Landslið

Kvennalandslidid_2008

Æfingahópur tilkynntur hjá A landsliði kvenna - 30.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag 16 manna landsliðshóp fyrir umspilsleik Íslands er fara fram í október.  Í hópnum eru ekki að þessu sinni leikmenn úr Val og þeir leikmenn er leika erlendis. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Markalaust jafntefli gegn Norðmönnum - 29.9.2008

Strákarnir í U17 léku lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Norðmenn á Vodafonevellinum.  Noregur og Sviss komast áfram í milliriðla en Íslendingar sitja eftir. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Hópur valinn til æfinga hjá U19 karla - 29.9.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla hefur valið æfingahóp sem mun æfa um helgina.  Framundan er keppni í undankeppni EM og fer riðill Íslands fram í Makedóníu. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

EM hópur hjá U17 kvenna valinn - 29.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hópinn er leikur í riðlakeppni EM á Ítalíu dagana 7. - 12. október.  Andstæðingar Íslands verða, auk heimamanna, Frakkland og Aserbaídsjan. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir og Ásta Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands gegn Ísrael

Tap hjá U19 kvenna í síðasta leiknum - 29.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna léku síðasta leik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mættu Írum en riðillinn var leikinn í Ísrael.  Írar reyndust sterkari í dag og sigruðu með fimm mörkum gegn einu. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leika gegn Norðmönnum í dag - 29.9.2008

Strákarnir í U17 karla leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Norðmönnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Vodafonevellinum og hefur Lúka Kostic tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Síðasti leikur U19 kvenna í dag - 29.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þær mæta Írum í Ísrael.  Stelpurnar eru snemma á ferðinni því leikurinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Umspil framundan hjá Íslandi - 27.9.2008

Íslenska kvennalandsliðinu tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM í dag en litlu munaði það.  Frakkar höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.  Íslenska liðsins bíða umspilsleikir og verður ljóst 6. október hvaða þjóð það verður er Íslendingar mæta. Lesa meira
 
Kvennalandslidid_2008

Frakkland - Ísland í dag kl. 14:00 - 27.9.2008

Loksins er dagurinn runninn upp, íslensku stelpurnar munu mæta Frökkum í dag kl. 14:00 í La Roche-Sur-Yon.  Með jafntefli tryggir liðið sig í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi.  Hér að neðan má sjá myndband sem að Sigurður Ragnar sýndi stelpunum á fundi í gærkvöldi. Sjón er sögu ríkari! Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Tap hjá U17 karla gegn Úkraínu - 26.9.2008

Strákarnir í U17 karla báru lægri hlut gegn Úkraínumönnum í dag með einu marki gegn tveimur á KR vellinum í dag.  Staðan í hálfleik var jöfn 1-1.  Síðasti leikur liðsins verður gegn Norðmönnum á Vodafonevellinum á mánudaginn kl. 16:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarliðið klárt gegn Frökkum - 26.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frökkum á morgun í undankeppni fyrir EM 2009.  Íslenska liðinu dugir jafntefli til þess að tryggja sig í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Kvennalandsliðið æfði á keppnisvellinum í dag - 26.9.2008

Kvennalandsliðið tók sína síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Frökkum síðdegis í dag og fór æfingin fram á keppnisvellinum, Henri Desgrange.  Aðstæður eru allar hinar bestu og allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

U19 kvenna komnar í milliriðil - 26.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum U19 kvenna þegar þær lögðu stöllur sínar frá Grikklandi með tveimur mörkum gegn einu.  Grikkir leiddu í hálfleik 1-0. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Ísland - Úkraína í dag hjá U17 karla - 26.9.2008

Í dag kl. 16:00 hefst á KR vellinum leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni U17 karla en þetta er annar leikur liðsins í riðlinum.  Kl. 14:00 í dag leika svo á Fjölnisvelli lið Sviss og Noregs í sömu keppni. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM U19 kvenna í september 2008.  Ísland vann leikinn 2-1

Leikið gegn Grikkjum í Nazareth - 26.9.2008

Íslenska landsliðið skipað stúlkum undir 19 ára leikur í dag annan leik sinn í undankeppni Evrópumótsins en leikið er í Ísrael.   Ólafur Þór Guðbjörnsson gert þrjár breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Ísrael.  Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Opið hús í Smáralindinni á laugardaginn - 25.9.2008

Eins og kunnugt er verður landsleikur Frakklands og Íslands sýndur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.  Upphitun verður hjá þeim í Smáralindinni sem hefst kl. 13:30 og eru allir velkomnir til þess að mæta og sjá leikinn á risatjaldi í góðri stemningu. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Naumt tap gegn Sviss í fyrsta leik - 24.9.2008

Strákarnir í U17 karla biðu lægri hlut gegn Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag en leikið var á Akranesi.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Sviss eftir að þeir höfðu leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Stelpurnar okkar - Myndbönd af kvennalandsliðinu - 24.9.2008

Hægt er að sjá hér að neðan myndbönd sem landsliðsþjálfarinn notar til að koma stelpunum í þennan eina sanna rétta gír. Við munum svo bæta við myndböndum hér að neðan fram að leik. Lesa meira
 
Fanndís Friðriksdóttir

Sigur í fyrsta leiknum hjá U19 kvenna - 24.9.2008

Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í fyrsta leiknum í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 2-1 Íslandi í vil eftir að þær höfðu leitt, 1-0 í hálfleik. Lesa meira
 
Merki EM U17 karla

Strákarnir í U17 karla leika gegn Sviss í dag - 24.9.2008

Strákarnir í U17 karla hefja leik í dag í undankeppni EM 2009 og er riðillinn leikinn hér á landi.  Fyrstu mótherjar íslensku strákana er gegn Sviss og hefst leikurinn kl. 16:00 á Akranesvelli. Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarliðip í þessum leik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarliðið hjá U19 kvenna gegn Ísrael - 23.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn ísrael á morgun, miðvikudag.  Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2009 og er riðillinn leikinn í Ísrael. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Stelpurnar halda utan á morgun - 23.9.2008

Undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Frökkum hófst formlega í gær þegar liðið kom saman til æfinga.  Æft er aftur í dag en snemma í fyrramálið heldur liðið til Frakklands. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Æfingar framundan hjá U17 kvenna - 22.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt æfingahóp sem æfa mun í þessari viku.  Á mánudag verður svo tilkynnt um þá 18 leikmenn er leika á Ítalíu í undankeppni fyrir EM. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Norðmönnum

Hópurinn hjá U17 karla tilkynntur fyrir undankeppni EM - 22.9.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landslið Íslands sem keppir á undankeppni EM hér á landi 24. – 29. september.  Fyrsti leikur Íslands verður á miðvikudaginn gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Riðill U17 karla hefst á miðvikudaginn - 22.9.2008

Næstkomandi miðvikudag hefst keppni í undankeppni EM hjá U17 karla og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Sviss og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 16:00 á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Hópurinn valinn fyrir Frakkaleikinn - 22.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hópinn er heldur til Frakklands og leikur þar lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Íslenska liðinu nægir jafntefli gegn Frökkum til þessa að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 sem fer fram í Finnlandi. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Berglind inn í U19 hópinn - 22.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir undankeppni EM.  Berglind Bjarnadóttir úr Víkingi kemur inn í hópinn í stað Þórhildar Ólafsdóttur úr ÍBV sem er meidd. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Æfingahópur U17 kvenna tilkynntur - 17.9.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, tilkynnti í dag æfingahóp sinn en þessi hópur mun verða við æfingar um helgina.  Framundan er undankeppni EM og verður riðill Íslands leikinn á Ítalíu Lesa meira
 
Merki knattspyrusambands Möltu

Vináttulandsleikur við Möltu 19. nóvember - 16.9.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Möltu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Möltu en leikstaður verður tilkynntur síðar. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Æfingahópur valinn hjá U17 karla - 16.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp en framundan er undankeppni EM og verður riðill Íslands leikinn hér á landi.  Þessi 25 manna hópur mun æfa út vikuna og fara æfingarnar fram á Tungubökkum. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Hópurinn hjá U19 kvenna valinn fyrir Ísraelferð - 15.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn er fer til Ísrael og leikur þar í riðlakeppni U19 kvenna.  Andstæðingar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Írland og Grikkland. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla leikur í undankeppni EM hér á landi - 15.9.2008

Strákarnir í U17 karla leika í riðlakeppni EM hér á landi dagana 24. - 29. september.  Andstæðingar Íslendinga í riðlinum verða Sviss, Úkraína og Noregur.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla mun tilkynna æfingahóp fyrir keppnina á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
A landslið kvenna

Æfingahópur A landsliðs kvenna - 11.9.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið æfingahóp fyrir A landslið kvenna og mun þessi hópur verða við æfingar í næstu viku.  Þeir leikmenn sem leika erlendis eða koma úr Val eða KR eru ekki inn í þessum æfingahópi. Lesa meira
 
Merki Franska knattspyrnusambandsins

Franski hópurinn tilkynntur - 11.9.2008

Bruno Bini hefur tilkynnt 18 manna hóp sinn fyrir landsleikinn gegn Íslendingum sem fram fer í la-Roche-sur Yon þann 27. september næstkomandi.  Með stigi tryggir íslenska landsliðið sig áfram í úrslitakeppni EM 2009 í Finnlandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla - 10.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina á Tungubökkum og hefur Luka valið 31 leikmann til þessara æfinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Skotar höfðu betur í Laugardalnum - 10.9.2008

Skotar lögðu Íslendinga í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Lokatölur urðu 1-2 Skotum í vil eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik, 0-1.  Það var Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands úr víti og minnkaði þá muninn í 1-2. Lesa meira
 
Byrjunarliðið gegn Noregi í Osló, 6. september 2008.  Mynd: Hörður Snævar Jónsson á fotbolti.net

Byrjunarliðið gegn Skotum tilbúið - 10.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í dag í fyrsta heimaleik liðsins í undankeppni HM 2010.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Ísland mætir Norður Írum hjá U19 karla kl. 10:00 - 10.9.2008

Strákarnir í U19 karla mæta Norður Írum ytra í vináttulandsleik í dag og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir þennan leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Skotland í kvöld kl. 18:30 - 10.9.2008

Leikur Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 fer fram í kvöld á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:30.  Örfáir miðar eru eftir á leikinn en hægt er að kaupa miða á midi.is áfram í dag.  Ef einhverjir miðar verða eftir hefst miðasala á Laugardalsvelli kl. 14:00. Lesa meira
 
Fjalar Þorgeirsson

Fjalar inn í hópinn gegn Skotum - 10.9.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið markvörðinn Fjalar Þorgeirsson úr Fylki í landsliðshóp sinn gegn Skotum en leikurinn fer fram í dag kl. 18:30.  Fjalar kemur í stað Stefáns Loga Magnússonar sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008

Æfingahópur hjá U19 kvenna valinn - 9.9.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 14. september næstkomandi.  Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Jafntefli við Slóvaka hjá U21 karla - 9.9.2008

Íslendingar léku við Slóvaka í undankeppni fyrir EM 2009 hjá U21 karla og var leikið á Víkingsvellinum í dag.   Lokatölur urðu 1-1 og var staðan þannig í hálfleik.  Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem að skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Sálin og Stebbi Hilmars

Sálin, Stebbi Hilmars og Emil með hægri - 9.9.2008

Heimasíðan hitti þá Kristján Örn Sigurðsson og Emil Hallfreðsson á æfingu í gær á Laugardalsvelli.  Undirbúningur fyrir Skotaleikinn er í fullum gangi og mikil tilhlökkun hjá leikmönnum sem og stuðningsmönnum fyrir leikinn. Lesa meira
 
A landslið karla

Skemmtilegustu heimaleikirnir eru gegn Skotum - 9.9.2008

Það var góð stemning yfir landsliðshópnum á æfingu í gær en undirbúningur fyrir leikinn gegn Skotum er nú í fullum gangi.  Heimasíðan kíkti á æfinguna og hitti m.a. Ólaf Jóhannesson og Björn Ragnar Gunnarsson. Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland-Skotland

Leikskráin fyrir leikinn gegn Skotlandi - 9.9.2008

Fyrir viðureign Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010 á miðvikudag verður gefin út leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.

Skellið ykkur á eintak af leikskránni og geymið sem minjagrip um leikinn! 

Lesa meira
 
Jóhanna Margrét nýtti sér andlitsmálninguna í síðasta leik

Andlitsmálun fyrir leik gegn Skotlandi - 9.9.2008

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir viðureign Íslands og Skotlands á miðvikudag á Laugardalsvelli.  Leikurinn hefst kl. 18:30 og er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á sig! Lesa meira
 
Védís Hervör

Védís Hervör syngur þjóðsöngva Íslands og Skotlands - 9.9.2008

Védís Hervör Árnadóttir mun syngja þjóðsöngva Íslands og Skotlands fyrir viðureign þjóðanna í undankeppni HM 2010 á Laugardalsvelli á miðvikudag.  Í hálfleik mun síðan Einar Ágúst leika nokkur lög til að halda uppi fjörinu. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland - Slóvakía á Víkingsvelli í dag kl. 17:00 - 9.9.2008

Strákarnir í U21 karla mæta Slóvökum í dag í undankeppni fyrir EM 2009 og er þetta lokaleikur liðsins í riðlinum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00.  Þessar þjóðir gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna sem fram fór í Slóvakíu á síðasta ári Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U19 karla fyrir leikinn gegn Noregi í milliriðli fyrir EM 2008

Byrjunarlið U19 karla gegn Norður Írum - 8.9.2008

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Norður Írum í vináttulandsleik í kvöld á Norður Írlandi.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en annar leikur fer fram á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Hjálmar og Rafn í U21 hópinn - 7.9.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Slóvakíu á þriðjudaginn.  Þeir Hjálmar Þórarinsson úr Fram og Rafn Andri Haraldsson úr Þrótti koma inn í hópinn Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög