Landslið

U21 landslið karla

Strákarnir í U21 leika gegn San Marínó - Hópurinn valinn - 30.10.2009

Landslið U21 karla leikur gegn San Marínó í undankeppni EM 2011 og verður leikið ytra, föstudaginn 13. nóvember.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn fyrir þennan leik en þetta er síðasti leikur liðsins á árinu. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ár síðan að Írar voru lagðir í Laugardalnum - 30.10.2009

Í dag, 30. október, er rétt ár síðan að íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Mótherjarnir fyrir ári síðan voru Írar og er óhætt að segja vallaraðstæður hafi verið erfiðar báðum liðum. Hér má finna myndbrot úr leiknum og geta áhorfendur endurlifað stemninguna og yljað sér við minningarnar

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Landsliðshóparnir fyrir leiki gegn Íran og Lúxemborg - 29.10.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópa fyrir tvo vináttulandsleiki sem fara fram 10. og 14. nóvember næstkomandi.  Leikið verður við Íran í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember og við Lúxemborg í Lúxemborg, laugardaginn 14. nóvember. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Eins marks sigur í baráttuleik í Belfast - 28.10.2009

Stelpurnar í íslenska liðinu unnu dýrmætan sigur á stöllum sínum frá Norður Írlandi en leikurinn var liður í undankeppni HM 2011.  Lokatölur á The Oval í Belfast urðu 0 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Það var Katrín Ómarsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 79. mínútu leiksins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Stelpurnar í U17 og U19 við æfingar um helgina - 28.10.2009

Framundan eru æfingar hjá U17 og U19 kvenna en úrtaksæfingar eru nú um helgina.  Þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar sem fara fram í Kórnum og í Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn Eistlandi

Byrjunarliðið er mætir Norður Írum í Belfast - Bein textalýsing - 27.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norður Írum í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Oval í Belfast.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Tveggja marka tap í Frakklandi - 25.10.2009

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna biðu á laugardag lægri hlut gegn Frökkum í undankeppni HM 2011.  Frakkar unnu tveggja marka sigur í leiknum, sem fram fór á Stede Gerland-leikvanginum í Lyon. 

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum - 23.10.2009

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Frökkum í undankeppni fyrir HM 2011 en leikið er í Lyon.  Leikurinn hefst kl. 14:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Soffíu Gunnarsdóttur bætt í hópinn - 23.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur bætt Soffíu Gunnarsdóttur, úr Stjörnunni, inn í hópinn sem mætir Frakklandi og Norður Írlandi.  Soffía hélt til móts við hópinn í dag og verður tilbúinn í slaginn á morgun þegar Ísland mætir Frökkum í Lyon.

Lesa meira
 
Heimavöllur Lyon, Stade de Gerland

Stelpurnar æfa á keppnisvellinum í dag - 23.10.2009

Íslenska kvennalandsliðið æfir í dag á Stade de Gerland, heimavelli Lyon, en þar mætir liðið Frökkum á morgun í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Geysisterkur riðill Íslands á Algarve Cup - 20.10.2009

Íslenska kvennalandsliðið tekur sem fyrr þátt á Algarve Cup á næsta ári en mótið fer fram dagana 24. febrúar til 3. mars að þessu sinni.  Þarna mæta til leiks mörg af sterkustu landsliðum í kvennaknattspyrnunni en búið er að skipta í riðla. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Um 70 leikmenn á úrtaksæfingum hjá U17 og U19 karla um helgina - 20.10.2009

Úrtaksæfingar verða um komandi helgi hjá U17 og U19 karlalandsliðum Íslands.  Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið um 70 leikmenn til þessara æfinga sem fara fram í Egilshöll og Kórnum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Hópurinn sem mætir Frökkum og Norður Írum - 19.10.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er mætir Frökkum og Norður Írum í undankeppni HM 2011 og fara báðir leikirnir fram ytra.  Leikið verður við Frakka laugardaginn 24. október í Lyon en leikurinn við Norður Íra fer fram í Belfast, miðvikudaginn 28. október.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Mikilvægir leikir framundan hjá kvennalandsliðinu - 16.10.2009

Framundan eru tveir mikilvægir landsleikir hjá kvennalandsliðinu síðar í mánuðinum og fara þeir báðir fram ytra.  Laugardaginn 24. október verður leikið gegn Frökkum og miðvikudaginn 28. október eru Norður Írar mótherjarnir. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um níu sæti á styrkleikalista karla - 16.10.2009

Íslenska karlalandsliðið fer upp um níu sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í 87. sæti listans en Brasilíumenn tróna á toppnum en Spánverjar koma þar skammt á eftir.

Lesa meira
 
Úr stúkunni á Melavellinum á fyrsta landsleik Íslands gegn Dönum árið 1946.  Fremst fyrir miðri mynd er þáverandi forseti Íslands, Sveinn Björnsson

Hundraðasti sigur A landsliðs karla - 14.10.2009

Þegar Suður Afríkumenn voru lagðir á Laugardalsvelli í gærkvöldi var það hundraðasti sigur A landsliðs karla.  Landsleikirnir eru orðnir 376 talsins og hafa sigrarnir verið 100, jafnteflin 68 og tapleikirnir 208 talsins.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Úrtaksæfingar hjá stelpunum í U17 og U19 framundan - 14.10.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa þjálfararnir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson valið hópa til þessara æfinga.  Æft verður í Kórnum og Reykjaneshöllinni.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Baráttusigur á Norður Írum hjá U21 karla - 13.10.2009

Strákarnir í U21 lögðu Norður Íra að velli í dag í undankeppni EM en leikið var í Grindavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaust í leikhléi.  U21 liðið því nú náð sér í níu stig eftir fjóra leiki og eru í öðru sæti riðilsins á eftir Tékkum Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Sigur á Suður Afríku í Laugardalnum - 13.10.2009

Íslendingar lögðu Suður Afríku að velli í vináttulandsleik í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 1 - 0 og kom sigurmarkið í síðari hálfleik og var Veigar Páll Gunnarsson þar á ferðinni með gott mark eftir lúmskt skot.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarliðið gegn Suður Afríku tilbúið - 13.10.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem að mætir Suður Afríku kl. 18:10 í kvöld á Laugardalsvelli.  Ólafur hefur einnig gert eina breytingu á hópnum, Björgólfur Takefusa kemur inn í hópinn í stað Eiðs Smára Guðjohnsen sem á við meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Ísland - Norður Írland hjá U21 karla í dag kl. 15:00 - Byrjunarliðið tilbúið - 13.10.2009

Ísland tekur á móti Norður Írlandi í dag í undankeppni fyrir EM og fer leikurinn fram á Grindavíkurvelli kl. 15:00.  Þetta er fjórði leikur Íslands í undankeppninni og hefur liðið 6 stig úr leikjunum þremur til þessa. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Sigur gegn Búlgaríu hjá U19 karla - 12.10.2009

Strákarnir í U19 léku í dag síðasta leik sinn í undankeppni fyrir EM en riðill þeirra var leikinn í Bosníu.  Íslenska liðið lék gegn Búlgaríu og unnu góðan sigur með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1 – 2. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Búlgörum í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 12.10.2009

Strákarnir í U19 karla mæta Búlgörum í dag en leikurinn er lokaleikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Bosníu.  Með sigri getur íslenska liðið tryggt sér sæti í milliriðlum en verður þá að treysta á að Norður Írar vinni ekki sigur á heimamönnum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Suður Afríka þriðjudaginn 13. október kl. 18:10 - 12.10.2009

Ísland tekur á móti Suður Afríku á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst leikurinn kl. 18:10.  Miðasala á þennan vináttulandsleik er í fullum gangi í miðasölukerfi hjá midi.is og á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Suður Afríka - 12.10.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta mánudaginn 12. október frá kl. 12:00 - 16:00 og þriðjudaginn 13. október frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Gylfi Þór inn í hópinn fyrir Norður Íra leikinn - 12.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt Gylfa Þór Sigurðssyni inn í hópinn er mætir Norður Írum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Vináttulandsleikur gegn Íran 10. nóvember - 11.10.2009

Knattspyrnusambönd Írans og Íslands hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 10. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Azadi vellinum í höfuðborg Írans, Teheran.  Þetta er í fyrsta skipti sem að landsleikur í knattspyrnu fer fram á milli þessara þjóða.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Öruggur sigur Íslands á San Marínó - 9.10.2009

Íslendingar unnu öruggan sigur á liði San Marínó í undankeppni EM U21 karlalandsliða í kvöld en leikið var á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 8 - 0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 – 0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Norður Írum í dag - Byrjunarliðið tilbúið - 9.10.2009

Strákarnir í U19 mæta jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Þetta er annar leikur liðsins í keppninni sem fer fram í Bosníu.  Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gerir fjórar breytingar frá fyrsta leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Ísland í rigningunni á Laugardalsvelli

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld - Byrjunarliðið tilbúið - 9.10.2009

Strákarnir í U21 mæta San Marínó í kvöld en leikurinn er liður í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er þriðji leikur strákanna í riðlinum en þeir hafa þrjú stig eftir tvö leiki.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Breytt um leikvöll hjá U21 karla á morgun - 8.10.2009

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að færa leik Íslands og San Marínó í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli kl. 19:00 á morgun en ekki á Akranesvelli kl. 15:00 eins áætlað var í fyrstu.

Lesa meira
 
A landslið karla

Aron Einar dregur sig út úr U21 hópnum - 7.10.2009

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur þurft að draga sig út úr hópnum hjá U21 karla en leikið verður við San Marínó, föstudaginn 9. október.  Aron Einar á við meiðsli að stríða en hann mun verða í hópnum þegar A landsliðið mætir Suður Afríku í vináttulandsleik Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Bosníu - Byrjunarliðið tilbúið - 7.10.2009

Strákarnir í U19 verða í eldlínunni í dag en þá mæta þeir Bosníu í undankeppni EM en leikið er í Bosníu.  Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
U17 landslið karla

36 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 6.10.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp sem æfir um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum og Egilshöll og hefur Gunnar valið 36 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Suður Afríka - 6.10.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli 13. október  kl. 18:10.  Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðinn ókeypis aðgangur að leiknum.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Miðasala hafin á Ísland - Suður Afríka - 6.10.2009

Miðasala er hafin á vináttulandsleik Íslands og Suður Afríku sem fram fer á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Miðaverði er stillt í hóf og er miðaverð í forsölu frá 1.000 krónum upp í 2.500 krónur.  Það er því um að gera að næla sér í miða í tíma.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli gegn Bosníu í lokaleik hjá U17 karla - 4.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í gær við Bosníu í lokaleik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Wales.  Lokatölur urðu 1 -1 en Bosníumenn höfðu eins marks forystu í leikhléi.  Íslenska liðið lék manni færra allan síðari hálfleikinn eftir að þeir misstu mann af velli vegna tveggja áminninga undir lok fyrri hálfleiks. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir tvo leiki - 2.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM og fara báðir leikirnir fram hér á landi.  San Marínó verða mótherjarnir á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og Norður Írar mæta til leiks á Grindavíkurvöll, þriðjudaginn 13. október.  Báðir leikirnir hefjast kl. 15:00.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Rússum í undankeppni EM 2009 í september 2009

Jafntefli hjá U17 karla gegn Rússum - 1.10.2009

Strákarnir í U17 gerðu í gærkvöldi jafntefli gegn Rússum í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að Rússar höfðu leitt í leikhléi.  Kristján Gauti Emilsson jafnaði metin fyrir Ísland í síðari hálfleik. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög