Landslið

Frá leik Noregs og Þýskalands í NM U16 kvenna sem fram fór á Hvolsvelli, 30. júní 2008.  Myndina tók Þorsteinn Jónsson

Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik - 30.6.2008

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hófst í dag og voru fjórir leikir á dagskránni.  Íslensku stelpurnar töpuðu, 0-1, gegn Dönum á Selfossi í hörkuleik en þær mæta Norðmönnum í Þorlákshöfn á morgun, þriðjudaginn 1. júlí. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Norðurlandamót U16 kvenna hefst í dag - 30.6.2008

Opna Norðurlandamótið hjá U16 kvenna hefst í dag og fer mótið fram hér á landi.  A riðill, þar sem Ísland leikur, fer fram á Suðurlandi en B riðill er leikinn á Suðurnesjum.  Á Selfossi taka Íslendingar á móti Dönum og hefst leikurinn kl. 16:00. 

Lesa meira
 
Henri Desgrange völlurinn í Frakklandi

Leikið við Frakka 27. september - 27.6.2008

Laugardaginn 27. september leikur íslenska kvennalandsliðið lokaleik sinn í undankeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn er einn sá mikilvægasti sem íslenskt landslið hefur leikið en jafntefli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi 2009. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Sól og sigur í Laugardalnum - 26.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið bætti enn einni rósinni í hnappagatið er þær lögðu Grikki á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 7 - 0 íslenska liðinu í vil og skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir þrennu í leiknum.  Íslandi dugir jafntefli í síðasta leik sínum í Frakklandi 27. september til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2009. Lesa meira
 
Allt klárt í búningsklefanum á Laugardalsvelli

Allt klárt fyrir leikinn á Laugardalsvelli - 26.6.2008

Það styttist í leik Íslands og Grikklands sem hefst á Laugardalsvelli kl. 16:30.  Allt er klárt í búningklefa íslenska liðsins og vallarstarfsmenn að leggja lokahönd á að völlurinn verði tilbúinn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Ísland - Grikkland í dag kl. 16:30 - Myndband - 26.6.2008

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn síðasta heimaleik í undankeppni fyrir EM 2009.  Hér að neðan má sjá myndbönd sem að þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hefur notað í sínum undirbúningi. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Byrjunarliðið gegn Grikkjum - 26.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Grikkjum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 í dag á Laugardalsvelli og hefst miðasala á leikstað kl. 15:30. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Handhafar A passa fyrir leikinn gegn Grikklandi - 25.6.2008

Handhafar A passa KSÍ þurfa ekki að nálgast miða fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM kvenna sem fram fer fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30.  Nóg er að sýna passana við innganginn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Sigurjón Brink

Gunni Óla og Sjonni Brink skemmta í hálfleik - 25.6.2008

Gunnar Ólason og Sigurjón Brink munu halda uppi fjörinu með gítarleik og söng í hálfleik á viðureign Íslands og Grikklands á Laugardalsvelli á fimmtudag.  Þeir félagar eru magnað tvíeyki með mikla reynslu úr tónlistarbransanum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í júní 2008.  Ísland sigraði 5-0 með mörkum frá Margréti Láru Viðarsdóttur 3, Katrínu Jónsdóttur og Katrínu Ómarsdóttur

Leikmannahópurinn fyrir Grikkjaleikinn - Myndband - 25.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Grikkjum í undakeppni EM kvenna 2009.  Ein breyting er á hópnum frá því í síðasta leik, Dóra Stefánsdóttir kemur inn í hópinn í stað Pálu Marie Einarsdóttur. Lesa meira
 
Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi - 25.6.2008

Dómari leiks Íslands og Grikklands í undankeppni EM kvenna kemur frá Þýskalandi.  Hún heitir Anja Kunick og henni til aðstoðar verða löndur hennar, Moiken Jung og Marina Wozniak. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Klæðum stúkuna í blátt! - 24.6.2008

Áttu gamlan landsliðsbúning, eða nýjan?  Áttu bláa úlpu eða bláa peysu, bláa húfu eða trefil?  Áttu bláa skó, bláa vettlinga?  Áttu eitthvað blátt?  Klæðum stúkuna í blátt á fimmtudaginn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs!

Lesa meira
 
Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum gegn Slóveníu voru liðsmenn landsliðsins er léku fyrsta landsleik kvenna gegn Skotum árið 1982

Fyrsta kvennalandsliðið gestir á leiknum gegn Slóveníu - 23.6.2008

Liðsmenn fyrsta kvennalandsliðs Íslands voru heiðursgestir á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardag. Fyrsti leikurinn var gegn Skotum ytra þann 20. september 1981, en leiknum lauk með sigri Skota 2-1. Lesa meira
 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Hópurinn hjá U16 kvenna fyrir Norðurlandamótið - 23.6.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er leikur á Opna Norðurlandamótinu U16 kvenna sem fram hér á landi dagana 30. júní - 5. júlí.  Mótið fer að mestu fram á Suðurlandi og á Suðurnesjum. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Grikkland fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30 - 23.6.2008

Ísland tekur á móti Grikklandi í undankeppni EM kvenna 2009 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. júní kl. 16:30.  Leikurinn er síðasti heimaleikur stelpnanna í þessari undankeppni EM. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Öruggur sigur á Slóveníu - 21.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur á Slóvenum í dag með fimm mörkum gegn engu.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og þær Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu eitt hvor. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Slóvenía í dag kl. 14:00 - 21.6.2008

Í dag mætast Ísland og Slóvenía í undankeppni EM 2009 og hefst leikurinn kl. 14:00 á Laugardalsvelli.  Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir báðar þjóðir og treysta stelpurnar á stuðning íslensku þjóðarinnar. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu - 20.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Slóvenum á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun leika sinn 50. landsleik og Edda Garðarsdóttir fer í 60 landsleiki. Lesa meira
 
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Leikur Guðrún Sóley sinn 50. landsleik? - 20.6.2008

Varnarmaðurinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir mun væntanlega leika sinn 50. A landsleik á morgun gegn Slóveníu en hún hefur verið einn af lykilmönnum í varnarleik liðsins.  Þá mun Edda Garðarsdóttir líklega leika sinn 60. landsleik gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Sigurður valdi 19 leikmenn fyrir leikinn gegn Slóveníu - 20.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 19 leikmenn í hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu.  Átján leikmenn verða á skýrslu en vegna meiðsla í hópnum hefur Sigurður Ragnar nítján leikmenn til taks fyrir leikinn. Lesa meira
 
Leikskráin fyrir Ísland-Slóvenía og Ísland-Grikkland

Leikskrá gefin út fyrir landsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi - 20.6.2008

KSÍ ákvað á síðasta ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki og er því haldið áfram nú fyrir kvennalandsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi í undankeppni EM 2009. Lesa meira
 
Ingó Veðurguð

Ingó Veðurguð skemmtir í hálfleik - 20.6.2008

Í hálfleik á landsleik Íslands og Slóveníu á morgun laugardag, mun Veðurguðinn Ingó skemmta vallargestum með gítarleik og söng.  Staðfest er að hið geysivinsæla "Bahama" sé á meðal þeirra laga sem hann mun leika. Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Mætum tímanlega - Hátíðin hefst kl. 12:30 - 19.6.2008

Laugardagurinn 21. júní er dagur kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og verður hann haldinn hátíðlegur á Laugardalsvelli þar sem Ísland og Slóvenía mætast í undankeppni EM 2009.

Lesa meira
 
Alidkv1981-0001

Fyrstu landsliðskonur Íslands sérstakir gestir - 19.6.2008

Sérstakir gestir KSÍ á landsleiknum við Slóvena á laugardaginn verða þeir leikmenn er skipuðu fyrsta landsliðshóp Íslands í knattspyrnu kvenna.  Fyrsti landsleikurinn var leikinn gegn Skotum ytra og fór fram í Kilmarnock 20. september. Lesa meira
 
Facebook

Stelpurnar okkar á Facebook - 19.6.2008

Á vefsíðunni Facebook er að finna aðdáendasíðu kvennalandsliðsins. Allir Facebook notendur eru hvattir til að kíkja á síðuna og skrá sig í klúbbinn.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Fyrsta æfingin hjá stelpunum í kvöld - 18.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið hóf undirbúning sinn fyrir landsleikinn gegn Slóvenum í kvöld.  Dagur Sveinn Dagbjartsson, mætti með myndavélina á æfinguna í kvöld og hitti þar fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur og Ástu Árnadóttur Lesa meira
 
UEFA

Dómarar leiksins gegn Slóveníu koma frá Hollandi - 18.6.2008

Dómarar leiksins sem verða við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Slóveníu á laugardaginn koma frá Hollandi.  Dómarinn heitir Sjoukje De Jong og henni til aðstoðar verða löndur hennar Vivian Peeters og Nicolet Bakker. Lesa meira
 
Merki Slóvenska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Slóveníu sem mætir Íslandi - 18.6.2008

Slóvenar hafa tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í undankeppni EM 2009 hér á Laugardalsvelli, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Ellefu leikmenn landsliðshópsins koma frá tveimur sterkustu félögunum í Slóveníu. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast - 18.6.2008

Að horfa upp í stúku og hlusta á alla syngja þjóðsönginn með okkur gaf manni þvílíka gæsahúð og fyllti mann þannig þjóðarstolti og það var aldrei að fara að koma til greina annað en að leggja lífið að veði fyrir sigur” - Sif Atladóttir

Lesa meira
 
Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum

Góður árangur hingað til gegn Grikklandi - 16.6.2008

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir gegn Slóveníu og Grikklandi hjá kvennalandsliðinu en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009.   Lliðinu hefur gengið vel gegn Grikkjum en aðeins einu sinni hefur verið leikið gegn Slóveníu. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi, 4. maí 2008.  Leiknum lauk með jaftefli, 1-1 og skoraði Edda Garðarsdóttir mark Íslands

Hópurinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi valinn - 13.6.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Grikklandi sem fara fram á Laugardalsvelli 21. og 26. júní næstkomandi.  Tveir nýliðar eru í hópnum. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Slóvenía laugardaginn 21. júní - 13.6.2008

Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni EM kvenna 2009, laugardaginn 21. júní kl. 14:00.  Íslensku stelpurnar eru í baráttu um sæti í úrslitakeppni EM 2009 og yrði það í fyrsta skipti sem A landslið Íslands í knattspyrnu tæki þátt í úrslitakeppni stórmóts. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Norðmenn sterkari á Vodafonevellinum - 13.6.2008

Norðmenn lögðu Íslendinga í gærkvöldi í vináttulandsleik hjá U21 karla en leikið var á Vodafonevellinum.  Lokatölur urðu 1-4 eftir að Norðmenn leiddu í hálfleik, 0-1.  Það var Jón Vilhelm Ákason sem að skoraði mark Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Ísland - Noregur í kvöld - 12.6.2008

Í kvöld fer fram á Vodafonevellinum vináttulandsleikur hjá U21 karlalandsliðum Íslands og Noregs.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og er aðgangur ókeypis.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Úrtaksæfingar fyrir Norðurlandamót hjá U16 kvenna - 11.6.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp til úrtaksæfinga og eru þetta síðustu úrtaksæfingarnar fyrir Opna Norðurlandamótið er hefst hér á landi 30. júní næstkomandi. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Guðmundur Pétursson í landsliðshópinn - 10.6.2008

Luka Kostic hefur kallað inn nýjan mann í hópinn hjá U21 karla.  Guðmundur Pétursson úr KR kemur inn í hópinn í stað Alberts Brynjars Ingasonar úr Val sem er meiddur.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Skúli Jón inn í landsliðshópinn - 10.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum er mætir Norðmönnum á fimmtudaginn.  Skúli Jón Friðgeirsson úr KR kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Eggerts Rafns Einarssonar, sem er meiddur. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla - 9.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik, fimmtudaginn 12. júní kl. 19:15.  Leikurinn fer fram á hinum nýja Vodafonevelli.Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtaksæfingar um helgina hjá strákunum í U17 - 9.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 29 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ en einnig sækja strákarnir fyrirlestur þessa helgi. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Tólfan ætlar að fjölmenna - 6.6.2008

A landslið kvenna leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2009 á næstu vikum.  Fyrst gegn Slóvenum 21. júní og síðan gegn Grikkjum 26. júní.  Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að fjölmenna.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Kvennlandsliðið upp um eitt sæti - 6.6.2008

Íslenska kvennalandsliðið hækkaði sig upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA er gefinn var út í dag.  Ísland er nú í 18. sæti listans og í því 11. ef aðeins eru taldar Evrópuþjóðir. Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Karlalandsliðið stendur í stað - 4.6.2008

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag.  Ísland er í 85. sæti listans en það eru Argentínumenn sem eru á toppi listans en litlar breytingar eru á efstu sætum listans. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn hjá U21 karla er mætir Norðmönnum - 4.6.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið landsliðshóp sinn er mætir Norðmönnum í vináttulandsleik á hinum nýja Vodafonevelli.  Leikurinn verður leikinn 12. júní næstkomandi og hefst kl. 19:15. Lesa meira
 
Merki danska knattspyrnusambandsins

Tveir vináttulandsleikir við Dani hjá U21 karla - 3.6.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U21 karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki.  Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst nk. en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög