Landslið

Luka ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands

Luka Kostic hlýtur viðurkenningu Alþjóðahúss - 30.12.2007

Luka Kostic, þjálfari U17 og U21 landsliða karla, hlaut í dag viðurkenningu Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi.  Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Tveir hópar æfa hjá U19 karla - 27.12.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 2 hópa til æfinga fyrstu vikuna í janúar.  Hvor hópur æfir tvisvar sinnum þessa helgi og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöllinni. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið

Kvennalandsliðið í 21. sæti styrkleikalista FIFA - 21.12.2007

Íslenska kvennalandsliðið er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Er það sama sæti og liðið var í desember árið 2006.  Þýskaland endar árið 2007 í efsta sæti styrkleikalistans. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Vináttulandsleikur gegn Wales 28. maí - 20.12.2007

Íslendingar munu spila vináttulandsleik gegn Wales, miðvikudaginn 28. maí 2008 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Þetta er sjötti vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á næsta ári en leikið verður við Færeyjar og Slóvakíu í mars sem og við Armeníu, Hvíta-Rússland og Möltu á æfingamóti í febrúar. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Æfingar hjá U17 karla 5. og 6. janúar - 20.12.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga hjá U17 karla.  Æft verður tvisvar sinnum þessa helgi en æfingarnar fara fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson í sínum síðasta landsleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli 2004

Rúnar Kristinsson heiðraður fyrir 100 landsleiki - 17.12.2007

Rúnar Kristinsson var heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands í kvöld fyrir að vera fyrstur til þess að spila 100 A-landsleiki.  Einnig fengu 74 aðilar heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf til handa íslenskrar knattspyrnu. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Ísland í 90. sæti FIFA styrkleikalistans - 17.12.2007

Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og er íslenska landsliðið í 90. sæti listans og hefur fallið um eitt sæti frá því að síðasti listi var gefinn út.  Argentínumenn halda toppsæti FIFA styrkleikalistans. Lesa meira
 
Merki HM 2010 í Suður Afríku

Norðmenn fyrstu mótherjar Íslendinga - 14.12.2007

Í dag funduðu forsvarsmenn knattspyrnusambanda þjóðanna í 9. riðli undankeppni HM 2010 og voru leikdagar ákveðnir.  Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Norðmönnum á útivelli 6. september og Skotar sækja okkur heim 10. september. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Æfingar hjá U21 karla um komandi helgi - 11.12.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið æfingahóp til æfinga um komandi helgi.  Valdir eru 26 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar sinnum um helgina og fara báðar æfingarnar fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Úrtaksæfingar hjá U16 kvenna um helgina - 11.12.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari U16 landsliðs kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  36 leikmenn eru boðaðir til tveggja æfinga um helgina og fara þær báðar fram í knatthúsinu Kórnum. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Milliriðlarnir klárir hjá U17 og U19 kvenna - 11.12.2007

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2008 hjá U17 og U19 kvenna.  Ísland var í pottinum í báðum þessum keppnum og er ljóst að erfiðir leikir eru framundan hjá stelpunum þegar leikið verður í vor. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Úrtakshópur valinn hjá U16 karla - 11.12.2007

Freyr Sverrisson, þjálfari landsliðs U16 karla, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar sinnum um helgina og hafa 36 leikmenn verið valdir til þessara æfinga. Lesa meira
 
UEFA

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna - 11.12.2007

Í dag var dregið í riðla í forkeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir EM 2009.  Riðlarnir verða leiknir um  haustið 2008.  U17 er í riðli með Ítalíu, Frakklandi og Azerbaijan.  U19 er í riðli með Írlandi, Ísrael og Grikklandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Leikið við Slóvakíu 26. mars - 10.12.2007

KSÍ og Knattspyrnusamband Slóvakíu hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna mætist vináttulandsleik í Slóvakíu 26. mars næstkomandi.  Leikdagurinn 26. mars er alþjóðlegur landsleikjadagur. Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 kvenna er lagði Slóveníu með fimm mörkum gegn engu riðlakeppni EM

Úrtaksæfingar hjá U17 kvenna um komandi helgi - 4.12.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna,  hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Kristrún velur 30 leikmenn til þessara æfinga en æft verður tvisvar um helgina, í Egilshöll og Kórnum. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Færeyjum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

Úrtaksæfingar hjá U17 karla um næstu helgi - 4.12.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 36 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður tvisvar um helgina og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Leikið við Færeyjar 16. mars - 3.12.2007

Ísland og Færeyjar munu mætast í vináttulandsleik sunnudaginn 16. mars næstkomandi.  Leikurinn mun fara fram í hinu nýja knattspyrnuhúsi Kórnum í Kópavogi.  Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög