Landslið

U19 landslið kvenna

Skemmtilegast að vinna svona - Stelpurnar komnar heim - 30.4.2009

Í gær komu heim, eftir langt og strangt ferðalag, sigurreifur hópur.  Þarna voru á ferðinni hópurinn sem tryggði Íslandi sæti í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna.  Leikmenn, þjálfarar og aðrir í hópnum voru himinlifandi með árangur ferðarinnar. Lesa meira
 
Uefa_U19_kvenna

Dregið í úrslitakeppni U19 kvenna 12. maí - 29.4.2009

Dregið verður í úrslitakeppni EM hjá U19 kvenna þann 12. maí næstkomandi og verður dregið í Minsk en úrslitakeppnin fer fram í Hvíta Rússlandi.  Ljóst er hvaða þjóðir leika í úrslitakeppninni. Lesa meira
 
U19_kvenna_i_Pollandi_april_2009

U19 kvenna í úrslit á EM! - 28.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Hvíta Rússlandi í júlí.  Ísland gerði jafntefli við Pólland í lokaumferðinni á meðan Svíar unnu Dani með einu marki gegn engu.  Leikur Íslands og Póllands var gríðarlega spennandi og sveiflukenndur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Byrjunarliðið gegn Póllandi hjá U19 kvenna - 28.4.2009

Í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma eigast við Pólland og Ísland í milliriðli fyrir EM hjá U19 kvenna.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Hvíta Rússlandi í júlí. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala hafin á Ísland - Holland - 27.4.2009

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2010. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 6. júní og hefst kl. 18:45.  Miðasala fer fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna fer í úrslitakeppnina með sigri á Póllandi - 27.4.2009

Á morgun leikur íslenska U19 kvennalandsliðið lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM en leikið er í Póllandi.  Íslenska liðið er efst í riðlinum en efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina sem leikin verður í Hvíta Rússlandi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Jafntefli í Kórnum - 25.4.2009

Ísland og Holland gerðu jafntefli í vináttulandsleik sem fram fór í Kórnum í dag.  Lokatölur urðu 1 - 1 og það var Ólína G. Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Jafnt gegn Svíum hjá U19 kvenna - 25.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna náðu í gott stig í milliriðli fyrir EM en leikið er í Póllandi.  Svíar voru mótherjarnir í dag og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Úrslitin þýða að Íslendingar eru með fjögur stig eftir tvo leiki Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Leikur gegn Svíum í dag hjá U19 kvenna - 25.4.2009

Í dag leikur íslenska U19 ára stúlknalandsliðið annan leik sinn í milliriðli EM 2009 en leikið er í Póllandi. Íslenska liðið lagði Dani að velli 3-2 í fyrsta leik en í dag mæta þær Svíum og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - 24.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum kl. 16:00.  Erna Björk Sigurðardóttir mun leika sinn 25. landsleik í þessum leik. Lesa meira
 
Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland - Holland kl. 16:00 í Kórnum - 24.4.2009

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands fer fram í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 14:00 og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Special Olympics European Football Week

Níunda knattspyrnuvika Special Olympics - 24.4.2009

Dagana 25. apríl til 3. maí verður knattspyrnuvika Special Olympics haldin, sem hefur það að markmiði að styðja við og auka knattspyrnuiðkun þroskaheftra, og er þetta í 9. sinn sem þessi knattspyrnuvika er haldin.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

A-passar gilda í Kórinn á laugardaginn - 24.4.2009

Þeir handhafar A passa sem ætla á vináttulandsleik Íslands og Hollands á laugardaginn í Kórnum er bent á að þeir geta sýnt passann við innganginn.  Leikurinn hefst kl. 16:00 en miðasala hefst kl. 14:00. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Sætur sigur á Dönum hjá U19 kvenna - 23.4.2009

Stelpurnar í U19 kvenna byrjuðu milliriðilinn í EM frábærlega í dag þegar þær mættu stöllum sínum frá Danmörku.  Íslensku stelpurnar fóru með sigur af hólmi með þremur mörkum gegn tveimur.  Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

U19 kvenna leika við Dani - 23.4.2009

Stelpurnar í U19 kvennalandsliðinu eru staddar í Póllandi um þessar mundir og í dag hefja þær leik í milliriðli fyrir EM.  Mótherjarnir eru Danir en ásamt heimastúlkum eru Svíar einnig í riðlinum.  Leikur Íslands og Danmerkur hefst kl. 10:00. Lesa meira
 
Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw

Flestir leikmenn frá Hollandsmeisturum AZ - 22.4.2009

Landsliðsþjálfari Hollands, Vera Pauw, hefur valið 20 leikmenn sem munu mæta Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum næstkomandi laugardag kl. 16:00.  Flestir leikmennirnir koma frá Hollandsmeisturum AZ eða fimm talsins. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Sandra inn í hópinn - 22.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Hollandi í vináttulandsleik á laugardaginn.  Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir úr Stjörnunni kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur Lesa meira
 
Alidkv1993-0001

Fyrri viðureignir Íslands og Hollands - 21.4.2009

Þegar Ísland og Holland mætast í Kórnum, laugardaginn 25. apríl kl. 16:00, verður þetta í sjötta skiptið sem þessar þjóðir mætast í A landsleik kvenna.  Íslendingar hafa  fjórum sinnum farið með sigur af hólmi en Hollendingar einu sinni.  Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Ísland - Holland færður til kl. 16:00 - 20.4.2009

Vináttulandsleikur Íslands og Hollands í A landsliðum kvenna næstkomandi laugardag hefur verið færður aftur um tvær klst. og fer því fram kl. 16:00.  Breytingin er gerð vegna sjónvarpsútsendingar RÚV. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

U19 kvenna heldur til Póllands á morgun - 20.4.2009

Á morgun, þriðjudaginn 21. apríl, heldur landslið U19 kvenna til Póllands þar sem þær leika í milliriðli fyrir EM.  Ísland er í riðli með heimastúlkum, Dönum og Svíum. Heimasíðan hitti Ólaf Þór Guðbjörnsson þjálfara og ræddi stuttlega við hann um verkefnið. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópurinn tilkynntur fyrir Hollandsleikinn - 17.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum.  Leikurinn fer fram laugardaginn 25. apríl og hefst kl. 16:00.  Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. 

Lesa meira
 
Fareyska_kvennalandslidid

Leikið gegn Færeyjum í U17 og U19 kvenna - 17.4.2009

Ákveðið hefur verið að leika fjóra vináttuleiki milli yngri landsliða Íslands og Færeyja í sumar en leikið verður á Suðurlandi.  Leikirnir eru þáttur í auknum samskiptum Íslands og Færeyja í kvennaknattspyrnu. Lesa meira
 
Ann Helen Östervold

Norskur dómari á Ísland - Holland - 16.4.2009

Norskur dómari við stjórnvölinn á vináttulandsleik Íslands og Hollands.  Hún heitir Ann-Helene Östervold.  Aðstoðardómararnir verða íslenskir, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Þórólfsdóttir.  Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Fyrsti kvennalandsleikurinn í Kórnum - 15.4.2009

Það styttist í næsta verkefni stelpnanna okkar í A-landsliði kvenna.  Þær mæta Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum 25. apríl næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna leikur í Kórnum. 

Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Ætlar þú á úrslitakeppni EM í Finnlandi? - 15.4.2009

Eins og kunnugt er leikur A-landslið kvenna í úrslitakeppni EM 2009, sem fram fer í Finnlandi í ágúst og september.  Miðasala á keppnina mun senn hefjast og fær KSÍ úthlutað ákveðnum fjölda miða á hvern leik íslenska liðsins.

Lesa meira
 
EM U19 landsliða kvenna

U19 hópur kvenna valinn fyrir milliriðilinn - 14.4.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt leikmannahópinn fyrir milliriðil EM sem fram fer í Póllandi dagana 23. - 28. apríl.  Átján leikmenn eru í hópnum, sem fer til Póllands 21. apríl.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland fellur um 18 sæti á styrkleikalista FIFA - 8.4.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun, fellur karlalandslið Íslands niður um 18 sæti á listanum.  Ísland er nú í 93. sæti listans en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og eru ósigraðir í  31 landsleik í röð. Lesa meira
 
Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Sigurður Ragnar fylgist með leikmönnum í Svíþjóð - 7.4.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, verður á ferðinni í Svíþjóð nú um páskana.  Mun hann fylgjast með leik Kristianstads og Djurgården í efstu deild kvenna en sá leikur fer fram nú á mánudaginn. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur vináttulandsleiki við Skota - 7.4.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að U19 karlalandsliðs þjóðanna mætist í tveimur vináttulandsleikjum.  Leikirnir munu fara fram dagana 7. og 9. september og verður leikið í Skotlandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Norðurlandamót U17 karla í Þrándheimi - 7.4.2009

Norðurlandamót U17 karla fer fram að þessu sinni í Þrándheimi í Noregi og hefst 28. júlí.  Ísland er í riðli með Finnum, Skotum og Svíum og verður fyrsti leikur íslenska liðsins gegn Skotum, þriðjudaginn 28. júlí. Lesa meira
 
Heimavöllur AaB í Álaborg

Leikið í Álaborg hjá U21 karla - 3.4.2009

Það hefur verið ákveðið að vináttulandsleikur Danmerkur og Íslands hjá U21 karla, fari fram í Álaborg á heimavelli AaB.  Leikurinn fer fram 5. júní og hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Úrtaksæfingar hjá U19 kvenna um páskana - 3.4.2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um páskana.  U19 kvenna leikur í milliriðli fyrir EM sem leikinn verður í Póllandi.  Þar er liðið í riðli með heimastúlkum, Dönum og Svíum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Eins marks tap á Hampden Park - 1.4.2009

Skotar lögðu Íslendinga í kvöld í undankeppni fyrir HM 2010 en leikið var á Hampden Park.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir heimamenn eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslendinga þegar hann jafnaði metin á 54. mínútu. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið er mætir Skotum á Hampden Park - 1.4.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum kl. 19:00 á Hampden Park. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 18:30. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

15 sæti á lausu til Skotlands - Aprílgabb! - 1.4.2009

Á öryggisfundi á leikstað í gærkvöldi sem haldinn var fyrir leik Skotlands og Íslands í undankeppni HM 2010, kom í ljós að búningur íslenska liðsins uppfyllti ekki reglur FIFA um merkingar á búningum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotland - Ísland í kvöld kl. 19:00 - 1.4.2009

Í kvöld mætast Skotland og Ísland í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Byrjunarlið Íslands verður tilkynnt hér á síðunni þegar það verður tilbúið Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög