Landslið

U17 landslið karla

Æfingar hjá U17 karla færðar fram um helgi - 30.1.2009

Æfingahelgi U17 karlalandsliðsins sem átti að vera 14. og 15. febrúar hefur verið færð fram um eina helgi og verður dagana 7. og 8. febrúar.  U19 karla mun æfa 14. og 15. febrúar eins og áður var ákveðið. Lesa meira
 
Enski dómarinn Mike Riley

Mike Riley dæmir leik Íslands og Færeyja - 29.1.2009

Enski dómarinn Mike Riley mun dæma vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer sunnudaginn 22. mars í Kórnum.  Aðstoðardómarar leiksins sem og fjórði dómari leiksins munu verða íslenskir.

Lesa meira
 
Þjóðverjar hampa sigurlaununum á Opna Norðulandamótinu hjá U16 kvenna 2008

Riðlarnir klárir á Norðurlandamóti U17 kvenna - 28.1.2009

Dregið hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 kvenna en mótið fer fram í Värmaland í Svíþjóð dagana 29. júní til 4. júlí.  Ísland er í riðli með Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Úrtaksæfingar hjá stelpunum í U17 og U19 - 26.1.2009

Um helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verður æft í Kórnum og Egilshöllinni.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið hópa til þessara æfinga. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Kvennalandsliðið leikur gegn Englandi og Danmörku - 26.1.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo vináttulandsleiki í júlí og má segja að þessir leikir verði lokahnykkurinn í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Leikið verður við England16. júlí og Danmörku 19. júlí.  Báðir leikirnir verða leiknir í Englandi. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Æfingar hjá U16 karla í Boganum um helgina - 26.1.2009

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga hjá U16 karla.  Leikmennirnir koma frá félögum á Norðurlandi en æfingarnar fara fram í Boganum. Lesa meira
 
UEFA

Kvennalandsliðið á uefa.com - 22.1.2009

Á heimasíðu UEFA má finna viðtal við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfara, um árangur íslenska kvennalandsliðsins í ljósi þess að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í Finnlandi í ágúst. Lesa meira
 
Hópurinn sem fór lék á Algarve Cup árið 2008

Leikjaniðurröðun fyrir Algarve tilbúin - 21.1.2009

Leikjaniðurröðun hefur verið birt fyrir Algarve Cup 2009 en þar leikur íslenska kvennalandsliðið í B riðli.  Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Noregi, miðvikudaginn 4. mars. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla framundan - 19.1.2009

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verður æft í Egilshöll og Kórnum.  Landslliðsþjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn R. Jónsson hafa valið úrtakshópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA - 14.1.2009

Á nýjum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið er birtur var í dag er íslenska landsliðið í 80. sæti og hefur farið upp um 3 sæti síðan listinn var síðast birtur.  Sem fyrr eru Spánverjar í efsta sæti listans en lítil hreyfing var á efst sætum listans að þessu sinni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingahópar hjá U17 og U19 kvenna á ferðinni - 12.1.2009

Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið æfingahópa fyrir úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna sem fram fara um komandi helgi. Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Vináttulandsleikur við Færeyinga 22. mars - 9.1.2009

Knattspyrnusambandi Íslands og Knattspyrnusamband Færeyja hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Kórnum, sunnudaginn 22. mars. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Landsliðsæfing hjá U17 kvenna í Boganum - 9.1.2009

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið leikmenn á landsliðsæfingu sem fram fer í Boganum miðvikudaginn 14. janúar næstkomandi.  Í hópinn eru valdir leikmenn frá félögum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Leikurinn við Holland færður um tvo daga - 7.1.2009

Íslenska kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik við Holland í Kórnum 25. apríl næstkomandi.  Leikurinn átti upphaflega að fara fram 23. apríl en hefur verið færður aftur um tvo daga að ósk Hollendinga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U16 og U17 karla á nýju ári - 6.1.2009

Landsliðsþjálfararnir Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson hafa valið æfingahópa til æfinga hjá U16 og U17 karla.  Æfingar fara fram í Kórnum og Egilshöll um næstu helgi. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög