Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Landslið U19 kvenna fær háttvísiverðlaun UEFA - 30.11.2009

U19 ára landslið Íslands hlýtur háttvísiverðlaun UEFA vegna úrslitakeppni EMU19 kvenna sem fram fór í Minsk í júlí síðastliðnum.  Íslenska liðið hafnaði í efsta sæti háttvísilistans á undan Hvíta-Rússlandi og Frakklandi sem voru í 2. og 3. sæti. 

Lesa meira
 
Marki Hólfríðar gegn Frökkum fagnað

Stelpurnar fá háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi - 30.11.2009

Þessa dagana fer fram í Nyon í Sviss ráðstefna fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.  Við hátíðarkvöldverð annað kvöld mun svo Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, taka við háttvísisverðlaunum UEFA fyrir hönd kvennalandsliðsins

Lesa meira
 
Grundaskóli

Þjálfarar landsliða í heimsóknum - 27.11.2009

Þjálfarar og leikmenn landsliða Íslands hafa gert mikið af því í gegnum tíðina að heimsækja aðildarafélög KSÍ, mæta á æfingar hjá yngri flokkum, heimsækja skóla og þess háttar.  Þjálfarar A-landsliðs kvenna og U19 landsliðs kvenna hafa verið í heimsóknum nýlega.

Lesa meira
 
Ísland - Þýskaland í EM U17 kvenna 4. september 2009.  Leiknum lauk með markalausu jafntefli

Úrtakshópar hjá U17 og U19 kvenna - Æfingar um helgina - 23.11.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, tilkynnt hópa fyrir þessar æfingar.  Vert er að vekja athygli á því að á sunnudeginum verður sérstök markvarðaæfing sem verður sameiginleg.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA - 20.11.2009

Ísland fellur niður um fimm sæti á nýjum styrkleikalista karlalandsliða sem FIFA gaf út í morgun.  Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast.  Spánverjar endurheimta efsta sæti listans af Brasilíumönnum.

Lesa meira
 
Merki HM U17 karla í Nígeríu

Sviss heimsmeistari U17 karla - 18.11.2009

Síðastliðinn sunnudag lauk Heimsmeistarakeppni U17 karla en úrslitakeppnin fór fram að þessu sinni í Nígeríu.  Það var Sviss sem kom mörgum á óvart og tryggði sér Heimsmeistaratitilinn eftir sigur á heimamönnum í úrslitaleik, 1 - 0.

Lesa meira
 
U17 landslið karla á NM 2005

Tæplega 100 leikmenn boðaðir á æfingar hjá U17 og U19 karla - 17.11.2009

Tæplega 100 leikmenn eru boðaðir á úrtaksæfingar hjá landsliðum U17 og U19 karla um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Landsliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í vináttulandsleik gegn Lúxemborg í nóvember 2009

Jafntefli í vináttulandsleik við Lúxemborg - 14.11.2009

Íslendingar gerðu jafntefli í kvöld við Lúxemborg en leikið var á Josy Barthel vellinum í Lúxemborg.  Lokatölur urðu 1 -1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Það var Garðar Jóhannsson sem skoraði mark Íslendinga í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Byrjunarliðið tilbúið er mætir Lúxemborg - 14.11.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Lúxemborg í vináttulandsleik í kvöld kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 17:50. Lesa meira
 
Frá æfingu á keppnisvellinum Josy Barthel í Lúxemborg

Strákarnir klárir fyrir Lúxemborg - 13.11.2009

Karlalandsliðið leikur á morgun vináttulandsleik við Lúxemborg og er leikið ytra á Josy Barthel vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst kl. 17:50.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Öruggur sigur í San Marínó hjá U21 karla - 13.11.2009

Strákarnir í U21landsliðinu unnu í kvöld öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá San Marínó.  Lokatölur urðu 0 - 6 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 4.  Íslenska liðið hefur nú hlotið 12 stig eftir 5 leiki og eru með jafnmörg stig og Tékkar sem hafa leikið einum leik minna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

U21 karla leikur við San Marínó - Byrjunarliðið tilbúið - 13.11.2009

Strákarnir í U21 leika í kvöld kl. 19:30 við San Marínó og er leikið ytra.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2011 en Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt  í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Kvennalandsliðið fær viðurkenningu Jafnréttisráðs - 13.11.2009

Í gær var veitti Jafnréttisráð kvennalandsliði Íslands viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2009.  Það var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði, sem tók við viðurkenningunni úr hendi Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra fyrir hönd kvennalandsliðsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

U21 karla leikur gegn San Marínó á föstudag - 12.11.2009

Strákarnir í U21 leika gegn San Marínó á morgun, föstudaginn 13. nóvember, en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Þetta er síðasti leikur Íslands á þessu ári í þessari keppni en liðið er í öðru sæti riðilsins sem stendur með níu stig eftir fjóra leiki.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands í vináttulandsleik gegn Íran í nóvember 2009

Fjórir nýliðar léku gegn Íran - 12.11.2009

Fjórir nýliðar léku í vináttulandsleik gegn Íran síðastliðinn þriðjudag í Teheran en leiknum lauk með 1 - 0 sigri heimamanna.  Þrír þeirra voru í byrjunarliðinu og sá fjórði kom inn í leikhléi.  Þetta var fyrsti landsleikur á milli þessara þjóða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Eins marks tap í Teheran - 10.11.2009

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Íran í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Teheran.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Framundan er svo vináttulandsleikur gegn Lúxemborg næstkomandi laugardag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Þýsklandi í undankeppni EM september 2009

Æfingar og æfingaleikur hjá U17 og U19 kvenna - 10.11.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið hópa fyrir þessar æfingar.  Hóparnir munu einnig etja kappi í æfingaleik á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Byrjunarliðið gegn Íran - Leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport - 10.11.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Íran í vináttulandsleik í dag kl. 14:30.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 14:20.  Leikið er á Azadi leikvangnum í Teheran.

Lesa meira
 
Azadi völlurinn í Teheran

Æft á Azadi vellinum í dag - 9.11.2009

Íslenski landsliðshópurinn er um þessar mundir í Teheran þar sem leikinn verður vináttulandsleikur gegn Íran.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudag, og hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Útsendingin þar hefst kl 14:20.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Breytingar á landsliðshópnum - Landsliðið hélt til Íran í morgun - 7.11.2009

Landsliðshópurinn hélt í morgun áleiðis til Teheran en leikinn verður vináttulandsleikur við Íran næstkomandi þriðjudag.  Þaðan verður svo haldið til Lúxemborg sem verða mótherjarnir í vináttulandsleik laugardaginn 14. nóvember. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

68 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 2.11.2009

Úrtaksæfingar verða hjá U17 og U19 karla um helgina en alls hafa 68 leikmenn verið boðaðir til æfinga af landsliðsþjálfurunum, Gunnari Guðmundssyni og Kristni Jónssyni.  Æfingarnar verða í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög