Landslið

U21 landslið karla

Sætur sigur á Belgum - 20.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið lagði Belga í dag í Brussel með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn var í undankeppni EM U21.  Þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk Íslendinga í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
Búningastjórinn búinn að gera klárt fyrir síðustu æfingu fyrir leik

Æft á Parken í kvöld - Síðasta æfing fyrir leik - 20.11.2007

Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Dönum og í kvöld æfði liðið á keppnisvellinum sjálfum, hinum kunna Parken.  Ólafur Jóhannesson tilkynnti byrjunarliðið þar og má sjá það annars staðar hér á síðunni. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Ísland yfir gegn Belgum í hálfleik - 20.11.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur nú gegn Belgum og er leikurinn í undankeppni EM.  Staðan í hálfleik er sú að Íslendingar leiða í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.  Það voru þeir Birkir Bjarnason og Arnór Smárason sem skoruðu mörk Íslendinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku tilkynnt - 20.11.2007

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Parken á morgun, miðvikudag og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

U21 karla leikur gegn Belgum í kvöld - 20.11.2007

Landslið U21 karla leikur í dag við Belga í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar hafa fengið þrjú stig til þessa í riðlinum eftir fjóra leiki en Belgar hafa fjögur stig eftir jafn marga leiki. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög