Landslið

U17 landslið karla

Þrjú mörk í lokin tryggðu íslenskan sigur - 31.7.2008

U17 landslið karla vann í dag góðan 3-0 sigur á Finnum í lokaumferð riðlakeppninnar á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð.  Mörkin þrjú komu öll seint í leiknum.  Leikið er um sæti á laugardag.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Finnum í dag - 31.7.2008

U17 landslið karla leikur í dag lokaleik sinn í riðlakeppninni á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð.  Mótherjarnir eru Finnar og hefur Luka Kostic, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnt hverjir hefja leikinn fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar 1993 - 30.7.2008

Úrtökumót KSÍ fyrir stúlkur fæddar árið 1993 fer fram að Laugarvatni 9.-10. ágúst.  Um 40 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu hafa verið boðaðir.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Englandi

Eins marks tap hjá U17 karla gegn Englandi - 29.7.2008

Önnur umferð Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla fór fram í dag, þriðjudag.  Ísland tapaði fyrir Englandi með eins marks mun og gerðu þeir ensku eina mark leiksins.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Fjórar breytingar á byrjunarliði U17 karla - 29.7.2008

U17 landslið karla leikur annan leik sinn á Opna NM í dag, en leikið er í Svíþjóð.  Mótherjar dagsins eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Fjórar breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands frá fyrsta leiknum. 

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Rautt spjald og mark úr víti á fyrstu mínútu - 29.7.2008

Byrjunin á fyrsta leik U17 landsliðs karla á Opna Norðurlandamótinu var ekki sú sem leikmenn liðsins höfðu óskað sér.  Rautt spjald og víti á íslenska liðið og Norðmenn náðu forystunni.  Lokatölur leiksins urðu 4-1 fyrir Noreg.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

Andri kom inn fyrir Sigurberg - 28.7.2008

Fyrir helgina var gerð ein breyting á landsliðshópi U17 karla sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu í vikunni.  Andri Adolphsson kom inn í hópinn í stað Sigurbergs Einarssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Byrjunarlið U17 karla gegn Noregi í dag - 28.7.2008

U17 landslið karla leikur í dag sinn fyrsta leik í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð.  Mótherjar dagsins eru Norðmenn og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Lesa meira
 
Hólf á Laugardalsvelli

Miðasala á Ísland-Skotland lokuð í dag - 28.7.2008

Unnið er að breytingum á miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll og af þeim sökum verður miðasala á Ísland - Skotland lokuð í dag, mánudag.  Miðasalan opnar aftur í síðasta lagi á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla hefst á mánudag - 25.7.2008

Norðurlandamót U17 karla hefst á mánudaginn og mun íslenska liðið halda utan nú á sunnudag.  Mótið fer fram í Svíþjóð og eru Íslendingar í riðli með Noregi, Finnlandi og Englandi. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópurinn hjá U17 karla er fer til Svíþjóðar - 15.7.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er heldur til Svíþjóðar til þess að taka þátt á Norðurlandamótinu.  Ísland er í riðli með Noregi, Englandi og Finnlandi. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Valsmenn leika gegn Bate í dag - 15.7.2008

Í dag mæta Íslandsmeistarar Vals Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.  Leikið verður í Borisov en Bate sló einmitt út FH í sömu keppni á síðasta ári. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðasala hafin á Ísland - Skotland - 11.7.2008

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands í undankeppni fyrir HM 2010 en þetta er fyrsti heimaleikur Íslands í keppninni.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum, miðvikudaginn 10. september og hefst kl. 18:30. Lesa meira
 
Þjóðverjar sigruðu Opna Norðurlandamótið árið 2008, sigruðu Frakka í úrslitaleik 5-0

Þjóðverjar sigruðu á Opna Norðurlandamótinu - 5.7.2008

Í dag var leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna en mótið hófst hér á landi á mánudag.  Þjóðverjar unnu Frakka í úrslitaleik á Laugardalsvelli og Íslendingar lögðu Svía í leik um sjöunda sætið.  Norðmenn urðu Norðurlandameistarar þar sem þeir voru efstir Norðurlandaþjóða. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 5. júlí 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna - 4.7.2008

Á morgun, laugardaginn 5. júlí, verður leikið um sæti á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna.  Úrslitaleikurinn verður á milli Þýskalands og Frakklands en íslensku stelpurnar leika um sjöunda sætið á mótinu og mæta Svíum á ÍR velli kl. 11:00. Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Þýskalands á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna sem fram fór á Íslandi 2008.  Leikurinn var leikinn á Hvolsvelli og myndina tók Þorsteinn Jónsson

Tveggja marka tap gegn Þjóðverjum - 4.7.2008

Lokaumferð riðlakeppni á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna fór fram í gær og er ljóst að Þýskaland og Frakkland leika til úrslita í mótinu.  Íslenska liðið leikur því um sjöunda sætið á mótinu við Svía og fer sá leikur fram á ÍR-velli. Lesa meira
 
Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Ísland mætir Þýskalandi á Hvolsvelli - 3.7.2008

Lokaumferð riðlakeppni Opna Norðurlandamótsins hjá U16 kvenna fer fram í dag.  Íslendingar taka á móti Þjóðverjum og fer leikurinn fram á Hvolsvelli og hefst kl. 16:00 eins og allir leikir síðustu umferðarinnar. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala á Noreg - Ísland 6. september - 2.7.2008

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2010 verður laugardaginn 6. september en þá verða Norðmenn sóttir heim.  Leikurinn fer fram á Ullevaal vellinum í Osló. Lesa meira
 
Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Tap í markaleik gegn Noregi - 2.7.2008

Norðurlandamóti U16 var áframhaldið í gærkvöldi og voru fjórir leikir á dagskránni.  Ísland mætti Noregi í Þorlákshöfn og fóru Norðmenn þar með sigur af hólmi í miklum markaleik, 6-2. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Leikið gegn Noregi í dag - 1.7.2008

Ísland leikur í dag annan leik sinn á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli og hefst leikurinn kl. 16:00, leikið er gegn Noregi sem tapaði 7-0 gegn Þjóðverjum í fyrsta leik sínum. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Hópur valinn fyrir úrtaksæfingar hjá U17 karla - 1.7.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið landsliðshóp fyrir úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi.  Æft verður tvisvar á Tungubökkum um helgina og hefur Lúka valið 27 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög