Landslið

Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Stórtap hjá U19 kvenna gegn Írum - 30.3.2008

Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu stórt gegn stöllum sínum frá Írlandi í dag.  Írska liðið var mun sterkara í þessum leik og sigruðu með átta mörkum gegn engu.  Grunnurinn að sigri heimastúlkna var lagður í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Seinni leikur U19 kvenna við Íra í dag - 30.3.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið leikur í dag seinni vináttulandsleik sinn við Íra og fer leikurinn fram í Dublin.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn er hefst kl. 11:00. Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

Tap gegn Finnum í lokaleiknum - 29.3.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði í dag gegn stöllum sínum frá Finnlandi með tveimur mörkum gegn fjórum.  Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti milliriðilsins en Danir sigruðu riðilinn eftir hörkukeppni við Finna. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

U17 kvenna mætir Finnum í dag - 29.3.2008

Íslendingar mæta Finnum í dag í lokaleik milliriðils fyrir EM 2008.  Íslensku stelpurnar eiga ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum en efsta liðið vinnur sér sæti í úrslitakeppni EM 2008. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Írar lagðir í Dublin - 28.3.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið lagði Íra í dag með einu marki gegn engu.  Leikurinn, sem fór fram í Dublin, er fyrri vináttulandsleikur liðanna en síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn.  Hlín Gunnlaugsdóttir skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Leikir við Norður Íra hjá U19 karla í september - 28.3.2008

Knattspyrnusambönd Íslands og Norður Írlands hafa komist að samkomulagi um að U19 karlalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki.  Leikirnir fara fram ytra og verða 8. og 10. september. Lesa meira
 
U19 landslið kvenna

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Írum - 28.3.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Írum í vináttulandsleik í dag kl. 16:00.  Leikurinn er fyrri leikur liðanna af tveimur leikjum og verður sá seinni á sunnudaginn kl. 11:00. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Tap hjá U17 kvenna gegn Dönum - 27.3.2008

Íslensku stelpurnar í U17 kvenna biðu lægri hlut gegn stöllum sínum frá Danmörku í öðrum leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 4-2 fyrir Dani eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

U17 kvenna leikur við Dani í dag - 27.3.2008

Stelpurnar í U17 kvennalandsliðinu leika sinn annan leik í milliriðli fyrir EM 2008 þegar þær mæta Dönum í dag.  Leikurinn hefst kl. 14:30 og fer fram á Spjald Stadion í Danmörku. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Sætur sigur á Slóvökum - 26.3.2008

Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í vináttulandsleik í kvöld en leikið var í Zlaté Moravce.  Lokatölur urðu 1-2 Íslendingum í vil eftir að staðan var markalaus í hálfleik.  Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins Lesa meira
 
Búningastjórinn með sitt hafurtask fyrir leikinn gegn Slóvakíu

Búningastjórinn gerir allt klárt - 26.3.2008

Það styttist í vináttulandsleik Slóvakíu og Íslands sem hefst kl. 19:15 í kvöld.  Nú þegar er einn maður mættur á leikstað en það er búningastjórinn, Björn Ragnar Gunnarsson.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Slóvakía - Ísland í kvöld kl. 19:15 - 26.3.2008

Íslendingar mæta Slóvökum í vináttulandsleik í kvöld og fer leikurinn fram í Zlate Moravce.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Leik U17 kvenna frestað í dag - 26.3.2008

Leik Danmerkur og Íslands í milliriðli EM 2008 hjá U17 kvenna hefur verið frestað en leikurinn átti að fara fram í dag.  Mikill kuldi hefur verið í Danmörku og mikill snjór á vellinum.  Leikurinn mun fara fram á morgun, fimmtudag, kl. 14:30. Lesa meira
 
Marverðirnir Stefán Logi Magnússon og Kjartan Sturluson ásamt Bjarna Sigurðssyni markmannsþjálfara á æfingu í Slóvakíu

Slóvakía - Ísland í kvöld kl. 19:15 - 26.3.2008

Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í kvöld kl. 19:15. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, mun tilkynna byrjunarliðið síðar í dag og verður það birt hér á síðunni. Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson í landsleik gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í september 2007

Kristján Örn fyrirliði á morgun - 25.3.2008

Íslenska landsliðið æfði í morgun og í gærkvöldi á grasi en fyrsta æfing liðsins varð að fara fram á gervigrasi sökum vætutíðar.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag að Kristján Örn Sigurðsson verði fyrirliði liðsins á morgun.  Lesa meira
 
Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007

Hermann ekki með gegn Slóvökum - 24.3.2008

Hermann Hreiðarsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem mætir Slóvökum í vináttulandsleik á miðvikudaginn.  Hermann er meiddur og var þessi ákvörðun tekin eftir samráð við lækni íslenska landsliðsins.  Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Tap gegn Rússum hjá U17 kvenna - 24.3.2008

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn Rússum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 3-4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í hálfleik, 3-1.  Leikið verður við heimastúlkur í Danmörku á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Kalt var í veðri á æfingu liðsins í Slóvakíu

Karlalandsliðið æfir í Slóvakíu - 24.3.2008

Íslenska landsliðið hélt til Bratislava í Slóvakíu á páskadag en leikinn verður vináttulandsleikur við heimamenn á miðvikudaginn.  Fyrsta æfing dagsins þurfti að fara fram á gervigrasi sökum vætutíðar. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið upp um tvö sæti - 21.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið færist upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í nítjánda sæti listans eftir góðan árangur á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði. Lesa meira
 
tryggvi-gudmundsson-Alid2005-1920

Breyting á hópnum fyrir Slóvakaleikinn - 19.3.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem fer til Slóvakíu til að leika vináttulandsleik 26. mars næstkomandi.  Tryggvi Guðmundsson úr FH kemur inn í hópinn Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

U19 kvenna leikur gegn Írum - 18.3.2008

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til þess að leika tvo vináttulandsleiki gegn Írum nú í lok mars.  Leikirnir fara fram 28. og 30. mars og verða leiknir í Dublin. Lesa meira
 
Landslið U17 kvenna sem sigraði sinn riðil í undakeppni EM 2008 örugglega í Slóveníu

U17 kvenna leikur í milliriðli EM í Danmörku - 17.3.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hóp sinn er heldur til Danmörku um páskana.  Þar leikur liðið í milliriðli fyrir EM 2008 en mótherjarnir verða, auk heimamanna, Rússar og Finnar. Lesa meira
 
Íslenska landsliðið

Hópurinn gegn Slóvökum tilkynntur - 17.3.2008

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Slóvökum 26. mars.  Leikurinn fer fram í Zlaté Moravce í Slóvakíu.  Margar breytingar eru á hópnum frá leiknum við Færeyinga.

Lesa meira
 
A landslið karla

Færeyingar lagðir í Kórnum - 16.3.2008

Íslendingar lögðu Færeyinga í dag í vináttulandsleik en leikurinn fór fram í knatthúsinu Kórnum.  Lokatölur urðu 3-0 eftir að Íslendingar höfðu haft forystu í hálfleik, 1-0.  Þetta er fyrsti karlalandsleikur sem fram fer innanhúss á Íslandi Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Byrjunarliðið gegn Færeyingum - 16.3.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyingum í dag kl. 16:00.  Leikurinn fer fram í hinu glæsilega knatthúsi Kórnum í Kópavogi.  Sex leikmenn frá Íslandsmeisturum Vals eru í byrjunarliðinu. Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Viðureignir Íslands og Færeyja - 14.3.2008

Leikur Íslendinga og Færeyinga á sunnudaginn er sá 21. í röðinni í A-landsleik karla.  Íslendingar hafa unnið nítján leiki af þessum tuttugu en einu sinni hefur orðið jafntefli Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Sérstakar undirbúningsæfingar U19 karla - 14.3.2008

Sérstakar undirbúningsæfingar verða hjá U19 karla dagana 20. - 22. mars næstkomandi.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir þessar æfingar en þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM 2008. Lesa meira
 
Við undirritun samnings á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela

Samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf - 14.3.2008

Í gær var undirritaður samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf um gistingu fyrir landslið Íslands og aðra gistingu á vegum Knattspynusambandsins.  Í samningum felst m.a. að A landslið Íslands munu framvegis gista á Hilton Hóteli.

Lesa meira
 
Forsíða leikskrárinnar á Ísland-Færeyjar

Leikskráin fyrir leikinn gegn Færeyingum í Kórnum - 13.3.2008

Fyrir landsleikinn gegn Færeyingum á sunnudag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum og gagnlegum upplýsingum.  Útgáfa á leikskrám var hafin að nýju á síðasta ári eftir meira en áratugshlé.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aðgöngumiðar á Ísland-Færeyjar fyrir handhafa A-passa - 13.3.2008

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Færeyja afhenta föstudaginn 14. mars frá kl. 10:00 - 15:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Mjög takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Ólafur leitar ráðgjafar hjá kollegum - 12.3.2008

Í undankeppni HM 2010 sem hefst í haust verða mótherjar Íslands, Holland, Skotland, Noregur og Makedónía.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að leita til fjögurra valinkunna kollega sinna Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Glæsilegur sigur á Finnum - 12.3.2008

Kvennalandsliðið íslenska sigraði í dag stöllur sínar frá Finnlandi en leikurinn var um 7. sætið á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil eftir að liðið hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik.  Katrín Jónsdóttir setti landsleikjamet þegar hún lék sinn 70. landsleik í dag. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Landsliðshópur Íslands gegn Færeyjum - 12.3.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti landsliðshóp sinn í dag en Ísland tekur á móti Færeyjum í vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni Kórnum, sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00.  Miðasala fer fram á www.midi.is. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008

Leikið við Finna um 7. sætið - 11.3.2008

Ísland mætir Finnum í leik um 7. sætið á Algarve Cup og hefst leikurinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.  Fyrirliði Íslands, Katrín Jónsdóttir, leikur sinn 70. landsleik og setur þar með landsleikjamet en fyrra metið átti Ásthildur Helgadóttir. Lesa meira
 
U17 landslið karla

Úrtakshópur hjá U17 karla á ferðinni um helgina - 11.3.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til úrtaksæfinga um helgina.  Æft verður tvisvar og fara æfingar fram í Kórnum og í Egilshöllinni.  Alls eru leikmennirnir 31 sem boðaðir eru til þessara æfinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Póllandi á Algarve Cup 2008

Öruggur sigur á Portúgal - 10.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið lagði í dag Portúgal að velli en leikurinn var sá síðasti í C-riðlinum á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 3-0 Íslandi í vil og tryggðu þær sér því sigur í riðlinum.  Stelpurnar leika um sjöunda sæti mótsins á miðvikudaginn og verða mótherjarnir Finnar. Lesa meira
 
Frá Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi

Miðasala á Ísland - Færeyjar er hafin - 10.3.2008

Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Færeyja er hafin en leikurinn fer fram sunnudaginn 16. mars og hefst kl. 16:00.  Leikið verður í hinni glæsilegu íþróttahöll Kórnum í Kópavogi.  Einungis eru 1000 miðar í boði. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Írlandi á Algarve Cup 2008

Leikið við Portúgal í dag kl. 15:45 - 10.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup í dag, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Leikið við Portúgal á morgun - 9.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup á morgun, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve Cup árið 2007

Öruggur sigur á Írum - 7.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag öruggan sigur á Írlandi en þetta var annar leikur stelpnanna á Algarve Cup.  Lokatölur urðu 4-1 og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.  Næsti leikur íslensku stelpnanna er á mánudaginn þegar að leikið verður við heimastúlkur í Portúgal. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Leikið við Írland í dag - 7.3.2008

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup í dag, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.

Lesa meira
 
Merki Færeyska knattspyrnusambandsins

Landsliðshópur Færeyinga tilkynntur - 6.3.2008

Íslendingar taka á móti Færeyingum í vináttulandsleik, sunnudaginn 16. mars kl. 16:00.  Leikurinn fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi og er þetta fyrsti A-landsleikur karla sem leikinn er innandyra hér á landi. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Leikið við Írland á morgun - 6.3.2008

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Stelpurnar lögðu Pólland í fyrsta leik sínum á mótinu en Írar töpuðu gegn Portúgal. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Sigur á Pólverjum í fyrsta leik á Algarve - 5.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í dag á Algarve Cup með því að sigra Pólland.  Lokatölur urðu 2-0 eftir markalausan fyrri hálfleik.  Íslenska liðið sótti mun meira í leiknum en góður pólskur markvörður gerði okkar stelpum erfitt fyrir. Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

FIFA fjölgar dómurum á nokkrum leikjum á Algarve - 5.3.2008

FIFA mun vera nota Algarve Cup sem tilraunamót fyrir nýjung í dómaramálum.  Á nokkrum leikjum á Algarve Cup verða dómararnir sex talsins í stað fjögurra.  Ekki verður gefið upp fyrirfram á hvaða leikjum þetta kerfi verður notað. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve Cup árið 2007

Leikið gegn Póllandi kl. 13:15 í dag - 5.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á Algarve Cup í dag og eru Póverjar mótherjarnir.  Leikurinn hefst kl. 13:15 og verður fylgst með gangi mála hér á síðunni.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum. Sjá má textalýsingu af leiknum hér að neðan. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Góðar aðstæður hjá kvennalandsliðinu - 4.3.2008

Íslenska kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem liðið tekur þátt á Algarve Cup.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag og verða Pólverjar andstæðingarnir. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Æfingahelgi hjá U17 og U19 kvenna framundan - 4.3.2008

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 landsliðum kvenna og verða æfingarnar í Kórnum og Egilshöllinni.  Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar, hafa valið hópa fyrir þessar æfingar. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Kína á Algarve Cup árið 2007

Landsliðið hélt utan til Algarve í morgun - 3.3.2008

Kvennalandsliðið hélt utan í morgun til Algarve þar sem liðið tekur þátt í Algarve Cup.  Ein breyting hefur verið gerð á hópnum.  Sif Atladóttir varð að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og í hennar stað kemur Embla Grétarsdóttir. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög