunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verða á úrtaksæfingum vegna U19 og U17 landsliðs karla um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum, í Egilshöll og á Framvelli.  Um einn hóp er að ræða hjá U17, en æfingahópur U19 er tvískiptur.  Smellið hér að neðan til að skoða æfingahópana og nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið klárt í Magdeburg - Textalýsing - 2.3.2010

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma og fer fram á MDCC vellinum í Magdeburg.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
2010-kypur-island-aefing2

Æft við góðar aðstæður í Limassol - 2.3.2010

A-landslið karla æfir við góðar aðstæður í Limassol á Kýpur fyrir vináttulandsleikinn gegn heimamönnum á miðvikdag.  Veður er gott, hlýtt en smá gola, aðstæður allar hinar bestu og góð stemmning í hópnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska liðsins, mun tilkynna byrjunarliðið á leikdag.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Stelpurnar mæta heimamönnum á Algarve - 2.3.2010

A landslið kvenna leikur um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu á miðvikudag og mætir þar heimamönnum, Portúgölum.  Leikurinn fer fram á aðalleikvanginum, Estadio Algarve, og hefst kl. 13:00.  Þýskaland og Bandaríkin leika til úrslita.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög