Landslið

U21 landslið karla

Breytingar á hópnum hjá U21 karla - 29.5.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingar á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Dönum í Árósum.  Inn í hópinn koma þeir Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Jósef Kristinn Jósefsson og Rafn Andri Haraldsson. Lesa meira
 
Holland_logo

Hollenski hópurinn tilkynntur - 29.5.2009

Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir landsleiki gegn Íslendingum og Norðmönnum.  Það er óhætt að segja að það sé valinn maður í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem mætir Íslendingum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Holland fyrir handhafa A-passa - 29.5.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Holland afhenta miðvikudaginn 3. júní frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í bláan lit! - 28.5.2009

Allir áhorfendur sem leggja leið sína á Laugardalsvöllinn laugardaginn 6. júní, þegar Íslendingar og Hollendingar mætast í undankeppni HM 2010, eru hvattir til að klæðast bláum lit, þannig að sá litur verði áberandi í stúkunni. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Eyjólfur velur hóp fyrir vináttulandsleik við Dani - 26.5.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Dönum þann 5. júní næstkomandi.  Leikið verður í Álaborg á heimavelli AaB. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn valinn fyrir Holland og Makedóníu - 26.5.2009

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntur landsliðshópur hjá A landsliði karla.  Framundan tveir leikir í undankeppni HM 2010.  Tekið verður á móti Hollandi á Laugardalsvellinum, laugardaginn 6. júní kl. 18:45. Að neðan má sjá viðtal við landsliðsþjálfarann. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn tilkynntur á morgun fyrir Holland og Makedóníu - 25.5.2009

Á morgun verður haldinn blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 13:00. Á fundinum verður tilkynntur A landsliðshópur karla er mætir Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní og Makedóníu ytra 10. júní.  Þá verður tilkynntur hópurinn hjá U21 karla en liðið leikur vináttulandsleik gegn Dönum, föstudaginn 5. júní. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðasala á Ísland - Holland í fullum gangi - 25.5.2009

Miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2010 er nú í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 6. júní og hefst kl. 18:45.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Lesa meira
 
Heimavöllur enska liðsins Colchester

Leikið við England á heimavelli Colchester 16. júlí - 20.5.2009

Vináttulandsleikur Englands og Íslands þann 16. júlí næstkomandi fer fram á heimavelli Colchester, Weston Homes Community Stadium.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Setanta. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Finnland færist nær! - 13.5.2009

Miðasala á keppnina er nú í gangi og fær KSÍ úthlutað ákveðnum fjölda miða á hvern leik íslenska liðsins, fyrst á leikina þrjá í riðlakeppninni og síðan í útsláttarkeppnina í framhaldi af því ef liðið kemst upp úr riðlinum. Miðaverð á hvern leik er 20 evrur. Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

Mótherjarnir klárir fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna - 12.5.2009

Í kvöld var dregið í riðla í úrslitakeppni U19 kvenna en keppnin fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 13. - 25. júlí.  Dregið var í Minsk og lenti íslenska liðið í riðli með Englandi, Noregi og Svíþjóð. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

Dregið í úrslitakeppni EM U19 kvenna í kvöld - 12.5.2009

Í kvöld verður dregið í úrslitakeppni EM U19 kvenna en Ísland er ein af átta þjóðum sem á sæti þar.  Dregið verður í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 13. - 25. júlí. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð - 11.5.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, er í Svíþjóð en þar er hann að fylgjast með íslenskum leikmönnum.  Sigurður Ragnar fylgist með tveimur leikjum í þessari ferð en íslenskir leikmenn verða væntanlega fyrirferðamiklir í þessum leikjum. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög