Landslið

Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Sigur á Finnum hjá U17 karla - 31.7.2009

Strákarnir í U17 karla unnu góðan sigur á Finnum í lokaumferð riðakeppni opna Norðurlandamótsins en leikið er í Þrándheimi.  Strákarnir skoruðu fjögur mörk gegn einu Finna og komu öll mörkin í síðari hálfleik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 - 31.7.2009

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1994 fer fram að Laugarvatni 7. - 9. ágúst.   Tæplega 40 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir yngri iðkendur, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Slóvakía - 31.7.2009

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna sem og öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. 

Lesa meira
 
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Tony Knapp

Tony Knapp mótaði landsliðsþjálfara Noregs - 31.7.2009

Á næstu dögum munu birtast umfjallanir um þau lið er leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst 23. ágúst næstkomandi.  Þessar umfjallanir eru í formi myndbanda en þar er rætt við lykilmenn og þjálfara liðanna ásamt því að fjallað er um liðin á ýmsan hátt.

Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Þýski hópurinn tilbúinn fyrir Finnland - 31.7.2009

Silvia Neid, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur tilkynnt þá 22 leikmenn sem leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi.  Þýska liðið, sem flestir telja það sigurstranglegasta, er leikreynt en 16 leikmenn hópsins voru í liðinu sem varð heimsmeistari í Kína fyrir tveimur árum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

U17 karla leikur við Finnland - Byrjunarliðið - 31.7.2009

Í dag kl. 14:00 leikur íslenska U17 karlalandsliðið lokaleik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Þrándheimi þessa dagana.  Mótherjarnir í dag eru Finnar og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Markalaust jafntefli hjá Þjóðverjum gegn Japan - 30.7.2009

Þýskaland og Japan gerðu í gær markalaust jafntefli í vináttulandsleik kvenna sem fram fór í Mannheim í Þýskalandi.  Þýska liðið leikur sem kunnugt er með því íslenska í riðli í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Þrándheimi 2009.  Sigur vannst í leiknum, 2-0

Góður sigur á Svíum hjá U17 karla - 29.7.2009

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Svíþjóð í dag á opna Norðurlandamótinu.  Leikið er í Þrándheimi og sigruðu Íslendingar með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk leiksins komu undir lok fyrri hálfleiks og var það Bjarni Gunnarsson sem skoraði bæði mörk Íslands.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Svíþjóðar

Svíar tilkynna hópinn fyrir úrslitakeppnina - 29.7.2009

Sænski landsliðsþjálfarinn, Thomas Dennerby, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi.  Svíar leika í C riðli keppninnar og leika þar gegn Englandi, Rússlandi og Ítalíu.  Nokkrir liðsfélagar íslenskra landsliðsmanna eru þar á meðal en síðustu umferðinni í Svíþjóð fyrir úrslitakeppnina lauk á mánudag.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðasala hafin á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu - 29.7.2009

Opnað hefur verið fyrir miðasölu á vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu en hann fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 19:00.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur liðsins fyrir leikinn gegn Noregi en þar lýkur íslenska liðið þátttöku sinni í riðlakeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Leikið við Svía í dag hjá U17 karla - 29.7.2009

Íslenska U17 karlalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti U17 karla og fer það fram í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins var gegn Skotum í gær og unnu Skotarnir með tveimur mörkum gegn einu.  Í dag verður leikið gegn Svíum og hefur Gunnar Guðmundsson tilkynnt byrjunarliðið í leiknum.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Strákarnir í U17 hefja leik í Noregi í dag - 28.7.2009

Strákarnir í U17 hefja í dag leik á opna Norðurlandamótinu en það fer fram í Þrándheimi í Noregi.  Fyrsti leikur liðsins verður gegn Skotum í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag

Lesa meira
 
Hluti af farangri kvennalandsliðsins sendur á undan liðinu til Danmerkur

Hluti af farangri á leið til Finnlands - 28.7.2009

Kvennalandsliðið mun leika sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í Finnlandi þann 24. ágúst næstkomandi en undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst.  Í mörg horn er að líta og síðustu daga hafa starfsmenn landsliðsins og starfsmenn Knattspyrnusambandsins verið að undirbúa farangur liðsins.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Breyting á 40 manna undirbúningshópnum - 27.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Inn í hópinn kemur Soffía A. Gunnarsdóttir úr Stjörnunni í stað Hörpu Þorsteinsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Sigurður Ragnar sá stórsigur Þjóðverja - 27.7.2009

Þjóðverjar unnu stórsigur á Hollendingum í vináttulandsleik sem fram fór á laugardaginn.  Þýska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með sex mörkum gegn engu.  Leikið var í Sinsheim í Þýskalandi fyrir framan 22.500 áhorfendur.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

40 leikmenn valdir í undirbúningshóp fyrir Finnland - 23.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september.  Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður áður en til keppninnar er haldið.

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Vináttulandsleikur við Suður Afríku 13. október - 22.7.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Suður Afríku hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október.  Karlalandsliðið leikur því þrjá vináttulandsleiki á Laugardalsvelli frá 12. ágúst til 13. október auk þess sem það leikur lokaleik sinn í undankeppni HM 2010 við Norðmenn, laugardaginn 5. september.

Lesa meira
 
Fyrsta íslenska kvendómaratríóið er dæmir landsleik á Íslandi .  Dómari Guðrún Fema Ólafsdóttir, AD1 Marína Ósk Þórólfsdóttir, AD2 Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir

Kvendómaratríó að störfum í Þorlákshöfn - 21.7.2009

Síðastliðinn laugardag var brotið blað í íslenskri knattspyrnudómarasögu þegar að tríó skipað konum dæmdi vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U17 kvenna í Þorlákshöfn.  Lögð hefur verið áhersla á, undanfarin ár, að fjölga konum í dómarastéttinni og er því þessi viðburður einkar ánægjulegur.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aftur sigrar hjá U17 og U19 kvenna - 21.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir við Færeyjar og var leikið í aldursflokkum U17 og U19 kvenna.  Sigrar unnust á báðum vígstöðvum, U17 vann með sex mörkum gegn einu og U19 vann með þremur mörkum gegn einu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Tveir sigrar á Færeyingum - 19.7.2009

Í gær fóru fram tveir vináttulandsleikir hjá U17 og U19 kvenna og voru Færeyingar mótherjarnir í bæði skiptin.  Íslensku liðin fóru með sigur af hómi í báðum leikjunum sem leiknir voru í Þorlákshöfn og í Hveragerði.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Tap hjá U19 kvenna gegn Englandi - 19.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag fyrir Englendingum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi.  Lokatölur urðu 4-0 Englendingum í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0.  Stelpurnar hafa því lokið leik í keppninni og halda heim á leið á morgun.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ekki lágu Danir í því! - 19.7.2009

Danir lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik kvennalandsliða þjóðanns sem fram fór í Englandi í dag.  Öll mörk leiksins komu á fyrstu 12 mínútum leiksins og þrátt fyrir stórsókn íslenska liðsins tókst stelpunum ekki að jafna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland  England hjá U19 kvenna - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag kl. 14:00 mætast Ísland og England í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér að neðan. Fylgst verður með leiknum með textalýsingu hér á síðunni.

 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Ísland - Danmörk hefst kl. 13:30 - Textalýsing - 19.7.2009

Í dag mætast Ísland og Danmörk í vináttulandsleik og verður leikið í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 13:30 en ekki kl. 13:00 eins og áætlað hafði verið í fyrstu en íslenska liðið tafðist í mikilli umferð á leiðinni á leikstað.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Vináttulandsleikir við Færeyjar í dag - 18.7.2009

Það verður mikið um að vera á knattspyrnuvöllum Suðurlands í dag en þar fara fram tveir vináttulandsleikir í dag.  Kvennalandslið U17 og U19 leika þá í Hveragerði og Þorlákshöfn við stöllur sínar frá Færeyjum.

Lesa meira
 
Stelpurnar okkar á góðri stund

Kíktu á emstelpurnar.is - 17.7.2009

KSÍ hefur opnað sérstaka vefsíðu tileinkaða glæsilegum árangri stelpnanna okkar í kvennalandsliðinu, sem náðu þeim einstaka árangri að komast í úrslitakeppni EM í Finnlandi sem fram fer í ágúst og september.  Slóðin er http://www.emstelpurnar.is/.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópur valinn hjá U17 karla fyrir Norðurlandamótið í Noregi - 17.7.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn fyrir Norðurlandamót U17 karla sem fram fer í Noregi, dagana 27. júlí - 3. ágúst.  Ísland er í riðli með Skotum, Svíum og Finnum auk þess sem leikið verður um sæti.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Sætur og sanngjarn sigur á Englandi - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið vann glæstan sigur á því enska í vináttulandsleik sem fram fór í Colchester í kvöld.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir íslenska liðið og voru það Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í sitt hvorum hálfleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Jafntefli hjá strákunum í Svíþjóð - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla gerðu í dag jafntefli við Svía á Svíþjóðarmótinu og urðu lokatölur 3 - 3.  Staðan í leikhléi var 1 -1 en íslensku strákarnir náðu tveggja marka forystu í síðari hálfleik en Svíar skoruðu 2 mörk á síðustu mínútum leiksins og tryggðu sér þannig jafntefli.

Lesa meira
 
Kvenna_fagnar

England - Ísland - Textalýsing - 16.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því enska í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Colchester í Englandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með textalýsingu af leiknum hér á síðunni.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Svíar reyndust sterkari á lokakaflanum - 16.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Svíþjóð í úrslitakeppni EM í Minsk í dag.  Lokatölur urðu 1 - 2 Svíum í vil eftir að íslensku stelpurnar höfðu leitt leikinn í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

Ísland - Svíþjóð U19 kvenna - Textalýsing - 16.7.2009

Ísland og Svíþjóð eigast nú við í úrslitakeppni EM U19 kvenna en leikið er í Hvíta Rússlandi.  Þetta er annar leikur íslenska liðsins en liðið gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum 0-0.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu hér á síðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

U18 karla leikur við Svía - Byrjunarliðið tilbúið - 16.7.2009

Strákarnir í U18 karla leika sinn annan leik á Svíþjóðarmótinu í dag þegar þeir mæta heimamönnum.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins í Colchester fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi

Byrjunarliðið gegn Englandi tilbúið - 15.7.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur á morgun vináttulandsleik við Englendinga og fer leikurinn fram í Colchester.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009

U19 kvenna mætir Svíum á morgun - 15.7.2009

Stelpurnar í U19 kvenna leika sinn annan leik á morgun í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi.  Mótherjarnir eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:30 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem hefur leikinn á morgun.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tap í fyrsta leik á Svíþjóðarmótinu hjá U18 karla - 14.7.2009

Strákarnir í U18 karla hófu leik í dag á Svíþjóðarmótinu þegar þeir mættu Wales.  Walesverjar höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu og skoruðu þeir mörkin í sinn hvornum hálfleiknum.  Næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag þegar þeir mæta Svíum.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Hópar valdir hjá U17 og U19 kvenna - 14.7.2009

Laugardaginn 18. júlí og mánudaginn 20. júlí fara fram fjórir vináttulandsleikir við Færeyjar og eru það U17 og U19 kvenna sem þar leika.  Leikið verður í Þorlákshöfn, Hveragerði og Hvolsvelli.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Svíþjóðarmótið hefst hjá U18 karla í dag - 14.7.2009

Landslið U18 karla hefur í dag leik á Svíþjóðarmótinu og er fyrsti leikur liðsins við Wales.  Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og hefur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna á æfingu í Hvíta Rússlandi fyrir úrslitakeppnina í júlí 2009

Markalaust jafntefli gegn Noregi - 13.7.2009

Íslenska U19 kvennalandsliðið lék í dag sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM U19 kvenna en keppnin er haldin í Hvíta Rússlandi.  Leikið var við Noreg í dag og lauk leiknum með markalausu jafntefli svo að fyrsta stigið er í höfn hjá íslenska liðinu.

Lesa meira
 
Hópurinn hjá U19 kvenna á æfingu í Hvíta Rússlandi fyrir úrslitakeppnina í júlí 2009

Leikið við Noreg kl. 14:00 í dag - Textalýsing - 13.7.2009

Í dag hefst úrslitakeppni U19 kvenna í Hvíta Rússlandi og þar er íslenska liðið í eldlínunni.  Fyrsti leikur liðsins er í dag við Noreg og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Breyting á hópnum hjá U19 kvenna fyrir Hvíta Rússland - 13.7.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum sem leikur í úrslitakeppni EM U19 kvenna í Hvíta Rússlandi.  Arna Ómarsdóttir úr Breiðabliki kemur inn í hópinn í stað Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er meidd.

Lesa meira
 

Breyting á Svíþjóðarhópnum - 9.7.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir Svíþjóðarferðina en hópurinn heldur utan á mánudag.  Páll Dagbjartsson úr Fjölni kemur í stað Andra Yeoman úr Breiðabliki.

Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Einn nýliði í hópnum fyrir vináttulandsleiki við England og Danmörku - 9.7.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Englands í næstu viku og leikur vináttulandsleiki gegn Englandi og Danmörku.  Leikið verður við England á heimavelli Colchester, fimmtudaginn 16. júlí en við Dani verður leikið sunnudaginn 19. júlí á Wheatheafs Park sem er heimavöllur utandeildarliðsins Staines Town FC. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Landslið U18 karla leikur í Svíþjóð - Hópurinn - 7.7.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt á alþjóðlegu móti í Svíþjóð dagana 13. - 19. júlí.  Íslenska liðið hefur leik gegn Wales, 13. júlí.  Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

Góður sigur á Dönum hjá U17 kvenna - 4.7.2009

Íslenska U17 kvennalandsliðið lauk í dag keppni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð.  Stelpurnar léku gegn Dönum í dag um sjöunda sætið og höfðu góðan sigur, 1-0.  Það var Sara Hrund Helgadóttir sem skorað mark Íslands í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Hollandi á NM U17 kvenna

Grátlegt tap gegn Hollandi - 3.7.2009

Stelpurnar í U17 töpuðu naumlega gegn Hollandi í lokaleik sínum í riðlakeppni opna Norðurlandamótsins í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 1 - 2 Hollendingum í vil eftir að íslenska liðið hafði leitt með einu marki í hálfleik. Lesa meira
 
Hópurinn hjá U17 kvenna sem að fór á Norðurlandamótið í Svíþjóð 2009

U17 kvenna mætir Hollandi í dag - 2.7.2009

Stelpurnar í U17 mæta stöllum sínum frá Hollandi í dag en leikurinn er síðasti leikur liðsins í riðlakeppni opna Norðurlandamótsins.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið í leiknum gegn Hollendingum sem fram fer  kl. 17 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Þýska liðið of stór biti fyrir stelpurnar í U17 - 1.7.2009

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri lék gegn Þjóðverjum í gær á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Þýska liðið er gríðarlega sterkt og fór með sigur af hólmi, 6 - 0. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög