Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir fyrstu æfingahelgina á nýju ári en æft verður 9. - 10. janúar. Fjórar æfingahelgar eru fyrirhugaðar fyrir fyrsta verkefni kvennalandsliðsins sem er hið sterka Algarve Cup.
Lesa meiraLandsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa tilkynnt úrtakshópa sína fyrir fyrstu landsliðsæfingarnar á nýjur ári. Æfingarnar fara fram dagana 9. - 10 janúar og verður æft í Kórnum og Egilshöllinni.
Lesa meiraLandsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var í eldlínunni í gærkvöldi þegar hann lék með liði sínu Portsmouth gegn Chelsea í ensku úrvaldsdeildinni. Leikurinn var 319. leikur Hermanns í þeirri deild og er hann því orðinn leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni. Fór hann þar með upp fyrir hinn finnska Sami Hyypia.
Lesa meiraNýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og er þetta síðasti styrkleikalisti ársins. Íslenska karlalandsliðið stendur í stað frá síðasta lista og er í 92. sæti. Litlar hreyfingar eru á þessum síðasta lista ársins en Spánverjar eru áfram á toppsæti listans.
Lesa meiraStelpurnar í U19 munu mæta Spáni, Rússlandi og Tékklandi í milliriðli fyrir EM 2009/2010 en dregið var í Sviss í morgun. Riðillinn verður leikinn í Rússlandi. Milliriðlarnir sex verða leiknir dagana 27. mars - 1. apríl og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Makedóníu, 24. maí - 5. júní.
Lesa meiraÍ dag var dregið í riðla í undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 kvenna en dregið er í höfuðstöðvum UEFA. Ísland leikur í riðli með Búlgaríu, Ítalíu og Litháen og verður riðillinn leikinn í Búlgaríu dagana 16. - 21. september.
Lesa meiraHeimildarmyndin Stelpurnar okkar er nýkomin út á DVD. Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta um að komast á Evrópumeistaramót, fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði.
Lesa meiraFreyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi. Freyr velur að þessu sinni 36 leikmenn af suðvesturhorninu og verður æft tvisvar sinnum um helgina í Kórnum.
Lesa meiraÍ dag var einnig dregið í undankeppni fyrir EM 2010/2011 hjá U19 karla en einnig var dregið í sömu keppni hjá U17 karla og er greint frá þeim drætti annars staðar hér á síðunni. Strákarnir í U19 munu leika í riðli með Kazakstan, Tyrklandi og Wales og verður riðillinn leikinn í Wales, dagana 20. - 25. október.
Lesa meiraÍ dag var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2010/2011 hjá U17 karla en dregið var í höfuðstöðvum UEFA. Ísland er í riðli með Tyrkjum, Tékkum og Armenum og verður riðillinn leikinn hér á landi dagana 22. - 27. september.
Lesa meiraÞorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingar í aldursflokki U16 kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum og verður æft tvisvar sinnum um komandi helgi.
Lesa meiraÍ dag verður dregið í undankeppni EM 2011 hjá aldursflokkum U17 og U19 í karlaflokki og verður dregið í Nyon í Sviss. Drátturinn hjá U17 hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en kl. 16:30 hjá U19 karla.
Lesa meiraLandsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Kórnum um helgina og eru 70 leikmenn, viðsvegar að af landinu, boðaðir til æfinganna.
Lesa meirajanúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember