Landslið

Hópurinn sem fór lék á Algarve Cup árið 2008

Hópurinn valinn fyrir Algarve Cup 2009 - 25.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er heldur til Algarve næstkomandi mánudag og leikur þar á Algarve Cup.  Ísland er í riðli með Noregi, Bandaríkjunum og Danmörku. Lesa meira
 
U17 landslið karla

22 leikmenn í úrtaksæfingar hjá U17 karla - 25.2.2009

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 22 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.  Leikmennirnir koma frá 16 félögum. Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Leikir og mörk liðs í mótum - 24.2.2009

Á vef KSÍ er hægt að skoða ógrynni upplýsinga af ýmsu tagi.  Meðal annars er hægt að kalla fram yfirlitstöflu yfir alla leiki liðs á tilteknu ári, og sjá upplýsingar um leikmenn, skiptingar, mörk, fyrirliða, gul og rauð spjöld, o.s.frv.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Dregið í undankeppni HM 2011 - 20.2.2009

Dregið verður í undankeppni UEFA fyrir HM kvenna 2011 17. mars kl. 13:30 á staðartíma í höfuðstöðvum UEFA.  Úrslitakeppni HM fer fram fer í Þýskalandi sumarið 2011 og fá Þjóðverjar sjálfkrafa keppnisrétt sem gestgjafar.  Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Miðasala á HM 2010 í Suður Afríku - 20.2.2009

Í dag, föstudaginn 20. febrúar, er byrjað að taka við miðaumsóknum á leiki í úrslitakeppni HM 2010 sem fer fram í Suður Afríku.  Til 31. mars er hægt að skrá sig á heimasíðu FIFA og verður svo dregið úr umsóknum þann 15. apríl næstkomandi. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Æfingar hjá A landsliði kvenna um helgina - 17.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 16 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður í Reykjaneshöll á laugardaginn og æfingaleikur verður leikinn gegn U19 kvenna á sunnudaginn í Kórnum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Stelpurnar í U17 og U19 kvenna æfa um helgina - 17.2.2009

Þjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafið valið hópa sína er æfa um komandi helgi.  Æfingar fara fram í Kórnum og í Egilshöllinni en U19 hópurinn mun leika æfingaleik við A landslið kvenna á sunnudeginum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Öruggur sigur á Liechtenstein - 11.2.2009

Íslendingar lögðu landslið Liechtenstein að velli í dag í vináttulandsleik sem leikinn var á La Manga.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Þeir Arnór Smárason og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein - 11.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í vináttulandsleik í dag.  Leikurinn fer fram á La Manga á Spáni og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Fylgst er með leiknum hér á heimasíðunni. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA - 11.2.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA er birtur var í dag, fer íslenska karlalandsliðið upp um þrjú sæti.  Ísland er nú í 77. sæti listans en Spánverjar eru efstir sem fyrr.  Engar breytingar eru á meðal efstu 10 þjóðanna á listanum. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ísland mætir Liechtenstein í dag - 11.2.2009

Í dag mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og fer leikurinn fram á La Manga á Spáni.  Þetta er fyrsti landsleikur íslenska karlalandsliðsins á þessu ári en liðið lék síðast 19. nóvember.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Vináttulandsleikur gegn Georgíu í september - 10.2.2009

Knattspyrnusambönd Íslands og Georgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 9. september næstkomandi. Lesa meira
 
Frá æfingu landsliðsins á La Manga fyrir vináttulandsleikinn gegn Liectenstein

Ungir lögðu gamla á La Manga - 10.2.2009

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, mætast Ísland og Liechtenstein í vináttulandsleik og verður leikið á La Manga.  Hópurinn  mun æfa tvisvar sinnum í dag en fyrsta æfingin fór fram í gær. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tveir hópar æfa hjá U19 karla um helgina - 9.2.2009

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Kristinn velur tvo hóp til æfinga og er annar hópurinn skipaður leikmönnum fæddum 1991 en hinn hópinn skipa leikmenn fæddir 1992. Lesa meira
 
Frá fyrstu æfingu fyrir leikinn gegn Liechtenstein á La Manga

Strákarnir mættir til La Manga - 9.2.2009

Íslenska karlalandsliðið mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga og fer leikurinn fram á miðvikudaginn.  Allur hópurinn er nú kominn á staðinn og var fyrsta æfing liðsins í dag. Lesa meira
 
Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow

Miðasala á Skotland - Ísland hafin - 9.2.2009

Í dag hófst miðasala á landsleik Skotland og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Hampden Park í Glasgow, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.  Miðaverð á leikinn er 4.500 krónur. Lesa meira
 
A landslið karla

Tvær breytingar á landsliðshópnum - 6.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshóp sínum er mætir Liechtenstein á La Manga á miðvikudaginn.  Þeir Sölvi Geir Ottesen og Garðar Jóhannsson koma inn í hópinn. Lesa meira
 
Merki U21 karla

U21 karla í riðli með Þjóðverjum - 4.2.2009

Í dag var dregið í riðla fyrir EM 2011 hjá U21 karla en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku árið 2011.  Íslands dróst í riðil með Þýskalandi, Tékklandi, Norður Írum og San Marino. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Landsliði U18 karla boðið á mót í Svíþjóð - 4.2.2009

KSÍ hefur þegið boð sænska sambandsins um að taka þátt í 4 þjóða móti fyrir U18 landslið karla í Svíþjóð í júlí.  Auk heimamanna og Íslendinga taka Norðmenn og Walesbúar þátt í mótinu.  Leikdagar eru 14., 16. og 18. júlí. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Dregið í EM 2011 hjá U21 karla - 3.2.2009

Á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, verður dregið í riðla í EM 2011 hjá U21 karla.  Drátturinn fer fram í "Musikhuset" í Árósum en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku 2011.  Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í 10 riðla.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Æfingahópur valinn hjá A landsliði kvenna - 3.2.2009

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp sem mun koma saman nú um helgina til æfinga.  Það eru 26 leikmenn er skipa þennan hóp en hann skipa einungis leikmenn er leika hér á landi. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Hópurinn valinn fyrir leik gegn Liechtenstein - 2.2.2009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga.  Leikurinn fer fram miðvikudaginn 11. febrúar og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög