Landslið

Merki FIFA

Landsleikir á þriðjudögum í stað miðvikudaga - 30.9.2009

Framkvæmdastjórn FIFA fundaði í gær í Ríó og meðal þeirra ákvarðana sem þar voru teknar var að framvegis yrðu landsleikjadagar á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður.  Einnig ítrekaði framkvæmdastjórnin áherslur sínar og dagsetningar varðandi TMS félagaskiptakerfið.

Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson fagnar sigri gegn Makedóníu

Ólafur Jóhannesson ráðinn til ársloka 2011 - 30.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara A landsliðs karla og gildir samningurinn til ársloka 2011.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Wales í undankeppni EM í september 2009

Strákarnir í U17 leika við Rússa - Byrjunarliðið tilbúið - 30.9.2009

Strákarnir í U17 leika gegn Rússum í dag í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Vináttulandsleikur við Suður Afríku - Hópurinn tilkynntur - 30.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Suður Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þriðjudaginn 13. október kl. 18:10.  Ísland og Suður Afríka hafa tvisvar áður mæst hjá A landsliðum karla.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur í Bosníu í undankeppni EM - 29.9.2009

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið landsliðshóp sem leikur í Bosníu í undankeppni EM dagana 7. - 12. október.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru ásamt heimamönnum, Norður Írar og Búlgarir. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Sigurður Ragnar velur æfingahóp - 29.9.2009

Framundan eru hjá íslenska kvennalandsliðinu gríðarlega mikilvægir leikir í undankeppni fyrir HM 2011.  Leikið verður við Frakka 24. október og Norður Íra 28. október og fara báðir leikirnir fram ytra.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp vegna þessara leikja. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Naumt tap í fyrsta leik hjá strákunum í U17 - 29.9.2009

Strákarnir í U17 hófu leik í gær í undankeppni EM þegar þeir mættu Wales en riðillinn er leikinn þar í landi.  Lokatölur urðu 3 - 2 heimamönnum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Strákarnir í U17 leika gegn Wales í dag - 28.9.2009

Strákarnir í U17 leika í dag fyrsta leik sinn í undankeppni EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir í dag eru heimamenn en einnig leika Bosnía og Rússland í þessum riðli.  Leikurinn í dag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 25.9.2009

Ísland er í 17. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna sem FIFA gaf út í dag.  Ísland fer upp um 2 sæti og sitja í sautjánda sætinu ásamt Rússum.  Það eru Bandaríkin sem eru í efsta sæti listans en nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverja eru í öðru sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Keppni í milliriðlum bíður U19 kvenna - 25.9.2009

Stelpurnar í U19 báru sigurorð af Rúmenum í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir EM.  Lokatölur urðu 5 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar tryggðu sér þar með sæti í milliriðlum keppninnar. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

U19 kvenna leikur gegn Rúmeníu - Byrjunarliðið tilbúið - 24.9.2009

Stelpurnar í U19 leika í dag gegn Rúmeníu í riðlakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Íslenska liðið er með fjögur stig eftir 2 leiki eins og það svissneska en Rúmenía hefur þrjú stig.  Jafntefli tryggir íslenska liðinu sæti í milliriðlum. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Æfingahelgi hjá U19 karla framundan - 23.9.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 23 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum og verða þrjár talsins.  Leikmennirnir 23 koma frá 16 félögum víðsvegar af á landinu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Jafntefli hjá stelpunum í U19 gegn Sviss - 21.9.2009

Stelpurnar í U19 gerðu í dag jafntefli gegn stöllum sínum frá Sviss en leikurinn er í riðlakeppni EM U19 kvenna og er leikið í Portúgal.  Lokatölur urðu 1 - 1 en þannig var staðan í hálfleik.  Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði mark Íslands og jafnaði þá metin á 8. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur í Wales - Hópurinn valinn - 21.9.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er heldur til Wales og leikur þar í undankeppni EM.  Mótherjar strákanna, ásamt heimamönnum, eru Rússland og Bosnía.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss hjá U19 kvenna - 21.9.2009

Stelpurnar í U19 kvenna mæta Sviss í kvöld í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en sigur vannst á heimastúlkum í fyrsta leik með tveimur mörkum gegn engu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Góð byrjun hjá U19 kvenna í Portúgal - 19.9.2009

Stelpurnar í U19 hófu leik í dag í undankeppni fyrir EM U19 kvenna en riðillinn er að þessu sinni leikinn í Portúgal.  Íslensku stelpurnar unnu sigur á heimastúlkum í fyrsta leik en leikið var gegn heimastúlkum.  Lokatölur urðu 0 -2 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir fagnar marki sínu gegn Eistlandi, tólfta mark Íslands í 12-0 sigri

Þetta lá í loftinu! - 18.9.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann í gær sinn stærsta sigur frá upphafi þegar að landslið Eistlands var lagt af velli með tólf mörkum gegn engu.  Það má segja að þetta hafi legið í loftinu því að skömmu fyrir leikinn mátti sjá glæsilegan regnboga yfir Laugardalsvelli

Lesa meira
 
Flottir fánaberar á leik Íslands og Eistlands

Flottir fánaberar á vellinum í gær - 18.9.2009

Á landsleik Íslands og Eistlands í gærkvöldi vöktu fánaberarnir sérstaka athygli.  Um var að ræða átta fatlaðar stúlkur sem að héldu á fánum FIFA á meðan leikmenn gengu inn á völlinn og þjóðsöngvar þjóðanna voru leiknir. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tólf mörk í Laugardalnum - 17.9.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann sinn stærsta sigur frá upphafi í kvöld þegar þær lögðu stöllur sínar frá Eistlandi á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 12 - 0 eftir að staðan í leikhléi var 7 - 0.  Íslenska liðið hefur því fullt hús stiga í undankeppni fyrir HM 2011eftir tvö leiki og markatöluna 17 - 0.

Lesa meira
 
Erna Björg Sigurðardóttir

Byrjunarlið Ísland gegn Eistlandi - 16.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011, en liðin mætast á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00.

Lesa meira
 
Ísland, A- lið kvenna

Ísland - Eistland fimmtudaginn 17. september kl. 20:00 - 16.9.2009

Það styttist í að Ísland og Eistland mætist á Laugardalsvellinum í undankeppni fyrir HM 2011.  Flautað verður til leiks á morgun, fimmtudaginn 17. september, kl. 20:00 og vonumst við eftir þér á völlinn til þess að styðja við bakið á stelpunum.  Miðaverði er stillt í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri Lesa meira
 
Hilda McDermott

Dómaratríó frá Írlandi á leik Íslands og Eistlands - 15.9.2009

Dómaratríóið á viðureign Íslands og Eistlands í undankeppni HM kvennalandsliða, sem fram fer á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld kl. 20:00, kemur frá Írlandi.  Fjórði dómarinn er íslenskur.  Eftirlitsmaður UEFA er frá Litháen.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar fyrir U17 karla á Tungubökkum um helgina - 15.9.2009

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur boðað 25 leikmenn á úrtaksæfingar um komandi helgi.  Æft verður á Tungubökkum í Mosfellsbæ og koma leikmennirnir frá félögum víðs vegar af landinu.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla fyrir EM 2012 þann 7. febrúar 2010 - 15.9.2009

Þann 7. febrúar 2010 verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karlalalandsliða 2012, sem fram fer í Póllandi og Úkraínu.  Drátturinn fer fram í miðstöð menningar og vísinda í Varsjá í Póllandi.  Sextán lið komast í úrslitakeppnina.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Silvía Rán Sigurðardóttir inn í A landsliðshópinn - 14.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011.   Silvía Rán Sigurðardóttir úr Þór kemur inn í hópinn í fyrir Guðrúnu Sóley Gunnarsdóttur sem er meidd. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Lúxemborg 14. nóvember - 14.9.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Lúxemborg hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 14. nóvember næstkomandi.  Leikið verður í Lúxemborg og er þetta í sjöunda skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast.

Lesa meira
 
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Kristín Ýr inn í hópinn gegn Eistlandi - 14.9.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum sem mætir Eistlandi, fimmtudaginn 17. september.  Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val kemur inn í hópinn í stað Dóru Stefánsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna leikur í Portúgal - Hópurinn valinn - 11.9.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er leikur í Portúgal í riðlakeppni EM.  Mótherjar liðsins að þessu sinni eru ásamt heimastúlkum, Sviss og Rúmenía. 

Lesa meira
 
uefa

Ekkert stöðvar Þjóðverjana - 11.9.2009

Þýska kvennalandsliðið í knattspyrnu virðist vera óstöðvandi.  Þær þýsku tryggðu sér á fimmtudag sjöunda Evrópumeistaratitil sinn með 6-2 sigri á Englendingum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki í Finnlandi.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Ísland - Eistland á fimmtudag - 10.9.2009

Ísland og Eistland mætast í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 20:00. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hóp sinn fyrr í vikunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Georgíumenn lagðir í Laugardalnum - 9.9.2009

Íslendingar lögðu Georgíumenn í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld.  Lokatölur urðu 3 - 1 eftir að Íslendingar höfðu leitt í leikhléi, 2 - 1.  Garðar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörk Íslendinga í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael U17 kvenna

Stórsigur hjá stelpunum í U17 gegn Ísrael  - 9.9.2009

Stelpurnar í U17 unnu stóran sigur á stöllum sínum frá Ísrael í dag en þjóðirnar mættust á Kópavogsvelli.  Lokatölur urðu 7 - 0 Íslandi í vil eftir að staðan hafði verið 4 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar luku því keppni í þriðja sæti riðilsins, í þessari undankeppni EM, með fjögur stig.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Aftur sigur gegn Skotum hjá U19 karla - 9.9.2009

U19 landslið karla gerði svo sannarlega góða ferð til Skotlands í vikunni, þar sem liðið lék tvo vináttuleiki við heimamenn, og kemur til baka til Íslands með tvo sigra í farteskinu.  Síðari leikurinn var í dag, miðvikudag, og lokatölur þess leiks urðu 3-1.

Lesa meira
 
Indriði Sigurðsson

Byrjunarliðið gegn Georgíu - 9.9.2009

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld.  Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag. Lesa meira
 
ldv_nyr_loftmynd_nr2

Tilmæli til ökumanna í Laugardal - 9.9.2009

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tvær breytingar á byrjunarliði U19 karla gegn Skotum - 9.9.2009

Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði U19 landsliðs karla fyrir síðari vináttulandsleikinn gegn Skotum.  Þessi lið mættust einnig á mánudag og hafði þá íslenska liðið betur með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Pape Mamadou Faye bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 007

Hefur mikla trú á sigri - 9.9.2009

Ísland mætir Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvellinum kl. 19:30 í kvöld og í tilefni þess var haldinn blaðamannafundur á Hilton Reykjavík Nordica í gær.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur mikla trú á að íslenska liðið geti unnið sigur í leiknum.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Ítalskt dómaratríó á Ísland-Georgía - 9.9.2009

Ítalskt dómaratríó verður á vináttulandsleik Íslands og Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikurinn kl. 19:30.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur, sem og eftirlitsmaðurinn.

Lesa meira
 
blmfundurogaefing-georgia-mdminus1 013

Góð stemmning á lokaæfingunni fyrir Georgíuleikinn - 9.9.2009

Það var góð stemmning á síðustu æfingu landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hópurinn er þó nokkuð breyttur frá því í síðustu viku, fyrir leikinn gegn Norðmönnum í undankeppni HM 2010. 

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

Glæsilegur sigur á Norður Írum hjá U21 karla - 8.9.2009

Strákarnir í U21 liðinu unnu frábæran sigur á Norður Írum í dag en leikurinn var liður í undankeppni EM 2011.  Lokatölur urðu 6 - 2 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 -0.

Lesa meira
 
A landslið karla

Björgólfur Takefusa í hópinn fyrir Georgíuleikinn - 8.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á morgun, miðvikudag.  Björgólfur Takefusa, úr KR, kemur inn í hópinn í stað Heiðars Helgusonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.

U21 karla leikur gegn Norður Írum - Byrjunarliðið tilkynnt - 8.9.2009

Strákarnir í U21 karla leika í kvöld við Norður Íra en leikið er ytra á Coleraine Showgrounds vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og er liður í riðlakeppni fyrir EM 2011.  Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
A landslið karla

Hannes Þór inn í hópinn - 8.9.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Georgíu.  Hannes Þór Halldórsson, markvörður úr Fram, kemur inn í hópinn í stað Árna Gauts Arasonar sem er meiddur. Lesa meira
 
uefa

Þjóðverjar mæta Englendingum í úrslitum - 8.9.2009

Þjóðverjar lögðu Norðmenn í seinni undanúrslitaleik EM kvennalandsliða í Finnlandi á mánudag.  Það verða því Englendingar og Þjóðverjar sem leika til úrslita á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 10. september.

Lesa meira
 
Heiðar og Grétar Rafn ásamt Tólfumönnunum Styrmi og Binna

Gáfu Tólfunni 150 miða á Ísland-Georgía - 8.9.2009

Liðsmenn A-landsliðs karla vildu koma á framfæri miklu þakklæti til liðsmanna Tólfunnar fyrir frábæran stuðning á leiknum gegn Norðmönnum á laugardaginn.  Í þakklætisskyni ákváðu leikmennirnir að gefa Tólfunni 150 miða á vináttulandsleikinn við Georgíu á miðvikudag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Góður sigur hjá U19 karla á Skotum - 7.9.2009

Strákarnir í U19 karla unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi í dag.  Þessi vináttulandsleikur var leikinn ytra og urðu lokatölur 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að okkar menn höfðu leitt með einu marki í leikhléi.  Lesa meira
 
Veigar Páll með úrið góða sem Geir afhenti honum

Veigar Páll fékk úr fyrir 25 leiki - 7.9.2009

Veigar Páll Gunnarsson, liðsmaður íslenska landsliðsins í knattpspyrnu, fékk afhent gullúr í hádeginu í dag, mánudag.  Gullúrið fékk hann afhent frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, af því tilefni að hafa náð 25 A-landsleikjum fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Á bakvið tjöldin (1)

Á bakvið tjöldin á landsleik - 7.9.2009

Það eru fjölmörg störf sem unnin eru af hendi á hverjum landsleik sem leikinn er á Laugardalsvellinum og margir sem kallaðir eru til.  Rúmlega 7.000 áhorfendur voru á Laugardalsvellinum síðastliðið laugardagskvöld þegar Íslendingar og Norðmenn gerðu jafntefli í bráðfjörugum leik.

Lesa meira
 
uefa

Englendingar komnir í úrslitaleikinn - 7.9.2009

Englendingar munu leika til úrslita á EM kvennalandsliða  gegn annað hvort Þjóðverjum eða Norðmönnum.  England lagði Holland 2-1 í undanúrslitum á sunnudag og kom sigurmark leiksins seint í framlengingunni.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opnað fyrir miðasölu á Ísland-Georgía - 7.9.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á viðureign Íslands og Georgíu, en liðin mætast í vináttulandsleik A-karla á Laugardalsvelli á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Georgía og Ísland mætast í A-landsliðum karla.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög