Landslið

Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari að störfum í Skotlandi. Nuddarinn, Óðinn Svansson, fylgist spenntur með.

Vel tekið á leikmönnum - 31.3.2009

Á milli æfinga og funda eru leikmenn í meðferð hjá starfsmönnum landsliðsins en með hópnum eru til taks læknir, sjúkraþjálfari og nuddari.  Á myndinni sem fylgir má sjá Eggert Gunnþór Jónsson í meðferð hjá Stefáni Stefánssyni sjúkraþjálfara.  Lesa meira
 
Pétur Pétursson, Þorgrímur Þráinsson og Ólafur Jóhannesson á æfingu fyrir Skotaleikinn í Glasgow 2009

Æft á Hampden Park í kvöld - 31.3.2009

Undirbúningur íslenska hópsins fyrir leikinn gegn Skotum á morgun er í fullum gangi og var æft tvisvar sinnum í gær.  Ein æfing verður í kvöld og fer hún fram á leikstaðnum sjálfum, Hampden Park. Lesa meira
 
Eiður og Hemmi Hreiðars á æfingu fyrir leik Skotlands og Íslands

Landsliðið æfir á Broadwood Stadium - 30.3.2009

Strákarnir í íslenska landsliðinu eru nú í Glasgow þar sem þeir undirbúa sig fyrir landsleikinn við Skota á miðvikudaginn.  Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður leikinn á Hampden Park.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Davíð Þór Viðarsson

Davíð Þór Viðarsson í landsliðshópinn - 27.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Skotum á Hampden Park, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Ólafur hefur valið Davíð Þór Viðarsson úr FH í hópinn. Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennalandsliðið í 18. sæti FIFA listans - 27.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið situr nú í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Bandaríkin eru á toppnum sem fyrr. Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir Skotaleikinn - 26.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Skotum næstkomandi miðvikudag.  Þeir Ármann Smári Björnsson og Birkir Bjarnason koma inn í hópinn Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna framundan - 24.3.2009

Framundan eru úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og hafa landsliðsþjálfararnir, þeir Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, valið leikmenn til þessara æfinga um komandi helgi. Lesa meira
 
Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson ráða ráðum sínum í leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 2008

Þurfum að eiga mjög góðan leik - Viðtal við Óla Jó - 24.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, kynnti í gær á blaðamannafundi hópinn er mætir Skotum ytra þann 1. apríl næstkomandi.  Í stuttu spjalli við heimasíðuna segir Ólafur að liðið þurfi að eiga mjög góðan leik í Glasgow. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008. Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðshópurinn er mætir Skotum 1. apríl - 23.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari hefur valið 22 leikmenn í hóp sinn er mætir Skotum í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á Hampden Park í Glasgow og fer fram miðvikudaginn 1. apríl kl. 19:00. Lesa meira
 
Guðjón Baldvinsson í baráttu við hinn siglfirsk ættaða Gunnar Nielsen. Fjölmennur hópur færeyskra varnarmanna er við öllu búinn

Færeyskur sigur í Kórnum - 22.3.2009

Færeyingar lögðu Íslendinga í dag í vináttulandsleik sem leikinn var í Kórnum.  Gestirnir fóru með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa leitt í leikhléi með tveimur mörkum.  Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Landsliðshópur Íslands gegn Aserbaídsjan

Þeir byrja gegn Færeyjum - 22.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum k. 14:00.  Miðasala hefst kl. 12:00 á leikstað og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
A landslið karla

Kristinn Jónsson inn í hópinn - 20.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hópnum er mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum, á sunnudaginn kl. 14:00.  Kristinn Jónsson kemur inn í hópinn í stað Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar á sunnudaginn kl. 14:00 - 19.3.2009

Sunnudaginn 22. mars kl. 14:00 mætast Ísland og Færeyjar í vináttulandsleik og verður leikið í knattspyrnuhúsinu í Kórnum í Kópavogi.  Miðaverði er stillt mjög í hóf, 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 
Kris Commons hefur verið í feiknaformi á þessu tímabili með breska stórliðinu Derby County

Burley velur 26 leikmenn í skoska hópinn - 17.3.2009

George Burley, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur valið 26 leikmenn í hóp sinn fyrir leiki gegn Hollandi 28. mars og Íslandi, miðvikudaginn 1. apríl.  Skotar leika gegn Hollendingum  í Amsterdam en leikurinn við Ísland verður á Hampden Park. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina - 17.3.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið úrtakshóp fyrir æfingar um næstu helgi og hefur valið 21 leikmann til þessara æfinga.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 kvenna um komandi helgi - 17.3.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 og U17 kvenna hefur valið úrtakshópa fyrir æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Stjörnuvelli og í Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið boðaðir í þessum tveimur úrtakshópum. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

EB/Streymur með fimm leikmenn í færeyska hópnum - 17.3.2009

Sex nýliðar eru í færeyska landsliðshópnum er mætir Íslendingum í vináttulandsleik í Kórnum, næstkomandi sunnudag kl. 14:00.  Þrír leikmenn hópsins hafa leikið meira en 10 landsleiki. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Enn og aftur Frakkland! - 17.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið dróst í sex liða riðil í undankeppni fyrir HM kvenna 2011 en úrslitakeppnin fer fram í Þýskalandi.  Íslenska liðið mætir Frökkum enn einu sinni en þjóðirnar spiluðu saman í undankeppni fyrir EM 2009.  Þjóðirnar eru svo einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM í sumar. Leikdagar Íslands í keppninni hafa verið ákveðnir.Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 17.3.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyjar afhenta fimmtudaginn 19. mars frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM kvenna 2011 í dag - 17.3.2009

Í dag kl. 12:30 verður dregið í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 sem fer fram í Þýskalandi.  Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA í Sviss og verða þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, og Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, viðstödd dráttinn. Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008. Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Þúsund krónur fyrir fullorðna á Ísland - Færeyjar - 16.3.2009

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 22. mars kl. 14:00.  Miðaverði á leikinn er stillt í hóf, 1000 krónur kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Frá æfingu hjá U16 og U17 karla í Fjarðabyggðahöllinni í mars 2009

30 leikmenn æfðu í Fjarðabyggðahöllinni - 16.3.2009

Síðastliðinn sunnudag fóru fram úrtaksæfingar hjá U16 og U17 karla og var æft tvisvar í Fjarðabyggðahöllinni.  Það voru landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, sem stjórnuðu æfingunum. Lesa meira
 
Tryggvi Guðmundsson skorar gegn Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í mars 2008. Ísland vann með þremur mörkum gegn engu

Hópurinn gegn Færeyjum tilkynntur - 13.3.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum þann 22. mars næstkomandi kl. 14:00.  Hópurinn er ungur að árum og hefur leikreyndasti leikmaðurinn leikið 11 A landsleiki. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Stelpurnar höfnuðu í 6. sæti á Algarve - 11.3.2009

Íslenska kvennalandslið hafnaði í 6. sæti á Algarvemótinu en Ísland lék lokaleik sinn á mótinu gegn Kína í dag.  Kínversku konurnar fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Það var Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði mark Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Kína - Textalýsing - 11.3.2009

Núna kl. 11:30 hófst leikur Íslands og Kína en leikið er um 5. sætið á Algarvemótinu.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni en þetta er síðasti leikur Íslands á þessu móti. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Finnskir dómarar í eldlínunni - 11.3.2009

Dómarar í leik Íslands og Kína sem hefst núna klukkan 11:30 eru frændur okkar Finnar.  Dómarinn er góðkunningji okkar Íslendinga og heitir Kirsi Savolainen.  Hún dæmdi einmitt úrslitaleik Þýskalands og Frakklands í úrslitakeppni EM U19 kvenna.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA - 11.3.2009

Í dag var birtur nýr styrkleikalisti FIFA hjá karlalandsliðum og fer íslenska liðið upp um tvö sæti og er nú í 75. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Byrjunarliðið gegn Kína - Leikurinn hefst kl. 11:30 - 10.3.2009

Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, leika Ísland og Kína um 5. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 11:30.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið fyrir leikinn.  Heimasíðan verður með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

Leikið við Kína kl. 11:30 - 10.3.2009

Ísland mætir Kína í leik um 5. sætið á Algarve mótinu en leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun.  Leikið er um öll sæti á mótinu en úrslitaleikurinn á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna hefst kl. 16:00. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 karla á Austurlandi - 9.3.2009

Um komandi helgi verða æfingar fyrir úrtakshópa hjá U16 og U17 karla á Austurlandi.  Það verða þeir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfarar U16 og U17 karla, er stjórna æfingunum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Danskur sigur á Algarve - 9.3.2009

Danir lögðu Íslendinga í lokaumferðinni í riðlakeppni Algarve Cup í dag með tveimur mörkum gegn engu.  Danir höfðu eins marks forystu eftir fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir að íslenska liðið hefði sótt meira í síðari hálfleik, bættu Danir við marki. Íslendingar mæta því Kínverjum í leik um 5. sæti mótsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Ísland - Danmörk - Textalýsing - 9.3.2009

Núna kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Danmörku í lokaumferð riðlakeppni á Algarve Cup.  Með jafntefli eða sigri tryggir Ísland sér annað sætið í riðlinum og þar með leik um 3. sætið á mótinu.  Fylgst verður með leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómararnir koma langt að - 9.3.2009

Fjörtíu dómarar eru að störfum á Algarve og koma þeir frá 27 þjóðlöndum.  Dómarar leiksins í dag koma langt að en dómari leiksins og annar aðstoðardómarinn koma frá Guyana á meðan hinn aðstoðardómarinn kemur frá Guatemala. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarliðið gegn Dönum á Algarve - 8.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á morgun, mánudaginn 9. mars og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Dönum en með jafntefli tryggir íslenska liðið sér 2. sæti riðilsins og þar með leik um þriðja sæti mótsins. Lesa meira
 
Búningastjóri kvennalandsliðsins á Algarve 2009, Ragnheiður Eliasdóttir, sýnir snilli sína

Undirbúningur fyrir Danaleikinn hafinn - 7.3.2009

Í morgun æfði kvennalandsliðið á Algarve en þar með hófst undirbúningur fyrir leikinn gegn Danmörku sem fer fram kl. 15:00 á mánudaginn.  Allir leikmenn hópsins, fyrir utan Söru Björk Gunnarsdóttur, tóku þátt í æfingunni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leik gegn Bandaríkjunum á Algarve 2009. Bandaríkin sigruðu 1-0

Sigurmark Bandaríkjanna á síðustu stundu - 6.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið tapaði ákaflega naumlega gegn því bandaríska á Algarve Cup í dag.  Lokatölur urðu 0-1 og kom sigurmark þeirra bandarísku á 89. mínútu.  Gríðarleg barátta var allan leikinn og fast leikið.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Ísland - Bandaríkin - Bein textalýsing - 6.3.2009

Nú kl. 15:00 hófst leikur Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup 2009.  Við fylgjumst með helstu atriðum leiksins hér á síðunni og flytjum ykkur jafnóðum.  Íslendingar leika svo lokaleik sinn í riðlinum á mánudaginn þegar Danir verða mótherjinn. Lesa meira
 
Bibiana Steinhaus, þýski dómarinn

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 6.3.2009

Ísland mætir Bandaríkjunum í dag á Algarve Cup kl. 15:00 og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.  Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það Bibiana Steinhaus sem dæmir leikinn.

Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís kemur inn í hópinn - 6.3.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Fanndísi Friðriksdóttur inn í landsliðshópinn er leikur á Algarve.  Fanndís mun halda til Algarve á morgun, laugardag, og hitta hópinn síðar sama dag. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum á Algarve - 5.3.2009

Ísland leikur sinn annan leik á Algarve mótinu þegar það mætir Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og gerir hann eina breytingu frá leiknum gegn Noregi. Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009

Gestkvæmt á æfingum kvennalandsliðsins - 5.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum sem fer fram á morgun kl. 15:00.  Liðið æfir tvisvar í dag og var gestkvæmt á æfingunni í morgun þar sem 5 sænskir þjálfarar fylgdust með æfingu liðsins. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi á Algarve 2009. Sigur vannst í leiknum 3-1 með mörkum frá Söru Björk Gunnarsdóttur 2 og sjálfsmarki

Frábær byrjun á Algarve - 4.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði þátttöku sína í B riðli Algarve Cup 2009 með frábærum hætti þegar sigur vannst á Noregi með þremur mörkum gegn einu.  Eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 1-1, tók íslenska liðið öll völd á vellinum og bar  verðskuldaðan sigur úr býtum. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Æfingar hjá strákunum í U17 og U19 karla - 4.3.2009

Landsliðsþjálfararnir, Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson, hafa valið æfingahópa fyrir landslið U17 og U19 karla.  Framundan eru æfingar um komandi helgi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarliðið er mætir Norðmönnum - 3.3.2009

Á morgun, miðvikudag, kl. 15:00 leikur íslenska kvennalandsliðið sinn fyrsta leik á Algarve Cup 2009.  Mótherjarnir eru hið sterka lið Noregs og hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, kynnt byrjunarlið sitt í leiknum. Lesa meira
 
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Algarve 2009

Fyrsta æfingin á Algarve - 3.3.2009

Íslenska kvennalandsliðið er nú statt í Algarve í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í Algarve Cup 2009.  Fyrsti leikur íslenska liðsins er við Noreg á morgun kl. 15:00 en liðið var á sinni fyrstu æfingu í morgun. Lesa meira
 

Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög