Landslið

Edda Garðarsdóttir

Edda komin í 75 leiki - 30.8.2009

Edda Garðarsdóttir náði þeim áfanga í leiknum gegn Þjóðverjum á EM að leika sinn 75. A-landsleik fyrir Íslands hönd.  Edda lék sinn fyrsta landsleik árið 1997, gegn Úkraínu í undankeppni HM 1999 á Laugardalsvellinum. 

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Naumt tap gegn heims- og Evrópumeisturunum - 30.8.2009

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu töpuðu naumlega gegn heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja, í lokaumferð B-riðils í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Stelpurnar ljúka því keppni án stiga, en geta svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir þrjá hörkuleiki.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn við Þjóðverja - 29.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari stelpnanna okkar, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir lokaleik liðsins í úrslitakeppni EM, gegn Þjóðverjum á sunnudag.  Þjóðirnar mætast á Tampere-leikvanginum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. 

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Finnskur dómari á leik Þýskalands og Íslands - 29.8.2009

Dómarinn í leik Þýskalands og Íslands á sunnudag er finnskur og heitir Kirsi Heikkiinen, en hún dæmdi úrslitaleik EM U19 landsliðs kvenna þegar keppnin fór fram á Íslandi árið 2007.  Annar aðstoðardómarinn er einnig finnskur, en hinn aðstoðardómarinn er frá Frakklandi.

Lesa meira
 
374528

Finnar og Hollendingar komnir í 8-liða úrslit - 29.8.2009

Keppni í A-riðli EM kvennalandsliða í Finnlandi lauk í dag.  Finnar höfðu þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og misstu það ekki þrátt fyrir tap í lokaleiknum, 0-1 gegn Úkraínumönnum.  Úkraína kemst þrátt fyrir þetta ekki upp úr neðsta sætinu þar sem þær úkraínsku höfðu áður tapað fyrir Dönum. Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir

Bara markmenn á æfingu í morgun - 29.8.2009

Það voru einungis markmenn kvennalandsliðsins sem voru á séræfingu í morgun, en útileikmenn fengu frí.  Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari, fór með þær Þóru, Guðbjörgu og Söndu á æfingu á Hervanta-vellinum. 

Lesa meira
 
England er á EM

Sigrar hjá Englendingum og Svíum - 28.8.2009

Leikið var í C-riðli í úrslitakeppni EM kvennalandsliða í Finnlandi í dag.  Englendingar lögðu Rússa 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir, en svarað með þremur mörkum fyrir hlé.  Svíar eru komnir í 8-liða úrslit eftir öruggan 2-0 sigur á Ítölum, sem áttu ekki möguleika í sænska liðið.

Lesa meira
 
Dóra María Lárusdóttir

Dóra María komin í 50 leiki - 28.8.2009

Dóra María Lárusdóttir lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd þegar kvennalandsliðið mætti Noregi í Lahti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á fimmtudag.  Dóra María lék sinn fyrsta leik árið 2003, gegn Pólverjum í 10-0 metsigri.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn í Finnlandi

Ísland á langbestu stuðningsmennina á EM - 28.8.2009

Það virðist vera samdóma álit allra þeirra sem fylgjast með EM kvennalandsliða í Finnlandi að íslensku stuðningsmennirnir séu þeir langbestu í keppninni.  Íslendingar hafa fjölmennt á leiki íslenska liðsins í Tampere og Lahti og haldið uppi frábærri stemmningu.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Frakklands í úrslitakeppni EM 2009

Sárt tap gegn Noregi - 27.8.2009

Íslensku stelpurnar töpuðu í kvöld gegn Norðmönnum í öðrum leik liðsins í úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 0 - 1 og kom sigurmark leiksins á lokasekúndum fyrri hálfleiks.  Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast í átta liða úrslit. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Hópurinn valinn hjá U17 kvenna fyrir riðlakeppni EM - 27.8.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er leikur í riðlakeppni EM.  Riðillinn fer fram hér á landi dagana 4. - 9. september og ásamt Íslendingum leika í riðlinum Þýskaland, Frakkland og Ísrael.

Lesa meira
 
uefa

Fullt hús hjá Finnum - 27.8.2009

Önnur umferð í A riðli Evrópumóts kvenna fór fram í gær og eru heimastúlkur í góðum málum fyrir lokaumferð riðlakeppninnar.  Finnar lögðu Hollendinga með tveimur mörkum gegn einu og sama markatala var uppi á teningnum þegar að Danir lögðu Úkraínu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á EM í Finnlandi

Byrjunarliðið gegn Noregi á fimmtudag - 26.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi.  Leikkerfið er hefðbundið og óbreytt frá síðasta leik, en þó er ein breyting gerð á byrjunarliði íslenska liðsins.  Dóra Stefánsdóttir kemur inn á miðjuna í stað Katrínar Ómarsdóttur.

Lesa meira
 
Cristina Dorcioman

Rúmenskur dómari dæmir Ísland - Noreg - 26.8.2009

Það verður rúmenskur dómari við stjórnvölinn þegar að Ísland og Noregur mætast á morgun í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður í Lahti og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Svíar efstir í C-riðli eftir öruggan sigur - 25.8.2009

Svíar byrjuðu EM með sannfærandi 3-0 sigri á Rússum í 1. umferð riðilsins.  Rússar sáu aldrei til sólar í leiknum og ljóst er að sænska liðið er gríðarsterkt.  Englendingar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Ítölum 1-2.  Lesa meira
 
Lahti-leikvangurinn

Mikið endurbættur leikvangur í Lahti - 25.8.2009

Leikur Íslands og Noregs á Lahden-leikvanginum í Lahti á fimmtudag er annar leikurinn í mótinu sem fer fram á leikvanginum.  Nýlega uppgerður leikvangurinn er vel dekkaður í litum keppninnar og skartar sínu fegursta eins og hinir leikvangarnir sem leikið er á.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 250809 007

Endurheimt eftir leikinn við Frakkland - 25.8.2009

Leikmannahópur kvennalandsliðsins var tvískiptur á æfingunni í Hervanta síðdegis í dag, þriðjudag.  Í öðrum hópnum voru þeir leikmenn sem voru í byrjunarliði á móti Frökkum og æfingin var í léttari kantinum hjá þeim leikmönnum.  Æfingin gekk aðallega út á svokallaða endurheimt.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Markmiðið sem fyrr að komast upp úr riðlinum - 25.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var vitanlega ósáttur með tap liðsins gegn Frökkum í lokakeppni EM. Hann segir þó í viðtali við heimasíðu KSÍ að tapið breyti litlu um fyrirætlanir og markmiðum liðsins í keppninni.

Lesa meira
 
Marki Hólfríðar gegn Frökkum fagnað

Óskabyrjun íslenska liðsins dugði ekki - 24.8.2009

Stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum í kvöld en þá lék íslenska liðið sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Lokatölur urðu 3 - 1 Frökkum í vil en í leikhléi var staðan jöfn, 1 - 1.  Hólmfríður Magnúsdóttir kom Íslendingum yfir eftir sex mínútna leik.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 230809 007

Leikdagur 1: Stóra stundin nálgast - 24.8.2009

Leikdagur 1 hjá íslenska kvennalandsliðinu er runninn upp.  Fyrsti leikurinn hjá stelpunum okkar er í dag, gegn Frökkum í Tampere.  Þetta er stór dagur fyrir íslenska knattspyrnu, en leikmenn og þjálfarar eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 220809 003

Dagbók Ástu, Katrínar og Rakelar: Apaleikur - 23.8.2009

Dagurinn hér í Tampere hefur gengið fyrirhafnarlaust fyrir sig þar sem að dagskrá dagsins hefur meira og minna verið að borða og hvílast til skiptist. Öll einbeiting hefur verið á Frakkaleikinn á morgun og er mikil spenna og eftirvænting komin í hópinn.

Lesa meira
 
EM stelpurnar okkar

Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum - 23.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Frökkum á mánudag.  Þetta er fyrsti leikur íslensks A-landsliðs í úrslitakeppni stórmóts.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og fer fram á Ratina leikvanginum í Tampere.  Áfram Ísland!

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Heimamenn byrja með sigri - 23.8.2009

Heimamenn á EM, Finnar, byrjuðu úrslitakeppnina með kærkomnum 1-0 sigri í fyrsta leik, gegn Dönum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki.  Hollendingar tróna á toppi riðilsins eftir tveggja marka sigur á Úkraínu.

Lesa meira
 
tampere-374150

Glæsilegur leikvangur í Tampere - 23.8.2009

Leikvangurinn í Tampere skartar sínu fegursta fyrir fyrsta leik íslenska liðsins í úrslitakeppni EM.  Allur leikvangurinn er merktur keppninni og ekki fer á milli mála að miklu er kostað til að gera leikvanginn sem glæsilegastan.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 230809 002

Nóg að gera hjá Svölu sjúkraþjálfara - 23.8.2009

Það er hefur verið nóg að gera hjá Svölu, sjúkraþjálfara kvennalandsliðsins okkar, í Finnlandi, eins og gengur og gerist í landsliðsferðum, og jafnvel líklegt að meira verði að gera þegar líður á mótið, enda margir leikir með stuttu millibili.

Lesa meira
 
fridaoggugga

Dagbók Fríðu og Guggu:  Mættar á svæðið - 22.8.2009

Ferðin hófst að venju eldsnemma uppá KSÍ og var brunað uppá Keflavíkurflugvöll. Klara greinilega komin með góð sambönd þar en við fengum VIP treatment og fengum að rúlla hratt í gegnum check‘in og vopnaleit.

Lesa meira
 
Rússneski dómarinn Natalia Avdonchenko

Rússneskur dómari á leik Íslands og Frakklands - 22.8.2009

Tilkynnt hefur verið hverjir dæma fyrstu leikina í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Dómarinn í leik Íslands og Frakklands á mánudag er rússneskur.  Aðstoðardómararnir koma frá Ítalíu og Belgíu, og fjórði dómarinn frá Kasakstan.  Eftirlitsmaður UEFA á leiknum er hollenskur.

Lesa meira
 
KSÍ Finnland 220809 004

Vel tekið á því á æfingu - 22.8.2009

Það var vel tekið á því á æfingu hjá stelpunum okkar í Finnlandi í morgun.  Æfingin fór fram á Hervanta-vellinum við Lindforsin-götu í Tampere við frábærar aðstæður.  Völlurinn er iðagrænn og þéttur, sólin skein hátt á lofti, og golan var hlý.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

EM í beinni í þremur heimsálfum - 21.8.2009

Úrslitakeppni EM-kvennalandsliða verður í beinni útsendingu í þremur heimsálfum.  Í flestum tilfellum eru sjónvarpsstöðvar að kaupa sýningarréttinn að ákveðnum leikjum í keppninni, en ein stöð, Eurosport, sýnir alla leiki keppninnar beint.  RÚV sýnir beint frá keppninni á Íslandi.

Lesa meira
 
KSÍ 210809 003

Drógu út vinningshafa í EM-leik Fríhafnarinnar - 21.8.2009

Eins og kunnugt er hélt kvennalandslið Íslands til Finnlands á föstudagsmorgunn, þar sem liðið leikur í úrslitakeppni  EM.  Áður en stelpurnar héldu í flugvélina drógu þær út vinningshafa í EM-leik Fríhafnarinnar, sem m.a. var auglýstur á emstelpurnar.is.

Lesa meira
 
Hjaltalín og stelpurnar á æfingu

Hjaltalín mætti á síðustu æfinguna - 21.8.2009

Síðasta æfing stelpnanna hér á landi fyrir úrslitakeppnina fór fram í gær og þá mættu liðsmenn hljómsveitarinnar Hjaltalín færandi hendi.  Gáfu þeir hópnum 30 eintök á nýjasta disknum sínum en Hjaltalín mun vera með tónleika í Finnlandi á meðan riðlakeppninni stendur.  Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á flugvellinum í Keflavík

Stelpurnar héldu utan í morgun - 21.8.2009

Eldsnemma í morgun hélt landsliðshópurinn til Finnlands en fyrsti leikur íslenska liðsins verður á mánudaginn gegn Frökkum.  Leikmennirnir eru 22 og þar fyrir utan eru 14 manns, sem koma að liðinu á einn eða annan hátt, sem einnig fóru nú í morgun.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ekki æft á keppnisvöllum í Turku og Tampere - 20.8.2009

UEFA hefur tilkynnt að keppnisvellirnir í Turku og Tampere í Finnlandi séu ekki í ákjósanlegu standi.  Af þeim sökum geta þau lið sem eiga leiki á þessum völlum á fyrsta leikdegi sínum ekki æft þar daginn fyrir leiki sína.  Ísland leikur fyrsta leik sinn á EM, gegn Frakklandi, í Tampere.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir

Pistill frá Eddu Garðarsdóttur - 20.8.2009

Biðin hefur verið löng og ströng síðan að áhangendur íslenska kvennalandsliðsins sungu hástöfum „ÍSLAND Á EM !!!“ þegar við skautuðum yfir Írana í vetur.  Nú er leikurinn við Serbíu í HM búinn og við tekur EM 2009 í öllum sínum dýrðarinnar ljóma. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

Æfingaleikur hjá U17 kvenna  - Leikið á Fjölnisvelli - 19.8.2009

Stelpurnar í U17 kvenna leika á sunnudaginn æfingaleik við Aftureldingu/Fjölni og fer leikurinn fram á Fjölnisvelli en ekki Varmárvelli eins og áætlað var í fyrstu.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 18 leikmenn sem munu spreyta sig í þessum leik.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Óskað eftir sjálfboðaliðum vegna riðils í EM hjá U17 kvenna - 19.8.2009

Dagana 3. - 10. september verður haldin hér á landi riðill í undankeppni EM hjá U17 kvenna.  Ásamt Íslendingum leika þar Þýskaland, Frakkland og Ísrael.  KSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við þetta mótshald. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Training Ground með umfjöllun um íslenska liðið - 19.8.2009

Einn hluti af hinni viðamiklu heimasíðu UEFA, Training Ground, hefur að undanförnu fjallað um þær þjóðir sem leika í úrslitakeppni EM í Finnlandi sem hefst nú eftir fimm daga.  Nú er röðin komin að íslenska liðinu og eru viðtöl við Margréti Láru og Sigurð Ragnar en þau voru tekin í Englandi í síðasta mánuði.

Lesa meira
 
EM stelpurnar okkar

Hverjar velur þú í draumaliðið í þitt? - 18.8.2009

Á heimasíðu UEFA má finna draumaliðsleik fyrir úrslitakeppni EM kvenna sem hefst í Finnlandi næstkomandi sunnudag.  Þátttakendur velja þá sitt draumalið og fá stig í samræmi við frammistöðu sinna leikmanna í keppninni.

Lesa meira
 
Frá gerð auglýsingu fyrir Mænuskaðstofnun

Stelpurnar í auglýsingu fyrir Mænuskaðastofnun - 18.8.2009

Mænuskaðastofnun er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði sínu að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika.  Stofnunin leitaði til nokkurra landsliðskvenna til þess að vekja athygli á starfsemi stofnunarinnar og var það auðsótt mál.

Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir í búningi landsliðsins sem leikið verður í gegn Frökkum.

Sérmerktir búningar landsliðsins fyrir Finnland - 18.8.2009

Búningar landsliðsins í Finnlandi verða sérmerktir hverjum leik í riðlakeppni úrslitakeppninnar.  Kemur fram heiti leiksins, leikdagur og leikstaður sem og að fornafn leikmanna verður aftan á treyjunni.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Vika í fyrsta leik Íslands á EM í Finnlandi - 17.8.2009

Í dag er rétt vika í að íslensku stelpurnar þreyti frumraun sína í úrslitakeppni EM í Finnlandi þegar liðið mætir Frökkum, 24. ágúst í Tampere.  Mótið hefst þó degi áður þegar leikið verður í A riðli.

Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Ísland - Noregur 5. september - Miðasala hafin - 17.8.2009

Íslendingar og Norðmenn mætast á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. september kl. 18:45.  Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010 og er miðasala á leikinn hafin.  Hægt er að kaupa miða í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á góðri stund

Sjö leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga - 15.8.2009

Eftir leik kvennalandsliða Íslands og Serbíu í undankeppni HM 2011, þar sem íslenska liðið vann glæsilegan 5-0 sigur, voru sjö leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga.  Fjórir leikmenn voru heiðraðir fyrir að hafa náð að leika 50 landsleiki.

Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar enn einu markinu

Fjögur mörk frá Margréti Láru - 15.8.2009

Það er óhætt að segja að Margrét Lára Viðarsdóttir hafi tekið markaskóna með sér á Laugardalsvöllinn í dag.  Hún skoraði fjögur mörk gegn Serbíu í 5-0 sigri íslenska liðsins, í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2011.  Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Búningamál Serbanna komin á hreint - 15.8.2009

Eins og greint var frá hér á vefnum í gær týndist stór hluti farangurs serbneska landsliðsins á ferðalaginu til Íslands. Þessi mál eru nú komin á hreint.  Serbneska liðið leikur í æfingasettinu sínu.   Ísland mun leika í alhhvítum búningum. 

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Byrjunarliðið gegn Serbum á laugardag - 14.8.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Serbíu í undankeppni HM 2010 á laugardag.  Íslenska liðið mun vafalaust sækja til sigurs gegn Serbum og það verður að segjast eins og er að uppstillingin er ekki árennileg.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Átta leikmenn frá Masinac PZP í serbneska hópnum - 14.8.2009

Leikmenn frá serbenska liðinu Masinac PZP eru fjölmennir í landsliðshópi Serba fyrir landsleikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á laugardag.  Alls koma 8 leikmenn frá Masinac. 

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Serbarnir í hremmingum með keppnisbúningana - 14.8.2009

Stór hluti af farangri serbneska kvennalandsliðsins skilaði sér ekki til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli á laugardag.  Á meðal þess sem týndist, líklegast í millilendingu í París, er keppnisbúningasett liðsins og takkaskór nokkurra leikmanna. Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir

Ætlar að vera í toppformi á EM - 14.8.2009

Á föstudag var haldinn blaðamannafundur fyrir landsleik Íslands og Serbíu, sem er fyrsti leikur þjóðanna í undankeppni HM 2011. Vefur KSÍ spjallaði stuttlega við landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur og spurði hana um leikinn á morgun og EM sem framundan er.

Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Fjallað um kvennalandsliðið á uefa.com Magazine - 14.8.2009

Fjallað er um kvennalandslið Íslands á Magazine hluta vefns UEFA - uefa.com og rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfara, og Margréti Láru Viðarsdóttur, sóknarmann íslenska liðsins.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög