Landslið

Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Sigurður Ragnar velur fyrsta æfingahópinn fyrir nýtt ár - 29.12.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir fyrstu æfingahelgina á nýju ári en æft verður 9. - 10. janúar.  Fjórar æfingahelgar eru fyrirhugaðar fyrir fyrsta verkefni kvennalandsliðsins sem er hið sterka Algarve Cup.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Fyrstu æfingar á nýju ári hjá U17 og U19 kvenna - 29.12.2009

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa tilkynnt úrtakshópa sína fyrir fyrstu landsliðsæfingarnar á nýjur ári.  Æfingarnar fara fram dagana 9. - 10 janúar og verður æft í Kórnum og Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Hermann leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni - 17.12.2009

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var í eldlínunni í gærkvöldi þegar hann lék með liði sínu Portsmouth gegn Chelsea í ensku úrvaldsdeildinni.  Leikurinn var 319. leikur Hermanns í þeirri deild og er hann því orðinn leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni.  Fór hann þar með upp fyrir hinn finnska Sami Hyypia.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland stendur í stað á síðasta styrkleikalista ársins - 16.12.2009

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og er þetta síðasti styrkleikalisti ársins.  Íslenska karlalandsliðið stendur í stað frá síðasta lista og er í 92. sæti.  Litlar hreyfingar eru á þessum síðasta lista ársins en Spánverjar eru áfram á toppsæti listans.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna leikur í riðli með Spáni, Tékklandi og Rússlandi - 16.12.2009

Stelpurnar í U19 munu mæta Spáni, Rússlandi og Tékklandi í milliriðli fyrir EM 2009/2010 en dregið var í Sviss í morgun.  Riðillinn verður leikinn í Rússlandi. Milliriðlarnir sex verða leiknir dagana 27. mars - 1. apríl og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Makedóníu, 24. maí - 5. júní. 

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 kvenna leika einnig í Búlgaríu í undankeppni EM - 15.12.2009

Í dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 kvenna.  Stelpurnar í U19 munu leika í Búlgaríu, rétt eins og stöllur þeirra í U17.  Mótherjarnir verða, ásamt heimastúlkum, Úkraína og Ísrael og verður leikið dagana 11. - 16. september. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 kvenna leikur í Búlgaríu í undankeppni EM - 15.12.2009

Í dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 kvenna en dregið er í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland leikur í riðli með Búlgaríu, Ítalíu og Litháen og verður riðillinn leikinn í Búlgaríu dagana 16. - 21. september.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna í næstu viku - 11.12.2009

Næstkomandi þriðjudag verður dregið í undankeppni U17 og U19 kvenna fyrir EM 2010/2011 og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA.  Á miðvikudaginn verður svo dregið í milliriðla fyrir keppnir 2009/2010 þessara aldurflokka en Ísland er í pottinum hjá U19 kvenna. Lesa meira
 
Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR

Stelpurnar okkar komin út á DVD - 10.12.2009

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar er nýkomin út á DVD.  Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta um að komast á Evrópumeistaramót, fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 karla - Úrtaksæfingar um helgina - 9.12.2009

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Freyr velur að þessu sinni 36 leikmenn af suðvesturhorninu og verður æft tvisvar sinnum um helgina í Kórnum.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða karla

U19 karla til Wales í undankeppni EM 2010/2011 - 7.12.2009

Í dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 karla en einnig var dregið í sömu keppni hjá U17 karla og er greint frá þeim drætti annars staðar hér á síðunni.  Strákarnir í U19 munu leika í riðli með Kazakstan, Tyrklandi og Wales og verður riðillinn leikinn í Wales, dagana 20. - 25. október.

Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

U17 karla leikur hér á landi í undankeppni EM - 7.12.2009

Í dag var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA.  Ísland er í riðli með Tyrkjum, Tékkum og Armenum og verður riðillinn leikinn hér á landi dagana 22. - 27. september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U16 kvenna - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 7.12.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar í aldursflokki U16 kvenna.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og verður æft tvisvar sinnum um komandi helgi.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 og U19 karla - 7.12.2009

Í dag verður dregið í undankeppni EM 2011 hjá aldursflokkum U17 og U19 í karlaflokki og verður dregið í Nyon í Sviss.  Drátturinn hjá U17 hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en kl. 16:30 hjá U19 karla.

Lesa meira
 
U19-2001-0003

U17 og U19 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 1.12.2009

Landsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum um helgina og eru 70 leikmenn, viðsvegar að af landinu, boðaðir til æfinganna.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög