Landslið

Bjarni_Tor_a_Moltu

Landsliðshópurinn æfir á Möltu - 31.1.2008

Íslenski landsliðshópurinn kom til Möltu í nótt eftir langt ferðalag og í dag var æft tvisvar sinnum.  Landsliðið mætir Hvít Rússum á laugardaginn, Möltu á mánudaginn og Armenum á miðvikudaginn. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Forföll í íslenska landliðshópnum - 30.1.2008

Íslenska landsliðið hélt af stað í morgun til Möltu þar sem liðið leikur á æfingamóti, 2. - 6. febrúar.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi 30 leikmenn í landsliðshópinn en af þeim hópi eru 6 leikmenn sem geta ekki tekið þátt í þessu móti. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn valinn hjá U21 karla fyrir Kýpurferð - 28.1.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Kýpur ytra þann 6. febrúar næstkomandi.  Leikurinn er liður í undankeppni EM 2009 og er Ísland með 6 stig eftir 5 leiki í riðlinum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM3

U17 og U19 kvenna með æfingar um helgina - 28.1.2008

Þau Kristrún Lilja Daðadóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 kvenna, hafa valið hópa til æfinga um helgina.  Æfingarhópur U17 kvenna æfir í Kórnum en U19 kvenna æfir bæði í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Æfingahelgi hjá A landsliði kvenna - 28.1.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hóp til æfinga um helgina. Æft verður tvisvar sinnum og hafa tuttugu og sjö leikmenn verið valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Sex nýliðar fara til Möltu - 21.1.2008

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið 30 leikmenn sem taka þátt í æfingamóti á Möltu dagana 2. - 6. febrúar.  Mótherjar Íslendinga verða heimamenn, Armenar og Hvít Rússar. Lesa meira
 
U16-1993-0021

Æfingar hjá U16 karla um komandi helgi - 21.1.2008

Æfingar verða hjá U16 karla um komandi helgi og hafa 36 leikmenn verið boðaðir til þessara æfinga sem verða undir stjórn Freys Sverrissonar.  Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Egilshöll og Kórnum. Lesa meira
 
Island_U17_kvenna_NM2

Æfingar hjá U16 kvenna um næstu helgi - 21.1.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

Úrtaksæfingar hjá U21 karla 26. - 27. janúar - 18.1.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 26 leikmenn til æfinga dagana 26. og 27. janúar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og verður æft laugardag og sunnudag. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Íslands í 87. sæti á FIFA listanum - 16.1.2008

Íslenska karlalandsliðið er í 87. sæti FIFA listans en nýr listi var gefinn út í morgun.  Ísland færist upp um 3 sæti frá síðasta lista þrátt fyrir að hafa ekki spilað landsleik á þessum tíma.  Argentínumenn er í efsta sæti listans. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Æfingar hjá U17 og U19 karla - 15.1.2008

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla og Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hafa valið leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Tveir hópar munu æfa hjá U19 en æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og Kórnum. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Styrkur frá ÍSÍ vegna afreksstarfs - 11.1.2008

Íþrótta- og Olympíusamband Íslands kynnti í dag styrkveitingar úr afrekssjóðum sínum.  KSÍ hlaut 4 milljónir króna úr afrekssjóði vegna A landsliðs kvenna, og eina milljón króna úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna vegna verkefna yngri landsliða. Lesa meira
 
errea

KSÍ endurnýjar samning við Errea - 11.1.2008

Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við ítalska íþróttavöruframleiðandann Errea sem staðið hefur síðan 2002 og munu landslið Íslands leika í búningum frá fyrirtækinu næstu 4 árin.  Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Landsleikir hjá U19 kvenna í mars - 10.1.2008

Íslenska U19 kvennalandsliðið mun leika tvo vináttulandsleiki gegn Írum í mars og fara leikirnir fram í Dublin.  Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 28. mars en sá síðari, sunnudaginn 30. mars. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Leikjaniðurröðun tilbúin fyrir Möltumótið - 9.1.2008

Íslenska karlalandsliðið tekur þátt í æfingamóti á Möltu í byrjun febrúar þar sem mótherjar verða auk heimamanna, Hvít Rússar og Armenar.  Fyrsti leikur Íslands í mótinu verður gegn Hvít Rússum 2. febrúar. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Aldrei fleiri landsleikir leiknir en árið 2007 - 8.1.2008

Aldrei hafa landslið Íslands í knattspyrnu leikið fleiri landsleiki heldur en á nýliðnu árið, 2007.  Alls léku sjö landslið Íslands í karla- og kvennaflokki, 62 landsleiki árið 2007 en árið 2006 léku landsliðin samtals 47 landsleiki. Lesa meira
 
Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland

Kvennalandsliðið leikur gegn Finnum - 8.1.2008

Íslenska kvennalandsliðið mun leika tvo vináttulandsleiki gegn Finnum ytra 4. og 7. maí næstkomandi.  Leikirnir verða liður í lokaundirbúningi fyrir mikilvægan leik gegn Serbum í Serbíu 28. maí en sá leikur er í undankeppni EM 2009. Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Æfingar hjá U16 og U17 karla á Austurlandi - 8.1.2008

Æfingar verða fyrir U16 og U17 karla á Austurlandi, sunnudaginn 13. janúar næstkomandi.  Æft verður í Fjarðabyggðarhöllinni og hafa 23 leikmenn verið valdir til æfinganna sem verða undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 karla. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Æfingar hjá U16 karla á Norðurlandi - 8.1.2008

Æfingar fara fram um komandi helgi á Norðurlandi hjá U16 karla og hafa 24 leikmenn verið valdir til þessara æfinga.  Æft verður á föstudag og laugardag í Boganum á Akureyri og verða æfingarnar undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 karla. Lesa meira
 
Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007

U21 karla leikur við Norðmenn 12. júní - 8.1.2008

U21 karlalandslið Íslands mun leika vináttulandsleik við Norðmenn 12. júní næstkomandi og fer leikurinn fram hér á landi.  Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir lokasprettinn í riðlakeppni EM 2009.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Æfingar hjá U17 og U19 kvenna um helgina - 7.1.2008

Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið hópa til æfinga um helgina.  Æft verður tvisvar og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi 16. júní 2007

A landslið kvenna æfir um helgina - 7.1.2008

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-kvenna, hefur valið 25 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara æfingarnar fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög