Landslið

Strákarnir minntust fráfalls Ásgeirs Elíassonar eftir sigurleik gegn Norður Írlandi

Sætur sigur á Norður Írum - 12.9.2007

Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008.  Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland.  Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra. Lesa meira
 
Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svíum hjá U17 karla á Norðurlandamótinu

37 leikmenn valdir til úrtaksæfinga hjá U17 karla - 12.9.2007

Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 37 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi.  Æft verður laugardag og sunnudag og fara æfingar fram í Fífunni í Kópavogi. Lesa meira
 
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Byrjunarliðin tilkynnt klukkutíma fyrir leik - 12.9.2007

Byrjunarlið Íslands og Norður-Írlands fyrir viðureign liðanna í undankeppni EM 2008 á Laugardalsvelli í kvöld verða tilkynnt um það bil einni klukkustund fyrir leik.  Jafnframt verða þau birt hér á vefnum þegar þau berast.

Lesa meira
 
ÁFRAM íSLAND!!

Ísland - Norður Írland í kvöld - 12.9.2007

Miðasala á leik Íslands og Norður Írlands í riðlakeppni fyrir EM 2008 er nú í fullum gangi.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, miðvikudaginn 12. september og hefst kl. 18:05. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög