Landslið

Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum

Ísland á EM 2009 - 30.10.2008

Í nepjunni í Laugardalnum í kvöld tryggði íslenska kvennalandsliðið sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Frábær 3-0 sigur staðreynd og á köldum Laugardalsvelli var stiginn trylltur stríðdans í leikslok.  Ísland er komið á EM! Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Andlitsmálun fyrir leik gegn Írlandi - 30.10.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Írlands í dag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:10 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið. Lesa meira
 
Forsíðar leikskrár Íslands-Írlands í umspili fyrir EM 2009

Leikskráin fyrir leikinn gegn Írlandi - 30.10.2008

Fyrir viðureign Íslands og Írlands í umspili EM kvenna 2009  verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik og kostar aðeins kr. 500 Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Írland í kvöld kl. 18:10 - 30.10.2008

Í kvöld fer fram einn allra mikilvægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu þegar Íslendingar taka á móti Írum á Laugardalsvelli.  Leikurinn er seinni leikur þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi.  Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1 og því ljóst að sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Byrjunarlið Íslands gegn Írum - 29.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Írum á morgun. Leikurinn hefst kl. 18:10 á Laugardalsvelli og eru allir er vettlingi geta valdið hvattir til þess að mæta á þennan stórleik. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Miðasala hefst á hádegi á Laugardalsvelli - 29.10.2008

Miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 12:00 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á leik Íslands og Írlands í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009. Miiðinn kostar 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og er sætaval því frjálst. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópurinn fyrir leikinn gegn Írum - 29.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag á blaðamannafundi hópinn fyrir leikinn gegn Írum sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 landsliðum kvenna - 28.10.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson og Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfarar U19 og U17 kvenna, hafa valið leikmenn til æfinga sem fram fara um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Hver er ég? - Myndband - 28.10.2008

Sem fyrr þá hefur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þann háttinn á að hann sýnir stelpunum myndbönd fyrir leikina.  Myndbandið sem Sigurður Ragnar sýndi stelpunum fyrir Íraleikinn ytra kallar hann "Hver er ég?".  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar á Ísland - Írland fyrir handhafa A-passa - 28.10.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Írland afhenta miðvikudaginn 29. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Leikurinn er á Laugardalsvelli á fimmtudag - 28.10.2008

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um hvort til standi að fresta viðureign kvennalandsliða Íslands og Írlands vill KSÍ að fram komi að leikdagurinn, leiktíminn og leikstaðurinn stendur - fimmtudagurinn 30. október kl. 18:10 á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Dómararnir koma frá Þýskalandi - 28.10.2008

Dómarar leiksins á fimmtudaginn koma frá Þýskalandi.  Með flautuna verður Christine Beck og henni til aðstoðar löndur hennar Moiken Reichert Jung og Marina Wozniak.  Fjórði dómari leiksins verður Oddbergur Eiríksson. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Fyllum völlinn - Félög beðin um að hvetja yngri iðkendur til að fjölmenna - 26.10.2008

Næstkomandi fimmtudag, 30. október, fer fram á Laugardalsvelli mikilvægasti leikur íslensks knattspyrnulandsliðs kvenna frá upphafi. Félög eru beðin um að hvetja yngri iðkendur að fjölmenna á völlinn.  Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Jafntefli niðurstaðan í Dublin - 26.10.2008

Jafntefli varð niðurstaðan í fyrir umspilsleik Írlands og Íslands en leikið var í Dublin í dag.  Lokatölur urðu 1-1 eftir að íslenska liðið komst yfir á fyrstu mínútu leiksins og leiddu í hálfleik.  Írar jöfnuðu á 64. mínútu og þar við sat.

Lesa meira
 
Guðni Kjartansson aðstoðarlandsliðsþjálfari sér um tónlista í rútunni

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi - 25.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í Dublin.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Æft á keppnisvellinum í dag - 25.10.2008

Eins og kunnugt er fer fram leikur Írlands og Íslands á morgun í umspili fyrir sæti í úrslitakeppni EM 2009.  Um er að ræða fyrri leik þjóðanna en sá síðari fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Æft tvisvar í dag - 24.10.2008

Landsliðið hélt utan í gær til Dublin þar sem liðið leikur fyrri leikinn í umspili um sæti í úrslitakeppni EM kvenna 2009.  Æft var í Reykjaneshöllinni í gær og flogið síðar um daginn til Írlands. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Miðasala á Ísland - Írland - 23.10.2008

Í dag opnaði miðasala á leik Íslands og Írlands í umspili fyrir úrslitakeppni EM kvenna 2009.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 30. október kl. 18:10.  Miðaverð er 1.000 krónur og er selt í ónúmeruð sæti.  Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn sem heldur til Dublin - 22.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 18 leikmenn er halda til Írlands á morgun til að leika í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2009.  Leikið verður á Richmond Park, sunnudaginn 26. október kl. 15:00.  Lesa meira

 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksæfingar hjá U17 karla og U19 karla - 21.10.2008

Úrtaksæfingar fara fram um komandi helgi hjá U17 karla og U19 karla en landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, hafa valið leikmenn til æfinga um helgina. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Dómarinn kemur frá Ítalíu - 20.10.2008

Kvennalandsliðið undirbýr sig nú af krafti undir umspilsleikina gegn Írum en fyrri leikurinn fer fram í Dublin næstkomandi sunnudag.  Liðið heldur utan nú á fimmtudaginn en seinni leikurinn fer svo fram hér á Laugardalsvelli kl. 18:10, fimmtudaginn 30.október. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tap gegn Makedóníu hjá U19 karla - 16.10.2008

Strákarnir í U19 liðinu töpuðu gegn Makedóníu í dag í undankeppni EM en leikið var í Makedóníu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamennn eftir að markalaust hafði verið í hálfleik. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Hópur valinn fyrir umspilsleikina gegn Írlandi - 16.10.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Írum síðar í þessum mánuði.  Sigurður Ragnar valdi 23 leikmenn í hópinn en leikið verður 26. október í Dublin og 30. október á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur gegn Makedóníu - 16.10.2008

Strákarnir í U19 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Makedóníu.  Heimamenn eru mótherjarnir í dag og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Sætur sigur á Makedóníu - 15.10.2008

Ísland lagði Makedóníu í kvöld í undankeppni HM 2010.  Leikið var á Laugardalsvelli og Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu leiksins.  Íslendingar fór með þessu upp í þriðja sæti riðilsins með jafnmörg stig og Skotar sem eru í öðru sæti. Lesa meira
 
Forsíða leikskrár fyrir leikinn gegn Makedóníu í október 2008 í undankeppni HM.

Leikskráin fyrir leikinn gegn Makedóníu - 15.10.2008

Fyrir viðureign Íslands og Makedóníu í undankeppni HM 2010 í dag verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Leikskráin verður seld við innganginn á Laugardalsvelli fyrir leik og kostar aðeins kr. 500. Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Sýndu lit! - 15.10.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Makedóníu í dag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:00 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Makedónía í dag kl. 18:00 - 15.10.2008

Í dag kl. 18:00 hefst leikur Íslands og Makedóníu í undankeppni HM 2010 og er þetta síðasti leikur Íslands í undankeppninni á þessu ári.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld og gerir hann eina breytingu frá síðasta leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Síðasti dagur forsölu á Ísland - Makedóníu - 14.10.2008

Í dag er síðasti dagur forsölu á leik Íslands og Makedóníu sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 15. október.  Leikið er á Laugardalsvelli kl. 18:00 en leikurinn er liður í undankeppni HM 2010.  Miðasala fer fram á netinu en miðaverð hækkar um 500 krónur á leikdag. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tap gegn Austurríki hjá U19 karla - 13.10.2008

Strákarnir í U19 karla lágu fyrir Austurríkismönnum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Austurríkismenn sigruðu með þremur mörkum gegn engu eftir að hafa haft tveggja marka forystu í hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla leikur gegn Austurríki í dag - 13.10.2008

Strákarnir í U19 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Austurríkismönnum kl. 12:00.  Riðillinn er leikinn í Makedóníu. Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Jafntefli gegn Aserum hjá U17 kvenna - 12.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna léku lokaleik sinn í dag í undankeppni EM hjá U17 kvenna en leikið var á Ítalíu.  Mótherjarnir voru frá Aserbaídsjan og urðu úrslitin markalaust jafntefli.  Frakkar urðu efstir í riðlinum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tveggja marka tap í Rotterdam - 11.10.2008

Hollendingar sigruðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í undankeppni HM 2010 í kvöld en leikið var í Rotterdam.  Heimamenn skoruðu mark í hvorum hálfleik og fóru með sanngjarnan sigur af hólmi. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Svíum hjá U19 karla - 11.10.2008

Strákarnir í U19 hófu leik í dag í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Fyrsti leikurinn var við Svía og lauk honum með jafntefli, 3-3, eftir mikinn hörkuleik.  Svíar leiddu í hálfleik, 2-1. Lesa meira
 
Merki írska knattspyrnusambandsins

Írar tilkynna hópinn fyrir leikina gegn Íslendingum - 11.10.2008

Noel King, landsliðsþjálfari írska kvennalandsliðsins, hefur valið 21 leikmann í hóp sinn er mætir Íslendingum í tveimur umspilsleikjum, 26. október og 30. október.  Fyrri leikurinn verður í Dublin en sá síðari á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarlið Íslands tilbúið - 11.10.2008

Í dag kl. 18:45 hefst leikur Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010 og er leikið á De Kuip vellinum í Rotterdam.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 18:15. Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Strákarnir í U19 hefja leik í dag - 11.10.2008

Undankeppni EM U19 karla hefst í dag hjá Íslendingum og er leikið í Makedóníu.  Mótherjar dagsins eru Svíar og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Á mánudaginn verður leikið gegn Austurríki. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Miðaverð lækkað á Ísland - Makedónía - 10.10.2008

Knattspyrnusamband Íslands ákvað í dag að lækka umtalsvert miðaverð á landsleik Íslands og Makedóníu sem fram fer á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag kl. 18:00.  Leikurinn er síðasti leikur Íslands á þessu ári í undankeppni HM. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðar á Ísland - Makedónía fyrir handhafa A-passa - 10.10.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Makedónía afhenta þriðjudaginn 14. október frá kl. 10:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Landsliðið æfir á keppnisvellinum í kvöld - 10.10.2008

Karlalandsliðið undirbýr sig nú af kappi undir landsleikinn gegn Hollandi sem fer fram á morgun, laugardag.  Aðstæður eru allar hinar bestu, æfingar hafa gengið vel og hópurinn í góðu standi.  Í kvöld verður svo æft á keppnisvellinum, De Kuip, heimavelli Feyenoord. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Eins marks tap á Ítalíu - 9.10.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn Ítölum í undankeppni EM en riðill Íslands er leikinn á Ítalíu.  Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimastúlkur eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Stelpurnar í U17 mæta Ítölum í dag - 9.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna leika sinn annan leik sinn í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn á Ítalíu.  Mótherjar Íslendinga í dag eru einmitt Ítalir og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum í Rotterdam - 8.10.2008

Áfram Ísland, stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samstarfi við Icelandair verða með upphitun laugardaginn 11.október næstkomandi fyrir leik Hollendinga og Íslendinga sem hefst kl, 20:45. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið upp um fjögur sæti - 8.10.2008

Nýr styrkleikalisti FIFA karla var birtur í dag og fór Ísland upp um fjögur sæti frá því að síðasti listi var birtur.  Ísland er í 103. sæti á listanum en Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Holland_logo

Hollenski hópurinn er mætir Íslendingum - 8.10.2008

Hollenski hópurinn er mætir Íslendingum í Rotterdam á laugardaginn og Norðmönnum á miðvikudag, er stjörnum prýddur og valinn maður í hverju rúmi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi í október 2008

Sárt tap gegn Frökkum hjá U17 kvenna - 7.10.2008

Stelpurnar í U17 kvenna hófu leik í morgun í undankeppni EM en riðill þeirra er leikinn á Ítalíu.  Frakkar voru mótherjar í fyrsta leiknum og sigruðu með einu marki gegn engu.  Sigurmark Frakka kom í uppbótartíma og vonbrigði íslenska liðsins því mikil. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Landsleikjahrina í september og október - 7.10.2008

Þó svo að deildarkeppnin hér á landi hafi runnið sitt skeið á enda eru íslenskir knattspyrnumenn engu að síður önnum kafnir.  Íslensk knattspyrnulandslið leika 23 landsleiki í september og október en flestir þessara leikja eru leiknir af yngri landsliðum okkar. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Frakklandi - 7.10.2008

Í dag leikur Ísland sinn fyrsta leik í undankeppni EM kvenna en leikið er á Ítalíu.  Fyrstu mótherjar íslenska liðsins eru Frakkar og hefst leikurinn í dag kl. 09:00 að íslenskum tíma.  Kristrún Lilja Daðadóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið. Lesa meira
 
Luka Kostic

Samningar við Luka ekki endurnýjaðir - 6.10.2008

KSÍ og Luka Kostic hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki ráðningarsamninga við Luka.  Luka hefur þjálfað U21 árs lið karla og U17 ára lið karla undanfarin ár og náði m.a. þeim einstaka árangri að koma liðinu í 8 liða úrslitakeppni EM árið 2007. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópurinn hjá U19 karla sem fer til Makedóníu - 6.10.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hópinn er fer til Makedóníu til þess að leika í undankeppni EM U19 karla.  Fyrsti leikur Íslands í riðlinum verður laugardaginn 11. október við Svía Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög