Landslið

Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna - 30.10.2007

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafa valið úrtakshópa til æfinga um komandi helgi.  Hóparnir æfa tvisvar sinnum og fara æfingarnar fram í Kórnum og Egilshöll. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari A-landsliðs karla - 29.10.2007

Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla og tekur hann við af Eyjólfi Sverrissyni.  Samningur Ólafs er til tveggja ára eða til 31. desember 2009.  Fyrsti leikur Ólafs verður 21. nóvember nk. þegar að Íslendingar sækja Dani heim á Parken. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ - 27.10.2007

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. Lesa meira
 
Áfram Ísland!

Upphitun hjá Áfram Ísland klúbbnum - 26.10.2007

Íslendingar sækja Dani heim á Parken í Kaupmannahöfn og fer leikurinn fram miðvikudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20:00 að staðartíma.  Áfram Ísland klúbburinn verður með upphitun fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Klara eftirlitsmaður UEFA í Englandi - 26.10.2007

Klara Bjarmarz, skrifstofustjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á landsleik Englands og Hvíta Rússlands í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á Bescot Stadium í Walsall. Lesa meira
 
Styrkleikalisti FIFA - Karlalandslið

Karlalandsliðið færist upp um eitt sæti - 24.10.2007

Nýr FIFA styrkleikalisti karlalandsliða var birtur í dag og færist íslenska karlalandsliðið upp um eitt sæti á listanum og er í sæti 79.  Það eru Argentínumenn er leiða listann að þessu sinni. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U17 og U19 karla - 24.10.2007

Um helgina verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 karla og verða tvær æfingar hjá hvorum hópi.  Landsliðsþjálfararnir, Luka Kostic og Kristinn Rúnar Jónsson, hafa valið úrtakshópa til þessara æfinga. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

U19 karla komst áfram í milliriðla - 17.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið sigraði Rúmena í kvöld í síðasta leik sínum í undankeppni EM.  Lokatölur urðu 2-0 Íslendingum í vil eftir að staðan í hálfeik hafði verið 1-0.  Jósef Kristinn Jósefsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin í leiknum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap í Liechtenstein - 17.10.2007

Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld.  Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Lesa meira
 
Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Liechtenstein

Allt klárt fyrir leikinn gegn Liechtenstein - 17.10.2007

Það styttist í leikinn gegn Liechtenstein en hann hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.  Leikmenn taka það rólega og undirbúa sig sem best fyrir leikinn.  Á meðan hafa aðrir nóg fyrir stafni og búningastjórinn er með sitt klárt fyrir leikinn. Lesa meira
 
UEFA

Byrjunarliðið hjá U19 karla tilbúið fyrir leik gegn Rúmenum - 17.10.2007

Íslendingar mæta i dag Rúmenum í riðlakeppni EM hjá U19 karla.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og er þetta síðasti leikur þeirra í riðlinum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum. Lesa meira
 
Landslag í Liechtenstein

Byrjunarliðið gegn Liechtenstein tilbúið - 17.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Liechtenstein í kvöld.  Leikurinn er í undankeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:00 á Rheinpark Stadion. Lesa meira
 
Rheinpark Stadion sem leikið verður á gegn Liechtenstein

Landsliðið æfði á Rheinpark Stadion - 16.10.2007

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar

Jafntefli hjá U21 karla gegn Austurríki - 16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið gerði í dag jafntefli við Austurríki í riðlakeppni EM 2009.  Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli og lauk 1-1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi. Lesa meira
 
Liechtenstein með augum búningastjórans, Björns Ragnars Gunnarssonar

Landsliðið mætt til Liechtenstein - 16.10.2007

Íslenska karlalandsliðið leikur gegn Liechtenstein á morgun í undankeppni EM 2008.  Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst leikurinn kl. 18:00 en útsending hefst 17:40. Lesa meira
 
ISL_AND_Jun2006Rurikskorar1

U21 karla leikur gegn Austurríki í dag - 16.10.2007

Íslenska U21 karlalandsliðið leikur í dag við Austurríki og er leikurinn liður í riðlakeppni fyrir EM 2009.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00.  Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007

Sigur hjá U19 karla gegn Belgum - 14.10.2007

Íslendingar unnu Belga í kvöld í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn  Englandi.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2-1 í hálfleik.  Íslendingar leika gegn Rúmenum á miðvikudaginn síðasta leik sinn í riðlinum. Lesa meira
 
UEFA

U19 karla leikur gegn Belgum í kvöld - 14.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið leikur annan leik sinn í undankeppni EM í kvöld þegar þeir mæta Belgum.  Belgar unnu Rúmena örugglega í fyrsta leik sínum en Íslendingar töpuðu gegn heimamönnum í Englandi. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Tap gegn Lettum í Laugardalnum - 13.10.2007

Óskabyrjun Íslendinga gegn Lettum í dag dugði skammt því að Lettar sigruðu Íslendinga í undakeppni EM með fjórum mörkum gegn tveimur.  Íslendingar komust yfir strax á 4. mínútu þegar að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eftir góða sókn. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Byrjunarlið Íslands gegn Lettum tilbúið - 13.10.2007

Ísland leikur gegn Lettlandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 á Laugardalsvelli og er miðasala frá kl. 12:00 á vellinum.  Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag. Lesa meira
 
UEFA

Tap hjá U19 karla gegn Englendingum - 12.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM.  Leikið var gegn heimamönnum, Englendingum og lágu íslensku strákarnir með fimm mörkum gegn einu.  Á sunnudaginn verður leikið gegn Belgum. Lesa meira
 
Forsíða leikskrár Íslands og Lettlands

Leikskráin fyrir leikinn gegn Lettum - 12.10.2007

KSÍ ákvað á þessu ári að hefja að nýju útgáfu leikskrár fyrir heimalandsleiki, en slík útgáfa hafði ekki verið í meira en áratug.  Fyrir landsleikinn gegn Lettum á laugardag verður gefin út 20 blaðsíðna leikskrá með ýmsum áhugaverðum upplýsingum. 

Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Andlitsmálun fyrir leik gegn Lettlandi - 12.10.2007

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir landsleik Íslands og Lettlands á laugardag á Laugardalsvelli.  Því er um að gera að mæta tímanlega og láta mála íslenska fánann á kinnina og ennið, jafnvel að láta mála allt andlitið til að vera sem flottastur! Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Byrjunarlið U19 karla gegn Englandi í dag - 12.10.2007

Íslenska U19 karlalandsliðið mætir Englendingum í dag í undankeppni EM.  Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.  Í riðlinum eru einnig Rúmenía og Belgía.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyting á hópnum hjá U19 karla - 11.10.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum er tekur þátt í riðlakeppni U19 karla í Englandi næstu daga.  Jóhann Laxdal úr Stjörnunni kemur inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson, sem er meiddur. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í riðlakeppni EM 2008.

Ísland - Lettland á laugardaginn kl 16:00 - 10.10.2007

Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október og hefst kl. 16:00.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is. Miðasala er á Laugardalsvelli á leikdegi frá kl. 12:00. Lesa meira
 
U21 landslið karla

Hópurinn hjá U21 karla valinn fyrir leik gegn Austurríki - 9.10.2007

Lúka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Austurríki í riðlakeppni EM.  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 16. október á Grindavíkurvelli og hefst kl. 15:00. Lesa meira
 
Áhorfendur á Laugardalsvelli

Miðar á leikinn gegn Lettlandi fyrir handhafa A-passa - 8.10.2007

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Lettland afhenta miðvikudaginn 10. október frá kl. 12:00 - 17:00. Miðarnir verða afhentir í miðasölu Laugardalsvallar. Lesa meira
 
U19_karla_Skotland

Hópur hjá U19 karla valinn fyrir Englandsför - 8.10.2007

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sinn fyrir undankeppni EM.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og fara leikirnir fram 12. til 17. október. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Miðasala hafin á Danmörk - Ísland á Parken - 8.10.2007

Miðasala á leik Danmerkur og Íslands í riðlakeppni EM 2008, sem fram fer á Parken 21. nóvember, er hafin hér á síðunni.  Miðinn kostar 4.000 krónur en búast má við miklum fjölda Íslendinga á þennan leik. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Liechtenstein valinn - 5.10.2007

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22. manna landsliðshóp fyrir næstu tvö verkefni landsliðsins.  Framundan eru leikir í undakeppni EM 2008, heimaleikur gegn Lettlandi 13. október og útileikur gegn Liechtenstein 17. október. Lesa meira
 
GretarRafn_Danmork_2006

Miðasala á Danmörk - Ísland hefst mánudaginn 8. október - 4.10.2007

Íslendingar leika lokaleik sinn í riðlakeppni EM 2008, 21. nóvember næstkomandi.  Mótherjar verða Danir og er leikið á Parken í Kaupmannahöfn.  Íslendingum gefst kostur á að kaupa miða á þennan leik á heimasíðu KSÍ.  Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir

Æfingaleikur hjá æfingahópi A-landsliðs kvenna - 4.10.2007

Föstudaginn 5. október kl. 20:00 mun æfingahópur A landsliðs kvenna leika æfingaleik gegn Val í nýjasta knattspyrnuhúsi landsins, Kórnum.  Valsstúlkur eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir aðra umferð Evrópukeppninnar. Lesa meira
 
Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað

Miðasala hafin á Ísland - Lettland - 3.10.2007

Íslendingar taka á móti Lettum í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 13. október, og hefst kl. 16:00.  Miðasala á leikinn er hafin og fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Æfingar hjá U19 karla um komandi helgi - 3.10.2007

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 21 leikmann til æfinga um komandi helgi.  Æfingarnar verða þrjár og fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Lesa meira
 
UEFA

Sigur hjá U17 karla og U19 kvenna - 2.10.2007

Tvö ungmennalandslið Íslands innbyrtu sigur í dag í riðlakeppni EM en þetta voru U17 karla og U19 kvenna.  Strákarnir höfnuðu í þriðja sæti síns riðils en stelpurnar í U19 sigruðu í sínum riðli með fullt hús og eru komnar í milliriðla. Lesa meira
 
Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.

Leikir hjá U19 kvenna og U17 karla í dag - 2.10.2007

Landslið Íslands í U19 kvenna og U17 karla verða bæði í eldlínunni í dag en þá leika þau síðustu leiki sína í riðlakeppni EM.  Stelpurnar í U19 kvenna mæta gestgjöfum sínum frá Portúgal en strákarnir leika gegn Litháen. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög