Landslið

KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingahelgi hjá U17 og U19 karla framundan - 25.2.2008

Um helgina verða æfingar hjá U17 og U19 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Lúka Kostic og Kristinn R. Jónsson, valið leikmenn til þessara æfinga.  Tveir hópar verða við æfingar hjá U19 karla. Lesa meira
 
Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007

Hópurinn tilkynntur fyrir Algarve Cup - 25.2.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt landsliðshópinn er tekur þátt á Algarve Cup dagana 5. - 12. mars.  Mótherjar Íslands á mótinu verða Pólland, Írland og Portúgal.  Einnig verður leikið um sæti á mótinu. Lesa meira
 
Hermann Hreiðarsson

Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta A-landsleik? - 22.2.2008

Hversu oft vakna spurningar á kaffistofum landsmanna um atriði eins og t.d. þessi:  Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta landsleik?  Hvað hefur Eiður Smári skorað mörg landsliðsmörk?  Hvað hefur Ásta B. Gunnlaugsdóttir leikið marga landsleiki?

Lesa meira
 
Vefur KSÍ

Leit að fréttum og tilkynningum á ksi.is - 22.2.2008

Á ksi.is er að finna aragrúa af fréttum og tilkynningum sem birtar hafa verið síðan í maí 2000, þegar KSÍ opnaði fyrsta vef sinn.  Allar fréttir eru tengdar yfirflokkum og hægt er að leita eftir þeim með ýmsum hætti.

Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

31 leikmaður valinn til æfinga hjá U17 karla - 19.2.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 31 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni og Reykjaneshöllinni. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

A landslið kvenna æfir um helgina - 18.2.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 26 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

Æfingahelgi framundan hjá U17 og U19 kvenna - 18.2.2008

Um komandi helgi verða æfingar hjá kvennalandsliðum U17 og U19 og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.  Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson hafa valið leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Landslið U17 kvenna sem sigraði sinn riðil í undakeppni EM 2008 örugglega í Slóveníu

Leikdagar ákveðnir í undankeppni U17 kvenna - 13.2.2008

Gefnir hafa verið út leikdagar í riðli Íslendinga í undankeppni EM 2009 hjá U17 kvenna.  Riðill Íslendinga verður leikinn á Ítalíu og verður verkefni íslensku stelpnanna verðugt. Lesa meira
 
Elvin Aliyev leikmaður Azerbaijan í baráttu við hinn portúgalska Deco

Landsleikur við Azerbaijan 20. ágúst á Laugardalsvelli - 11.2.2008

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Azerbaijan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtaksleikir við Möre og Romsdal - 11.2.2008

Úrtakshópar KSÍ karla og kvenna munu leika fjóra vináttuleiki gegn úrvalsliðum Møre og Romsdal fylkis í Noregi á næstu dögum.  Freyr Sverrisson þjálfari U16 karla og Kristrún Lilja Daðadóttir þjálfari U17 kvenna hafa hvort um sig valið tvo úrtakshópa Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsleik gegn Króötum

Góður sigur á Armenum - 6.2.2008

Íslendingar lögðu Armena að velli í dag en leikurinn var síðasti leikur liðsins á æfingamóti sem fram fór á Möltu.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil og voru það Tryggvi Guðmundsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoruðu mörk Íslands. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Tap hjá U21 karla gegn Kýpur - 6.2.2008

Íslenska U21 karlalandsliðið beið lægri hlut í dag gegn Kýpur ytra en leikurinn var í riðlakeppni EM 2009.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 0-0. Lesa meira
 
A landslið karla

Byrjunarlið Íslands gegn Armeníu - 6.2.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Armeníu kl. 16:30 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins á æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Armenar hafa unnið báða leiki sína til þessa en Íslendingar eru án stiga. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

U21 karla leikur gegn Kýpur í dag - 6.2.2008

U21 karlalandsliðið leikur við Kýpur í dag en leikurinn er liður í undankeppni EM 2009.  Leikið er á Kýpur og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Luka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leiknum. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Leikið við Armeníu í dag - 6.2.2008

Íslendingar leika lokaleik sinn á æfingamótinu á Möltu í dag en mótherjarnir þá verða Armenar.  Leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
U19 landslið karla

Tveir hópar æfa hjá U19 karla um helgina - 5.2.2008

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið tvo hópa til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum um helgina en alls eru 47 leikmenn boðaðir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi - 5.2.2008

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 30 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Fífunni og verða leiknir æfingaleikir fyrri daginn. Lesa meira
 
A landslið karla

Eins marks tap gegn Möltu - 4.2.2008

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Möltu í kvöld en leikurinn er liður í æfingamóti sem fer fram á Möltu.  Lokatölur urðu eitt mark gegn engu fyrir heimamenn og kom markið á 18. mínútu leiksins.  Ísland leikur á móti Armeníu á miðvikudag. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Ísland leikur gegn Möltu í kvöld - 4.2.2008

Ísland leikur gegn Möltu á æfingamóti í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð, Íslendingar fyrir Hvít Rússum og Malta fyrir Armeníu. Lesa meira
 
A landslið karla

Tap gegn Hvít Rússum á Möltu - 2.2.2008

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Hvít Rússum í fyrsta leik æfingamótsins á Möltu.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir Hvít Rússa eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik.  Ísland leikur gegn Möltu á mánudaginn. Lesa meira
 
Allir eru þeir ættaðir að norðan, Aron Einar Gunnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason

Leikið við Hvíta Rússland í dag kl. 14:00 - 2.2.2008

Ísland og Hvíta Rússland mætast í dag kl. 14:00 en leikurinn er liður í æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og eru þrír nýliðar sem byrja leikinn í dag. Fylgst er með leiknum hér á síðunni. Lesa meira
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerir sig kláran fyrir æfingu á Möltu þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á æfingamóti

Æft tvisvar sinnum í dag - 1.2.2008

Karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti.  Fyrsti leikur liðsins er við Hvíta Rússland á morgun, laugardag.  Þessar þjóðir hafa ekki áður mæst í A-landsleik karla. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög