Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Þjóðverjum í dag - 30.6.2009

Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið U16 ára stúlknalandsliðsins gegn Þjóðverjum en leikið er í bænum Forshaga og hefst leikurinn kl. 19:00 að staðartíma, 17:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Norðurlandamóti U17 kvenna í Svíþjóð 29. júní 2009.

Tap gegn Noregi hjá U17 kvenna - 30.6.2009

Stelpurnar í U17 kvenna báðu lægri hlut gegn Norðmönnum í fyrsta leik Norðurlandamóts U17 kvenna sem haldið er í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 5 - 2 fyrir norska liðið eftir að þær höfðu leitt í hálfleik, 4 - 2. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur U17 karla æfir um næstu helgi - 29.6.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi en æft verður á Tungubökkum.  26 leikmenn eru valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 hefja leik í dag - 29.6.2009

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í Norðurlandamóti U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð.  Stelpurnar leika fyrsta leik sinn í dag kl. 17:00 en mótherjarnir eru stöllur þeirra frá Noregi. Byrjunarliðið hefur verið tilkynnt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Þær fara til Hvíta-Rússlands - Æfingaáætlun - 25.6.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt íslenska leikmannahópinn fyrir úrslitakeppni EM, sem fram fer í Hvíta-Rússlandi og hefst mánudaginn 13. júlí. Lesa meira
 
Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi

Hljómsveitin Hjaltalín heldur þrenna tónleika í tengslum við EM kvenna 2009 - 25.6.2009

Það verður nóg um að vera í Finnlandi þegar úrslitakeppni EM kvennalandsliða fer fram.  Sendiráð Íslands tekur þátt í sérstöku kynningarverkefni í Helsinki og hljómsveitin Hjaltalín mun halda þrenna tónleika.

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir EM kvenna - 24.6.2009

Norðmenn hafa tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Um 22 manna hóp er að ræða og leika aðeins tveir leikmenn með liðum utan Noregs.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar vegna U18 karla um helgina - 23.6.2009

Úrtaksæfingar vegna U18 landsliðs karla verða haldnar um helgina.  Alls hafa 28 leikmenn frá verið boðaðir á æfingarnar, sem fara fram laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. júní á Tungubökkum í Mosfellsbæ.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 landslið kvenna á Opna NM 2009 í Svíþjóð - 22.6.2009

U17 landslið kvenna tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð um næstu mánaðamót.  Þorlákur Árnason, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt landsliðhópinn fyrir mótið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Annasamur júlímánuður hjá landsliðum Íslands - 19.6.2009

Það er óhætt að segja að landslið Íslands í knattspyrnu verði á ferð og flugi í júlímánuði næstkomandi en þá fara fram um 20 landsleikir hjá nokkrum landsliðum Íslands.  Leikirnir geta orðið fleiri en það fer eftir árangri liðanna í mótunum.  Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Leikið við Færeyinga í U17 og U19 kvenna - 16.6.2009

Frændur okkar Færeyingar munu heimsækja okkur í júlí með U17 og U19 kvennalandslið sín og leika fjóra landsleiki við íslenskar stöllur sínar.  Leikið verður í Hveragerði, Þorlákshöfn og Hvolsvelli. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Úrslitakeppni EM U21 karla hefst í dag - 15.6.2009

Í dag hefst úrslitakeppni landsliða U21 karla en keppnin fer fram í Svíþjóð.  Fyrsti leikur keppninnar er í dag en þá eigast við England og Finnland.  Hægt er að fylgjast með leikjum keppninnar í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA án endurgjalds..  Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Undirbúningshópur hjá U19 kvenna valinn - 15.6.2009

Eftir tæpan mánuð heldur U19 landslið kvenna til Hvíta Rússlands þar sem úrslitakeppni U19 kvenna bíður þeirra.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp til æfinga um helgina en úrslitakeppnin hefst 13. júlí. Lesa meira
 
Kvennalandslið Frakklands - Mynd af www.fff.fr

Frakkar velja hópinn fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi - 12.6.2009

Bruno Bini, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Frakka, hefur valið hóp sinn fyrir úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi sem hefst í ágúst.  Frakkar verða fyrstu mótherjar Íslendinga í úrslitakeppninni en þjóðirnar mætast í Tampere 24. ágúst.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Skopje - 10.6.2009

Makedónía lagði Ísland í dag í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var í Skopje.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum fyrir leikinn í Skopje

Allt til reiðu í Makedóníu - 10.6.2009

Það styttist í leik Makedóníu og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010 og hefst nú kl. 15:45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Mikill hiti er nú í Skopje og sýnir hitamælirinn á leikvellinum 38 gráður nú 90 mínútum fyrir leik. Lesa meira
 
Gönguferð á leikdag í Skopje.  Arnór Smárason og Jóhann Berg Guðmundsson leiða hópinn undir vökulum augum Bjarna Sigurðssonar

Hefðbundin gönguferð í styttra lagi - 10.6.2009

Íslensku landsliðsmennirnir undirbúa sig nú undir leikinn við Makedóníu sem hefst í Skopje kl. 15:45 að íslenskum tíma.  Í morgun kl. 10:00 að staðartíma brugðu leikmenn og fylgdarlið sér í hinn hefðbundna göngutúr á leikdag.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Makedónía - Ísland í dag kl. 15:45 - 10.6.2009

Í dag kl. 15:45 mætast Makedónía og Ísland í undankeppni HM 2010 og verður leikið í Skopje.  Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn þar kl. 15:10. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Æft á keppnisvellinum í dag - 9.6.2009

Íslenska landsliðið æfði í dag á keppnisvellinum í Skopje.  Mjög heitt er í veðri, um 37 stiga hiti og ekki ský á lofti.  Leikurinn hefst á morgun kl. 15:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Æfingahópur fyrir Norðurlandamót hjá U17 kvenna - 9.6.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp til æfinga um komandi helgi.  Framundan er Norðurlandamót U17 kvenna en það fer fram í Svíþjóð dagana 29. júní - 4. júlí. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðið æfði í dag í Skopje - 8.6.2009

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag í Skopje í Makedóníu en liðið kom þangað um hádegið í dag.  Þrír leikmenn hópsins eiga við meiðsli að stríða.  Þeir Emil Hallfreðsson og Stefán Gíslason eru á batavegi. Lesa meira
 
Landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Bjarni Ólafur Eiríksson bíða eftir næsta flugi

Landsliðið komið til Skopje - 8.6.2009

Íslenska karlalandsliðið er nú komið til Skopje í Makedóníu en framundan er leikur í undankeppni HM 2010 við heimamenn.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 10. júní og hefst kl. 15:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Fimm leikmenn kallaðir í hópinn - 7.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fimm breytingar á landsliðshópnum sem mætir Makedóníu á miðvikudaginn.  Inn í hópinn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Hjálmar Jónsson, Guðmundur Steinarsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Hollenskur sigur í Laugardalnum - 6.6.2009

Hollendingar reyndust of sterkir fyrir Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli þegar þjóðirnar léku í undankeppni fyrir HM 2010.  Hollendingar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi, 2-0.  Holland tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppni HM 2010 sem fram fer í Suður Afríku. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 6.6.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Hollendingum á Laugardalsvelli kl. 18:45 í undankeppni HM 2010.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega og forðast þannig biðraðir.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Lúðrasveitin Svanur marserar fyrir leik - 6.6.2009

Fyrir landsleik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli í dag mun lúðrasveitin Svanur marsera á hlaupabrautinni og leika ýmis lög.  Jafnframt mun Svanur leika þjóðsöngva liðanna fyrir leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Hitta þeir slána? - 6.6.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Holland í undankeppni HM 2010, sem fram fer á laugardag, munu Guðmundur Guðbjörnsson, Magnús Edvardsson og Vigfús Þormar Gunnarssonfá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. 

Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Holland í kvöld kl. 18:45 - Uppselt - 6.6.2009

Í kvöld kl. 18:45 taka Íslendingar á móti Hollendingum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikið verður á Laugardalsvelli og er uppselt á þennan stórleik.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn og forðast þannig biðraðir. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Naumt tap hjá U21 karla gegn Dönum - 5.6.2009

Danir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik hjá U21 karla í dag en leikið var í Álaborg.  Lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 2-1.  Þeir Bjarni Þór Viðarsson, úr víti og Skúli Jón Friðgeirsson skorðuðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Örfáir miðar eftir á Ísland - Holland - 5.6.2009

Miðasala á leiks Íslands og Hollands í undankeppni fyrir HM 2010 hefur gengið mjög vel.  Kl. 13:30 voru fáir miðar eftir og lítur út fyrir að uppselt verði á leikinn fyrr en síðar.  Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þennan stórleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Æfingahópur tilkynntur hjá U19 kvenna - 5.6.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí.  Ólafur hefur valið 25 leikmenn í þennan hóp. Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla leikur gegn Dönum í dag - 5.6.2009

Í dag kl. 12:30 að íslenskum tíma mæta Íslendingar Dönum í vináttulandsleik landsliða U21 karla.  Leikið verður í Álaborg.  Fylgst er með helstu atriðum leiksins hér að neðan. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Blár frá toppi til táar! - 5.6.2009

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Hollands á morgun á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, já eða allt andlitið! Lesa meira
 
Icelandair

Getur þú hitt þverslána frá vítateig? - 4.6.2009

Í hálfleik á viðureign Íslands og Holland á laugardag munu þrír vallargestir spyrna knetti frá vítateigslínu með það fyrir augum að hitta þverslána.  Ef það tekst er vinningurinn ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna með Icelandair!

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Bjarni ánægður með markverðina - 4.6.2009

Bjarni Sigurðsson, markavarðaþjálfari íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir stórleikinn gegn Hollandi á laugardaginn.  Hann segir markverði íslenska hópsins í fínu standi og hafi litið vel út á æfingum landsliðsins. Lesa meira
 
Skylmingar

Skylmingaatriði sýnd fyrir leikinn á laugardag - 4.6.2009

Sýnt verður sérstakt sýningaratriði í skylmingum og þá munu fjórir hópar skylmingamanna setja á svið orrustu.  Allt mun þetta fara fram á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli fyrir leik.  Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Fundur um Kine próf fimmtudaginn 4. júní - 3.6.2009

Fimmtudaginn 4. júní verður fundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir niðurstöður Kine prófanna sem leikmenn í undirbúningshópi U19 kvenna gengust undir í lok febrúar. Fundurinn hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 3.6.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag færist karlalandslið Íslands upp um tvö sæti.  Ísland er í 92. sæti ásamt Albaníu.  Mótherjar Íslendinga á laugardaginn, Holland, veltir Þjóðverjum í öðru sæti listans. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Fleiri breytingar á U21 hópnum - 2.6.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert þrjár breytingar á hóp sínum fyrir vináttulandsleik gegn Dönum næstkomandi föstudag.  Eyjólfur hefur valið þá Almar Ormarsson, Kristin Jónsson og Eið Aron Sigurbjörnsson í hópinn. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög