Landslið

Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

U19 karla komst áfram í milliriðla - 17.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Rúmena í kvöld í síðasta leik sínum í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfeik hafði verið 1-0.  Jósef Kristinn Jósefsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap í Liechtenstein - 17.10.2007

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld.  Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Liechtenstein

Allt klárt fyrir leikinn gegn Liechtenstein - 17.10.2007

Það styttist í leikinn gegn Liechtenstein en hann hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Leikmenn taka það rólega og undirbúa sig sem best fyrir leikinn.  Á meðan hafa aðrir nóg fyrir stafni og búningastjórinn er með sitt klárt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Byrjunarliðið hjá U19 karla tilbúið fyrir leik gegn Rúmenum - 17.10.2007

Íslendingar mæta i dag Rúmenum í riðlakeppni EM hjá U19 karla.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og er þetta síðasti leikur þeirra í riðlinum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum. Lesa meira
 
Landslag í Liechtenstein

Byrjunarliðið gegn Liechtenstein tilbúið - 17.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í kvöld.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:00 á Rheinpark Stadion. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög