Landslið

Erna B. Sigurðardóttir í leik gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Byrjunarliðið gegn Noregi á Algarve-mótinu - 28.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi.  Liðin mætast í Algarve-bikarnum á mánudag kl. 15:00 að íslenskum tíma og er þetta lokaumferðin í B-riðli.  Leikir um sæti fara fram á miðvikudag.

Lesa meira
 
Jónas Guðni í leik gegn Færeyingum í Kórnum

Breytingar á hópnum fyrir vináttuleikinn við Kýpur - 28.2.2010

Ólafur Jóhannesson hefur þurft að gera breytingu á leikmannahóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Kýpur, sem fram fer ytra 3. mars.  Þrír leikmenn sem valdir voru í hópinn verða ekki með.  Jónas Guðni Sævarsson hefur verið kallaður inn í hópinn.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Ísland tapaði 1-5 fyrir Svíþjóð - 26.2.2010

A-landslið kvenna atti kappi við Svíþjóð í Algarve-mótinu í Portúgal í dag.  Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, en sænska liðið sýndi mátt sinn í síðari hálfleik og skoraði 5 mörk..

Lesa meira
 
Ioannis Okkas

Kýpverski landsliðshópurinn gegn Íslandi - 26.2.2010

Í 22 manna leikmannahópi Kýpurs fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi 3. mars næstkomandi eru aðeins tveir leikmenn sem leika með félagsliðum utan heimalandsins, og leika þeir báðir í Grikklandi.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Byrjunarliðið er mætir Svíþjóð á morgun - 25.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum á morgun, föstudag,  á Algarve Cup.  Leikurinn sem er annar leikur íslenska liðsins á mótinu, hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Sigurður Ragnar gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Bandaríkjunum.

Lesa meira
 
A landslið karla

Kári kallaður í Kýpurhópinn - 24.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, gerði í dag eina breytingu á hópnum er mætir Kýpur í vináttulandsleik 3. mars næstkomandi en leikið verður á Kýpur.  Ólafur hefur valið Kára Árnason í hópinn og kemur hann í stað Hermanns Hreiðarssonar sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tveggja marka tap gegn Bandaríkjunum á Algarve - 24.2.2010

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu hófu í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Bandaríkin, sem eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 Bandaríkjunum í vil eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Tvær vítaspyrnu fóru í súginn hjá íslenska liðinu í leiknum Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Christine Beck dæmir Ísland - Bandaríkin - 24.2.2010

Það verður góðkunningi Íslendinga, þýski dómarinn Christine Beck, sem dæmir leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup í dag.  Christine var við stjórnvölinn á eftirminnilegum leik Íslands og Írlands á köldu októberkvöldi árið 2008 en þá tryggði íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 
Frá æfingu á Alagarve í febrúar 2010

Byrjunarliðið sem mætir Bandaríkjunum - Textalýsing - 23.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik kvennalandsliðsins á Algarve Cup.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

U17 karla - Æfingar um komandi helgi - 23.2.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Gunnar velur 23 leikmenn að þessu sinni en æft verður í Kórnum og í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Kvennalandsliðið komið til Algarve - 23.2.2010

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem það tekur þátt á Algarve Cup sem hefst á morgun.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir Þýskaland - 22.2.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Þýskalandi í undankeppni fyrir EM 2011.  Þarna mætast liðið í öðru og þriðja sæti riðilsins en Ísland hefur 12 stig eftir fimm leiki en Þjóðverjar 7 stig eftir fjóra leiki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Hópurinn fyrir Kýpurleikinn tilkynntur - 22.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn er mætir Kýpur í vináttulandsleik á Kýpur, miðvikudaginn 3. mars.  Ólafur velur 20 leikmenn fyrir þennan leik sem er fyrsti vináttulandsleikur liðsins af þremur í marsmánuði.

Lesa meira
 
U17kv2002-0001

U17 og U19 kvenna - Æfingar og æfingaleikir um helgina - 16.2.2010

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið hópa fyrir æfingar hjá U17 og U19 kvenna um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Landsliðshópurinn valinn sem fer til Algarve - 15.2.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt á Algarve Cup.  Mótið hefst 24. febrúar og leikur Ísland sinn fyrsta leik gegn Bandaríkjunum en einnig verður leikið við Noreg og Svíþjóð.  Fimm nýliðar eru í landsliðshópnum að þessu sinni.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Leikstaðir í Serbíu og Króatíu tilbúnir - 11.2.2010

Nú er ljóst hvar íslenska kvennalandsliðið leikur útileiki sína gegn Serbíu og Króatíu en leikirnir, sem eru í undankeppni fyrir HM 2011, fara fram 27. og 31. mars.  Næsta verkefni kvennalandsliðsins er hinsvegar hið sterka Algarve Cup en það hefst 24. febrúar næstkomandi Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Yngri kvennalandsliðin leika í Færeyjum í sumar - 10.2.2010

Dagana 23. og 24. júlí munu U17 og U19 kvennalandslið Íslands leika vináttulandsleiki við jafnaldra sína í Færeyjum.  Hvort lið um leika 2 landsleiki en þessir leikir eru hluti af samstarfsverkefni knattspyrnusamband Íslands og Færeyja. Lesa meira
 
U19-2000-0006

U17 og U19 karla - Æfingar um komandi helgi - 10.2.2010

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn fyrir þessar æfingar.  Tveir hópar eru boðaðir hjá U19 karla. Lesa meira
 
UEFA

Ísland með Portúgal í riðli í undankeppni EM 2012 - 7.2.2010

Dregið var í riðla í undankeppni EM 2012 í dag og fór drátturinn fram í Varsjá í Póllandi. Úrslitakeppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu. Ísland dróst í fimm liða H-riðil ásamt Kýpur, Noregi, Danmörku og Portúgal.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM 2012 á sunnudaginn - 4.2.2010

Á sunnudaginn, 7. febrúar,  verður dregið í undankeppni fyrir EM 2012 en úrslitakeppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu.  Dregið verður í Varsjá og hefst drátturinn kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn í Finnlandi

24 þjóðir á HM kvenna árið 2015 - 3.2.2010

Framkvæmdastjórn FIFA hefur ákveðið að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM kvenna árið 2015, úr 16 í 24 þjóðir.  Ekki hefur verið ákveðið hvar sú úrslitakeppni fer fram né hversu mörg sæti falla í hlut Evrópu.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um 2 sæti í styrkleikalista FIFA - 3.2.2010

Ísland fellur niður um 2 sæti á styrkleikalista FIFA en nýr styrkleikalisti karlalandsliða var gefinn út í dag.  Ísland er í 94. sæti listans en Spánverjar verma efsta sætið á þessum lista.  Litlar hreyfingar eru á listanum á meðal Evrópuþjóða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stelpurnar á æfingum um komandi helgi - 2.2.2010

Um komandi helgi verða æfingar hjá A landsliði kvenna sem og U17 og U19 landsliðum kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöllinni og hafa landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Ólafur Þór Guðbjörnsson og Þorlákur Árnason, valið leikmenn til þessara æfinga.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög